Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 'Attu herbergi <r\é& góðu ótsýni yfir loorgina ?" ást er ... ... að segja henni að hún sé honum allt. TM Reg U S Pdt Off ali rights reserved e 1983 iOS Angeles Times Syndicate Nú ertu búinn aó sitja þarna í 5 tíma og bíða eftir hverju ... ???? HÖGNI HREKKVISI £R ENö/M p'Öt&'A MATSEPLl ! " Varla nema ein leið fær — að leyfa hundahald undir ströngu eftirliti Jóhann Helgason skrifar: „Velvakandi. Þ6 að það sé e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn, langar mig til að ræða svolítið um hundahald. Og þá ætla ég fyrst að lýsa óánægju minni með allt það fólk, sem er að skrifa í blöðin af að því er virðist einskæru hatri á hund- um; það er jafnvel að amast við dýrunum gjörsamlega að ástæðu- iausu. Það lætur ekki svona, þó að það séu kettir og hestar úti um allt. Hundurinn er jafngamall manninum hér á íslandi, manns- ins besti vinur frá upphafi. Og hann er meira en vinur; oftlega hefur hann bjargað mannslífum. Við eigum björgunarhunda, blóð- hunda sem rekja slóð þeirra sem týndir eru. Það eru hundar sem teyma blint fólk. Eða fjárhund- arnir? En auðvitað hafa hundar skap engu síður en menn; þeir þurfa heimili, mat, umönnun, ferskt loft og hreyfingu. Það er alveg sama hver tegundin er. Það er ekki von til þess að vel fari, þegar 10—15 æstir lögreglu- þjónar koma á vettvang til þess að meðhöndla hræddan hund. Eins og um daginn þegar þeir skutu hundinn á Framnesveginum, enda þótt hann væri farinn að róast, eftir að hafa verið æstur upp fyrr um daginn. Ég held að það sé kom- inn tími til að rýna dýpra í dýra- verndunarlögin, þó ekki væri nema til að kanna, hvort lögreglu- menn hafi yfirleitt leyfi til að bregðast svona við. Fólk talar um, að hundar eigi að vera í sveit. Þetta er mesti mis- skilningur. Hundur, sem alinn er upp hjá eiganda sínum hér í Reykjavík, mundi hreinlega vesl- ast upp í sveit. Hundi líður alla- jafna best, þar sem hann er alinn upp, alveg sama hvort það er í sveit eða borg. Það er talað um hundaæði. Það er gjörsamlega óafsakanlegt, að hundurinn, sem skotinn var á Framnesveginum, skuli ekki hafa verið krufinn. Auðvitað gat komið í ljós, að hundurinn hafi verið með hundaæði, og því var sjálfsagt ör- yggisatriði að ganga úr skugga um það. Ég held samt, að í þessu sam- bandi séu kettirnir miklu hættu- legri smitberar. Sýkingin getur borist með skipsrottum eða mús- um hvaðanæva og kettirnir komið henni áfram. Fólk sem á í erfiðleikum, er illa haldið af streitu og ójafnvægi, ætti að finna sér aðra leið til út- rásar en að skrifa um hundahald. Það er eins gott að gera sér grein fyrir því sem allra fyrst, að það verður aldrei hægt að útiloka hundahald. Ástæðan er einfald- lega sú, að hundurinn er svo ná- tengdur manninum, að þar verður ekki skilið á milli, ekki einu sinni í bæ eða borg. Þá er varla nema ein fær leið í þessu máli: að leyfa hundahald undir ströngu eftirliti, með viðurlögum við brotum á reglugerðum þar að lútandi. Afar- kostir í þessu efni leiða okkur í ógöngur." Reykvísk só, Selfossi, skrifar: „Velvakandi. Ég las fyrir nokkru í dálkum þínum kvæðiskorn, sem ég kann- aðist við. Eftir smáleit fann ég það í fórum mínum. Heitir það Tunglskinssöngur vinnukonunnar og er í smápésa sem út kom 1936 og heitir „Reykvísk ástaljóð". Að auki eru í pésa þessum eftirtalin kvæði: Vísur farmannsins, tísku- konan, Bifreiðarslysið, Algeng ástasaga. Nú langar mig til að spyrja: Hver gerði þessi ljóð? Eru þau úr revíu eða öðrum gamanmálum. Orðarugl hefur slæðst inn í kvæðiskornið í blaðinu, svo að ég sendi ljósrit af því, ef þið viljið gera samanburð." Þessir hringdu . . . Hverjir gefa leyfi til þessara fjárútláta? Jarl Jörundsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Undanfarið hafa hin ýmsu launþegasamtök mikið aug- lýst í fjölmiðlum. Vafalaust hefur þetta kostað hina kjara- skertu launþega stórar upp- hæðir. Nú langar mig til að fá upplýst: 1) Hvaða sjóðir kosta þetta? 2) Er svona auglýsinga- herferð á „fjárhagsáætlun" hinna ýmsu samtaka? 3) Hverjir gefa leyfi til þessara fjárútláta? ástaljóð Tunglskinssöng- ur vinnukonunnar Lag: „When it is springtitnes in the Rockys“ Ég var ung, og fór glöð um minn æskustig, ég var átján vetra þann dag er hann kom, og hann sá og hann sigraði mig því hann song þetta töfrandi. Það var blikandi tunglskin í borginni þá er hann bað mig að ganga með sér. Hann var útlendur dáti svo dökkur á brá, hann var draumur, — og minn kavaler. Hann var svo voðasætur! Nú vaki ég hverja nótt. — Regnið við gluggann grætur, þá græt ég líka hljótt. Ég sit hér ein í sorgum og syrgi horfinn vin, hjá björtum draumaborgum, við bleikfölt mánans skin. 1 Hann fylgdi mér heim þetta himneska kvöld, og hjartað mitt barðist svo tltt. Og máninn sem gægðist inn um glugganna tjöld hann gat þar á dulmálin hlýtt. Ég skildi ekki orðin, — en ein ég veit, hve ástin hans logaði og brann. Og augun hans glóðu svo glampandi heit, — svo gerði ég alt fyrir hann. Hann var svo voðasætur! o.s.frv. f tungiskini kom hann, í tunglskini fór, þessa töfrandi skammdegisnótt. Á útlendu máli hann eiða mér sór, og alt þétta gerðist svo fljótt, að er morgunninn kom bæði kaldur og grár, í hvílunni vakti ég ein. Og frúin var gustmikil, svipþung og sár, og söng mér ei ástaljóð nein! En hann var svo voðasætur! o.s.frv. Úr vistinni fór ég er veturinn leið. Nú vagga ég dökkeygðum svein. — Ég trúi ekki framar á útlenskan eið, fyrst örlögin gerðu mér mein. Nú festi ég ráð mitt og flyt upp í sveit, því fimmtugur ekkill mín bað. En með þangað flyt ég eitt mánaskinsheit því minningin lifir um það. Hann verður svo voðasætur ég vagga' honum hverja nótt. En ef regnið við gluggann grætur, þá græt ég líka hljótt. Þá sit ég ein í sorgum, og syrgi horfinn vin, hjá björtum draumaborgum, við biáfölt mánaskin. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfóng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.