Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÖBER 1983 25 Bygging nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli hafin: Hagnaður Fríhaftiarinnar stendur undir lánagreiðslum Morgunblaðið/ RAX Matthías Bjarnason samgönguráðherra ávarpar gesti sem viðstaddir voru er fyrsta skóflustungan var tekin. Líkan — sagði Geir Hall- grímsson utanríkis- ráðherra við það tækifæri Byggingarframkvæmdir við nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli hófust í gær, með því að Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, tók fyrstu skóflu- stunguna að byggingu hennar. Þegar utanríkisráðherra hafði tekið fyrstu skóflustunguna tóku starfsmenn Hagvirkis hf. við með stórvirkum vinnuvélum, en Hagvirki hefur tekið að sér að sjá um byrjunarfram- kvæmdir við byggingu flugstöðv- arinnar. Fjölmenni var við athöfnina og að henni lokinni var hóf í gömlu flugstöðvarbyggingunni. Þar flutti Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra ræðu, Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra og Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, fluttu ávörp og Garðar Halldórsson, húsameistari rikisins, lýsti hinni nýju flugstöð. Geir Hallgrímsson sagði í upp- hafi ræðu sinnar að nú væri lagð- ur grundvöllur að verulegum um- bótum á sviði íslenskra flugmála PÓST- og símamálastofnun- in hefur sent SITA, alþjóð- legri farseðlabókunarmið- stöð flugfélaga, með höfuð- stöðvar í London, reikning fyrir línu þá er Arnarflug hef- ur á leigu frá London ti| nota við farseðlabókunarkerfi sitt í Reykjavík. Hljóðar reikn- ingurinn upp á um 45 þúsund gullfranka, eða nær 450 þús- und krónum, að sögn Gúst- avs Arnar, yfirverkfræðings Pósts og síma. Eins og fram hefur komið í Mbl. taldi Arnarflug sig hafa fengið staðfestingu á að félagið gæti tekið línuna á leigu frá London í stað þess að leigja hana hér, og sparað sér þannig allt að 100 þúsund krónum á mánuði. Væri á þennan hátt hægt að komast hjá því að borga álag til Mikla norræna ritsímafélagsins, sem hefur einkarétt á símalínum milli íslands og annarra landa. Póstur og sími hefur neitað því að hægt væri að fara að á þennan hátt. Gústav Arnar sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að reikningurinn hefði farið frá Reykjavík til London í lok sept- ember. Væri hann fyrir leigu á linunni frá 9. febrúar sl. til loka júnímánaðar og væri fyrir hluta Pósts og síma og álag Mikla norræna. „Línan kostar í leigu um 240 þúsund krónur á ári og fær Mikla norræna ríflega helm- og samgöngumála almennt. Jafn- framt væri fleiri stoðum væntan- lega rennt undir meiri og fjöl- breyttari atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum í framtíðinni. Sagði hann að mönnum hefði lengi verið Ijós sú staðreynd að ófremdar- ing þess í sinn hlut,“ sagði Gústav. „Þetta er fast gjald en notandinn getur svo notað línuna eins mikið eða eins litið og hon- um sýnist. SITA hefur óskað eft- ir að fá reikninga frá okkur ársfjórðungslega og væntanlega ástand ríkti í húsnæðismálum nú- verandi flugstöðvar sem brýn þörf væri að bæta úr. Byggingin væri orðin þröskuldur að frekari út- þenslu millilandaflugs. Hún upp- fyllti engan veginn þær kröfur er gera verður til aðbúnaðar farþega innheimtir sú stofnun síðan hjá Arnarflugi.“ Stefán Halldórsson, deildar- stjóri hjá Arnarflugi, sagðist í samtali við Mbl. í gær ekki hafa fengið staðfestingu SITA á að reikningurinn hefði borist þang- og aðstöðu starfsfólks. Stækkun- armöguleikar væru fyrir löngu tæmdir og gífurleg þrengsli sem mynduðust á álagstímum gerðu það að verkum að farið væri langt fram úr leyfilegum öryggisstöðl- um hvað varðar fólksfjölda. að. „Þeir hafa ítrekað við okkur að þeir hafi ekki samið um þessa línu við Póst og síma á íslandi, heldur bresku símamálastofnun- ina. Við vitum því ekki betur en að allt sé óbreytt," sagði Stefán Halldórsson. aö flugstööinni er í forgrunni. Rakti hann undirbúning bygg- ingarinnar sem staðið hefði sleitu- laust síðan 1970, að þáverandi utanríkisráðherra beitti sér fyrir fyrstu undirbúningsathugunum. Sagði utanríkisráðherra að bygg- ing nýrrar flugstöðvar og flutn- ingur hennar væri alger forsenda þess að unnt væri að skilja á milli almennrar flugstarfsemi og far- þegaumferðar annars vegar og starfsemi varnarliðsins hins vegar sem ákveðið hefði verið árið 1974 að stefna að. Ræddi hann stærð nýju flugstöðvarbyggingarinnar. Hún væri 80% stærri að flatar- máli en núverandi bygging án far- þegaútgangs og myndi bæta úr þeim miklu þrengslum sem þjón- ustustofnanirnar í flugstöðinni byKgju við, þó fyrir lægi að flestar fengju þær óskir sínar um hús- næðisstærð ekki uppfylltar að öllu leyti. Varðandi byggingarkostnað flugstöðvarinnar sagði utanríkis- ráðherra að margt hefði verið gert á undanförnum árum til að lækka hann. Hefði byggingin í reynd ver- ið minnkuð þrívegis frá því sem upphaflega var ráðgert. Sagði hann að viðmiðunarkostnaður væri kominn niður í 42 milljónir Bandaríkjadollara. Þar af greiddu Bandaríkjamenn 20 milljónir doll- ara auk þess sem þeir myndu einir greiða allan kostnað vegna gerðar flughlaða, ásamt lögnum, að- keyrslubrautum og vegalagningu sem áætlað er að kosti 36 milljónir dollara. Sagði hann að ekki væri úr vegi að benda á þá athyglisverðu stað- reynd, að árlegur nettóhagnaður Fríhafnarinnar, sem á síðastliðnu ári hefi verið 3,2 milljónir dollara, myndi nægja til að greiða allar afborganir og vexti af nauðsyn- legri lántöku íslands vegna bygg- ingarinnar. Sagði ráðherra eðli- legt að lántöku til byggingarinnar væri haldið aðskildri og ákveðnum tekjum ætlað að standa undir greiðslu lána. í lýsingu Garðars Halldórsson- ar, húsameistara ríkisins, á bygg- ingunni kom fram að hún verður staðsett norð-vestur af núverandi flugstöð. Verður lagður vegur að henni ofan byggðarinnar í Kefla- vík. Grunnflötur hennar er um 6000 fermetrar en að gólfflatar- máli er hún rúmir 12 þúsund fer- metrar. Flugstöðvarsvæðið er 120 hektarar að stærð og sagði Garðar að þar væri búist við að myndaðist byggðarkjarni í framtíðinni. Nefndu hann og utanríkisráðherra möguleikann á tollfrjálsum iðn- rekstri á þessu svæði í ræðum sín- um. Thor Thors-sjóðurinn: 250 íslenskir námsmenn hafa fengið 230 þús. dollara í styrki Um 500 Islendingar nú vid nám í Bandaríkjunum THOR THORS-sjóöurinn veitti á síö&sta ári 22 þúsund dollara í styrki til íslenskra námsmanna í Bandaríkjunum á síöasta ári, sam- kvæmt upplýsingum er Morgun- blaðiö hefur fengiö hjá Sigurði Hclgasyni formanni fslensk- ameríska félagsins. Thor Thors- sjóöurinn veitti einnig styrki til fimm íslenskra kennara á síöasta ári, samtals að upphæö 2.800 doll- urum. Að sögn Sigurðar Helgasonar hafa styrkyeitingar Thor Thors-sjóðsins frá 1964 til 1983 samtals numið 230.580 dollurum. Alls hafa 250 fslendingar hlotið styrki úr sjóðnum á þessu ára- bili. Nefnd hefur að undanförnu starfað að söfnun fjárframlaga til Thor Thors-sjóðsins vestan- hafs, og á árinu 1982 söfnuðust tæplega 12 þúsund dollarar. Söfnunin hófst árið 1969 og hafa síðan safnast 138.826 dollarar, sem runnið hafa beint til náms- manna, en ekki verið bætt við höfuðstól sjóðsins. í árslok 1982 var höfuðstóll sjóðsins hins veg- ar 376.624 dollarar. fslensk-ameríska félagið hefur umsjón með styrkveitingum úr sjóði Thors Thors. Félagið hefur einnig milligöngu um útvegun námsstyrkja til íslenskra ný- stúdenta til náms við bandaríska háskóla, og er það gert í sam- vinnu við International Educa- tion í New York. Á síðasta náms- ári hlutu níu námsmenn slíka styrki. Islensk-ameríska félagið hefur einnig milligöngu um styrkveitingar úr sjóði, sem kenndur er við Charles K. Will- ey, og veitti sá sjóður 6 þúsund dollara í styrki til íslenskra námsmanna 1982. Höfuðstóll þess sjóðs var í árslok 1982 147.504 dollarar. Nú eru flestir íslenskir námsmenn í Danmörku, sam- kvæmt upplýsingum er Morgun- blaðið hefur fengið hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna, um 600. Næst flestir eru í Bandaríkj- unum, um 500, og fjölgar þeim ört þar. Svíþjóð er í þriðja sæti, þar eru um 300 ísl. námsmenn, á þriðja hundrað í Noregi og um 150 í Vestur-Þýskalandi. Tölvubókunarlfna Arnarflugs frá London: 450 þúsund króna reikn- ingur frá Pósti & síma Helmingurinn rennur til Mikla norræna ritsímafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.