Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 14 ÞINGSPJALL Foraeti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, setur 106. löggjafarþing- ið nk. mánudag. Aldursforseti þingsins, Ólafur Jó- hannesson, stýrir fyrsta fundi og minnist látinna þingmanna. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Fékk hann þingsetningarhugmynd sína frá sjenskum vinnuveitendum? Sr. Árni Pálsson, sóknarprestur í Kópavogi, predikar við þingsetn- ingarguðsþjónustuna. 106. löggjafarþing íslendinga: Þingsetning innanhúss — hópíundur utan veggja Þrettán nýir þingmenn — tveir nýir þingflokkar — Frumvarp að fjárlögum ársins 1984 verður fyrsta málið sem lagt verður fyrir 106. löggjafarþing Is- lendinga, sem kemur saman til starfa á nk. mánudag. Þjóðhagsáætl- un fyrir nssta ár og frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögum fylgja í kjölfarið. Lánsfjáráctlun 1984 verður vsntanlega lögð fram áður en fjármálaráðherra flytur fjár- lagarsðu sína. Þá má vsnta stjórn- arfrumvarps til breytinga á húsnsð- islögum snemma þings. — Margt hefur breytzt frá því Alþingi var slitið á sl. vori. Þjóðin hefur kosið nýtt þing með nýju yf- irbragði. Ný ríkisstjórn hefur setzt að völdum. Þingflokkar verða nú sex talsins í stað fjög- urra lengst af áður. Þrettán ein- staklingar, sem ekki áttu sæti á liðnu þingi, bætast í hóp „lands- feðra". Níu konur skipa' nú þing- sæti eða þrefalt fleiri en í fyrra. Ein þeirra, Ragnhildur Helgadótt- ir, er jafnframt menntamálaráð- herra. Framsóknarflokkurinn einn hefur nú enga konu í þingliði sínu. Fyrsti fundur Sam- einaðs þings Að venju sitja þingmenn guðs- Starfsemi þingsins fer að stórum hluta fram í þingnefndum (5 í S.þ. og 9 í hverri þingdeild) og þingflokkum. Hér má sjá formenn þingflokka á sl. þingi: Ólaf G. Einarsson (S), Pál Pétursson (F), Ólaf Ragnar Grímsson (Abl.) og Sighvat Björgvinsson (A). Tveir hinna síðasttöldu náðu ekki endurkosningu til þings á sl. vori. þjónustu í dómkirkju áður en þingsetning fer fram. Þessi tvö öldnu hús, dómkirkjan og þing- húsið, sem svo lengi hafa staðið hlið við hlið í hjarta Reykjavíkur, setja enn svip sinn á framvindu mála í þjóðlífinu. Séra Árni Páls- son, sóknarprestur í Kópavogi, predikar. Að lokinni guðsþjónustu ganga þingmenn til fundar í Sameinuðu þingi. Dagskrá hans verður hefð- bundin, samkvæmt þingskapa- ákvæðum, og formföst: • Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, les forsetabréf um samkomudag þingsins og ávarpar þingheim. • Aldursforseti þingsins, ólafur Jóhannesson, tekur síðan við fundarstjórn, samkvæmt þing- sköpum. • Aldursforseti minnist látinna þingmanna: Eðvarðs Sigurðsson- ar, Gunnars Thoroddsen, Sigurðar Thoroddsen og Vilmundar Gylfa- sonar. • Þingmenn ganga eftir hlutkesti í þrjár jafnfjölmennar kjördeildir. Þær rannsaka kjörbréf þing- manna: „fyrsta deild fær annarri deild, önnur deild þriðju deild og þriðja deild fyrstu deild kjörbréf þeirra þingmanna, sem eru í hverri þeirra fyrir sig.“ • Nýir þingmenn vinna eiða eða drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins. • Síðan er kosinn forseti og fyrsti og annar varaforseti Sameinaðs þings. Ef að líkum lætur fá sjálfstæðismenn forseta Samein- aðs þings og forseta efri deildar en framsóknarmenn forseta neðri deildar. Þingflokkur sjálfstæð- ismanna velur forsetaefni sín á morgun, sunnudag, en framsókn- armenn hafa þegar ákveðið að bjóða Ingvar Gíslason fram sem forseta neðri deildar. Líklegt verð- ur að telja að stjórnarandstöðu verði gefinn kostur á fyrsta vara- forseta, bæði þingdeilda og Sam- einaðs þings. — Forsetar eru verk- stjórar þingsins og húsbændur starfsliðs þess. • Þá verður kosin kjörbréfanefnd fyrir komandi þinghald. • Loks ber að velja til efri deildar á fyrsta fundi Sameinaðs þings. Hverjum þingflokki er skylt að til- nefna á lista þá tölu þingmanna sinna, er honum ber í deildinni í hlutfalli við atkvæðamagn hans í Sameinuðu þingi. Tuttugu þing- menn skipa efri deild, fjörutíu þá neðri. Ekki er víst að valið verði til efri deildar á mánudag. Ef ekki, verður fundi frestað og efri deild skipuð á framhaldsfundi síðar í vikunni. Aldursforsetar þingdeilda stjórna síðan með svipuðum hætti fyrstu fundum þeirra, sem vænt- anlega verða haldnir nk. þriðju- dag. Notaðir í sérf lokki Plymouth Volaré Premier 79 Kom nýr á götuna ’81. Ekinn aö- eins 16.000 km. Svo aö segja nýr amerískur bíll á frábæru verði. Daihatsu Charade ’80 Laglegur bíll. Sami eigandl frá upphafi. 6 MAHAOk, 4BYRGÐ Skoda 120 GLS, hvítur, Skoda vínrauöur, Skoda 120 GLS '81, gulur, Skoda 120 LS '81, rauö- brúnn. Allt bílar meö 6 mán. ábyrgð og á góðum kjörum. Mercedes Benz 280 St 3,5 V8 árg. ’72. Lýsingarorö óþörf. Rótti bíllinn fyrir hlnn dæmigeröa Benz-sjúkling. Station ’80 6 cyl., sjálfsk. m/vökvastýri. Út- varp/segulband. CHRYSI.KR SK®DA •TTtetr Opið 1—6 í dag JÖFUR HF ________ Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.