Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Lionsfélagar gefa blóð Sjálfsbjörg á Akureyri 25 ára: Fyrsta áfanga bygg- ingar Bjargs lokið Akureyri, 6. október. SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á Ak- ureyri, verður 25 ára nú á laugardag- inn, 8. október. Félagið hefur frá upphafi unnið ötullega að auknum réttindum og aðstöðu fatlaðra í bæn- um og unnið stórmerkilegt starf á því sviði. Fljótlega eftir stofnun fé- lagsins var hafist handa um bygg- ingu félagsheimilis, sem valinn var staður að Hvannavöllum 10. Hlaut það nafnið Bjarg. Er tímar liðu tók félagið þá ákvörðun að koma á fót atvinnurekstri, sem hentað gæti fólki með skerta starfsorku og eftir athuganir á því máli, var ákveðið að koma á fót vinnustofu, er ynni ýmsa hluti úr plasti. Þá varð Plastiðjan Bjarg til og var fyrst til húsa í félags- heimilinu við Hvannavelli. Árið 1970 stofnaði félagið síðan endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar með góðum stuðningi Kiwanis- klúbbsins Kaldbaks. Þar fær fólk ýmis konar endurhæfingu eftir slys og sjúkdóma. Endurhæf- ingarstöðin var einnig til húsa að Hvannavöllum, en fljótlega fór svo, að félagsstarfsemi Sjálfs- Gallery Lækjartorg: Sýning á 100 verkum Hauks Halldórssonar í DAG klukkan 14 opnar Haukur Halldórsson myndlistarmaður sýn- ingu á um 100 verkum sínum í Gallerí Lækjartorgi í Reykjavík. Þetta er fjórða einkasýning Hauks, en auk þess hefur hann tekið þátt í ýmsum samsýningum. Á sýningunni eru myndverk úr bókinni íslenskir annálar 1400 til 1449 teiknuð í kol, einnig um tutt- ugu svonefnd þrykkimálverk, gerð í nýrri tækni sem Haukur hefur ver- ið að þróa undanfarin ár. Enn eru nokkrir skúlptúrar úr polystein á sýningunni eftir Hauk. Á sýning- unni mun Haukur árita bókina Is- lenska annála fyrir þá sem þess óska. vinnustofu Blásarakvintettinn á Norðurlandi BLÁSARAKVINTETT Reykjavík- ur heldur þrenna tónleika á Norð- urlandi um þessa helgi. Laugardaginn 8. október tekur kvintettinn þátt í afmælistón- leikum Tónlistarfélagsins á Ak- ureyri. Sama kvöld halda þeir tónleika á vegum Kirkjukórs Ólafsfjarðar í Tjarnarborg kl. 20.30. Sunnudaginn 9. október halda þeir síðan áfram til Siglu- fjarðar og halda þar tónleika í Félagsheimilinu kl. 14.00. A efn- isskránni eru verk eftir W.A. Mozart, Darius Milhaud, Mal- colm Arnold, Jan Pieters Sweel- inck og Ludwig van Beethoven. Kvintettinn skipa þeir Bernard Wilkinson, flauta, Daði Kol- beinsson, óbó, Einar Jóhannes- son, klarinett, Hafsteinn Guð- mundsson, fagott og Joseph Ognibene, horn. Úr fréttatilkynningu. Afmælistónleikar Tónlistarfélags Akureyrar í dag 40 ÁR ERU nú liðin frá stofnun Tónlistarfélags Akureyrar 4. maí 1943. í tilefni afmælisins verða haldnir afmælistónleikar í Borgarbíói á Akureyri kl. 14.00 í dag. Þar kemur Blásarakvintett Reykjavíkur fram og sér um fyrri hluta dagskrárinnar. Á síðari hluta tónleikanna verður frumflutt verkið „Oðurinn til steinsins“ eftir Atla Heimi Sveinsson. Það er samið við myndir Ágústs Jónssonar og Ijóð Kristjáns frá Djúpalæk. Flytjendur eru þeir Jónas Ingimundarson, píanóleikari og Jóhann Pálsson, leikari og grasafræðingur, sem les upp Ijóðin. Jafnframt verða sýndar skyggnur af steinmyndum Ágústar. Eins og áður segir var Tónlist- arfélag Akureyrar stofnað þann 4. maí 1943 og skipuðu fyrstu stjórn þess þeir Stefán Ágúst Kristjánsson, Finnbogi Jónsson og Jakob Tryggvason. Aðalverk- efni félagsins var að efla tónlist- arlíf í bænum, endurvekja lúðra- sveitina. Tónlistarskólinn var síðan stofnaður árið 1945 og veitti Margrét Eiríksdóttir hon- um forstöðu. Nú eru skráðir í skólanum um 500 nemendur. Sex menn hafa gegnt for- mennsku Tónlistarfélagsins frá upphafi og er núverandi formað- ur þess Jón Arnþórsson. bjargar komst ekki lengur fyrir í félagsheimilinu vegna þeirrar starfsemi sem komin var þar á fót. Því var það að á árinu 1977 var hafin bygging húss við Bugðusíðu 1, sem hýsa skyldi framtíðar- starfsemi félagsins á öllum svið- um. Nú á afmælinu hefur tekist með góðum stuðningi bæjarbúa og ýmissa félaga að ljúka fyrsta áfanga Á laugardaginn kl. 2—5 e.h. verður húsnæði félagsins við Bugðusíðu til sýnis almenningi. Þar verður kynnt sú starfsemi, sem þar fer fram. í endurhæf- ingarstöðinni kynna sjúkraþjálfar endurhæfingu og þá heilsurækt sem þar fer fram. Starfsmenn plastiðjunnar sýna framleiðslu og samsetningu á raflagnahlutum úr plasti. Ódýrar veitingar verða til reiðu í veitingasal hússins. G.Berg. ALÞJÓÐLEGUR dagur Lionshreyf- ingarinnar er í dag, 8. október og munu Lionsfélagar í Reykjavík og Kópavogi gefa blóð til Blóðbankans af því tilefni. Samtök Lionshreyfingarinnar eru stærstu klúbbasamtök í heimi og telja þau tæplega 36.000 klúbba í 157 löndum. Frumkvöðull að stofnun alþjóðasamtaka Lions- klúbba var Melvin Johns. Dagana 8.—10. október 1917, boðaði hann klúbba, 23 talsins, sem unnu að líknarmálum, til fundar í Dallas í Texas, og voru alþjóðasamtök Lions þá stofnuð. „Á heimsdegi Lions, sem miðað- ur er við stofnun alþjóðasamtak- anna er ætlast til að Lionsfélagar um allan heim láti eitthvað gott af sér leiða. Blóðgjöf þeirra 11 klúbba, sem starfandi eru í Reykjavík og Kópavogi, er eina sameiginlega verkefni þeirra á þessum degi. Auk þess munu aðrir Lionsfélagar gera ýmislegt annað. Á morgun verður til dæmis farið með blinda í ökuferðir, svo eitt- hvað sé nefnt," sagði ólafur Briem, formaður Lions-klúbbsins Fjölnis, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Sagðist hann búast við að á annað hundrað manns tækju þátt í blóðgjöfinni. Morgun- blaðið hafði samband við starfs- fólk Blóðbankans. Sagðist það hafa hrifist mjög af framtaki Lionsfélaga, enda væri blóðþörfin Merki alþjóðasamtaka Lions-félaga. mikil. Einnig sagði ein starfs- stúlka Blóðbankans að misskiln- ings virtist gæta hjá fólki í sam- bandi við blóðgjafir. Margir sem væru í flokkum 0+. og A+. segðust vera í svo „ómerkilegum" flokki, að ekki tæki því að gefa blóð. En að sjálfsögðu væri meiri þörf á „algengu" blóði, því blóðflokkar sjúklinga væru í sama hlutfalli og blóðflokkar hinna heilbrigðu. Blóðbankinn er lokaður á laugar- dögum, en starfsfólk hans mun taka á móti loforðum um blóðgjaf- ir Lions-félaga í dag. Félagar Lions-hreyfingarinnar eru um 1.346.000 talsins, þar af eru 2.827 íslendingar. 3 kvenna- klúbbar Lions starfa hérlendis, í Keflavík, á Siglufirði og á Akra- íslenskir og hollenskir listamenn skiptast á verkum Rætt við C.W. Andrea, sendiráðsritara Hollands í London SKIPTISÝNING milli íslenskra og hollenskra myndlistarmanna verður opnuð í Nýlistasafninu og Listasafni ASÍ, í dag. Er þetta fyrsta skiptisýn- ing milli þessara þjóða og verður sýn- ing íslenskra listamanna opnuð í Hol- landi á föstudaginn kemur. C.W. Andreae, 1. sendiráðsritari hollenska sendiráðsins í London, er staddur hér á landi vegna sýninganna, og ræddi Morgunblaðið við hann í gær. Sagði Andreae að þau verk, sem hér yrðu sýnd, væru flest í eigu hollenskra listasafna eða safnara og væru því fengin að láni til sýn- inganna, en einsdæmi væri að verk svo margra viðurkenndra lista- manna væru 'saman á einni sýn- ingu. Verkin eru málverk, högg- myndir, bókverk, sem unnin eru af myndlistarmönnum svo og hljóð- verk, en þá nota listamennirnir ýmiskonar hljóð til listrænnar tjáningar. Sagði Andreae megin- tilgang skiptisýninga af þessu tagi vera þann, að myndlistarmenn gætu kynnst innbyrðis, þó þeir væru ekki af sama þjóðerni. Kvað hann skiptisýninguna vera sér mikið gleðiefni og vonar hann, að hún verði til þess að auka menning- artengsl milli þjóðanna. Margir ís- lenskir listamenn eru búsettir í Hollandi, ýmist við nám eða störf. Sagði hann að að öðrum ólöstuðum, bæri þó helst að geta Sigurðar Guðmundssonar, myndlistar- Barnastarf Hallgrímskirkju Hollenski hópurinn sem sýnir í Nýlistasafninu og Listasafni ASÍ. Lengst til vinstri er C.W. Andreae og lengst til hægri er Níels Hafstein, en hann skipuleggur sýningarnar á íslandi. (Ljósm. Mbl. K.ú.E.) manns, en hann hefði getið sér góð- an orðstír í Hollandi, farið sem fulltrúi Hollands á fjölmargar er- lendar myndlistarsýningar og kenndi við Listaháskóla hollenska ríkisins. Sýningarnar eru styrktar af menntamálaráðuneytum beggja landanna. Eimskip flytur lista- verkin á milli Reykjavíkur og Amsterdam, án endurgjalds og Arnarflug veitir verulegan afslátt af flugfargjöldum. Amsterdamborg hefur veitt styrk til sýninganna en ákvörðun um framlag Reykjavík- urborgar verður tekin við samn- ingu fjárhagsáætlunar í desember. C.W. Andreae opnar sýninguna í Nýlistasafninu í dag en Davíð Oddsson, borgarstjóri, opnar sýn- inguna í Listasafni ASÍ. Btom Kökubasar Dýr- firðingafélagsins Dýrfirðingafélagið í Reykjavík heldur kökubasar sunnudaginn 9. október nk. að Hallveigarstöðum, til styrktar félaginu vegna upp- byggingar á sumardvalarheimili félagsmanna í Dýrafirði. Hefst basarinn kl. 2 eftir hádegi. BARNASTARF Hallgrímskirkju er nú hafið og verður nú með breyttu sniði í vetur. Kirkjuskólinn verður á sunnudagsmorgnum kl. 11, eða á sama tíma og aðalguðsþjón- usta safnaðarins. Er ætlast til þess að börnin komi fyrst í kirkj- una og taki þátt í upphafi mess- unnar með söfnuðinum fram að prédikun, en fari þá með aðstoðar- fólki og leiðbeinendum barna- starfsins inn í safnaðarheimilið þar sem verður stund fyrir þau með söngvum, sögum og fræðslu. Hinn sígildi boðskapur Biblíunnar er skýrður fyrir þeim á ljósan og lifandi hátt, og þeim kenndir sálmar, söngvar og vers. Miðað er við að samverunni ljúki í sama mund og messunni í kirkjunni, og munu börnin jafnvel æfa sérstak- lega lokasálm messunnar til að geta sungið hann með hinum full- orðnu. Vænta menn góðs af þess- ari nýbreytni, en hópur af hæfu og vöndu ungu fólki mun ásamt prestum kirkjunnar annast þetta starf og verður þarna jafnframt barnagæsla fyrir allra yngstu börnin. Með þessu er reynt að stuðla að þvi að foreldrar geti sótt kirkju með börnum sínum og þau notið þeirrar gleði og lífsfyllingar, sem því fylgir að fjölskyldan sæk- ir saman Guðs hús á helgum degi. Karl Sigurbjörnsson, Ragnar Fjalar Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.