Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 46 Kenny Sansom, sem séat hér ésamt dóttur sinni, vill nú fara frá Arsenal. Enskir punktar: Sansom vill á sölulista Frá fréttarítara Mbl., Bob H©nnea*y í London. Kenny Sansom lýsti því yfir ■*gaer að hann vildi komast fré Arsenal og fór fram á aö vera settur á sölulísta. Sansom sagöi að hann heföi margoft fariö fram á kauphækkun á undanförnum þremur árum en ekkert heföi veriö komiö til móts við sig. Nú væri hann búinn aö fá nóg og ætlaöi sér aö fara frá Arsenal. Sansom hefur átt viö mikla spiiasýki að stríöa á undan- förnum árum og jafnan veöjað mikiö og fariö illa með fé. Hann átti þaö til aö eyða allt aö 100 pundum á dag í veömál og fjárhættuspil. En í dag seg- ir hann að þessu sé lokið. „Há- markiö hjá mér í dag eru 18 pund. Ég geri þetta núna bara til aö vera með,“ segir San- som. — O — Framkvæmdastjóri Leeds, Eddie Gray, hefur lýst því yfir að hann ætli sér aö spila meö í næsta leik Leeds. Liöinu hef- ur gengið afar illa aö undan- förnu og tapaö síöustu fjórum leikjum sínum. Eddie er 36 ára gamall en hann telur aö meö því að spila bæti hann lið Leeds. Eddie Gray var hér á árum áöur einn af bestu leik- mönnum liðsins en þá lék hann sem vinstri útherji. — O — Forseti FIFA, Joao Haval- ange, verður heiöursgestur á leik írlands og Hollands í Evr- ópukeppni landsliöa í Dublin í næstu viku. írska knatt- spyrnusambandiö telur þetta vera mikinn heiöur fyrir sig. Öskjuhlíðar- hlaupið í dag í DAG fer Öskjuhlíöarhlaupið fram á vegum Víöavangs- hlaupsnefndar. Hlaupiö hefst kl. 16.00 viö Öskjuhlíöarskól- ann. Keppendur munu hlaupa 8 km vegalengd í dag. Reikn- að er meö mörgum skokkur- um og trimmurum í hlaupið að þessu sinni. Ársþing FRÍ ÁRSÞING Frjálsíþróttasam- bands íslands 1983 fer fram ( veitingahúsinu Gafl-inn, Reykjavíkurvegi 68, Hafnar- firöi laugardaginn 26. nóv- ember og hefst kl. 9.30. Málefni, sem sambandsaöil- ar óska að tekin veröi fyrir á þinginu, skulu tilkynnt FRÍ minnst 2 vikum fyrir þing. Ellert áfram formaður KSÍ? ÍBV spilar líklega í 2. deild næsta ár „EF ÞESS veröur fariö á leit viö' mig að ég haldi áfram sem for- maöur KSÍ þá mun ég ekki skor- ast undan því. Ég skýröi aö vísu frá því að ég hygöist ekki gefa kost á mér sem formaöur éfram á síðasta ársþingi, en ég er ekkert aö stökkva af skipinu ef starfs- krafta minna verður óskaö áfram,“ sagði núverandi formaö- ur KSÍ, Ellert B. Schram, þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaöi aö gefa kost é sér áfram sem formaður sambands- ins, en f ræöu sem Ellert hélt fyrir skömmu lét hann aö því liggja aö hann hygöist gefa kost á sér áfram. Jafnframt lýstu fleiri stjórnarmenn KSÍ því yfir aö þeir vildu starfa af krafti fyrir KSÍ áfram. Ellert var Inntur eftir því hver staða ÍBV væri gagnvart KSl í því leiöindamáli sem komið heföi upp gagnvart Þóröi Hallgrímssyni er hann lék ólöglegur meö liölnu gegn Breiðabliki. „Þetta er mikiö leiöindarmál, en ég get ekki séö annaö en aö IBV veröi aö súpa seyöið af því aö hafa notaö ólöglegan leikmann og því tapa þeir leiknum. En ég á ekki von á því aö þeir falli neöar en í 2. deild. Þetta mál mun skýrast nú a næstu dögum, því aö þá mun stjórn KSl fjalla endanlega um mál þetta." — ÞR. Ellert B. Schram, formaöur Knattspyrnusambands íslands. fSLANDSMÓTID í körfuknattleik hófst meö pomp og pragt ( tyrra- kvöld meö leik fs og KR i 1. deild kvenna. fs-atúlkurnar aigruöu meö 45 stigum gegn 38. Fyrir leikinn voru öllum leikmönnum liöanna af- hentar róair frá KKf — og hér aéat Kriatinn Stefánsaon, gjaldkeri sam- bandsins, alhenda Þórdísi Önnu Kristjánsdóttur fallega rós. Þórdís er reyndar formaður KKf, tók viö formennsku á síöasta ársþingi og viö hægri hlið hennar er Dolla — Kolbrún Jónsdóttir — framkvæmdastjóri KKÍ. Nokkrir leikir eru í körfuboltanum í dag. Fram og fs leika í 1. deild karla kl. 14.00 i Hagaskóla og á eftir leika KR og UMFN ( 2. flokki og síóan sömu lið (1. flokki á sama staó. Á Selfossi ieika í dag kl. 14.00 UMFL og UMFS í 1. deild karla. Á morgun eru tveir leikir í Hafnarfirði og tveir f Selja- skóla. Haukar og UMFN msetast kl. 14.00 í Úrvalsdeildinni og Haukar og ÍBK f 1. flokki f Hafnarfiröi — og Valur-KR í Úrvalsdeildinni kl. 20.00 ( Seljaskóla og ÍR-UMFN ( 1. deild kvenna þar á eftir. Vill kaupa knattspyrnulið Frá Bob Hennesty, frétta- manni Morgunblaðsins i London. „ÉG HEF áhuga á að kaupa knattspyrnuliö." Þannig hljóöaöi auglýsing í The Financial Times í vikunni. Nú hefur veriö greint frá því aö líklegt sé aö hinn áhuga- sami auglýsandi muni festa kaup á Torquay United, sem ieikur ( 4. deild. Ekki er vitaö hver kaup- andinn er. Framkvæmdastjóri Torquay er Bruce Rioch, sem geröi garöinn frægan með Derby og skoska landsliöinu fyrir nokkrum árum. Hann ætlar nú að taka fram skóna og leika meö liöinu — en greint hefur veriö frá því aö liöið muni aö öllum líkindum taka upp hálfat- vinnumennsku upp úr áramótum. ópu á þessu keppnistímabili — Opna spánska meistaramótiö, Opna Sanyo-mótiö í Barcelona, og Opna portúgalska mótiö. Ballest- eros gæti hugsanlega fariö upp fyrir Faldo í sigurlaunum, en um þaö viröist nokkur rebingur hjá golfköppunum. Ballesteros hefur sagst munu taka þátt í Opna spánska meistaramótinu 27.—30. þessa mánaðar en ekki er víst aö hann veröi meö á Sanyo-mótinu. Ekki hefur hann minnst á mótið í Portú- gal. Ballesteros er nú aö keppa á Wenwoerth-vellinum í Englandi í fyrstu umferö Suntory-keppninnar. Hann hefur unnið þessa keppni síöastliöin tvö ár, en nú á hann viö veikindi aö stríöa, en þrátt fyrir þaö tekur hann þátt í mótinu. Staöráöinn í aö sigra þriöja áriö f röö. „Ég hef oft náö svona góöum skotum áöur, en aldrei á jafn þýö- ingarmiklu augnabliki og nú,“ sagöi Ballesteros eftir aö hann haföi skotiö ofan í holuna úr „röffi“ af 45 metra færi. Það var á 18. holu — og meö þessu glæsilega skoti náöi hann jafn góöu skori og Arnold Palmer. Hann vann Palmer svo í bráöabana. Keppni þessi er með útsláttarfyrirkomulagi. Henni lýkur á sunnudag og fær sigurveg- arinn 52.500 dollara í verölaun. SEVERIANO Ballesteros, golfleik- arínn snjalli frá Spáni, sigraöi um síöustu helgi á Lancombe-mótinu í París og voru sigurlaunin 25.000 Bandarikjadalir — um 965.000 isl. kr. Ballesteros hefur á þessu ári þénað um 146.000 dollara — rúm- ar fjórar milljónir íslenskra króna, en Bretinn Nick Faldo hefur unn- ið mest allra golfleikara í Evrópu — 177.500 dollara. Þaö eru rúmar fimmtíu milljónir (sl. kr. Fyrir þessa keppni haföi Faldo unniö 54.000 dollurum meira en Ballesteros, en sá spánskl hefur nú náö þeim mun niður í „aöeins“ 1.500 dollara, þar sem Faldo hafn- aöi í 15. sæti og hlaut 2.500 doll- ara í verölaun. Þrjár keppnir eru nú eftir í Evr- Erfitt Fri Bob Honiwny, frétta- manni Morgunblaðaina í London. UNDIRBÚNINGUR enska landsliösins undir Evrópuleikinn gegn Ungverjum á miðvikudaginn gengur heldur brösug- lega. Nokkrir leíkmanna þeirra sem Bobby Robson valdi eiga vió meiösli aó stríöa, þannig að þetta gamla vandamál viröist enn ætla aö hrella Englendínga þrátt fyrir aö ekkert verói leikiö í 1. deildinni í dag. Trevor Francis, Sampdoria, og Mike Duxbury, Manchester United eru báðir melddir, svo og Viv Anderson, sem Robson vildi fá í staö Duxbury. Segja má hjá Robson því hægara sagt en gert fyrir Robson aö koma saman liöi fyrir leikinn á miöviku- daginn. Svo gæti fariö aö Paul Mariner, Ips- wich, þyrfti aö draga sig úr hópnum af persónulegum ástæöum. i fyrradag eign- aöist kona hans barn — nokkuö löngu fyrir tímann, og vó barniö aöeins sex merkur eöa 1500 grömm, og hefur Rob- son gefiö Mariner frest þar til á morgun aö segja til um hvort hann geti gefiö kost á sér. Þess má geta aö sjónvarpað veröur beint frá leiknum í Búdapest til Englands, en Englendingar veröa aö vinna leikinn til aö eiga möguleika á aö komast í úrslitakeppnina í Frakklandi næsta sumar. J Saveriano Balleateroa hefur þénaö vel á þessu ári, en nú er hann aö keppa ( Virg- ina Water ( Englandi. Hann hefur átt vö veikindi aö striöa undanfarna daga en hann lætur þaö ekkert á sig fá. Hann fór beint úr rúminu út á völl og strax eftir keppnina skreið hann undir sæng á ný. % m Ballesteros saxar á forskot Faldo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.