Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 19 Gamla tæknin. væri fyrirtækið komið í framtíð- arhúsnæði. Eftir að flutt var á Bræðaraborgarstíginn varð mikil bylting í prenttækninni. Fyrir- tækið tók upp offsetprentun og mikil aukning varð í framleiðslu tölvupappírs. Svo mikil aukning varð í framleiðslu fyrirtækisins að starfsemin sprengdi húsnæðið utan af sér á 5 árum. Þá var húsið við hliðina keypt, Bræðraborg- arstígur 9, sem einnig var 5 hæða hús og það tekið undir starfsem- ina. Þrátt fyrir þessa miklu viðbót var svo komið árið 1979 að hús- næðisskortur var farinn að standa rekstrinum fyrir þrifum. Þar var ekki hægt að koma fyrir þeim vél- um sem nauðsynlegar voru orðnar til að svara vaxandi samkeppni, ekki síst erlendis frá. Var þá af- ráðið að byggja framtíðarhús sem sérstaklega væri hannað sem prentsmiðjuhúsnæði. Fyrsta skóflustungan að Höfðabakka 7 var tekin í ágúst 1979 og 20 mán- uðum síðar, vorið 1981, var starf- semin þar komin í fullan gang. Starfsemin í dag Blaðamaður hitti Þorgeir Bald- ursson, forstjóra Odda, og fékk hjá honum ofangreinda sögu fyrirtækisins. Hann sýndi blm. einnig fyrirtækið. Prentsmiðju- húsið að Höfðabakka 7 er röskir 5.000 fermetrar að stærð. Prent- smiðjan er öll á einu gólfi og varð við flutninginn í nýja húsið mikil breyting á vinnuaðstöðu frá því sem var í fimm hæða húsunum við Bræðraborgarstíg. Segir það sig sjálft þegar í gegnum prent- Framleiðsluferlinum lokið og fram- leiðsluvaran fullgerð, í þessu tilviki vönduð viðhafnarútgáfa af ferðabók Sveins Pálssonar. smiðjuna fara hátt í þúsund tonn af pappír á ári. Samhliða flutningunum í nýja húsið að Höfðabakka 7 var aukið verulega við tækjakostinn. Er prentsmiðjan nú tæknivæddasta prentsmiðja landsins að sögn Þorgeirs og hefur það sýnt sig að Séð yflr einn prentsmiðjusalinn að Höfðabakka 7. MorgunblaAið/ÓI.K.Mag. Ein fullkomnasta prentvél landsins. Hún getur prentað fjóra liti í sömu umferðinni og er með fullkomnum tölvustýribúnaði. Morgunblaðió/ÓI.K.Mag. hún hefur í fullu tré við fullkomn- ustu prentsmiðjur hvar sem er í heiminum. Erlendar prentsmiðjur hafa á undanförnum árum verið að seilast hér inn á markað og sagði Þorgeir að Oddi hf. hefði nú náð inn í landið aftur verulegum verkefnum sem íslenskar prent- smiðjur hefðu ekki ráðið við áður og misst út úr landinu. Ekki er stöðvað við það, Oddamenn hygga á meiri landvinninga. Þeir hafa tekið að sér talsvert af prentun fyrir erlenda aðila, aðallega fyrir- tæki í Noregi og þó sérstaklega í Færeyjum. Fyrirtækið hefur prentað 10—15 bókatitla fyrir Færeyinga á ári undanfarin ár og nú er verið að vinna að miklu verki fyrir færeyskt forlag, vand- aðri listaverkabók, sem gefin verður út á 8 tungumálum. Þessar vikurnar er fyrirtækið með í at- hugun að taka að sér litprentun bæklinga í töluvert miklu upplagi fyrir bandarískan aðila. Ef samn- ingar nást verður pappírinn í verkið keyptur í Evrópu, prentað á hann hér og það síðan flutt vestur um haf. Sagði Þorgeir að mikill áhugi væri fyrir því innan fyrir- tækisins að fá að takast á við þetta verkefni en það skýrðist á næstu vikum hvort af yrði. Tæknivæddasta prent- smiðja landsins Af fullkomnum tæknibúnaði Prentsmiðjunnar Odda hf. má nefna fullkomin tölvusetningar- búnað sem gerir prentsmiðjunni kleift að taka við texta frá öðrum tölvum, annaðhvort með símalínu eða segulmiðli. í prentuninni er það með afkastamiklar vélar bæði í bóka- og blaðaprentuninni, með- al annars litprentunarvél með fullkomnum tölvustýribúnaði sem prentar 4 liti í sumu umferð en hún er sú eina sinnar tegundar hér á landi. Við framleiðslu tölvu- eyðublaða hefur fyrirtækið full- komnustu vélar hérlendis. Veita þær fjölbreytta möguleika í prent- un eyðublaðanna, til dæmis eins marga liti og menn óska, sem er alveg nýtt hér á landi. I bókband- inu hefur smám saman verið byggt upp vélvætt bókband og er stutt í að komin verði ein samfelld bókbandslína frá saumavél i pökk- un en hingað til hefur bókband verið mikið til handunnið. Á þetta að auka framleiðnina og gera bók- ina ódýrari í framleiðslu þannig að hún verði samkeppnishæfari í þeirri sívaxandi samkeppni sem hún á í. í gegnum prentsmiðjuna fara hátt í eitt þúsund tonn af pappír á ári. Framleiddir eru 150 til 200 bókatitlar á ári og rúmlega 100 tölublöð tímarita. Prentun tölvu- eyðublaða er einnig talsvert stór hiuti framleiðslunnar en prent- smiðjan tekur að sér jafnt smærri sem stærri verkefni. Símaskráin, sem er viðamesta prentverkefni á íslandi, er prentuð í Odda svo ein- stakt dæmi sé tekið. Baldur í Odda var hugsjóna- maður sem sá drauma sína rætast. Skömmu áður en hann lést var fyrirtækið, sem hann stofnaði fyrir 40 árum og stjórnaði alla tíð, flutt í nýtt glæsilegt prentsmiðju- hús. Starfsmenn sem í upphafi voru 3 voru orðnir 130, húsnæðið sem var horn í húsi við Freyjugötu var nú orðið 5.000 fermetra sér- hönnuð prentsmiðjubygging og fullkomnasta tækni hafði leyst gömlu blýsetningarvélina og bóka- pressuna af hólmi. HBj. LAUGARDAGUR OPtÐim 10*4 EIÐISTORG111 Víiruraarkaðuriiiii hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.