Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Um aukningu hjartasjúkdóma og aðstöðu til lækningar þeirra - eftir Emil Björnsson Almennar upplýsingar: 1. 110 Islendingar voru sendir utan árið 1982 til læknisað- gerða á hjartasjúkdómum. Langflestir þeirra voru krans- æðasjúklingar. 2. Fyrirsjáanlegt er, að mun fleiri verða skornir upp erlendis á þessu ári, þeir eru þegar orðnir 130 og 3 mánuðir eftir af árinu. Þetta upplýsir tryggingayfir- læknir. 3. Rúmlega 100 manns bíða nú eftir hjartaþræðingu, sem er hjartamyndataka og sker úr um það, hvort sjúklingarnir þurfa hjartauppskurð og hvort þeir eru þá skurðtækir. Bið eft- ir hjartaþræðingu er nú allt að fjórum mánuðum, að sögn dr. Arna Kristinssonar, hjartasér- fræðings við Landspítalann. 4. Áætlað er, að 200 íslendingar þyrftu árlega að gangast undir hjartaaðgerðir miðað við íbúa- fjölda landsins og ef vel ætti að vera, sem ekki yrði unnt að framkvæma nema skurðlækn- ingadeild kæmist upp hér heima. 5. Rúmlega 50% dauðsfalla hér á landi má nú rekja til hjarta- og æðasjúkdóma að sögn Árna Kristinssonar. Hjartaskurðdeild hér á landi Davíð Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Ríkisspítalanna, hefur sagt mér, að fyrir tveimur árum hafi hann gert lauslega áætlun sem sýndi að það væri rúmlega 20% arðsamara að fjár- festa hér í hjartaskurðdeild en senda vaxandi fjölda sjúklinga utan ár hvert’. Sérfræðingur við Landspítalann hefur tjáð mér, að stofnkostnaður við hjartaskurðdeild hér heima gæti jafnvel orðið innan við helm- ing þeirrar fjárhæðar, sem nú er varið til að kosta íslendinga til utanferða vegna hjartalækninga á einu ári. Þó ekki sé hægt að full- yrða nákvæmlega um þennan fjár- hagslega sparnað, ber öllum kunn- ugum saman um það, að hann yrði töluverður ef ekki mikill, að ekki sé nú talað um ómetanlegt hag- ræði fyrir sjuklinganaa sjálfa að þurfa ekki að fara til annarra landa, oft mjög veikir, og koma heima aftur ógrónir sára sinna. En af hverju er svona tiltölu- lega ódýrt að koma hér upp hjartaskurðdeild. Hér koma nokkrar ástæður, sem ég hefi bor- ið undir lækni við Landspítalann og framkvæmdastjóra Ríkisspítal- anna. 1. Þrír íslenskir hjartaskurðlækn- ar í fullri þjálfun væru tiltækir eins og nú standa sakir, ef ráð- ist væri í að koma upp skurð- deild innan spítalans. 2. Nokkrir aðilar, svo sem Minn- ingargjafasjóður Landspítal- ans, Seðlabanki íslands og Ásbjörn ólafsson, stórkaup- maður, sem nú er látinn, hafa gefið mikla fármuni til kaupa á dýrustu tækjunum við hjarta- skurðdeild hér, svo sem hjarta- vél og lungnavél, þó einhverju þyrfti eflaust að bæta við þá upphæð. 3. Heimild er á fjárlögum þessa árs til fjölgunar starfsfólks á gjörgæsludeild Landspítalans, vegna hjartaskurðaraðstöðu hér heima, þegar hún er fyrir hendi. Emil Björnsson „Athyglisvert er, aö marg- ir kransæðasjúklingar eru á besta starfsaldri og einn, sem kemst of seint í að- gerð, sem hefði getað bjargað lífi hans, er einum of margt.“ 4. Síðast en ekki síst er þess að geta, að húsnæði fyrir legupláss hjartasjúklinga þarf ekki að byggja, sem auðvitað er alltaf það dýrasta við að koma upp nýjum sjúkradeildum. Fram- kvæmdastjóri Ríkisspítalanna hefur staðfest að þessir sjúkl- ingar yrðu vistaðir á brjóst- hols- og skurðlækningadeild Landspítalans, eftir að þeir kæmu úr gjörgæslu og þar til þeir brautskrást. Minni háttar lagfæringu þyrfti þó að gera á skurðstofuaðstöðu spítalans, sagði framkvæmdastjórinn. Hvað er þá að vanbúnaði? Hvers vegna er ekki komið upp hjartaskurðdeild hir heima? Það sem kosta þyrfti til í fjármunum er tiltölulega lítið. Bæta þyrfti sjálfsagt við tækjakaupaféð hér, einnig að kosta starfsþjálfun ís- lensks hjúkrunarfólks á hjarta- skurðdeildum erlendis, og greiða ferðakostnað, laun og dvalar- kostnað erlends hjartaskurðlækn- is einhvern tíma hér heima á með- an hann væri að leiðbeina íslensk- um læknum og starfsfólki í upp- hafi þessarar ábyrgðarmiklu starfsemi hér. Kaupa þarf nýtt hjartaþræðingartæki þ.e. „hjartamyndsjá“ Nýtt tæki af þessari gerð kostar rúmar 20 milljónir króna og leggja hjartasjúklingar, sem nú eru að stofna til samtaka, mesta áherslu á það af öllu. Hér er nú aðeins til ein hjartamyndsjá, „gamalt og slitið tæki“ til þessara lífsnauð- synlegu nota „og hefur það bilað alloft undanfarið" að sögn lækna, sem við það vinna. Jafnframt lengist biðtími sjúklinga, sem þurfa að komast í þessa rannsókn. Nú bíða á annað hundrað manns og getur biðin orðið allt að fjórum mánuðum. Það er of langur tími, hver dagur er örlagaríkur þegar þannig stendur á. Sumir falla frá á þessum biðtíma, sem unnt hefði verið að bjarga, ef þeir hefðu kom- ist strax í þetta hjartaskoðunar- tæki og síðan í skurðaðgerð. Aðrir komast yfir þau mörk á biðtíman- um að sjúkdómur þeirra sé skurð- tækur, og þó þeir Iifi eitthvað lengur við þær aðstæður, er það ekkert líf á við líf þeirra, sem komast í tæka tíð í aðgerð, sem heppnast vel. Það verða mjög margir nýir menn eftir hjartaupp- skurð. Athyglisvert er, að margir kransæðasjúklingar eru á besta starfsaldri og einn, sem kemst of seint i aðgerð, sem hefði getað bjargað lífi hans, er einum of margt. Fjársöfnun til kaupa á hjartamyndsjá er þegar hafin á vegum hjartasjúklinga, girónúm- erið er 23700. Bretar spara ekkert til hjartaskurðlækninga í breska læknablaðinu, sem er eitthvert virtasta læknablað í heimi, var nýlega grein um fjár- hagslega hagræðingu og sparnað í rekstri breska heilbrigðiskerfis- ins. Þar er bent á, og tekið sér- staklega fram, að hjartaskurð- lækningar þar í landi, sem standa á háu stigi, séu undanþegnar með öllu þessum sparnaði í kerfinu. Heilbrigðisyfirvöldin bresku telja að á því sviði lækninga megi síst spara og fremur verja auknu fjár- magni til þeirra en hitt, með tilliti til þess, hve margir verði hjarta- og æðasjúkdómum að bráð á góð- um aldri, og einnig með hliðsjón af því, hve hjartaskurðlækningar nútímans eru árangursríkar, ef tekið er ráð í tíma. PS: Þessi grein er skrifuð í tilefni af fyrirhugaðri stofnun félags hjartasjúklinga og þeirri umræðu, sem orðið hefir í fjölmiðlum um brýna þörf á bættri aðstöðu til rannsókna og lækninga á þessu sviði hér á landi. Kmil Björnsson er fréttastjóri Sjón- varpsins og prestur Óháða safnaö- arins í Reykjavík. Hvimleiður áróður eftir Arna Þórðarson Grein þessi birtist áður í tímarit- inu Eiðfaxa. Hundadagaumræðan í sumar í útvarpi og dagblöðum um hrossaeign landsmanna var í flestum tilvikum ein- hliða, öfgafull og fullyrð- ingakennd og því hvimleið í meira lagi. I þessari síbylju fólst — líklega þó meir óaf- vitandi en af ásettu ráði — magnaður og meinlegur áróð- ur gegn íslenska hestinum, þessum dýrgrip lands og þjóðar, og um leið eigendum hans í bæ og byggð. Þeir m.a. taldir á móti landvernd og vinni vitandi vits að landeyð- ingu með hestaeign sinni. Þetta er auðvitað sú fjar- stæða sem á ekki að þurfa að eyða orðum að. Fari gróðri hnignandi á af- réttum getur hrossum þar al- mennt ekki verið um að kenna af þeirri einföldu ástæðu að þau ganga ekki í afréttarlöndum nema tveim sýslum í fremur litlum mæli, stuttan tíma úr sumri, og sé þar um ofbeit að ræða má um það deila endalaust hvort sauður eða hestur eigi þar meiri sök. Hér er um einangr- að tilvik að tala sem Hún- vetningar og Skagfirðingar eru áreiðanlega menn til að ráða fram úr í samráði við „Útrýming hrossa úr högum, og þá einkum hálfþurrum mýrarflákum og mosaríkum móum, breytir landinu brátt í rækarlausan sinuþófa, líklega þeim til fagnaðar sem kjósa fremur að horfa á sinuelda loga glatt á sólbjörtum vor- dögum en hrossahóp í högum.“ landgræðslumenn. Er það furðuleg málsmeðferð að al- hæfa beitarmál á Öllum af- réttum eftir ^érstökum að- stæðum á einum stað eins og sést hefur í blaðagreinum. Um landspjöll vegna hrossabeitar á láglendi er ekki að ræða. Sums staðar eru afgirtar spildur ofbeittar um hásumarið, fremur þó hrossum til skaða en gróðrin- um. Landið nær sér að nýju á einu ári við friðun eða væga beit, m.a. vegna mikillar treðslu. Útrýming hrossa úr högum, og þá einkum hálf- þurrum mýrarflákum og mosaríkum móum, breytir landinu brátt í ræktarlausan sinuþófa, líklega þeim til fagnaðar sem kjósa fremur að horfa á sinuelda loga glatt á sólbjörtum vordögum en hrossahóp í högum. Slegið hefur verið fram að hlutur hrossa í búvörufram- leiðslu sé 1,5% af heildar- verðmæti. Þetta er út í hött, hreint bull, en sterkt áróð- ursbragð til að gera hrossa- eign sem tortryggilegasta og tilvist hrossa lítils virði. Þótt aðeins sé á viðskipti litið mun margt athugavert við þessa prósentutölu. í henni felst að- eins að hluta til hrossaversl- un og að litlu leyti heysala handa hestum og beitartollur. Þarna er um að ræða veruleg viðskipti sem margur hefur arð af, en það er þó ekki meg- in atriði þessa máls. íslenski hesturinn verður ekki rétt metinn eftir arði af- urða líkt og ær og kýr. Þjóð- argildi hans er á allt öðru sviði, leyfi mér að segja æðra sviði. Það verða menn að skynja og skilja áður en þeir setjast í dómarasæti um hrossaeign íslendinga. Fyrir 30—40 árum voru hross á íslandi vanmetin og lítilsvirt, þau voru við það að vera í útrýmingarhættu. Þá reis til varnar fámennur hóp- ur áhuga- og hugsjónamanna og mynduðu með sér samtök með það mark í huga að leiða hestinn til vegs og virðingar, það tókst. Þökk sé frumherj- unum sem áttu sér hugsjón sem þeir trúðu á og var þess virði að veita brautargengi. Nú er hesturinn félagi og vin- ur þúsunda íslendinga sem sækja til hans ánægju, heil- brigði og sálarró, slíkt verður ekki í prósentum talið né á mammonsvog vegið. Á er- lendri grund, víða um lönd, hefur íslenski hesturinn hasl- að sér völl, er þar eftirsóttur, virtur og dáður og ber hróður lands og þjóðar vítt um. Margir leggja í það fé, fórn og allan metnað sinn að rækta íslenska hestinn, gera gott enn betra. Til þess þurfa þeir margt hrossa, stóð. Á að tala með lítilsvirðingu um hug- sjónastarf þeirra? Allir eru sammála um að gagnslausum hrossum eigi að farga, einkum er óeðlilegt að landleysingjar safni að sér stóði. Vinna á að fækkun óþarfa hrossa hávaðalaust með þeim ráðum sem við eiga á hverjum stað en ekki með einhliða opinberum áróðri sem bitnar á eðlilegri hrossa- eign, áliti og gildi íslenska hestsins. Vel tömdum reið- hestum þarf að fjölga en ekki fækka. Vinna þarf að út- breiðslu og aukningu hesta- mennsku um allt land, jafnt í strjálbýli sem kaupstöðum. Þar gæti áróður og frétta- mennska útvarpsins komið að góðu liði. Varla getur sæmandi talist að telja eftir hey og haga handa höfðingjanum göfuga sem á órofa sögu með þjóð- inni, þoldi með henni súrt og sætt og gerði henni kleift að tóra í landinu og hefur nú unnið sér þann sess með lífsháttum nútímans sem raun ber vitni. Séu stráin of fá til skiptanna er auðveld lausn að fjölga þeim. Þúsundir hektara, ýmist auðnar eða hálfgróins lands, í nágrenni þéttbýlis bíða rækt- unar, víða þarf ekki annað en áburðargjöf. Þarna er óþrjót- andi beitarforðabúr hrossa kaupstaðabúa. Landgræðsla ríkisins — hin mikla þjóð- þrifastofnun — hefur hér for- ustuhlutverki að gegna. Kóln- andi veðurfar getur komið í veg fyrir að unnt sé að halda í horfinu með uppgræðslu á hálendissvæðum. Hlýtur þá að verða tekist á við, af því meiri krafti, gróðurvana lág- lendi sem setið hefur á hak- anum. Arni bórðarson er fyrrverandi skólastjóri Hagaskólans í Reykja- vík og á sæti í ritnefnd Eiðfaxa. JptCfAw4 # • M • 4 # k #.# • ’# M I # 4 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.