Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 37 spor sem þjónusta Willy skildi eft- ir í lífi svo fjölmargra. Við kveðjum elskaðan tengda- son okkar og mág hinstu kveðju í Frikirkjunni í Reykjavík í dag. Þá viljum við fara að dæmi Willy og lofa Guð. Lofsyngja Drottin fyrir líf þessa unga manns og þakka fyrir það þrek og þann kraft, sem Hafdísi var gefinn í þessu harða sjúkdómsstríði og biðja góðan Guð að hugga hana og dótturina ungu, styrkja þær, vernda og blessa á þeim erfiðu vikum sem framundan eru, og leiða þær heilar, um lang- an veg, heim til íslands að nýju. Eftir sitjum við í söknuði og hljóðri undrun yfir því að slíkur Drottins þjónn skuli burtu kallað- ur svo að segja í upphafi ferils síns, aðeins 25 ára gamall. En við beygjum okkur undir Drottins voldugu hönd og lútum vilja hans, í Jesú nafni. Kristín, Hilmar og Brynja. „Ég fyrir verð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir." (Róm. 1:16.) Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um Willy Hanssen yngri, vegna þess að við erum að kveðja kæran vin og bróð- ur í Kristi, ungan Guðs mann. En nú skal reynt að festa á blað eitthvað af þeim hugsunum sem upp hafa komið. Ef litið er yfir lífsferil hans, þá er ekki erfitt að sjá þann grund- völl sem gaf honum festu og ör- yggi, grundvöll sem öll hans til- vera snerist um. Líf Willys snerist um einn út- gangspunkt, einn einstakling, Drottin Jesúm Krist. Þau orð Páls postula, sem vitnað er til í upp- hafi, mætti auðveldlega gera að orðum Willys. Hann fyrirvarð sig ekki fyrir fagnaðarerindið um Jes- úm Krist og hann boðaði það og predikaði, bæði í söng, orði og verki. Það, sem einkenndi þjónustu hans sennilega meir en nokkuð. annað, var óvenjulegur lífskraftur og gleði, frelsi sem hann hafði ein- stakt lag á að miðla til annarra. „Því ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í Heilögum Anda.“ (Róm. 14:17.) Hann boðaði sann- kallað fagnaðarerindi, einfalt og ríkt, byggt á Guðs orði. En af hverju? Við trúðum, er það ekki? Þessi hópur trúaðra um allan heim, sem bað og trúði, því vannst ekki sigur? Þegar fréttin barst frá Nýja Sjálandi, um að Willy væri farinn heim til Drott- ins, neituðu margir að trúa því að svo væri. Svo margir höfðu jú beð- ið í gegn þessu krabbameini sem hrjáði líkama hans. Og framfar- irnar voru augljósar, Guð bæn- heyrði. Starfsemi likamans komst í eðlilegt horf, þó mátturinn væri enn lítill. Nýrun, sem áður voru ónýt, unnu nú sitt verk, lungun læknuðust, öll merki æxla og krabbameins á líkama hans hurfu, jú, það fór ekki á milli mála að Guð svaraði bænum. En svo hætti hjartað að slá og er það nema von að við spyrjum ðll, hvers vegna? En höfum við öll svör? Komum við nokkurn tíma til með að fá svör við öllu hér á jörð? Það er mál manna, að krabbameinið sjálft hafi ekki dregið hann til dauða, en hvað þá, því fæst ekki skýrt svar við. Ákveðin hugsun leitar á hug- ann. Nokkrum klukkustundum fyrir dauða sinn, hafði Willy ákallað Jesúm Krist sérstaklega ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaösins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. og beðið Hann að sækja sig, leyfa sér að koma heim, sjá Drottin og vera hjá Honum. Sú hugsun leitar á hugann, hvort hann, í baráttu sinni við sjúkdóminn, hafi fengið að skyggnast inn í dýrð Drottins. Hvort hann hafi fengið að sjá eitthvað, sem fær allt annað til að blikna í samanburði. Og sú löngun að dvelja í þeirri dýrð hafi verið yfirsterkari lönguninni að lifa hér á jörð. „Því lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur." (Fil. 1:21.) Hvert svo sem svarið er, þá vit- um við að dauðinn hefur aðeins snert líkamann, en Willy lifir. „Ég lifi og þér munuð lifa“ sagði Krist- ur (Jóh. 14:19.). Þeim, sem Guð elska, samverk- ar allt til góðs. Missirinn er mikill, en jafnvel nú þegar má sjá hvað Guð getur gert í kringumstæðum sem þessum, og samverkað til góðs. Það er víst, að allir þeir, sem staðið hafa með Willy í baráttunni og þá ekki síst hans nánasta fjöl- skylda, bera öll vitni um vöxt og nýja innsýn, sem fengist hefur á göngunni um dalinn. Og nú þegar er vitað um mannslíf sem í þessari baráttu hafa breyst gjörsamlega, vegna snertingar Heilags Anda. 011 vonuðum við og vildum vinna sigur og hafa hann enn hjá okkur. Kannski hljóma enn spurn- ingar í hjörtum okkar, hryggðin og söknuðurinn eiga enn sinn stað og við sjáum betur en áður hversu háð við erum Drottni Jesú með alla hluti. En eins og Willy hefði hvatt til, verum upplitsdjörf, hughraust og beinum sjónum okkar til Jesú Krists og látum aldrei þagna hróp fagnaðarerind- isins, sem Willy á svo kröftugan hátt tók þátt í að boða. Hafdísi, sem stóð styrk við hlið eiginmannsins og studdi hann í hvívetna, og litlu dóttur og svo Willy eldri og Guðlaugu, Hilmari og Kristínu, og öllum öðrum ná- komnum, vottum við samúð okkar og megi friðarins Guð fylla hjörtu ykkar áframhaldandi af sínum Fæddur 27. júlí 1914 Dáinn 1. október 1983 Það húmar að og haustar í huga mínum. Góður félagi og tryggur í tímans rás hefur kvatt okkur hinstu kveðju. Síst óraði mig fyrir því, að síðustu samfundir yrðu á hátíðisdegi verkalýðsins sl. vor, þar sem Árnmar var sem jafnan áður hinn ótrauði talsmaður stefnu og hreyfingar, hertur í eldi kreppuáranna, reynslunni ríkari af óvæginni lífsbaráttu lengst af, en fyrst og síðast hugsjónamað- ur,sem ungur hafði kynnst kenn- ingum sósíalismans og fylgdi þeim af rökhyggju og ríkri trúmennsku alla tíð._ Sannarlega hefðu samfundir við hann átt að vera tíðari og í sökn- uði daganna nú er hugsað til þeirra góðu stunda, er ég hef átt á heimili þeirra ágætu hjóna, en alltof sjaldan nú hin síðustu ár. Ég stend í ógoldinni þakkarskuld fyrir árveknina og áhugann eld- lega alla tíð í ötulli baráttu fyrir sameiginlegan málstað. Það haustar því að í huga mér við fráfall góðs vinar. Með Árnmari er genginn einn af þessum traustu alþýðumönnum, sem skynjuðu og skildu sinn vitj- unartíma, áttu bjargfasta sann- færingu, sem ekkert fékk bifað. Umhugsunarlaust var sú sann- færing ekki fengin, næm og góð eðlisgreind sá til þess, hann var ævinlega á varðbergi og aðvaraði, ef honum þótti brugðið af réttri leið og gagnrýndi ótæpilega en af sanngirni, ef aðgerðir og athafnir hreyfingarinnar beindust af braut. En fyrstur var hann jafnan til liðs, ef á þurfti að halda, hvort frið og styrk. Þið eruð okkur vitn- isburður um mátt Drottins. _ Halldór og Árný í minningu um látinn vin minn, sem ég bæði virti og þótti ólýsan- lega vænt um, Willy Hanssen yngri, skrifa ég þessar línur. Onéitanlega er hryggð í hjarta mínu í dag og maður spyr, en fær engin svör, en eitt veit ég, að um alla eilífð er hann hjá frelsara sín- um, honum sem hann dyggilega þjónaði allt sitt líf og sú fullvissa er sem ljós í þessu skammdegi. Ég kynntist Willy fyrir mörgum árum og ég verð að segja að það hafa fáir haft eins mikil áhrif á líf mitt og einmitt hann, og því betur sem ég kynntist honum sá ég yfir hversu sjaldgæfum persónuleika hann bjó. Staðfesta og uppgerður hugur, hugrekki og gamansemi, þrautseigja og sterkur vilji ein- kenndu allt hans verk og allt hans líf, þessa unga, hrausta og mynd- arlega manns, sem fullur var af hæfileikum og lífsþrótti og ég segi í dag að sannarlega er skarð fyrir skildi. Mig skortir orð til að lýsa því sem í brjósti mínu býr, nú við fráfall hans. Það er eins og hluti af mér sjálfum sé sniðinn af, en dauðinn er nokkuð sem mætir okkur öllum og þar fáum við engu breytt og engu frestað. Fyrir um þremur árum gekk hann að eiga yndislega unga konu, Hafdísi að nafni, sem ég sam- hryggist innilega og votta samúð okkar hjónanna, en hún er einmitt systir konu minnar og á milli okkar og Willy og Hafdísar urðu fljótt ákaflega sterk bönd og þessi vináttubönd styrktust æ meir er timar liðu, en „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins" og eins varð það nú að Drottinn kallaði hann heim og því kalli hlýddi hann með gleði trúi ég og reyndar veit að svo var. Það er bæn mín og hjartans ósk að geta verið Hafdísi styrkur og sýna minningu látins eiginmanns hennar virðingu og hvenær sem sem var á félagsvettvangi flokks- ins, en fáir sóttu fundi betur en hann, eða vegna framboðs til sveitarstjórnar, þar sem hann var með frá upphafi, vökull og einarð- ur liðsmaður. Ég kynntist honum fyrst að marki í verkalýðshreyfingunni, í félaginu heima, þar sem ég hafði verið valinn til forystu og þurfti sannarlega að reiða mig á þá, sem eldri og reyndari voru. Árnmar hafði mótast í and- rúmslofti mikilla sviptinga á sviði stjórnmála og verkalýðsbaráttu á Eskifirði, þar sem faðir hans stóð löngum í fylkingarbrjósti með þeirri einörðu sveit sósía’ista, sem settu mark sitt á Eskifjörð um- fram aðra staði. Það var því gott að leita til hans, enda var hann lengi í trún- aðarráði félagsins og ævinlega hvetjandi til sóknar fram á við. Árnmar var glöggur maður og fróður um margt, glettinn og spaugsamur og hafði jafnan svör á hraðbergi í umræðum um hin margvíslegustu málefni. Hann var mikill verkmaður og góður, meðan honum entist heilsa, einkum voru rómuð handtök hans, snör og ör- ugg við fiskverkun, þar sem flýtir og verklagni fóru saman. Allt fram til síðustu ára átti hann kindur og búskapur var snar þáttur í lífsbjörg þeirra hjóna lengi. Ærnar hans báru vitni fjár- mannsins varðandi alla umhirðu og afurðir voru eftir því. Síst skyldi þó þætti Sigríðar konu hans, þeirrar atorkukonu, gleymt í því sambandi. Samhent og ötul unnu þau að því sem öðru. þörf krefur að geta orðið að ein- hverju liði, svo sannarlega yrði heiðurinn minn. Ég vil að lokum endurtaka sam- úðarkveðjur okkar til Hafdisar og einnig til foreldra hins látna og tengdaforeldra og allra þeirra fjölmörgu vina hans, þeirra, sem reyndar eru óræk staðfesting orða minna hér, sem hefðu getað orðið svo miklu fleiri en ég læt þetta nægja um leið og ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Willy og vinna með honum á akr- inum, það var mér ómæld ánægja, mikill heiður og lærdómur. Loftur Guðnason „I will sing, your song Lord“ „Ég vil syngja, þinn söng Drott- inn,“ er stef úr sálmi, sem til varð á samkomu þar sem Willy kom fram og lofaði Drottin í söng og orði. Við sáum Willy aðeins í örfá skipti sem söngvara og ræðu- mann, en í hvert eitt sinn fylgdi því sú blessun sem Guðs heilagi Andi einn fær veitt. Við getum sagt eins og læri- sveinarnir á veginum til Emmaus, þegar Jesús hafði slegist í för með þeim: „Brann ekki hjartað í okkur meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?" Guð hafði gætt þennan unga mann einstökum hæfileikum til þess að boða fagn- aðarerindið og hann var þegar þekktur víða um heim. Hann samdi flest lögin sem hann söng, orti texta og hafði þegar sungið inn á nokkrar plötur. Það var heillandi að heyra hann syngja og hann náði að snerta strengi hjartans með rödd sinni. Hann átti þá náðargáfu frá Guði að lækna sjúka, bera fram spá- dóma, leggja hendur yfir fólk og blessun heilags Anda fylgdi. Hann var útvalinn, eins og segir í Post. 9.15. „Þessi maður er mér útvalið ker.“ Líf hans var að syngja söng Drottins inn í hjörtu þeirra, sem Fáein brot úr æviferli Árnmars skulu rakin hér. Hann fæddist 27. júlí 1914 á Norðfirði. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Guðnadóttir frá Vöðlum og Andrés Eyjólfsson verkamaður úr Sandvík. Árnmar átti 3 alsystkini, Eyjólf, búsettan í Hafnarfirði, og tvíbura- systkinin Jóhann og Sigurborgu, sem bæði eru látin. 3 börn þeirra hjóna dóu ung. Andrés faðir hans kvæntist aft- ur Guðnýju Stefánsdóttur og áttu þau 3 börn, Guðrúnu, á Sauðár- króki, og Jón og Elís, búsetta á Eskifirði. Foreldrar Árnmars fluttu til Vaðlavíkur þegar hann var um 3ja ára, en til Éskifjarðar fluttu þau, þegar hann var um 10 ára aldur og þar var síðan æskuheimili hans. Hann fór ungur að vinna, 15 ára fór hann á vertíð og var á vetrar- vertíð á Hornafirði, í Sandgerði og Keflavík s.s. þá var títt um unga menn, en síldveiðin var svo stund- uð á sumrum. Hugur Árnmars stóð mjög til smíðanáms, en þröngur efnahagur og kröpp kjör leyfðu ekki slíkan munað. Vorið 1944 flyst hann til Reyð- arfjarðar og hefur búskap í Minning: Árnmar Andrés- son Reyðarfirði ekki.þekktu Jesúm. Þeirra sem lifðu án hans, vissu ekki að þeir eiga lifandi frelsara, sem elskar syndara og reisir fallna á fætur, fyrirgefur og gleymir. í dag stöndum við agndofa, söngurinn er þagnaður, en samt lifir hann í ljúfsárri minningu og við horfum til himins og spyrjum: „Drottinn, af hverju?" Við skiljum ekki það sem skeð hefur, en Drott- inn „Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni“. Hugurinn lyftir sér á vængjum morgunroðans, horfir á og sér svo sem í skuggsjá mynd- ina sem dregin er upp í Opinber- unarbókinni 7.9. „Mikill múgur, sem enginn gat tölu á komið, af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum. Þeir stóðu frammi fyrir hásæt- inu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítum skikkjum- og höfðu pálmagreinar í höndum. Og þeir hrópa hárri röddu: „Hjálp- ræðið heyrir til Guði vorum, sem í hásætinu situr, og lambinu." Allir englarnir stóðu kring um hásætið og öldungana og verurnar fjórar. Og þeir féllu fram fyrir hásæt- inu á ásjónir sínar, tilbáðu Guð og sögðu: Amen, lofgjörðin og dýrðin, viskan og þakkargjörðin, heiðurinn og mátturinn og krafturinn sé Guði vorum um aldir alda. Amen. Við vitum að Willy Hanssen er meðal þessa fólks og þrá okkar er að fá einnig að vera þar, ekki vegna þess að við verðskuldum það, heldur aðeins fyrir náð og aftur náð. Þangað til skulum við láta óminn af söngnum hans Willy hvetja okkur til þess að segja þeim söguna um Jesú, sem ekki þekkja hana. Megi Drottinn reisa upp á meðal okkar ungt fólk, sem syngur — „Ég vil syngja, þinn söng Drott- inn“. Sönginn þinn hvað sem það kostar mig. Drottinn, sefa þú sorg ungrar eiginkonu, dóttur og allra að- standenda. Lára og Jóhann Bakkagerði og þar stóð heimili hans til æviloka. Heitkona hans þá var Sigríður Gunnarsdóttir, en þau gengu í hjónaband 27. júlí 1946. Sigríður er af þeirri alkunnu Bóasarætt, dóttir hjónanna Mar- grétar Friðriksdóttur og Gunnars Bóassonar útvegsbónda. Sigríður ber bestu einkenni ættar sinnar, Ijómandi eðlisgreind og fágætan dugnað. Börn þeirra hjóna eru Andrés Friðriksson, á Reyðarfirði, kona hans er Ósk Svavarsdóttir og eiga þau 3 börn; Gunnar, búsettur á Tálknafirði, kona hans er Guð- björg Friðriksdóttir og eiga þau 3 börn; Margrét Björg, búsett í Reykjavík, eiginmaður hennar er Benedikt Stefánsson og eiga þau einn son; Guðlaug Sigurbjörg, bú- sett í Reykjavík, eiginmaður hennar er Gylfi óskarsson og eiga þau tvö börn; Pétur, búsettur í Vestmannaeyjum, kona hans er Anna Úrban og eiga þau tvö börn; Anna Jóna, búsett á Reyðarfirði, eiginmaður hennar er Guðmundur Pétursson og eiga þau tvö börn og yngst er Guðný Fjóla, við nám í Reykjavík, en unnusti hennar er Unnar Eiríksson. Gunnar og Guðlaug áttu bæði eitt barn áður en þau gengu í hjónaband og Andrés á einn stjúpson. Öll eru þau systkini mesta manndómsfólk og vel látin í hví- vetna. Og nú er Árnmar horfinn af sviði og hinsta kveðjan komin. Trúr og sannur félagi, þar sem aldrei bar fölskva á. Drjúgt starf er að baki, þegar dagleið þrýtur. Fyrir samfylgdina og fágætan stuðning alla tíð eru færðar hug- heilar þakkir. Fátt er dýrmætara á lífsleiðinni en slík fylgd. En dýr- mætust er minning þeirra, sem nú syrgja eiginmann, föður, tengda- föður og afa, sem gaf þeim öllum svo mikið af auði hjarta síns. Ein- lægar samúðarkveðjur eru sendar þeim öllum. Það er hlýtt og bjart um minn- ingu Árnmars Andréssonar. Blessuð sé hans minning. Helgi Seljan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.