Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 og stundum biðraðir út úr húsinu, þótt salurinn sé á fjórðu hæð og margar tröppur að ganga upp. En er nafntogaðir listamenn úr höf- uðborginni gista Akureyri, koma næsta fáir — þannig komu örfáir á opnun sýningar Jóns Gunnars Árnasonar sl. vor, að ég held. Og ég minnist þess er ég heimsótti sýningu Magnúsar Á. Árnasonar fyrir margt löngu og kom í gal- tóman sal. Ekki hugðumst við láta slíkt henda okkur og sendum því mikinn sæg boðskorta út — sam- svarandi fjöldi væri jafnvel um 10 þúsund í Reykjavík. Vel hafði gengið að hengja sýninguna upp og leysa önnur aðskiljanleg vandamál, og svo rann upp hín stóra stund, er múgurinn og marg- mennið var væntanlegt, að þvi er menn bjuggust fastlega við. En fólk lét bíða eftir sér, þótt slangur af fólki kæmi allan tím- ann, en það var bót í máli að þetta var gott fólk og segja má að annað hvert par er kom, festi sér mynd eða var í kauphugleiðingum og vissulega er það betra að fátt fólk komi en selja nokkuð, en margt komi og selja lítið. Áður hafði ég selt samtals eina mynd á Akureyri og það til einhvers alþingismanns á staðnum. Salan var hér þó ekki höfuðat- riðið heldur kynningin — en þess ber að gæta að slíkar kynningar kosta peninga, mikla peninga, er gerandinn leggur fram úr eigin vasa. Áhættan er því mikil. Hér væri það góð hugmynd, að menn- ingarsjóður Akureyrar byði einum eða fleiri listamönnum af höfuð- borgarsvæðinu til sýningarhalds árlega til upplyftingar menning- arlífinu. Menningarsjóðsfulltrúarnir telja það þó sitt meginhlutverk að hlúa fyrst og fremst að innan- sveitinni og þannig var gerð fræg bókuð samþykkt á fundi nefndar- innar í vor um að kaupa einungis verk eftir sveitungana. I þessum sjóði var drjúgur skildingur ónot- aður um áramótin að því er mér var tjáð — nægilegur í gott mál- verk eftir Ásgrím, Jón Stefánsson eða Kjarval. Fáránlegra getur þetta ekki verið á verðbólgutímum og að auki menningarlegt gengis- sig. Séu viðkomandi að hefna sín á sunnanmönnun, gjalda þeir sjálfir þröngsýni sinnar. Þetta ákvæði hlýtur að letja sunnanmenn enn frekar til sýningarhalds á Akur- eyri. Þetta með innansveitarvið- horfin er annars landlægt og er tími kominn til að vekja athygli á því, hve mikil lágkúra og þröng- sýni er að baki slíks hugsunar- háttar og jafnframt rakin minni- máttarkennd. Stórhugurinn er það, sem á að vera á oddinum í öllum menningarlegum samskipt- um. Hliðstæðan er, að menn setji einungis upp leikrit eftir sveitung- ana, leikstýrðum af sveitungunum — eða að menn útiloki önnur lið en innansveitarliðin í fótamennt að leika knattspyrnu í bænum. En nóg um það. Ekki vil ég vera sjálfur til frá- sagnar um sýninguna, nema að hún gekk mjög vel og aðsókn aðra daga en opnunardaginn var litlu minni en í höfuðborginni og jafn- vel meiri rúmhelga daga. Auðvitað þótti þeim norðan- mönnum ekki síður en jafnvel bankastjórum í Reykjavík myndir mínar úr möppunni nýútgefnu, ásamt sérþrykkjunum þrem, full djarfar og ástþrungnar. Slíkar þreifingar eiga víst einungis að eiga sér stað í myrkri. Það bætti þó vonbrigðin fyllilega upp, að það var ellefu ára stúlka er fékk pabba sinn til að festa sér eina möppu og gefa sér — það er þannig ekki öll nótt úti, er æskan norðan heiða reyndist jafn fordómalaus. Vel á minnst þá er erótík eða ástleitni aldrei klám í listrænum búningi, en það er hins vegar klám að gera fagra hluti ljóta, gróma svið ástarinnar og uppruna mann- kynsins. Samsvörun er ófögur meðferð talaðs og ritaðs máls og yfirhöfuð að óhreinka allt og sverta í guðdómi sköpunarverk- sins. Skilgreiningin á hugtakinu klám er ákaflega frumstæð og brengluð hérlendis. Það er þannig að vissu marki siðleysi og klám að hengja upp myndir fúskara á veggi listavel mótaðra húsa. Menn hljóta að þekkja orðið klámhögg, það skýrir margt vindhöggið á sviði slíkra rökræðna. Fólk hugsar um þessa hluti dag- lega allt sitt líf, verður fyrir sterk- um áhrifum af kynlífinu enda er það afkvæmi þess og nærist á því líkt og annarri nauðsynlegri fæðu — allt annað er að fara í kring um raunveruleikann og er óholl bæl- ing hans. Menningin og skilningurinn á þýðingu hennar blómstrar að öðru leyti á Akureyri, t.d. í stórauknum skilningi á gildi myndlistarskól- ans. Mikilvæg deild, er varðar mjög hag bæjarfélagsins, er í upp- siglingu, en það er iðnhönnunar- deild og getur hún haft ómælda þýðingu í beinhörðum peningum fyrir atvinnulífið og eflingu þess — í skólanum ríkja vissulega eng- in hrein innansveitarviðhorf, heldur vilja lærimeistararnir með aukinni þekkingarmiðlun opna augu manna fyrir mikilvægi vand- aðrar hönnunar og auka skilning á íslenzkum sérkennum í aðskiljan- legum efnum. Á meðan á dvöl minni stóð, skoðaði ég eina sýningu á mynd- um nýbylgjumálara í íþróttahöll- inni, sem ég hef þegar fjallað um hér í blaðinu. Annað var mér tjáð, sem ég hef ekki komið á framfæri og það er, að það myndi ekki kosta nema brot af íþróttahöllinni að reisa sýningarsal og litla íbúð fyrir listamenn, er gista bæinn t.d. i því skyni að kenna við skólann, setja upp leikrit eða halda listsýn- ingar, slíkir eru annars oft á hrakhólum með húsnæði og sýn- ingarsalur er ekki til nema í tengslum við myndlistarskólann eða í öðru tilfallandi húsnæði. Ég hafði mikla ánægju af dvöl minni á Akureyri eins og jafnan, en því miður gat ég ekki skoðað margt að þessu sinni, enda bund- inn af sýningunni. Er ég hélt á brott og ók þakklátum huga fram hjá barnaskólanum gamla kom Davíð Stefánsson aftur upp í huga mér: Segið það henni móður minni,/að mig hafi eitt sinn þrot- ið/hug og dáð til að duga/og duft- inu lotið./Ungur í annað sinni/eygi ég nýja vegi,/fagna kyrrlátum kvöldum/og komanda degi. Dirk Bogarde Þriðja bindi ævi- sögu Dirk Bogarde Jóhanna Kristjónsdóttir An Orderly Man eftir Dirk Bogarde. Útg. Chatto & Windus 1983. Þetta er þriðja bindið í ævisögu brezka leikarans Dirk Bogarde og sagt hið persónulegasta þeirra. Með þessu bindi er Bogarde kom- inn til nútíðarinnar og verður þá væntanlega bið á frekari ævi- sagnaskrifum. En auk þess að hafa sent frá sér þessar ævisögur hefur leikarinn einnig gefið út tvær skáldsögur, A Gentle Occupation og Voices in the Gard- en. Þá fyrri las ég, að vísu með nokkurri fyrirhöfn, en mér til verulegrar ánægju. An Orderly Man segir frá þrjózkum, einörðum og hógv'ærum manni, sem skynjar umhverfi sitt mjög sterkt, ann fjölskyldu sinni og vinum. Hann gerir sér mæta vel grein fyrir sjálfum sér þegar hér er komið sögu og er ekki með neitt uppgerðar lítillæti vegna leikafreka sinna, en fer afar snyrtilega með ánægju sína yfir því fyrst og fremst að hafa tekizt margt af því, sem hann hafði hug á að fá að gera. Bogarde hefur skemmtilega frásagnargáfu, hann er á stundum býsna nákvæmur í frásögunni, en aldrei svo að til skaða verði. Skop- skyn hans kemst öldungis prýði- lega til skila og er kannski aðal Bogarde. Ég held að hvort sem menn hafa lesið fyrri ævisögur Bogarde eða ekki hljóti allir að geta lesið þessa bók sér til reglu- lega mikillar ánægju. vinnur hún í damaski á hárfín- an hátt og notar þá gjarnan stór flatarmálsform. Lea er mjög fágaður listamaður er kann sitt fag út í fingurgóma. Kirsti Rantanen (f. 1930) byggir myndir sínar upp á plastískan hátt þannig að úr verða form er minna sterklega á skúlptúr. Hrjúf efnisáferðin skiptir hér rniklu máli í útfærslunni líkt og hjá mörgum myndhöggvurum. Verk hennar eru í hæsta máta nútímaleg og huglæg ásamt því að vera byggð upp af mikilli þekkingu og skynrænni tilfinn- ingu á því sem hún hefur handa á milli hverju sinni. Airi Snellman-Hánninen (f. 1930) notar mikið málmþræði í verk sín, sem eru byggð upp á mikilli tilfinningu fyrir rými og áhrifamætti einfaldra stórra forma. Á stundum eru myndir hennar líkastar hreinum skúlptúrum og hún virðist jafn- víg í tvívíð sem þrívíð form ásamt innbyrðis samspili þeirra. Áferð verka hennar er einstaklega sérstæð og hrifmik- il. Irma Kukkasjárvi (f. 1941) hefur auðsjáanlega orðið fyrir ómældum áhrifum frá nútíma framúrstefnulist. Verk hennar eru flest risastór og litsterk- Hún notar ýmsa áferð til að ná sterkum áhrifum og þó er mér minnisstæðast hið stóra og mikla teppi hennar í sterkgræn- um grunnlit, sem hún hefur unnið í tækni finnsku röggva- hefðarinnar (Verde, 1982) svo og verkið „Ultra“ (1982). Irma litar að mestu efnið sjálf og not- ar í myndir sínar auk röggva- tækninnar hrosshár, sísal, og trefjaglersþráð. Já, það er víst fátt hægt að finna að þessari sýningu nema þá að sýningarskráin er fimm- skipt og þannig frámunalega óþjál í hendi, — þar að auki alltof dýr. Allar myndir í skrám eru í svart-hvítu og missa ótrú- lega mikið við það. Þessi sýning er hrein, klár og áhrifamikil, — og sem slík öllu eftirminnilegri hinum um margt ruglings- og vandræða- lega textiltriennal er síðast gekk yfir Norðurlöndin. Er þannig séð mikill lærdómur. — Mikil og sterk sýning, gædd sér- stæðum þokka og gerendunum öllum til mikils sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.