Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 15 Nýir þingmenn Eftirtaldir þingmenn, sem kjörnir vóru í síðustu kosningum, sátu ekki (sem aðalmenn) á liðnu þingi: Árni Johnsen, 3. þingmaður Suðurlands (S), Guðmundur Ein- arsson, 4. landskjörinn (BJ), Guð- rún Agnarsdóttir, 3. landskjörinn (KvF), Gunnar G. Schram, 2. þing- maður Reyknesinga (S), Kolbrún Jónsdóttir, 8. landskjörinn (BJ), Kristín Halldórsdóttir, 7. lands- kjörin (KvF), Kristín S. Kvaran, 1. landskjörinn (BJ), Ragnhildur Helgadóttir, 10. þingmaður Reykvíkinga (S), Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 11. þingmaður Reykvíkinga (KvF), Stefán Bene- diktsson, 8. þingmaður Reykvík- inga (BJ), Valdimar Indriðason, 3. þingmaður Vestlendinga (S) og Þorsteinn Pálsson, 1. þingmaður Sunnlendinga (S). — Auk þess átti Ellert B. Schram, 6. þingmaður Reykvíkinga (S), að bætast í hóp- inn, en hann hefur tekið sér ótímasett frí frá þingmannsstörf- um. Einstaklingar, sem hverfa nú úr þingmannahópi, eru: Árni Gunnarsson (A), Guð- mundur Karlsson (S) gaf ekki kost á sér, Guðmundur G. Þórarinsson (F) gaf ekki kost á sér, Gunnar Thoroddsen (S) látinn, Ingólfur Guðnason (F), Jóhann Einvarðs- son (F), Jósef H. Þorgeirsson (S) gaf ekki kost á sér, Magnús H. Magnússon (A), Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.), Sighvatur Björgvinsson (A), Stefán Jónsson (Ábl.) gaf ekki kost á sér, Steinþór Gestsson (S) gaf ekki kost á sér, Vilmundur Gylfason (BJ) látinn. Geir Hallgrímsson (S) átti setu- rétt sem ráðherra á Alþingi, með málfrelsi og tillögurétt, en kemur inn sem þingmaður í orlofi Ellerts B. Schram. Þingstörfin í vetur Þing það, sem hefst á mánudag, er óskrifað blað. Ýmsum er efa- taust mál að láta til sín heyra í þingsölum — og um fjölmiðla til þjóðarinnar allrar. Nýir þingmenn fara líklega hægt í sakir meðan þeir eru að læra að stíga hina póli- tísku öldu í ólgusjó dægur- og þjóðmála. En ljóst má vera að efnahagsmál, ríkisfjármál og þjóðarbúskapurinn í heild setja svip sinn á þingstörf í vetur. Stéttarfélög hafa boðað til úti- fundar á Austurvelli undir þing- hússvegg samkomudag Alþingis. Þrýstihópar þjóðfélagsins halda sínu striki. Fordæmið líklega sótt til mótmæla sænskra gegn laun- þegasjóðum á þarlendum þing- setningardegi(?!). Yfir glugga á lofti þinghússins, sem byggt var 1881, eru landvætt- ir Islands í lágskurði. — Fram- sýnn hefur sá verið, sem taldi þeirra þörf á þeim stað. — sf. Happdrætti styrktarfélags vangefinna ÞESSA dagana stendur yfir útsending á happdrættismiðum f hinu árlega happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Vinningar verða 10 talsins. Aðalvinn- ingurinn verður að þessu sinni Mazda 626 Hatchback Lx2 árgerð 1984 að verðmæti um 370 þús. kr. Annar vinn- ingur verður bifreið að eigin vali að upphæð kr. 160 þús. Þá verða dregnir út 7 vinningar, húsbúnaður að eigin vali, hver vinningur að upphæð kr. 60 þús. Heildarverðmæti vinninga er um 1170 þús. kr. öllum ágóða happ- drættisins verður varið til bygg- ingar fjögurra raðhúsa í Suðurhlíð- um, en smíði þeirra hófst í vor og er stefnt að því, að þau verði fokheld í þessum mánuði. Þrjú húsanna eru ætluð undir sambýli, en hitt sem skammtfma fósturheimili. Um leið og félagið þakkar almenningi mikilsverðan stuðning á liðnum árum treystir það enn á skilning fólks á nauðsyn þess að búa vangefnum sem best skilyrði. (Frcttatilkynning.) Útboð heilbrigðisþjónustu: Beinist að þeim lægst launuðu - segir Kvennaframboðið í Reykjavík ÚTBOÐ stjórnarnefndar Ríkis- spítalanna á ýmsum þáttum heil- brigðisþjónustunnar eru ákveðin án þess aö raunhæf úttekt hafi farið fram á hagkvæmni núverandi fyrir- komulags og vönu og þjálfuðu starfsfólki er ógnað með uppsögn- um, segir í ályktun félagsfundar Kvennaframboösins í Reykjavfk. Segir einnig að verði af upp- sögnum starfsfólks muni þær væntanlega fyrst og fremst bein- Þú svalar lestrarþörf dagsins y ásíöum Moggans! ast að lægstlaunuðu starfshópum heilbrigðisþjónustunnar, ófag- lærðum konum. Fundurinn taldi ástæðu til að ætla að verulegur hluti þeirra kvenna ætti að baki langa starfs- ævi. Bent var á, að reynslan væri sú að miðaldra og rosknar konur ættu erfitt með að fá störf á vinnumarkaðinum. Fundurinn benti jafnframt á, að „þessar gerð- ir ríkisvaldsins beinast ekki að þeim þáttum heilbrigðisþjónust- unnar sem kostnaðarsamastir eru, heldur að þeim hópi, sem minnst ber úr býtum. Að réttlæta þær sem sparnaðaraðgerðir fær því vart staðist," segir í ályktun Kvennaframboðsins í Reykjavík. Umdæmisstjórnarskipti Kiwanis Umdæmisstjórnarskipti Kiwanishreyfingarinnar á íslandi fóru fram fostudaginn 23. september sl. Jón K. Ólafsson tók þá við sem umdæmis- stjóri af Herði Helgasyni, en auk íslenzku klúbbanna tilheyrir einn Kiwanisklúbbur í Færeyjum umdæminu. Mynd þessi er tekin við þetta tækifæri. Jón K. til vinstri er Hörður til hægri. Ljónni. Mbl. Matthías G. Pétursson. Þú sperrir eyrtrn egar þú heyrir hljóminn .. úr nýju flö PIOMEER hljómtækjunum! 3ia ára ábvrgS Verð frá aðeins kr. 35.460,- Opið í dag HLJOM6ÆR Æk "TÖSiHBrrii IrriiTf- "- |(|b 10—12. HUOM-HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.