Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 48
Tölvupappír !■■■ FORMPRENT Hverfisgotu 78. simar 25960 25566 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Fyrsta pólska skipið sjósett í gær: Hlaut nafnið Gideon FYRSTA pólska skipið af þremur sem eru í smíðum í Gdansk var sjó- sett í gærmorgun. Skipinu var gefið nafnið Gideon, en það var eiginkona Haraldar Gíslasonar stjórnarfor- manns Samtogs hf. í Vestmannaeyj- um, Ólöf Óskarsdóttir, sem gaf skip- inu nafn. Gideon er annað af tveimur skipum Samtogs, hið síðara verð- ur sjósett eftir u.þ.b. mánuð og mun það hljóta nafnið Halkion, samkvæmt heimildum Mbl. Þriðja skipið verður síðan sjósett eftir áramótin, en það er eign Hróa hf. í Ólafsvík. „Undirbý • r 1 • • w jolin í fangelsi“ „BORGARDÓMUR gaf mér kost á því að greiða sekt, um 6.500 krónur, vegna hundahalds eða sitja inni í átta daga ella. Ég er alveg ákveðin í þvf, að greiða ekki heldur sitja inni. Maður sér það í kringum sig, að það er fullt af fólki, sem á hunda og það er hægt að fara í kringum lögin og skrá hundana í Garðabæ eða á Sel- tjarnarncsi. Ég ætla hins vegar ekki að gera það. Ég ætla að standa fast á mínu og eiga minn hund," sagði Elva Björnsdóttir, sem í gær var dæmd til að greiða um 6.500 krónur í sekt fyrir að halda hund, eða afplána dóm- inn með átta daga fangelsun, er Morgunblaðið ræddi við hana. „Því er ekki heldur að neita að fjárhagurinn er þröngur. Ég er ein af þeim ólánsömu, sem keyptu íbúð á síðasta ári og það er bara ekkert afgangs í svona skrípaleik. Ég hef líka meira upp úr því að sitja inni í átta daga en fyrir vinnu í sama tíma. Ég hef greiðslufrest til 20. nóv- ember en upp úr mánaðamótum nóvember-desember má ég eiga von á því, að þeir nái í mig. Það er vonandi að þetta verði ekki fyrr en í desember því þá er lítið að gera í minni vinnu. Ég undir- bý þá bara jólin í fangelsi, tek með mér prjóna og nóg af góð- um bókum. Það er nú ekkert kvennafangelsi hér í Reykjavík svo líklega leggja þeir í þann kostnað að senda mig norður á Akureyri og þá fæ ég líklega ókeypis Akureyrartúr fyrir vik- ið,“ sagði Elva. Morgunbla8ið/RAX. Utanríkisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri flugstöð Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri flugstöð á Keflavíkurflugvelli og telst bygging hennar þar með hafin. Myndin sýnir utanríkisráðherra taka fyrstu skóflustunguna og hluta þeirra gesta sem viðstaddir voru athöfnina. Sjá á miðsíðu: Hagnaður Fríhafnarinnar stendur undir lánagreiðslum. Burðarás atvinnulífs á Patreksfírði lamaður HRAÐFRYSTIHÚSI Patreksfjarðar hefur verið lokað og öllu starfsfólki þess sagt upp störfum. Taka uppsagn- irnar gildi annan mánudag. Togari hússins og 200 tonna bátur hafa ekki róið að undanförnu og skuldar hrað- frystihúsið hundruð þúsunda í laun. Hraðfrystihús Patreksfjarðar er stærsti atvinnuveitandinn á staðnum, hurðarásinn í atvinnulífinu þar, eins og Úlfar Thoroddsen sveitarstjóri orðaði það í samtali við Mbl. í gær- kvöld. „Ef ekki rætist úr á næstu dögum þýðir þetta atvinnuleysi hér fyrir um eitt hundrað manns,“ sagði Úlfar. „Þetta snertir ekki aðeins þá sem þarna hafa unnið, ef ekki finnst lausn á vandanum, heldur gæti það varðað allar fjölskyldur í bænum.“ Hraðfrystihúsiö hefur átt í mikl- um fjárhagserfiðleikum í gegnum árin og hafa þeir erfiðleikar nú náð hámarki með uppsögnunum og lok- un hússins. „Það er mikil óvissa um áframhaldandi rekstur ef ekki kemur eitthvað nýtt til,“ sagði Hjörleifur Guðmundsson, oddviti og formaður Verkalýðsfélags Pat- reksfjarðar í gærkvöldi. „Það er augljóst að eigið fé fyrirtækisins þarf að auka, það getur ekki starf- að lengur á þessum grundvelli. Fyrirtækið getur ekki greitt laun og hvorki sjómenn né annað starfs- fólk má við því á þessum tímum. Á meðan verður heldur ekki róið.“ Hjörleifur sagði að verkalýðsfé- lagið hefði í gær, föstudag, beitt sér fyrir fundi starfsfólks í hraðfrysti- húsinu með stjórnarformanni fyrirtækisins, Jens Valdimarssyni, kaupfélagsstjóra. Þar kom m.a. fram, að reynt yrði að koma skip- unum á veiðar, skuttogaranum Sig- urey og vélbátnum Þrym, „ef ekki vill annað betur til,“ eins og Hjör- leifur orðaði það. „Nú virðast fá bjargráð, því það er ekki hægt að fara á milli vinnustaða eftir að hitt frystihúsið stöðvaðist. Það hjálpar núna að talsverður hópur af fólki gat fengið vinnu við slátrun, en það stendur ekki nema stuttan tíma,“ sagði hann. Högni Halldórsson trúnaðar- maður starfsfólks í HP sagði ástandið óneitanlega dökkt. „Þetta hefur gengið frá degi til dags und- anfarið, svo ég held ekki að þetta hafi komið fólki mjög á óvart. Það þýðir ekkert að reka fyrirtækið á þessum grundvelli og ég sé ekki betur en að þetta verði að minnsta kosti mánaðarstopp." Úlfar Thoroddsen sveitarstjóri sagði stjórn fyrirtækisins nú skoða málin alvarlega niður í kjölinn með varanlegar úrbætur í huga. „Þeir eru með ákveðnar hugmyndir á borðinu," sagði hann, „og væntan- lega skýrist á næstu dögum hvað verður. Við munum í fyrramálið (Iaugardagsmorgun) hitta aðra menn úr atvinnulífinu hér á staðn- um og heyra þeirra hugmyndir um endurreisn." Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærkvöld tókst Mbl. ekki að ná sambandi við Jens Valdimarsson, stjórnarformann Hraðfrystihúss Patreksfjarðar. Fallbyssukúla frá árinu 1869 fínnst í Kópavogi FALLBYSSUKÚLA, merkt LH 1869, fannst í Kópavogi í gærmorg- un. Að sögn lögreglunnar, sem nú hefur kúluna undir höndum, er tal- ið að hún sé komin af einhverju skipi frá síöustu öld, líklega úr for- hlaðinni fallbys.su. Kúlan verður afhent þjóðminjaverði á mánudag til frekari rannsóknar. Að sögn Sæmundar Guð- mundssonar, lögregluvarðstjóra í Kópavogi, fannst kúlan klukk- an 11 í gærmorgun, er verið var að aka sandi í fyllingu við Sæ- bólsbæinn. Sandinum er dælt upp við Engey. Sagði hann kúl- una um 8 tommur í þvermál og mjög þunga, en þó með gati og holrúmi fyrir innan. Hún væri á stærð við lítinn fótbolta. Morgunblaðið/ Ól.K.M. Þorvaldur Sigmarsson, lögregluþjónn og Sæmundur Guðmundsson, varð- stjóri, með fallbyssukúluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.