Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 21 breyttu hlutverki fyrir þá grein sem áður gegndi ein lykilhlut- verki. Atvinnurekendur og laun- þegar í hinni rótgrónu grein geta hins vegar beitt pólitískum krafti sínum til að koma í veg fyrir að- lögun og uppbyggingu á nýjum sviðum, ef þeir telja að slíkt rekist á þrönga eiginhagsmuni. En fleira kemur til. Gildi góðrar menntunar og víðtækrar þekk- ingar fyrir atvinnulífið felst eink- um í því, að þekkingin gerir okkur kleift að lesa framtíðina og bregð- ast vel við því, sem hún færir okkur. f þjóðfélögum, sem byggja allt sitt á einni vörutegund, er hins vegar hætt við, að reynsla og starfsþekking sé fremur lítil nema á þröngu sviði. Þetta á ekki síst við þar sem nýting fágætra eða mjög gjöfulla náttúruauðlinda er undirstaða velmegunarinnar. Þjóð sem býr við slíkar aðstæður má líkja við fólk sem erfir mikla fjár- fúlgu. Það er yfirleitt duglegt að eyða peningunum, en hefur ekki þá reynslu, þekkingu og aðstöðu sem þarf til að safna auði á ný með starfi hugs og handa, þegar sjóðurinn er tómur. Saga Nýfundnalands og framtíð Islands Á 19du öld jókst mannfjöldi á Nýfundnalandi ört, en verðmæti útflutnings miðað við höfðatölu minnkaði. Aukin framleiðni eða afköst þeirra sem veiðar stunda byggjast á nýjum og stórvirkum veiðitækjum og tækni, en jafn- framt á sókn og ástandi fiski- stofna. Ef mið eru fullnýtt, verður framleiðni (afköst á mann) ekki aukin nema þeim fækki sem veið- arnar stunda. Þeir sem hætta veiðum og nýliðar á vinnumarkaði verða þá að leita sér vinnu í öðrum atvinnugreinum eða flytjast af svæðinu til annarra héraða eða landa. Við þessar aðstæður, einkum í lýðræðisríki, er hætt við að nauð- synleg aðlögun eigi sér ekki stað. Það leiðir til offjölgunar við veið- ar, sem merkir að notaður er meiri mannafli og fleiri veiðitæki en þörf er á til að veiða skynsamleg- an hámarksafla. Ef slíkt gerist, er um að ræða dulbúið atvinnuleysi, en jafnframt má búast við því, að hinn mikli sóknarþungi leiði til rányrkju og eyðingar fiskistofna. Niðurstöður nokkurra hagfræð- inga og sagnfræðinga, sem telja sig hafa fundið söguleg tengsl milli hagvaxtar er byggist ein- göngu á einhæfum útflutningi og skammvinnra blómaskeiða, eru að ýmsu leyti lærdómsríkar fyrir okkur íslendinga. Enginn skyldi þó ætla að þarna sé um grjóthart vísindalögmál að ræða, eins og til dæmis þyngdarlögmálið, enda þótt einhver sannleikskjarni kunni að felast í þessari tilgátu. Merking orðsins láglaunasvæði er fremur afstæð, eins og sjá má af því, að orðið er notað bæði um Indland og Nýfundnaland, enda þótt lífskjörin á Indlandi séu margfalt lakari en á austurströnd Kanada. Láglaunasvæði eiga það sameiginlegt, að fólk, sem á þess kost, leitast við að flytjast burt af þeim, þangað sem kjörin eru betri. Flestir munu vera sammála um, að mikilvægt sé að hafa góðan skilning á því hversvegna blóm- legar byggðir geti breyst í lág- launasvæði. Þar má margt læra af hagsögunni, til dæmis sögu Ný- fundnalands. Það er einnig áríð- andi, að menn geri sér grein fyrir því að almenn lífskjör á láglauna- svæði verða ekki bætt með hefð- bundinni kjarabaráttu, jafnvel þótt allir fari í verkfall. Á lág- launsvæði eru meðaltekjur íbú- anna lágar, og það meðaltal breyt- ist ekki þótt skiptingu tekna milli þjóðfélagshópa sé breytt. Stað- reyndin er sú, að almenn velmeg- un byggist ávallt á öflugu atvinnu- lífi og batnandi lífskjör á auknum afköstum við framleiðslu. Dr. Þríiiin Eggertsson er próíessor rið riðskiptadeild Háskóla íslands. Mig eftir Gísla Jónsson Síðan ríkisstjornin gerði þá fá- heyrðu skyssu að kveðja ekki sam- an alþingi strax í júní, hefur hún gert þjóðinni flest til þurftar og sjálfri sér til sóma. Best er að við- urkenna það og láta hana njóta þess sem hún hefur gott gert. Fyrst ber að sjálfsögðu að þakka leiftursókn gegn verðbólgu, sókn sem sýnist ætla að bera ár- angur og hefur gefið mörgum von, þeim sem áður var næsta vonlaus. Óþarfi er að taka mörg dæmi um skaðsemi verðbólgunnar. Skóla- meistari minn, Tryggvi Gíslason, er maður óvílsamur og miklar ekki fyrir sér smámuni. En svo segir í viðtali við hann í íslendingi 15. september sl.: „Það segir sig sjálft, að í þessari æðislegu verðbólgu, þá veit naum- ast nokkur maður sitt rjúkandi ráð,“ sagði Tryggvi. „Og þó starfs- menn menntamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis séu allir af vilja gerðir til þess að leysa þessi mál, þá geta þeir það ekki, því þeir sjá ekki fram úr þessu." Tryggvi sagði, að það væri fyrir velvild og langlundargeð yfirmanna Hita- veitu og Rafveitu og annarra í bænum, sem skólinn skuldaði stórfé, að hægt væri að halda áfram rekstri skólans. „Öll rekstrargjöld voru á eld- gömlu verðlagi þrátt fyrir 120% hækkun á raforku og heitu vatni og 150% hækkun á póstburðar- gjöldum og símagjöldum," sagði Tryggvi, „en á sama tíma vorum við að burðast með tölur, sem voru orðnar ársgamlar í sumar. Af þessum sökum er þetta ein hringa- vitleysa frá upphafi til enda," sagði Tryggvi Gíslason að lokum." Þetta var viðtal íslendings við Tryggva Gíslason, og ég þarf ekki frekar vitnanna við um ástandið. Þetta er síst ofmælt. Og verð- bólga, sem komin er á þetta stig, er ekki aðeins efnahagslegur böl- valdur, hún er banvæn öllu lýð- ræði. Við þurfum ekki að taka mörg dæmi. Skömmu fyrir Hitler beygðu betlarar í Þýskalandi sig ekki eftir þúsund marka seðli. Verðbólga mældist 400—500 af hundraði, hvernig sem það má nú vera, í Chile, áður en núverandi alræðisstjórn þar komst á laggirn- ar. Veittu menn því ekki athygli, fleiri en ég, í vonleysinu fyrir daga þessarar ríkisstjórnar, að ýmsir voru farnir að svipast um eftir „Hinum sterka manni". Við segj- um stundum um það sem verst er erlendis: Þetta gerist aldrei hér. En það hefur ýmislegt vont gerst hér, og ég er sannfærður um að akur einræðis var tekinn að plægj- ast hér á landi, um það bil sem Akureyri: 15 umferðar- óhöpp í um- ferðarvikunni Akureyri, 3. oklóber. UMFERÐARVIKU á Akur- eyri lauk nú um helgina. Ým- islegt var gert af hálfu opin- berra aðila, sem stuðla skyldi að aukinni umferðarmenningu í bænum. Umferðaróhöpp urðu þó 15 talsins í þessari umferðarviku og er það ná- lægt meðaltali undanfarinna ára, þannig að ekki kom áróð- urinn að gagni að því leyti. — G.Berg. varðar um það Gísli Jónsson „Ég fæ ekki betur séð en ríkisstjórninni sé að takast að veita okkur von í stað örvæntingar, vegna þess að hún virð- ist ætla að horfast í augu við staðreyndir og standa og falla með stefnu sinni.“ núverandi ríkisstjórn tók að glíma við verðbólgudrauginn. Vísitölubætur á laun voru della, svo rækilega sem vísitalan var föisuð. Vísitölubætur á laun komu engum launþega til góða. Þær gerðu aðeins illt verra. Mig varð- aði ekkert um það sem launþega, þegar verið var að þrasa eða semja um 10,20 eða 30% verðbætur í 100% verðbólgu og undir kolröng- um skattalögum. Mig varðaði hins vegar um fast verðlag og þær ráð- stöfunartekjur sem ég átti eftir, þegar ég hafði greitt þá skatta sem enn hefur ekki gefist svigrúm til að leiðrétta að marki. En nú varðar mig mest um, að verðbólguvitleysunni er að ljúka. Verk hafa tekið við af orðum ein- um og mesta hættan á stjórn „Hinna sterku manna eða manns" sýnist liðin hjá. Mig varðar líka mjög mikið um lækkun vaxta, svo að lán, sem ég hef reynt að borga af, hækki ekki eins og selshausinn á Fróðá sem gekk því meir upp sem hann var oftar barður ofan. Mig varðar um lagfæringar í húsnæðismálum, því að allt í kringum mig er fólk að sligast undir óheyrilegum byrðum. í síð- ustu ríkisstjórn var takmarkaður áhugi á því að greiða götu fólks sem búa vildi i eigin húsnæði. Mig varðar um að stöðvuð sé hin ægilega skuldasöfnun erlendis sem er að ríða efnahagslegu sjálfstæði okkar á slig. Og mig varðar um stöðugt gengi í stað linnulítillar rýrnunar gjaldmiðils okkar. En umfram allt varðar mig um það, að bæði ég og aðrir lands- menn missi ekki vonina, fari ekki að trúa því að íslandi verði aldrei skaplega stjórnað framar með lýð- ræðislegum hætti. Ég fæ ekki betur séð en ríkis- stjórninni sé að takast að veita okkur von í stað örvæntingar, vegna þess að hún virðist ætla að horfast í augu við staðreyndir og standa og falla með stefnu sinni. Hún á enn leikinn, hún á enn frumkvæðið og hún á enn samúð og skilning, ef hún heldur í horf- inu en hrekst ekki af réttri leið. Endurtekin orð verkalýðsrek- enda um „framsækna atvinnu- stefnu" og nauðsyn þess „að vinna sig út úr vandanum" hafa ekki verið skýrð nægilega. Þau eru fyrir mér innantóm slagorð og höfða ekki til mín sem launþega. 30.9. ’83 Gísli Jónsson er kennari rið Menntaskólann á Akureyri og einn at helstu Corystumönnum SjálC- stæðisClokksins þar. Hefurðu velt skiptidæminu okkar fyrir þér? Pad er nefnilega ótrúlega auðvelt að skipta í nýjan Daihatsu Hér er eitt af mörgum hugs- anlegum dæmum: l’ú cítl I)nituit.\u Clumitle 80 Við tökum hann upp í /yrir t. d. kr. 115.000.00 Nýr Charade '83 kr 227 400,00 /riMt/n/tö t ttt’fði cr RytWorn, skr<inin«L Uilr«*i<\«sk.illnr. ny núint’t ckj fullur binktir <if bensmi VcrOið cr midrið við toll <><? bankagengi Hvcrnig bíl átt þú? ^ Búðu til þitt eigið daemi og sýndu okkur. Mismunur Eflirstöðvar kr 112.400,00 kr 50.000,00 kr 62.400,00 Við ræðurn okkar i milli greiðslu eflirstöðvanna. Opið í allan dag og eftir hádegi á morgun. ÞETTA ER URVALID OG VERÐIÐ: Daihatsu Runaboul XTE 3 dyra, 4 gúa kr. 227.400,00 Daihatsu Runaboul XTE 3 dyra, 4 gira, special kr. 228.950,00 Daihatsu Runabout XTE 3 dyra, 5 gíra kr. 230.100,00 Daihatsu Runaboul XTE 3 dyra. sjálfskiplur kr. 251.600,00 Daihatsu Charade XTE 5 dyra, 4 grra kr. 239.0001» Daihatsu Charade XTE 5 dyra, 4 gira, special kr. 240.550,00 Oaihatsu Charade XTE 5 dyra, sjáltskiptur kr. 251.600,00 Daihatsu Charmant LD1300 cc, 4 dyra, 4 gira kr. 255.000,00 Daihatsu Charmant LC 1300 cc, 4 dyra, 4 gira uppseldur Daihatsu Charmant LC 1300 cc, 4 dyra, sjálfskiptur uppseldur Daihalsu Charmant LE 1600 cc, 4 dyra, 5 gira kr. 317.650,00 Daihatsu Charmant LE 1600 cc, sjáltskiptur kr. 334.900,00 Daihatsu Charmant LGX 1600 cc, 5 gíra uppseldur Daihalsu Charman! LGX1600 cc, syáifskiptur kr. 350.700,00 Daihatsu Tatt 4WD. 1600 cc bensinvél, m/btaeju uppseldur Daihalsu T aft 4WD, 1600 cc bensinvél, m/stálhúsi uppseldur Daihatsu Talt 4WD, 1600 cc bensinvél,m/tiberhúsi og sóllúgu kr. 430550,00 Daihalsu Talt 4WD, 2530 cc diesehrél, m/stálhúsi uppseldur Daihatsu Cap Van 850, sendibiU uppseldur ðll veré miOast viO aO bíllinn sé afgreiddur aO tullu tilbuinn til notkunar og er þvi mnifaiiO í verOi ettirfarandi: RyOvöm, skráning, bifreiOaskattur, ný númeraspjöld og tullur tankur af bensini. Með bestu kueðju Daihatsuumbodið Ármúla 23 • Símar 85870 & 81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.