Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 35 MIKLIGARÐUR heitir hin nýja stórverzlun innan við Sund, sem samvinnu- hreyfingin er að opna, væntanlega í byrjun nóvembermánaðar, en þar er um að ræða stærstu verzlun landsins. Húsnæði Miklagarðs er 7.680 fermetrar, en þar af er sjálft sölurýmið 50x94 metrar, eða um 4.700 fermetrar. Fram- kvæmdastjóri er Jón Sigurðsson. Undirbúningur að opnun Mikla- garðs er búinn að standa í hálft annað ár, en um þessar mundir er verið að setja upp innréttingar í verzluninni og vörur eru farnar að berast að. Hjá Miklagarði starfa nú þegar yfir 20 manns við pant- anir og margs konar undirbún- ingsstörf, en samkvæmt upplýs- ingum Jóns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Miklagarðs, munu starfsmenn verða um 60 í fullu starfi þegar opnað verður, og milli 30 og 40 í hlutastörfum. Að sögn Jóns hefur samvinnu- hreyfingin lengi haft áhuga á að opna stórverzlun í Reykjavík í tengslum við vörugeymslur og skipaafgreiðslu Sambandsins í Holtagörðum og nýta hin víð- feðmu viðskiptasambönd fyrir- tækisins í Evrópu. Mikligarður verður rekinn al- gjörlega sem sjálfstætt fyrirtæki í eigu SÍS, KRON og kaupfélaganna í Hafnarfirði, á Suðurnesjum og í Kjalarnesþingi. í verzluninni verða allar almennar vörur sem heimili þarf til daglegra nota: Matvörur, fatnaður, búsáhöld, verkfæri og málningarvörur, raf- tæki, leikföng, skór, snyrtivörur og blóm, og búið er að sækja um bóksöluleyfi. Frágangur verzlunarinnar hef- ur tafist nokkuð á undanförnum vikum vegna uppsetningar á mjög fullkomnu slökkvikerfi sem kraf- izt er af brunamálayfirvöldum í verzlunarhúsnæði af þessari stærð. Verið er að ganga frá bílastæð- um við verzlunina fyrir um það bil 500 bifreiðir og verður hluti bíla- stæðisins upphitaður. Það er hátt til lofts og vftt til veggja í Miklagarði, eins og sjá má, en nú er unnið af fullum krafti við uppsetningu innréttinga. Fremst á myndinni eru nokkrir kæliskápar. Ljðsmynd Mbl./ KOE KJOTBORÐIÐ VEKUR ATHYGLI Opiö kl. 10—4 laugardaga E EUROCARO Vörumarkaðurinn ht. EHDISTORG111 Fermingar á morgun Fermingarbörn sunnudaginn 10. okt. 1983. Árbæjarprestakall. Kl. 14.00 e.h. Prestur: Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Guðbjörg Haraldsdóttir, Hraunbæ 56. Guðrún Sigríður Hauksdóttir, Gyðufelli 4. Steinunn Haraldsdóttir, Hraunbæ 56. Breiðholtsprestakall. Ferming í Bústaðakirkju kl. 10.30. Prestur: Sr. Lárus Halldórsson. Elín Bára Einarsdóttir, Grýtubakka 24. Elinbjörg Gunnarsdóttir, Núpabakka 17. Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, Kambaseli 83. Ingibjörg Steindórsdóttir, Grýtubakka 22. írunn Ketilsdóttir, Þjóttuseli 6. Kópavogskirkja Kársnespresta- kall kl. 11.00. Prestur: Sr. Árni Pálsson. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Hraunbraut 12. Guðjón Heiðar Hauksson, Þinghólsbraut 58. Vera Björk Þorsteinsdóttir, Faxabraut 33b, Keflavík. Neskirkja kl. 14.00. Jóhann Sigfússon Johnsen, Bollagörðum 51, Seltjarnarnesi. Garðakirkja. Ferming kl. 11.00. Prestur sr. Bragi Friðriksson. Fermd verður: Guðrún Helga Engilbertsdóttir, Eskiholti 21, Garðabæ. Stærsta verzlunarhúsnæði landsins: Mikligarður opnar í nóvemberbyrjun KVENNADEILD SLYSAVARNAFÉLAGSINS í REYKJAVÍK^HBHHHHHM HLUTAVELTA ÁRSINS veröur í húsi SVFÍ á Grandagaröi, á morgun, sunnudag 9. október, kl. 2 e.h. Fjöldi góöra muna. Engin núll. Kvennadeildin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.