Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 47 Framlengt í Keflavík í gær — hörkuspennandi leikur ÍBK og ÍR KEFLVÍKINGAR sigruðu ÍR í úr- valsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi, 76:73, í hörkuspenn- andi leik í íþróttahúsinu í Kefla- vík. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 68:68, og varð því að framlengja. Björn Víkingur tryggði Keflvíkingum sigur ó lokamínútunni — en hann skor- aði fjögur siðustu stig liðsins, tvö hin síöustu úr vítaköstum eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða, og léku þau nokkuð vel á köflum. ÍR-ingarnir byrjuðu betur, komust í 4:0 og það var ekki fyrr en á 11. mín. að ÍBK tókst að jafna, 21:21. Á 12. mín. Þór burstaði Selfyssinga TVEIR leikir fóru fram í 3. deild- ínni í handbolta í gærkvöldi. Ár- mann sigraði Aftureldingu, 27—22, að Varmá og Þór, Akur- eyri, sigraöi Selfyssinga, 24—12, fyrir norðan. Siguröur Pálsson skoraði sjö mörk fyrir Þór, Aðal- björn Svanlaugsson geröi fimm og Guðjón Magnússon, þjálfari Þórs, geröi fjögur. Emil Ás- geirsson gerði fimm mörk fyrir Selfoss og Ómar Baldursson þrjú. — SH. |>K 76:73 komust þeir svo fyrst yfir, en stað- an í hálfleik var 37:34 fyrir Keflvík- inga. Þeir héldu forystunni fram undir miðjan seinni hálfleikinn, er ÍR- ingar jöfnuöu, 50:50, og síðan var leikurinn hnífjafn allt til loka. Spenna var mjög mikil og vart mátti á milli sjá hvort liðið var sterkara. ÍR missti báða bakverði sína út af i venjulegum leiktíma, þá Hjört Oddsson og Benedikt Ingþórsson. Benedikt fór út af er 32 sek. voru eftir. Þegar ein mínúta var eftir af framlengingunni var staöan enn jöfn, 72:72, þannig að á því sést aö leikurinn hélst jafn alveg fram á lokasprettinn. Hreinn kom ÍR yfir úr víti, 73:72, en er 27 sek. voru eftir skoraði Björn Víkingur fyrir ÍBK. Staðan þá 74:73. ÍR-ingar brunuöu upp en Björn Víkingur „stal“ boltanum af einum þeirra og brunaði upp. Brotið var á honum og fékk hann vítaskot sem hann skoraði úr eftir að leiknum var lok- ið. Sigur ÍBK i höfn, 76:73. Jón Kr. Gíslason var bestur Keflvikinganna þegar á heildina er litið en Björn Víkingur var einnig góður, og dýrmæt stig gerði hann í lokin. Þorsteinn Bjarnason lék einnig vel, en kannski má segja aö hann hafi verið helst til skotglaöur. Þorsteinn var stigahæstur hjá ÍBK með 19 stig, Jón Kr. geröi 17, Óskar geröi 9, Björn Víkingur 13, Sigurður Ingi- mundarson 6, Hafþór Ingibergs- son 5, Pétur Jónsson 4, Hrannar Hólm 2. Stig ÍR: Gylfi Þorkelsson 23, Hreinn Þorkelsson 18, Benedikt Ingþórsson 12, Hjörtur Oddsson 6, Ragnar Torfason 4, Bragi Reynis- son 4, Stefán Kristjánsson 4, Karl Guölaugsson 2. Þeir bræður, Hreinn og Gylfi, voru langbestir hjá ÍR, báðir mjög sterkir í vörninni og hirtu mikið af fráköstum. Þá voru þeir bræöur stigahæstir hjá liöinu. Hjörtur Oddsson átti góða spretti. Áhorfendur í Keflavík voru 500 og var stemmningin góð að venju þar suðurfrá. Sérstaklega var mik- ið líf á áhorfendapöllum undir lok leiksins er sigurinn var í höfn. — ÓT/SH Hátíð íþróttafréttamanna á Selfossi: Bestu knattspyrnumenn landsins verða með FLESTIR af bestu knattspyrnu- mönnum íslendinga eru nú farnir aö búa sig undir ferðina til Self- oss á morgun, þar sem íþrótta- hátíð Samtaka íþróttafréttamann fer fram annað kvöld. Hún hefst kl. 19.30 stundvíslega, en húsið verður opnað kl. 19.00. Eins og áður hefur komið fram keppa átta lið í innanhússknatt- spyrnu um hinn glæsilega Adidas- bikar, ög eru þaö lið Fram, KR, ÍA, Vals, Víkings, UBK, Selfoss og lið íþróttafréttamanna sjálfra. Liðin hafa nú verið tilkynnt og eru þau þannig skiþuö: VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær varðandi greiöslur KSÍ til þriggja atvinnumanna i knatt- spyrnu, þá hafði gjaldkeri KSÍ, Friðjón B. Friöjónsson, samband við blaðið og óskaöi leiðréttingar á þeirri upphasö sem sagt var aö KSÍ heföi greitt atvinnuknatt- spyrnumönnunum þremur. Knattspyrnusamband íslands greiddi alls 61.300 krónur, en ekki 100 þúsund krónur eins og Mbl. Valur: Guömundur Þorbjörnsson, Hilmar Haröarson, Hilmar Sighvatsson, Valur Valssor og Ingi Björn Albertsson. ÍA: Siguröur Jóns- son, Árni Sveinsson, Höröur Jóhannesson, Guöjón Þóróarson og Siguröur Halldórsson. Fram: Kristinn Jónsson, Guömundur Torfa- son, Bryngeir Torfason, Steinn Guöjónsson, Bragi Björnsson og Viöar Þorkelsson Selfoss: Þorarinn Ingólfsson, Einar Jónsson, Ingólfur Jónsson, Birgir Haraldsson, Gylfi Sigurjóns- son og Jón B. Kristjánsson. UBK: Vignir Bald- ursson, Siguröur Grétarsson, Sigurjón Krist- jánsson, Trausti Ómarsson, Þorsteinn Geirs- son og Þorsteinn Hilmarsson. KR: Ottó Guö- mundsson, Jósteinn Einarsson, Sæbjörn Guö- mundsson, Sverrir Herbertsson, Jón G. Bjarnason og Björn Rafnsson. Víkingur: Aöal- steinn Aöalsteinsson, Jóhann Þorvaröarson, Ólafur ólafsson, Heimir Karlsson, Andri Mart- einsson og Einar Einarsson. Liö íþróttafrótta- manna veröur svo skipaö þeim Hermanni skýrði frá, til Arnórs, Péturs Pét- urssonar og Jóhannesar Eðvalds- sonar, en ekki Sævars Jónsson- ar, eins og blaðið skýrði frá. Þetta leiðréttist hér meö. Greiðslurnar skiptust þannig: Arnór fékk 31.600 kr., Pétur 21.100 kr. og Jóhannes 8.600 kr. Þessar greiðslur voru til aö firra þá félaga tekjutapi. Mbl. biðst velvirð- ingar á því að hafa fariö meö ranga tölu í þessu sambandi. — ÞR Gunnarssyni (útvarpinu), Samúel Erni Erl- ingssyni (Timanum), Viöi Siguróssyni (Þjóövilj- anum), Ingólfi Hannessyni (sjónvarpinu), Friö- þjófi Helgasyni (Morgunblaöinu) og Skapta Hallgrímssyni (Morgunblaöinu). Stefnt er að því að gera þetta boðsmót að árlegum viðburöi og það verður örugglega hart barist úm Adidas-bikarinn glæsilega, en fyrst og fremst veröur vitanlega hugsað um að leika netta og skemmtilega knattsþyrnu sem allir hafa gaman af. Eins og á upptalningunni sést er valinn maður í hverju rúmi í liöun- um. Auk hraðmótsins í innanhúss- knattspyrnu verður á dagskrá leik- ur milli Stjörnuliös Ómars Ragn- arssonar og kvennalandsliösins í knattspyrnu. Auk Ómars eru í stjörnuliðinu Jón bróðir hans, Magnús Ólafsson og síöast en ekki síst Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra og knattspyrnusnill- ingur. Landslið kvenna skipa þær Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Magnea H. Magnúsdóttir, Erla Rafnsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Arna Steinsen og Laufey Sigurðardóttir. Fleira verður til skemmtunar, jafnvel munu kínversku fimleika- snillingarnir mæta á staöinn til aö sýna listir sínar, en það er ekki alveg öruggt. En hvort sem þeir koma eða ekki veröur mikið fjör í íþróttahúsinu eitthvað fram eftir kvöldi, vonandi hafa Selfyssingar og nærsveitamenn gaman af þessu. Heildarupphæðin nam 61.300 kr. Þorsteinn Bjarnason var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum viö ÍR í gærkvöldi, skoraði nítján stig. Þorbergur í þrumustuði — er Þórarar burstuðu Fylki ÞÓR vann yfirburðasigur á Fylki í 2. deild í Eyjum í gærkvöldi, 28—17. Staöan í hálfieik var 14—8, Þór í vil. Það þarf svo sem ekki aö fara mörgum orðum um þennan leik, Þórarar höföu gíf- urlega yfirburði og tóku strax af- gerandi forystu og bættu jafnt og þétt við markamuninn. Mestur varð munurinn 14 mörk. í lokin hljóp nokkur galsi í leik- menn Þórs og Fylkismönnum tókst að laga stööuna örlítið. Áhorfend- ur í Eyjum fengu aö sjá landsliös- kappann Þorberg Aðalsteinsson i fínu formi, langbesta mann þessa leiks. Hann skoraði grimmt og var öflugur í vörninni. Þórsliðið lék þennan leik mjög vel, og er nú með fullt hús stiga úr fjórum leikjum. Alitlegasta lið sem Eyjamenn hafa teflt fram í handboltanum. Fylkis- liðiö var ákaflega slakt og þar var enginn öðrum betri eöa slakari. Mörk Þórs: Þorbergur Aðal- steinsson 13 (6 víti), Sigbjörn Óskarsson 4, Karl Jónsson 4, Gylfi Birgisson 2, Óskar Freyr Brynj- arsson 2, Ragnar Hilmarsson 2, Páll Scheving 1. Mörk Fylkis: Magnús Sigurðsson 6 (4 víti), Jón Leví Hilmarsson 3, Einar Einarsson 3, Kristinn Sigurösson 3, Ársæll Guðmundsson 1, Andrés Magn- ússon 1. Grótta og Breiðablik léku á Nes- inu í 2. deild og sigruöu Blikarnir, 21 — 18. — hkj./SH. Helgina 1.—2. október var fírmakeppni Breiöabliks í knattspyrnu haldin. 28 fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Til úrslita léku Stilling hf. og ISAL. Stilling sigraöi í þeirri viöureign 3—2, eftir að hafa verið undir 0—2 í hálfleik. Þóttu drengirnir sýna mikinn „karakter" þar. Nöfn leíkmanna á meðfylgjandi mynd: Efri röð frá hægri: Skúli, Stefán, Ólafur, Hrafn, Haukur. Neðri röð frá hægri: Frímann, Ársæll, Helgi og Runólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.