Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 45 AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Æ’ I „götuna mínau eru nú þegar komin þrjú bílhræ Kópavogur: ítrekuð fyrirspurn til bæjaryfirvalda Strákur skrifar: „Viltu vera svo elskulegur Vel- vakandi, að spyrja yfirvöld í Kópavogi fyrir mig, hvort það sé misminni hjá mér, að því hafi ver- ið lýst yfir þarna suðurfrá í vor er leið, að nú yrði mönnum ekki frmar liðið að geyma afskráðar bíldruslur á almannafæri, þ.e. nánast fyrir hunda og manna fót- um. Viltu ennfremur spyrja hvort það sé hugarburður minn, að lög- reglan hafi ætlað að líta eftir því, að menn kæmust ekki upp með svona athæfi? Og viltu í þriðja lagi æskja eftir skjótum svörum fyrir mína hönd. Ég er að spyrja um þetta núna vegna þess að í „götuna rnína" eru nú þegar komin þrjú bílhræ, og þó ekki nema fjórir mánuðir eða svo síðan menn strengdu þess heit að skrúfa fyrir þennan ófögnuð f eitt skipti fyrir öll. Hér fer lögreglubíll um nánast daglega. Getur verið að mennirnir sem prýða hann eigi ekki að sinna þessu? Ef svo er ekki: Hver á þá að gera það og koma boðum til heilbrigðis- yfirvalda sem stóðu fyrir hreins- uninni í vor? Ég ítreka að ég óska eftir svör- um. Ég sendi þér bréfkorn með svipuðum fyrirspurnum fyrir nokkrum mánuðum, en enginn lét svo lítið að svara." Geta ráðherrarnir ekki fengið greitt eftir svonefndu kílómetra- gjaldi fyrir afnot af bílum sínum? Jón Þorgeirsson skrifar: „Velvakandi. Ég ætlaði ekki að trúa þvf, þeg- ar ég heyrði það staðfest í fjöl- miðlum, að ráðherrar og fleiri frammámenn f okkar litla þjóðfé- lagi fengju fellda niður tolla af Um barnaefni í sjónvarpi B.S. skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að varpa fram spurningu til forráðamanna sjón- varps varðandi tímasetningu barnaefnis: Væri alls ekki unnt að hafa barnaefni (teiknimyndir o.fl.) á dagskrá milli kl. 6 og 7 á kvöldin og e.t.v. kl. 8.30 á laugar- dagskvöldum? Eg á litla dóttur, tæplega 4 ára, sem fer í leikskóla kl. 8 á morgn- ana um leið og við foreldrar henn- ar förum til vinnu. Hún er því orð- in dauðþreytt kl. 7.30 á kvöldin og sofnuð um áttaleytið. Þetta verður til þess að aðeins einu sinni í viku, þ.e. kl. 6 á sunnudögum, getur hún horft á barnaefni sjónvarpsins. Ég tel næsta víst að svipað sé ástatt á fleiri heimilum þar sem börn þurfa að mæta í dagvist eða í skóla snemma á morgnana." bílum, sem þeir kaupa fyrir sjálfa sig. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu, að það væru aðeins ör- yrkjar, sem eru mjög líkamlega fatlaðir, sem fengju niður felldan toll af bílum sínum, og svo menn, sem nota bíla sína eingöngu sér til lífsviðurværis. Ég hélt einnig, að ráðherrar hefðu það sæmileg laun, að þeir hefðu fyllilega efni á því að kaupa sér bíl með sömu kjörum og aðrir borgarar þessa þjóðfélags. Það er sorglegt, að ráðherrar okkar og aðrir frammámenn skuli vera svo á sig komnir efnahags- lega að þurfa að þiggja slíkan styrk. Geta ráðherrarnir ekki fengið greitt fyrir afnot bíla sinna á hinu svokallaða kílómetragjaldi, eins og aðrir opinberir starfs- menn? Hefði ekki verið kjörið fyrir ráðherra í ríkisstjórn þeirri sem nú situr, eins og nú er í pottinn búið í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, að setja bráðabirgðalög sem fælu í sér að þeir greiddu fulla tolla af bifreiðum, sem þeir kaupa fyrir sjálfa sig, úr því að þeir urðu að setja á bráðabirgðalög sem tóku samningsrétt af launþegum og skertu stórlega afkomu þeirra sem minnst bera úr býtum í þjóð- félaginu?" GÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: Um næstu mánaðarmót. Rétt væri: Um næstu mánaðamót. (Ath.: mánaða-mót eins og ára-mót (EKKI árs-mót).) HEILRÆÐI Ökumenn: Hafið ljósker bifreiðanna hrein og ljósin rétt stillt. Takmarkið er að þið sjáið aðra og aðrir sjái ykkur. Dimmviðri og slæmt skyggni krefjast aukinnar aðgæslu. Vegfarendur: Endurskinsmerki veita ykkur aukið öryggi í um- ferðinni. Þau eru ekki einungis nauðsynleg á dimmum og óupplýstum vegum í dreifbýli heldur einnig á upplýstum göt- um í þéttbýli. Nemendur: Setjið endurskinsmerki á skólatöskurnar. Hef opnað nýja SNYRTI- NUDD- OG SÓLBAÐSTOFU fyrir dömur og herra aö Engihjalla 8 (Kaupgaröi 2. hæö) í Kópavogi Viö bjóöum viöskiptavinum okkar Cathiodermie- húðmeðferöina, áhrifamestu meöferö sem völ er á, auk þess: Andutsbað Húðhreinsun Litun og plokkun Snyrting á augabrúnum (ný meðferö, fljót og sársaukalaus) Handsnyrting Fótsnyrting Andlitsvax Fótavax Dag- og kvöldföröun (make-up) Líkamsnudd (viöurkennd Vikramed-nuddtækl) Partanudd Silver solarium Professional sólbekkur Stór samlokubekkur . með sérstökum Lilja Guðnadóttir, Verio velkomin innbyggðum andlitsperum snyrtisérfræðtngur Opiö í dag kl. 9-16 SNYRTISTOFA IDiIEIEoJJTOr NUDD- OG SÓLBAÐSTOFA ENGIHJALLA 8, (KAUPGAROI 2. HÆD) KÓPAVOGI, SÍMAR 46620 OG 44645. Rafmagnsbilun! Neyðar- þjónusta nbttsemnýtandag Ef rafmagnsbilun veröur, þá hringir þú í síma 85955, og símsvarinn okkar gefur þér upp símanúmer þess viögeröarmanns sem er á vakt. 'RAFAFL NEYTENDAÞJÓNUSTA SlMI: 85955 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 8. október veröa til | viðtals Sigurjón Fjeldsted og MálhiW- ^ Angantýsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.