Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 11 Einsog mér sýnist • • • • Gísli J. Ástþórsson Af bílstjórun- um skulið þér þekkja þá Þá hefur þaö gerst á blessuöu stjórnarheimilinu sem menn höföu lengi óttast aö blessaöir ráö- herrabílstjórarnir eru orönir fleiri en blessaöir húsbændur þeirra. Þeir hjá DV köstuöu tölu á hinn fríöa flokk á mánudaginn var og uppgötvuöu aö bíl- stjórarnir voru ellefu tals- ins en ráöherrarnir ein- ungis tíu. Fyrst héldu menn eins- og gefur aö skilja aö telj- arinn heföi bara mistaliö sig (enda mánudagur) og tvítaliö til dæmis digrasta bílstjórann, en svo kom á daginn aö Alexander okkar fólagsmálaráöherra, sá mæti framsóknarmaö- ur, haföi persónulega beitt sér fyrir ráöningu þess ell- efta, enda viljaö „aö maö- ur úr Ólafsvík yröi einka- bílstjóri sinn“ einsog segir í DV-fréttinni og þaraöauki ekki taliö sig „skuldbund- inn öörum bílstjórum", hvaö sem blessaöur ráö- herrann meinar nú meö því. í fyrrgreindri frétt segir ennfremur aö þetta sé svosem ekki í fyrsta skipti sem bílstjórinn sem var látinn víkja fyrir Ólsaran- um missi undan sér kadil- akkinn: Halldór okkar sjávarútvegsráöherra og flokksbróöir Alexanders kvaö hafa rétt sama bíl- stjóra pokann sinn fyrr í sumar og fengið sér í staðinn fyrsta flokks gulltryggöan framsókn- arbifreiöarstjóra. Ég er ekki aó hreyfa þessu hérna einsog nærri má geta af því mér finnist svona vinnubrögö kannski ofurlítiö á skjön viö yfir- lýsta sparnaöarstefnu rík- isstjórnarinnar (sem seint veröur fullþökkuö), þóaö svo slysalega viröist aö vísu hafa tekist til i þetta skiptið aó bílstjórinn sem framsóknarforingjarnir hafa varla undan aö bera út sé því miöur meö ævi- ráöningu uppá vasann. Þaö veröur ekki viö öllu séö, einsog maöurinn sagói þegar hann hvarf oní slorþróna. Ég er auk þess viss um aó þegar öll kurl eru komin til grafar þá reynist þaö langtum hag- kvæmara fyrir land og lýö aö hafa ellefu ráöherra- bílstjóra fremur en bara tíu, samanber þau al- kunnu sannindi sem sjálf- ur forsætisráöherra hefur veriö aö reyna aö berja inní hausinn á okkur í samfellt tvær vikur aö þvi dýrari farkost sem lands- feöurnir kaupi sér meö viöeigandi ölmusu því stórkostlegri fjárfúlgum séu þeir aö bjarga fyrir þjóðarbúiö. Þaó hvarflar heldur ekki aö mér aö Alexander okkar hafi veriö að hygla veröugum og viljugum flokksbróöur þegar hann pantaöi sér bílstjóra þarna aö vestan, einsog hinn ófyrirleitni skriffinnur á DV lætur samt liggja aö þegar hann leggst svo lágt aö kalla þann nýkrýnda kosn- ingasmala ráöherrans. Ég efa ekki aö Alexander heföi sent eftir bílstjóra noröur á Langanes ef þaó heföi dottiö í hann, i eins- konar sparnaóaræói á hæsta stigi á ég viö. Hér gæti jafnvel veriö „Allavega þykist ég vita að hann haffi einfaldlega látið hengja upp rogastóra auglýsingu þarna í Ólaffs- vík ... “ um aö ræöa upphafiö aö spánnýrri byggöastefnu, þóaö þaó taki kannski tímann sinn aö síast inní hausinn á okkur einföldu sálunum. Hver veit nema þaö vaki fyrir ráöherran- um aö flytja alla Ólsara hingaö suöur og dubba þá uppí bílstjóra og koma þannig í veg fyrir algjöra landauön í Stjórnarráóinu aö minnstakosti. Allavega þykist ég vita aö hann hafi einfaldlega látiö hengja upp rogastóra auglýsingu þarna í Ólafsvík á áber- andi staó og sem þá gæti hafa hljóðaö eitthvaö á þessa leiö: Nýbakaöan ráöherra vantar sparneytinn og lipran bílstjóra. Skítt meö flokksböndin einsog nærri má geta. Umsóknir sendist fé- lagsmálaráöuneytinu í Reykjavík, merktar: „Sparnaðarráöstöfun". Mér finnst þaö vægast sagt ósmekkleg aödróttun þetta meö kosningasmal- ann og finnst þaö allsekk- ert skrýtiö þóaö Alexand- er sé hálf sár. Ég er viss um aö hann hefur valiö hæfasta Ólsarann sem völ var á og þann sem haföi best vit á beygjum og öllu svoleiðis, og kæmi mér raunar ekki á óvart þóaö hann heföi sjálfur legiö yfir því framá rauóar nætur aö fínkemba umsóknirnar. Aö minnstakosti mátti hann altt í einu ekki vera aö því aö moka út meld- ingum um lánamál hús- villtra, sem var nú samt hálfgerö blessun ef ég á aö vera alveg einlægur. Of mikiö má af öllu gera, einsog maðurinn sagöi þegar hann hvarf oní slor- þróna. Og þóaö þaö sé alltaf gaman aö heyra í ráðherrum þá er þaö ekki eins gaman þegar maöur þarf aö leysa þá einsog krossgátur. Auk þess er hægóar- leikur aö bjarga þessu í horn einsog knattspyrnu- kapparnir segja ef einhver fer aö blaöra um þaö í al- vöru hvort þaö sé ekki hálf asnalegt, strákar, á þess- um erfiöu tímum aö hafa ráöherrabílstjórana fleiri en húsbændurna. Þegar allt kemur til alls getum viö ekki troöið tveimur bíl- stjórum undir eitt stýri jafnvel í ráöherrabíl, og einn ráöherrabílstjórinn er semsagt svo kadilakks- laus í svipinn á fullum launum aö hann kvaó vera byrjaöur aö harka á stöö til þess aö missa ekki glór- una. Hinsvegar blasir lausnin aö sjálfsögðu viö: viö fjölgum bara um einn í stjórninni! Þarmeö veröur aftur komiö á fullt jafnræöi meö blessuöum ráöherr- unum okkar og blessuóum bílstjórunum þeirra, og all- ir veröa ánægöir. Meö blessaóa nýja ráöherran- um eignumst við síðan einsog lög gera ráö fyrir alveg glænýtt ráöuneyti, og mér dettur svona í hug (án þess aö vilja samt vera aö sletta mér framí) hvort hér sé ekki einmitt kjöriö tækifæri til þess aö viö Is- lendingar verðum til þess fyrstir þjóöa aö koma okkur upp sparnaöarráöu- neyti. Verkefnin yröu óþrjót- andi, svo mikið er víst. Sérstök deild gæti annast bílstjóraráöningar á an- nesjum og önnur lagst meö ofurþunga á þvotta- konur. Sú þriöja gæti haft hinar árvissu áhyggjur stjórnmálamanna af út- þenslu bankakerfisins og sú fjóröa gæti losað stjórnmálaflokkana viö þann kross aö andskotast af djörfung og einurð úti Framkvæmdastofnun þau árin sem þeir slá ekki um hana skjaldborg af engu minni djörfung og einurö; og hefur sú merka stofnun þó ekki látiö endurnýja eldhúsgræjurnar hjá sér oftar en einu sinni á þeim tæplega tveimur árum sem nú eru liðin síöan hún fluttist í nýja húsió. Aöhald og árvekni yrðu einkunn- arorðin, og eftir tvö þrjú misseri yröum við komin þarna meö aö minnsta- kosti tvöhundruö manna lið sem gengi um með mikilúölegar sparnaðar- hrukkur milli augnanna og velti hverjum eyri fyrir sér framundir morgun einsog Alexander þegar hann er aö fara yfir umsóknirnar. Síöast í fyrradag datt ég meira aö segja niðrá svo- lítiö vandamál sem heföi einmitt veriö tilvaliö viö- fangsefni fyrir sparnaöar- ráöuneyti. Svo grimmt er nú sparaö á bókstaflega öllum sviöum aö jafnvel hjá Heyrnar- og talmeina- stööinni eru menn orönir svo aöþrengdir aó þeir eiga ekki fyrir rafhlööun- um í heyrnartól heyrnar- skertra. Ég segi ekki aó ef sparnaðarráðuneytiö heföi veriö oröiö aó veruleika þá heföi þaö átt aö rjúka til og leysa út rafhlööurn- ar. En þaö heföi þó getað gefiö út um þaö reglugerð hve margir íslendingar ættu aö vera heyrnarlausir í sparnaöarskyni og hve lengi. Sölufbúðir fyrir aldraða Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund aö Hótel Sögu, Súlnasal, í dag, 8. október kl. 14.00. Fundarefni: 1. Tekin ákvöröun um byggingu söluíbúða fyrir eldri félagsmenn V.R. 2. Kynntur samningur milli V.R. og Reykjavíkurborgar um byggingu og rekstur íbúöa fyrir aldraöa ásamt samkomu- lagi um rekstur og þjónustu fyrir aldraöa félagsmenn V.R. 3. Kynntar niöurstööur könnunar um hagi aldraöra félags- manna V.R. Félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðunartöku um þetta þýðingarmikla mál. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Umferðardagur Breiðholtsskóla UMFERÐARVIKUNA 3.-7. okt. 1983 hefur staöið yfir nemendavika í Breiðholtsskóla og kynning á hinum ýmsu þáttum umferðarmála. í dag, fostudag er svokallaður „Umferð- ardagur" skólans. Dagskráin hefst kl. 8.30 með könnun hjá eldri bekkjum skólans varðandi umferðarmál. Nemendur fá gesti í heimsókn, haldnar verða kvikmyndasýningar, Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur og fleira verður á dagskrá „Umferð- ardagsins" í Breiðholtsskóla. Um klukkan 11 er áætlað að nemendur safnist saman á skólalóð með spjöld, sem bera áletrun um um- ferðarmál og gangi síðan fylktu liði um Breiðholtshverfið og inn á íþróttavöll austan skólans. Á íþróttavelli fer fram sveitakeppni í hjólreiðaþrautum og eru þátttak- endur kennarar, nemendur og for- eldrar. SÝNINGÍDðG&ffi^ —"»"S&SSSStíSSm«. Jjg" Einnig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.