Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Veður víða um heim Akureyri 3 heiðskírt Amsterdam 17 skýjað Aþena 30 heiðskirt Bangkok 34 heiðskírt Barcelona 21 þokumóða Belgrað 22 22 heiðskírt Berlín 15 skýjað Brussel 18 skýjað Buenos Aires 31 heiðskírt Chicago 20 skýjað Dublin vantar Feneyjar 20 þokumóða Frankfurt 17 skýjað Færeyjar vantar Genf 19 skýjað Havana 30 skýjað Helsinki 11 skýjað Hong Kong 31 heiðskírt Honolulu 32 heiðskírt Jerúsalem 32 heiðskírt Jóhannesarborg 23 rigning Kairó 28 heiðskirt Kaupmannahöfn 12 rigning l.as Palmas 25 heiðskfrt - Lissabon 28 heiðskírt London vantar Los Angeles 32 rigning Madríd 29 heiðskírt Malaga 24 heiðskirt Mallorka 25 skýjað Manila 32 skýjað Miami vantar Montreal 14 rigning Moskva 14 skýjað New York 24 heiðskfrt Nýja Delhí vantar Osló 12 skýjað París 17 skýjað Peking 21 rigning Perth vantar Reykjavík 6 léttskýjað Rio de Janeiro 30 skýjað Róm 24 heiðskfrt San Fransisco 27 skýjað Seoul 17 skýjað Stokkhólmur vantar Sydney 19 heiðskfrt Pólland: Samstöðu- leiðtogi dæmdur Varsjá, 7. október. AP. JANUSZ Palubicki, einn af leiA- togum SamstöAu, sem vann mikið að skipulagsmálum samtakanna, mun verða dæmdur nk. mánudag fyrir neðanjarðarstarfsemi, að því haft er eftir opinberum heimild- um. Palubicki, sem er listfræðing- ur að mennt, mun verða dæmd- ur af herrétti í borginni Poznan í Vestur-Póllandi og er ákæru- efnið „þátttaka í mótmælaað- gerðum og dreifing flugmiða". Hefur saksóknari hersins kraf- ist fimm ára fangelsisdóms yfir Palubicki og að eigur hans verði gerðar upptækar. Réttarhöldin yfir Palubicki hófust 26. september sl. en verj- andi hans hefur reynt að fá skil- greiningu yfirvalda á afbroti hans breytt þannig að sakar- uppgjöfin frá 22. júlí sl. nái til þess. „Þú þarft að ná þér í konu“ DIANA PRINSESSA af Wales heilsaði upp á bandaríska söngvar- ann Barry Manilow í fyrrakvöld þegar hann söng fyrir fullu húsi í The Royal Festival Hall í Lundúnum. Fór vel á með þeim eins og sjá má enda voru söngleikarnir haldnir í góðgerðarskyni, til styrkt- ar Konunglega tónlistarskólanum breska og Hjálparstofnun gyð- inga. „Þú þarft að ná þér í konu,“ sagði Diana við Manilow. „Það er hrein hörmung að sjá þig, þú þarft einhverja til að líta til með þér.“ Manilow, blóðrjóður út að eyrum, sagði seinna við fréttamenn, að Diana hefði margsinnis ítrekað þetta við hann, „a.m.k. fimm sinn- um“. ap. Geimferðin heDDnast ef geimfarar heppn ■ veiki jast Kanaveralhöfða, 7. október. AP. Ferð geimrannsóknastöðvarinnar Spacelab, sem skotið verður á braut urahverfis jörðu með geimferjunni Kólumbíu 28. október næstkom- andi, verður aðeins árangursrík ef vísindamennirnir um borð veikjast í geimferðinni. Framkallaðir verða kvillar í sumum vísindamönnunum um borð til að afla aukinnar vitneskju um sjúkdóm sem angrar að jafn- aði helming allra geimfara. Bandaríska geimvísindastofn- unin hefur ákveðið að deila ekki fréttum af geimveiki nema hún komi niður á leiðangrinum. Veikin lýsir sér í því að geimfar- ar eiga erfitt með að aðlaga sig þyngdarleysi og jafnvægisleysi úti í geimnum. í ferð Spacelab, sem er i eigu nokkurra Evrópuríkja, verða framkvæmdar hinar ólíklegustu tilraunir og rannsóknir, rúmlega eitt hundrað að tölu. Ferðin tekur níu daga. Fjórir spilarar úr liði Ásanna: Frá vinstri Becker, Rubin, Weichsel og Sontag. Þessir fjórir komu hingað til lands veturinn 1982 á stórmót Bridgefélags Revkjavíkur. HM í bridge: Naum forysta ítala Stokkhólmi, 7. október. AP. ÍTALIR höfðu nauma forystu á Bandaríkjamenn á heimsmeistara- mótinu í bridge í dag, en mótinu lýkur í dag, laugardag. Að loknum 64 spilum af 176 höfðu ítalir 153 stig gegn 144 stig- um Ásanna, en svo nefnist banda- ríska sveitin. f upphafi spils höfðu ítalir um- talsvert forskot, en fljótlega sax- aðist á forskotið og skiptust sveit- irnar á forystunni meðan setið var að spilum á fimmtudag, en hvor- ugri sveitinni tókst að tryggja sér yfirburðastöðu. í mótsbyrjun bjuggust flestir við öruggum sigri Bandaríkja- manna, en ítölum hefur farið stór- um fram, og er það metnaður þeirra að endurheimta heims- meistaratitilinn sem þeir héldu síðast 1975. í ítölsku sveitinni eru þrír menn sem urðu heimsmeistarar 1975, Benito Garozzo, Giorgio Bella- donna og Arturo Franco, en auk þeirra eru í sveitinni Soldano de Falco, sem einnig hefur verið heimsmeistari, Lorenzo Lauria og Carlo Mosca. Belladonna vann fyrstu heimsmeistaratign sína 1957 og er þreytulegur að sjá, þó svo hann hafi barist af mikilli hörku það sem af er spilamennsk- unni. í bandarísku sveitinni eru Bob Wolff og Bob Hamman frá Dallas, sem hvor um sig hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla, Mike Becker, Ron Rubin, Alan Sontag, sem allir eru frá New York, og Peter Weichsel frá Miami. Liðkað til fyrir Brasilíumönnum Wa.shington, 7. október. AP. SEÐLABANKI Brasilíu og fulltrúar rúmlega 800 bankastofnana víðs vegar um heim náðu í gær samkomulagi um betri kjör á nýju láni að upphæð 11,5 milljarðar dollara, sem á að hjálpa Brasilíumönnum, sem skulda mest allra þjóða, út úr ógöngunum. Heildarskuldir Brasilíumanna eru um 90 milljarðar dollara og þar af eru þrír milljarðar í van- skilum. Affonso Celso Pastore, brasilíski seðlabankastjórinn, sagði á blaðamannafundi í aðal- stöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í Washington, sem stóð í rúma fjóra tíma, að í lok ársins myndu Brasilíumenn aftur vera farnir að standa í skilum. Aðalfulltrúi lán- ardrottnanna var William R. Rhodes, háttsettur starfsmaður bandaríska bankans Citibank. í tilkynningu, sem gefin var út í lok viðræðnanna, sagði, að þetta nýja lán væri aðeins nýtt að því er tæki til 6,5 milljarða dollara en fimm milljarðar kæmu til sem frestun greiðslna. Ný baráttuaðferð gegn vændinu: Gleðikonur settar á eftirlaun frá ríkinu Sydney, Ástralíu, 7. október. AP. STJÓRNIN í fylkinu Nýja Suður-Wales í Ástralíu er nú að velta því fyrir sér að gera allar gleðikonur í fylkinu að ríkisstarfsmönnum, setja þær síðan á eftirlaun og fá þær þannig til að taka upp heiðvirt líferni. Málsvari gleðikvennanna segir þessar hugmyndir vera klára „móðgun" og hreint tilræði við fjárhagslega afkorau þeirra. Dagblaðið The Sydney Morn- ing Herald sagði frá því í dag, að fylkisstjórnin væri nú að velta fyrir sér ýmsum leiðum til að draga úr vændi í fylkinu, einkum meðal eiturlyfjasjúklinga og ungra kvenna með börn. Meðal annars hefur verið lagt til, að þær verði allar teknar á launa- skrá stjórnarinnar og þeim greidd eftirlaun, veittur hús- næðisstyrkur og önnur aðstoð. Þegar þessar fréttir voru bornar undir gleðikonu nokkra í Sydney, Marie að nafni, kallaði hún þær „móðgun“ við gleðikon- urnar og kvaðst í því efni geta mælt fyrir munn allra starfs- systra sinna. „Langflestar stúlknanna eru í þessu starfi til að hafa ofan af fyrir sér og sínum og til þess að vera ekki upp á aðra komnar. Margar hafa börnin sín í góðum skólum og það gætu þær ekki gert á sultarlaununum frá rík- inu,“ sagði Marie. I stuttu máli... Atvinnuleysi í Noregi minnkar Ósló, 7. október. AP. ATVINNULEYSI 1 Noregi minnk- aði úr 4.1% í ágúst í 3,6% f sept- ember. I september í fyrra var þó atvinnuleysi f Noregi þó minna, eða 2,5%. Samkvæmt þessu voru 61.400 manns atvinnulausir í Noregi í september miðað við 68.700 í ág- úst og 41.800 í september í fyrra. í september voru 36.700 karl- menn atvinnulausir í Noregi og 24.700 konur. í Belgíu fjölgaði atvinnulaus- um örlítið í september, eða í 511.269, sem þýðir að 12,3% vinnufærra Belga eru án atvinnu. Á sama tíma í fyrra voru 11% vinnufærra manna í Belgfu at- vinnulaus, eða 459.631. Ráðherra í Rúss- landi settur af Moskvu, 7. október. AP. RÁÐHERRA létts iðnaðar í Rúss- landi, stærsta lýðveldi Sovétríkj- anna, hefur verið vikið úr starfi fyrir að misnota aðstöðu sína, að sögn blaósins Sovietskaya Rossiya. Blaðið gefur í skyn að ráðherr- ann, Yevgeny F. Kondratkov, hafi verið sakaður um margvís- legt misferli, án þess að nánar hafi verið skýrt frá málavöxtum. Engin eftirmaður hans hefur verið skipaður. Rússland er fjölmennasta lýð- veldi Sovétríkjanna, en þau eru 15 að tölu. Þar búa 141 milljón manns og spannar það Sovétrík- in frá vestri til austurs, og innan þess eru bæði Moskva og Síbería. Kínverjar hyggja á olíuútflutning Peking, 7. október. AP. KÍNVERSKIR sérfræðingar spá því að innan fárra ára verði Kín- verjar farnir að vinna olíu af hafs- botni í stórum stíl og að um 1990 verði þeir orðnir stórútflytjendur á þessu sviði. Að sögn blaðsins China Daily er búist við miklum árangri af borunum útlendra fyrirtækja á 40 stöðum við strendur landsins. Boranir þessar hefjast á næsta ári. Kínverjar framleiða í dag um 100 milljónir lesta af olíu á ári og flytja út um 15 milljónir lesta, sem svarar til 100 milljóna olíu- fata. Kínverska olíufélagið hefur gert samninga við 18 olíuvinnslu- fyrirtæki í átta löndum um olíu- leit og -vinnslu, og eru samn- ingaviðræður við fleiri fyrirtæki í gangi. Boraðar hafa verið 31 leitar- hola og 18 framleiðsluholur nú þegar undan strönd Kína. Búist er við að vinnsla á Chengbej- olíusvæðinu í Bohaiflóa í norð- austurhluta Kína hefjist 1985, og að árleg framleiðsla nemi hálfri milljón lesta. Kínverskt lyf til fóstureyðinga Peking, 7. október. AP. KÍNVERSKIR vísindamenn hafa þróað öruggt, þægilegt, áhrifamikið og hagkvæmt lyf til að orsaka fóst- ureyðingar, að sögn Dagblaðs al- þýðunnar, helzta blaðs landsins. Blaðið sagði að lyfið, sem unn- ið er úr kínversku jurtinni Trich- osanthes, væri gefið með bólu- setningu og væri 92% öruggt fyrstu þrjá mánuði meðgöngunn- ar. Hægt væri að treysta á það allt að sex fyrstu mánuði með- göngunnar, að sögn blaðsins. Lyfinu fylgja aðeins smávægi- legar aukaverkanir og blæðingar litlar, að sögn blaðsins, sem sagði lyfið hafa verið fullreynt í margra ára rannsóknum. Fóstureyðingar eru algengar í Kína, þar sem fólk er hvatt með ýmsum ráðum til að eiga aðeins eitt barn. Opinber stefna stjórn- valda miðar við að Kínverjar verði ekki fleiri en 1,2 milljarðar í lok aldarinnar, en þeir eru I dag um milljarður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.