Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Dagar á Akureyri Myndlist Bragi Ásgeirsson „Svo dreymi þig um fríöan Eyjafjörð og fagrar bernskustöðvar inn’ í sveit, því enginn hefir guðs á grænni jörð — í geislum sólar — litið fegri reit. En upp’ á Brattahjalla hóar smalinn, og hjörðin kyrrlát þokast framan dalinn.“ (Svo fafcjurltga kvað Kristján Níels Júlíus — Káinn um bernskustöðvar sínar.) Það er nokkuð undarleg tilfinn- ing fyrir reykvískan myndlistar- mann að gera strandhögg á ftiynd- listarvettvangi norðan heiða. Ak- ureyri hefur til skamms tíma ekki þótt uppörvandi staður til sýn- ingahalds fyrir sunnanmenn, því að þar hefur lengi þótt ríkja eins konar „innansveitarkrónika" í viðhorfum manna til lista, menn- ingar og hvers konar athafna. Sá er hér ritar sýndi víst eitt sinn á Hótel Varðborg og frétti síðar, að margar myndanna hafi komið laskaðar á áfangastað og verið hengdar upp þannig. Er hann nú mörgum árum seinna hugðist sýna þar aftur, þótti hon- um öruggara að koma sjálfur og ganga rækilega frá sýningunni í eigin persónu. Það reyndist vitur- leg ráðstöfun eins og alltaf í líkum tilfellum — jafnan er akkur að því að gerendurnir séu nærstaddir við uppsetningu og undirbúning sýn- inga. Við Símon Jóhann, sonur minn, komum úr rigningarsudda í Reykjavík í glampandi sól norð- ursins með fyrstu morgunflugvél- inni 24. ágúst og þótti þetta góð viðbrigði. Pollurinn var sléttur og fagur og hér sannaðist það, að ekki er ávallt nauðsynlegt að taka stefnu á suðræn sólarlönd til að fá gott veður. Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskóla Akureyrar, tók á móti okkur og ók í bæinn. Það er falleg keyrsla, m.a. er farið fram- hjá gamla barnaskólanum og gamla samkomuhúsinu, er nú mun þjóna sem leikhús og er sennilega það fegursta á landinu fyrir að- dáunarverðan byggingarstíl og gott viðhald, a.m.k. forhliðin. Helgi segir mér, að gamli barna- skólinn hafi verið komin í niður- níðslu, ekki hafi aðeins rúður ver- ið brotnar, heldur innviðum hnuplað, en að nú hafi hann verið gerður upp. Meiningin hafi víst verið að gera það að ráðhúsi, en mikil andstaða sé gegn því meðal Akureyrarbúa, er vilji enga veizlu- höll, en svo væru einnig uppi radd- ir að setja húsið undir mynd- listarskólann og á það leist okkur öllu betur. Væri tilvalið að hafa myndlistarskólann við hlið leik- hússins og hefðu báðir aðilar gagn Gamli barnaskólinn á Akureyri nýuppgeröur ásamt leikhúsinu. Að neðan sést hvernig skólinn var farinn fyrir endurnýjun. af nágrenninu, en annars væri allt ennþá óákveðið. Helgi tjáði mér einnig, að hér hafi bókasafnið ver- ið til húsa og hafi þá Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi verið þar bókavörður. Mér varð þá sterklega hugsað til skáldsins og hins fagra máls, sem Þingeyingar hafa tamið sér: „Segið það henni móður minni,/að mér sé hennar tunga/- söngur, er létti löngum/lífsharm, snjóþunga./Sá ég í orðum og anda/ísland úr sæ rísa/og hlaut í völvunnar veðrum/vernd góðra dísa.“ Við ókum rakleiðis að húsi myndlistarskólans að Glerárgötu, myndirnar höfðu komið kvöldið áður og nú var að taka þær upp og aðgæta hvort heilar væru. Reynd- ist allt í besta lagi og við himinlif- andi glaðir enda allar myndirnar undir viðkvæmu gleri. Skroppið var til Guðmundar Ármanns myndlistarmanns og hann drifinn í morgunkaffi. Sá býr í gömlu af- lóga timburhúsi, er nefndist Berl- ín, en hefur nú verið skýrt upp og heitir Austur-Berlín í samræmi við skoðanir húsráðenda. Þetta fannst þolanda bera vott um ís- lenzkt útkjálkahugarfar, en lyftir í raun upp fátæklegum bæjarbrag að nefna húsin í höfuðið á skoðun- um íbúanna svo og hofum og höll- um í útlandinu. Er við höfðum pakkað öllu upp og raðað lauslega um veggi var farið í málsverð til Freyju skóla- stjórans. Sá þurfti svo að sinna mikilvægum erindum fyrir skól- ann, m.a. tala við þrjá ráðherra í síma, og ákváðum við því að hitt- ast seint um eftirmiðdaginn og ganga enn betur frá niðurröðun mynda. Millitíminn var notaður til að sóla skrokkinn í sundlaug staðarins og jafnframt til að blim- skaka augunum á blómarósirnar með vísindalegan samanburð í huga. Við opnanir listsýninga inn- ansveitarmanna er yfirleitt sam- ankominn múgur og margmenni Finnskur vefiir Myndlist Bragi Ásgeirsson Airi Snellman-Hánninen við eitt verka sinna, sem hún var Kristi Rantanen við eitt verka sinna á sýningunni á að hengja upp er Morgunblaðsmenn voru á ferðinni. Kjarvalsstöðum, sem verður opnuð í dag, laugardag. Það er mikil og (ogur sýning á háþróuðum listvefnaði er nú gistir Kjarvalsstaði. Eru hér á ferðinni fimm finnskar listakonur er aflað hafa sér alþjóðlegrar frægðar með margslungnum textflum sínum. Sýning þeirra hefur verið á ferð- inni um öll Norðurlönd og var upprunalega sett saman af nor- rænu menningarmiðstöðinni í Sveaborg og endar svo hér að Kjarvalsstöðum. Dómarnir sem sýningin hefur fengið eru á einn veg, lofsamlegir, þannig að þar er litlu við að bæta þar sem undirrit- aður er í höfuðatriðum sammála þeim. — Hér eru á ferð þrjár kyn- slóðir textíllistamanna: Eva Renvall, Lea Eskola, Kirsti Ran- tanen, Airi Snellman-Hánninen og Irma Kukkasjárvi. Allar eru þær frægar mjög í heimalandi sínu og ein þeirra, Kirsti Ran- tanen, sem áður starfaði sem lektor við listiðnaðarháskólann í Helsingfors hefur nýlega verið skipaður prófessor við skólann. Er hér um sögulegan viðburð að ræða, þar sem hún er fyrsti prófessor í textíllist í Finnlandi, sem er mikil viðurkenning fyrir listgreinina og að sjálfsögðu um leið störf listakonunnar að við- gangi textíla innan skólans. Finnar hafa löngum sýnt list- iðnaði mikla rækt og það með drjúgum árangri því að hann hefur farið mikla sigurför um heiminn og skilað ómældum tekjum í þjóðarbúið. Það er Eva Renvall: „Hluti af myndröð“ 1978. öðru fremur metnaður þeirra að listiðnaðurinn beri sérstök þjóðleg einkenni um leið og hann er á alþjóðamælikvarða um ferskleika og nýjungar. Það eru hugmyndirnar og listfengið, sem meginmáli skiptir en ekki vonin um skjótfenginn hagnað, hann fylgir örugglega í kjölfar- ið fyrr eða síðar en er aldrei aðalatriðið. Á sýningunni að Kjarvals- stöðum má sjá vefnað af mörg- um toga, allt frá finnsku röggvahefðinni, góbelíni og damaski til nýrri efna svo sem málmþráðs, granna kvisti, jurt- ir og stilka. Formin og áferðin eru mjög breytileg enda eru listakonurnar mjög fjölhæfar í hvers konar tæknibrögðum. Þrátt fyrir að listakonurnar séu mjög ólíkar innbyrðis þá byggja þær allar verk sín, áhrifum frá náttúrunni, — áþreifanlegri náttúrunni en ekki kortagerð hennar og yfirborði einu. Aldursforsetinn Eva Renvall (f. 1917) byggir verk sín á lín- unni og hrynjandi hennar. Hún leitast við að láta litinn og áferð efnisins vinna saman, útfærir verk sín í góbelín-tækni og not- ar ull, lín og jútavef. Vinnu- brögð hennar eru mjög fjölþætt og frábærlega vönduð. Lea Eskola (f. 1923) notar í vef sinn lífræn efni úr náttúr- unni, þannig að náttúran sjálf er efniviður hennar. Einnig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.