Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 16 Tónlist Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit íslands hóf 4. starfsár sitt með ferð um Austur- landsfjórðung í septembermánuöi og sl. fimmtudag hér í Reykjvík með fyrstu áskriftartónleikum vetrarins. Efnisskráin í vetur er mjög fjölbreytt og spannar í raun og veru alla sögu hljómsveitartón- listarinnar. Elsta verkið á efnis- skránni er Svíta úr óperunni Krýn- ing Poppeu, eftir Monteverdi, sem var einn af frumkvöðlunum í „instrumentasjón". Eitt hlýtur þó að vera ótalið varðandi verk Monteverdis og það er hver útbjó verkið fyrir nútímahljómsveit og skipaði efni þess í svítuform. Það gat Monte- verdi ekki gert, því hvorki var búið að finna upp svítuformið né flest þau hljóðfæri sem nú eru notuð þegar Monteverdi var uppi. Þegar litið er yfir efnisskrá vetrarins kemur í ljós, að eftir Beethoven verða flutt fjögur verk, sex verk eftir Mozart, þrjú eftir Brahms, tvö eftir Liszt og einnig tvö eftir Mahler. Aðrir höfundar eiga svo eitt verk hver. Af seinni tíma tónskáldum má nefna Satie, Ives, Stravinsky, Prókoffjeff, Bartok, Penderecki, Kokkonen, Martin, Ibert og Sjostakóvits. Af íslenskum verk- um verða frumflutt fimm verk, þ.e. þrjú hljómsveitarverk og einn konsert, svo að meðtöldum eldri verkum verða alls níu ís- lensk tónverk flutt á vegum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það verður ékki annað sagt en að fjölbreytnin sé töluverð og von- andi tekst hljómsveitinni vel upp í vetur, því nú er hún fjölmenn- ari en nokkru sinni fyrr, alls 70 manns. A fyrstu tónleikunum sl. fimmtudag voru flutt þrjú verk, fyrst Les offrandes oubliées eftir Messiaen, þá nýr sellókonsert eftir Jón Nordal er Erling Blön- dal Bengtsson flutti, en síðasta verkið var svo fyrsta sinfónían eftir Mahler. Þetta voru langir og skemmtilegir tónleikar enda Erling Blöndal Bengtsson Jean-Pierre Jacquillat Sinfóníu- tónleikar Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Kjósarsýslu: Nú gefst einstakt tækifæri til að eignast nýjan RENAULT á ótrúlega hagstæðu verði Jón Ólafsson, Brautarholti endurkjörinn formaður Renault 9 Verð frá 239.500.- Jón Nordal var fögnuður áheyrenda mjög mikill og innilegur. Hijómsveit- arstjóri á þessum tónleikum var Jean-Pierre Jacquillat og átti hann og hljómsveitin marga góða spretti, bæði í Messiaen og Mahler. Mestu tíðindi kvöldsins voru frumflutningurinn á selló- konsert Jóns Nordal. Þegar Jón sendi frá sér fyrstu hljóm- sveitarverkin vildu menn eiga þá ósk, að í Jóni væri íslendingar að eignast stóran „sinfónikker". í sellókonsertinum mátti nú heyra þau tök er einkenna sinfónísk vinnubrögð af stærri gerðinni og er konsertinn í heild áhrifamikil tónlist. Sellósnillingurinn Erling Blöndal Bengtsson lék verkið af miklum glæsibrag og í heild var flutningurinn með því besta sem fslendingar eiga að venjast, þeg- ar verk þeirra eru frumflutt. Það verður ekki annað sagt en að hljómsveitin fari glæsilega af stað og var stórkostleg á að líta í Mahler; átta valdhorn, fjórir trompetar, sem sjaldan hafa leikið betur, fjórar flautur og klarinett og annað eftir því, m.a. tólf í fyrstu fiðlu, enda var á köflum sinfónískur bragur á flutningi Mahlerssinfóníunnar, undir líflegri stjórn Jean-Pierre Jacquillat. Aðalfundur Fulltrúaráös Kjósar- sýslu var haldinn að Hlégarði, Mos- fellssveit, þriðjudaginn 4. október. Fundinn sátu 25 kjörnir fulltrúar sjálfstæðisfélaganna á svæðinu auk frú Salome Þorkelsdóttur, alþing- Lsmanns, sem flutti ávarp og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. f máli frú Salome og formanns kom fram, að mikil gróska er í störfum félaganna, sem kom greinilega fram í mikilli vinnu og í sambandi við sveitarstjórnarkosn- ingarnar og Alþingiskosningarnar á síðstliðnu vori, og sem skilaði sér ríkulega í útkomu beggja kosn- inganna. Salome Þorkelsdóttir, alþm., greindi frá stjórnmálaviðhorfinu um þessar mundir, minnti á Landsfundinn, sem haldinn verður í byrjun næsta mánaðar og ræddi nokkuð samstarfssamning stjórn- arflokkanna, sem þegar væri far- inn að bera árangur með minni verðbólgu. Þessi árangur væri þó hún vonaði heilshugar að mundi skila sér í bættri afkomu komandi ára. Þær mildandi aðgerðir, sem gerðar voru með bráðabirgðalög- unum í sumar, til mótvægis við verðbótaskerðinguna kvað Salome hafa verið til mikilla bóta, enda þótt þær hefðu mátt koma hinum lægst launuðu enn betur til góða, en það reyndist ekki mögulegt vegna hins slæma fjárhagslega viðskilnaðar fyrrverandi ríkis- stjórnar. Stjórn fulltrúaráðsins er nú þannig skipuð: Jón ólafsson, Brautarholti, formaður, Helgi Jónsson, Felli, Gunnlaugur J. Briem, Mosfellssveit og Stefanía Helgadóttir, Mosfellssveit. f kjördæmisráð voru kosin: Jón Bjarni Þorsteinsson, Mosfells- sveit, Kristján Oddsson, Hálsi, Kjós, Salome Þorkelsdóttir, Mosfellssveit og Svanhildur Guð- mundsdóttir, Mosfellssveit. Renault 18 Verð frá 337.500.- Missið ekki af þessu einstaka tækifæri. Tryggðu þér bíl strax. Seljum nýja og notaða bíla laugardaga kl. 1-5 Jón Ólafsson, Brautarholti að miklu leyti á kostnað launa- fólks í landinu, sem hefði sýnt mjög mikið umburðarlyndi, sem KRISTINN GUÐNASON HF. 0 SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 RENAULT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.