Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Tilefni þessara skrifa eru fjórar ítarlegar og fróð- legar greinar um sjávarútveg á austurströnd Kanada, sem Björn Bjarnason, blaðamaður Morgunblaðsins, reit nýlega í blað sitt. Það var mjög áhugavert að kynnast því meðal annars, hvernig sjávarútvegur íslendinga er að nokkru leyti fyrirmynd þeirra, sem nú leitast við að koma traust- um fótum undir fiskiðnað á þess- um slóðum. Við lesturinn rifjaðist upp fyrir mér ritgerð eftir erlend- an hagfræðing þar sem fjallað er um hagsögu Nýfundnalands á 18. öld, en hún er að ýmsu leyti áhugaverð fyrir okkur íslendinga (James F. Shepherd: „Stables and Eighteenth-Century Canadian Development: The Case of New- foundland", birtist í safnritinu Ex- plorations in the New Economic History. R.L. Ranson o.fl. ritstj., Academic Press, 1982.) Það sem hér fer á eftir er að mestu leyti byggt á rannsókn hins erlenda fræðimanns. Ör hagvöxtur og ein- hæfur útflutningur Eins og fram kemur í greinum Björns eru atvinnuhættir á Ný- fundnalandi svipaðir og á íslandi, einkum hvað varðar sjósókn og sjávarútveg. Efnahagsleg staða Nýfundnalands og Islands er þó gerólík: Nýfundnaland er eitt af fátækustu héruðum Norður- Ameríku, en á íslandi eru þjóðar- tekjur á mann einar hinar hæstu á Séð yfir St. John’s, höfuðborg Nýfundnalands. Höfnin er ein- stök frá náttúrunnar hendi og opnast þarna út í Atlantshafiö. St. John’s stendur við austasta tanga Norður-Ameríku. mjög hátt, sem stafaði af því að lítil rækt var lögð við landbúnað og nær öll matvæli flutt inn. Þessi atriði breyta þó ekki þeirri niður- stöðu, að lífskjör á Nýfundnalandi hafi verið tiltölulega mjög góð. Loks má geta þess, að höfðatalan á síðari hluta 18. aldar var ekki há, aðeins 10.000—20.000 manns, en íbúafjöldinn náði ekki að vera 100.000 fyrr en um miðja 19. öld. En hvað var það sem gerði íbúa Nýfundnalands ríka á 18. öld? Það var þurrkaður og saltaður þorsk- ur, sem einkum fór á markað í Suður-Evrópu. Útflutningsskýrsl- ur sýna, að þorskurinn var um 90% af verðmæti útfluttrar vöru á þessum t ímum. En til fróðleiks má nefna, að sá ameríski hagfræð- ingur, sem þessar upplýsingar eru hafðar eftir, leggur á það áherslu, að þorskur hafi verið fyrsta mikil- væga útflutningsvara bresku ný- lendnanna í Norður-Ameríku. Fljótlega bættust aðrar vörur við og um 1770 var þorskur fjórða mikilvægasta útflutningsvara ný- lendnanna á meginlandinu, næst á eftir tóbaki, hveiti og hrísgrjón- um. Sérstaða Nýfundnalands- manna var hins vegar sú, að þeir héldu tryggð við þorskinn er tímar liðu og juku ekki fjölbreytni at- vinnulífsins. Til dæmis má nefna, að árið 1870 var 97% útflutnings- ins enn sjávarafli. Nokkru síðar fannst málmgrýti á Nýfundna- landi og vinnsla þess hafði í för með sér að um aldamótin 1900 Saga Nýfundnalands og framtíð íslands Saltaður þorskur hefur um langan aldur verið helsta útflutningsvara Ný- fundlendinga. Hér er gömul mynd sem sýnir verkamenn vera að pakka söltuðum og þurrkuðum smáþorski til útflutnings til Vestur-Indía. Vesturlöndum. Á 18. öld var þessu öðru vísi farið. Þá var hart í búi hjá fslendingum, en handbær gögn benda til þess, að á árunum skömmu fyrir frelsisstríð Banda- ríkjamanna hafi Nýfundnaland verið auðugasta nýlenda Breta í Norður-Ameríku, ef miðað er við tekjur á mann. Suður-Karólína er dæmi um aðra breska nýlendu þar sem velmegun var hlutfallslega mjög mikil á 18. öld. Nú eru tekjur á mann í Suður-Karólínu lægri en í flestum ríkjum Bandaríkjanna. Hliðstæð þróun hefur einnig átt sér stað á Vestur-Indíum. Upphaflega átti ör hagvöxtur í þessum nýlendum rætur að rekja til útflutnings og ört vaxandi sölu á erlendum markaði. Innlendur markaður var hins vegar vanþró- aður og sérhæfing og verkaskipt- ing í atvinnulífinu lítil. Reyndar er sömu sögu að segja um upphaf hagvaxtar víðast hvar þar sem stundaður er markaðsbúskapur, svo sem hér á íslandi. Það er hins vegar nokkur ráðgáta, hvers vegna atvinnulífið fölnaði, er tímar liðu, og hagvöxtur varð tiltölulega lítill á Nýfundnalandi, í Suður-Karó- línu og víðar, þrátt fyrir mikla grósku við upphaf hagvaxtar- skeiðsins. Tilgáta um stöðnun atvinnulífsins Ýmsar tilgátur um orsakir þessa fyrirbæris hafa komið fram, enda ólíklegt að einungis sé um eitt svar að ræða við jafnflókinni spurningu. Hér verður þó aðeins nefnd ein slík tilgáta, ekki vegna þess að hún sé einhver stórisann- leikur, heldur vegna þess, að hug- myndin sem í henni felst er ef til vill áhugaverð fyrir okkur Islend- inga. Eftir Þráin Eggertsson „Nokkrir hagfræðingar, sem eru sérfróðir um hagsögu, telja sig hafa fundið einfalda skýr- ingu á því, hvers vegna ýmis héruð eða lönd, sem blómstruðu fyrr á öldum, stöðnuðu og urðu síðar eftirbátar annarra byggðar- laga ... “ Nokkrir hagfræðingar, sem eru sérfróðir um hagsögu, telja sig hafa fundið einfalda skýringu á því, hvers vegna ýmis héruð eða lönd, sem blómstruðu fyrr á öld- um, stöðnuðu og urðu síðar eftir- bátar annarra byggðarlaga. Að dómi hagfræðinganna áttu þessi svæði eitt sameiginlegt: að upp- hafleg velgengni byggðist nær ein- göngu á afar einhæfum útflutn- ingi á frumvöru. Yfirleitt var að- eins um eina eða tvær vörutegund- ir að ræða, svo sem þorsk, hveiti eða hrísgrjón, en að öðru leyti var atvinnulífið mjög frumstætt og fábrotið. Tilgátan er því sú, að hætt sé við að mikil velmegun, sem byggist eingöngu á mjög ein- hæfum útflutningi, verði ekki langvarandi. Nýfundnaland á 18. öld En víkjum nú sögunni aítur til Nýfundnalands. Ekki eru til tölur um heildarframleiðslu þar á 18. eða 19. öld, en áætlað er að árið 1770 hafi verðmæti útflutnings frá Nýfundnalandi numið 12—15 sterlingspundum á íbúa. Ljóst er, að annars staðar í Norður-Amer- íku var útflutningur á þessum ár- um hvergi nærri svo mikill sem þessu nemur, ef miðað er við höfðatölu. Lauslegar áætlanir benda til að um 1770 hafi heildar- tekjur á mann (þ.e. bæði útflutn- ingstekjur og aðrar tekjur) í öðr- um breskum nýlendum í Norður- Ameríku verið um 11—13 sterl- ingspu'nd. Tölurnar virðast sýna að lífskjör hafi verið betri á Ný- fundnalandi en annars staðar í Norður-Ameríku, bæði fyrir og fyrst eftir stofunun Bandaríkj- anna. Nýfundnaland var hálauna- svæði á þessum árum, en á okkar dögum eru meðaltekjur þar aðeins helmingur af þjóðartekjum á íbúa í Kanada öllu. Hafa verður í huga, þegar skoð- aðar eru tölur um tekjur á íbúa á Nýfundnalandi síðari hluta 18. aldar, að 60—70% íbúanna voru fullvaxta karlmenn, þannig að óvenjustór hluti íbúanna stundaði framleiðslustörf. Jafnframt er tal- ið að verð á neysluvöru hafi verið lækkaði hlutfall sjávarafla í 87%. Skömmu eftir aldamótin hófst framleiðsla og útflutningur trjá- kvoðu og pappírs og árið 1915 var hlutfall sjávarafla í útflutningi komið niður í 74%. Hvers vegna er Nýfundnaland láglaunasvæði? Þrátt fyrir fjölbreyttara at- vinnulíf en áður hefur ekki tekist að ná fyrri stöðu: Nýfundnaland er láglaunasvæði í Vesturheimi. En hvers vegna voru efnahagsleg- ar framfarir þar fremur hægar á öldinni sem leið og það sem af er þessari öld? Hvers vegna eru lífskjörin lakari en víðast hvar annars staðar í Norður-Ameríku? Eins og áður greindi þekkist ekk- ert einfalt svar við slíkum spurn- ingum. Það liggur þó í augum uppi, að byggðarlag eða ríki mun ekki búa við stöðugan hagvöxt yfir langt tímabil, nema íbúar þar séu jafnan reiðubúnir að umbylta at- vinnulífinu eftir því sem við á, er aðstæður breytast, eins og þær ávallt gera í tímans rás. Ef mikil velmegun á vissu tíma- skeiði byggist nær eingöngu á út- flutningi einnar vörutegundar, þá hlýtur einhæfni atvinnulífsins að móta dreifingu hins pólitíska valds. Völd atvinnurekenda og launþega í undirstöðugreininni eru væntanlega gífurlega mikil, og völdunum má beita til að hindra þá aðlögun í atvinnulífinu, sem er nauðsynleg fyrir framhald fram- fara. Fólksfjölgun, tæknibreyt- ingar, auðlindaþurrð, þróun á inn- lendum og erlendum markaði, allt getur þetta orðið til þess, að þörf sé á nýjum undirstöðugreinum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.