Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 9 Éösmtel uÆ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 212. þáttur Enn langar mig til að rifja upp ýmislegt það sem mál- vöndunarmenn fyrri alda höfðu til málanna að leggja. Skal þá fyrst frægan telja Guðbrand Þorláksson (1542—1627). í formála sálma- bókar þeirrar, sem hann gaf út 1589, segir hann meðal annars: „Fyrir þessar greinir, svo og einninn móðurmáli voru til sæmdar og fegurðar, sem í sjálfu sér er bæði ljóst og fag- urt og ekki þarf í þessu efni úr öðrum tungumálum orð til láns að taka eða brákað mál né bögur að þiggja, þá hef eg alla tíma, síðan eg kom til þessa embættis (óverðugur), óskað þess og lagt þar ástundan á, að vorir sálmar mættu með mjúk- ari málsnilld eftir réttri hljóðstafagrein og hætti og þó þar með eftir originalnum, þeim þýska og latínska, verða útlagðir. Þar næst, að vér í þessu eylandi mættum svo sem aliir aðrir í Danmörk og Þýskalandi, hver í sínu móð- urmáli, með sömum orðum og atkvæðum samhljómandi guð almáttgan og lofa og prísa, bæði utan kirkju og innan, með þessum sálmum og and- iegum lofsöngvum." Ræktarsemi biskups við móðurmálið og metnaður hans þess vegna er augljós, svo og glöggskyggni hans á gildi stuðla og höfuðstafa (rétt hljóðstafagrein). Af lærdómi sínum í langvistum erlendis kemur hins vegar hversu óheyrilega langar málsgreinar hans verða stundum. Þá mun það einnig lærður kækur, ætt- aður úr hebresku, sagði mér dr. Magnús Már, að hafa tvö orð um sama hlut, hugtak eða verknað. í þessum tilvitnuðu orðum biskups er dæmið lofa og prísa. Fyrir sakir Guðbrands og samstarfsmanna hans fengum við lærdóm lúterstrúar á móð- urmálinu og tölum því ís- lensku enn þann dag í dag. Guðbrandur hafði mörg góð skáld í þjónustu sinni, þó að Einar Sigurðsson í Eydölum beri þar af. I sálmabók þeirri, sem áður getur, átti stærstan þátt sr. Ólafur Guðmundsson á Sauðanesi og orti lærdómsvís- ur að auk, þær sem margir kunna enn svo sem þessa sam- hendu: Ap, Jún, Sept, Nóv, þrjátíu hver, einn til hinir taka sér. Febrúar tvenna fjórtan ber og frekar einn þá hlaupár er. Mér er kennt að hann hafi einnig ort þessa notalegu fræðslu um stjörn- ur: Tólf eru á ári tungiin greið, til ber að þrettán renni. Sólin gengur sína leið, svo sem guð bauð henni. Stökkvum svo stórt og allar götur til laga hins íslenska Lærdómslistafélags eins og þau voru prentuð í Kaup- mannahöfn 1780, hér færð til nútímastafsetningar: „Einninn skal félagið geyma og varðveita norræna tungu sem eitt fagurt aðalmál, er langa ævi hefur talað verið á Norðurlöndum, og viðleitast að hreinsa ina sömu frá útlendum orðum og talsháttum, er nú taka henni að spilla. Skal því ei í félagsritum brúka útlend orð um íþróttir, verkfæri og annað, svá fremi menn finni önnur gömul eða miðaldra norræn heiti. Því má í stað slíkra útlendra orða smíða ný orð, samansett af öðrum norrænum, er vei út- skýri náttúru hlutar þess, er þau þýða eigu; skulu þar við vel athugast reglur þær, er tungu þessi fylgja og brúkaðar eru í smíði góðra, gamalla orða; skal og gefast ljós út- skýring og þýðing slíkra orða, svo að þau verði almenningi auðskilin. Þó megu vel haldast slík orð, sem brúkuð hafa verið í ritum á þrettándu og fjórtándu öld, þó ei hafi uppruna af norrænni tungu, heldur séu í fyrstu frá útlendum þjóðum, nær ei eru til önnur meir tíðkanleg eður betri og fegri að öðrum hætti.“ Þetta má gjarna komast til skila, því að svo oft hafa upp- lýsingafrömuðirnir verið sak- aðir um skort á þjóðlegum sjónarmiðum. Þess eru jafnvel dæmi að menn hafi trúað að málvöndun á íslandi hæfist með Sveinbirni Egilssyni og Fjölnismönnum. Þeir, sem skráðu rit Lær- dómslistafélagsins, stóðu býsna vel við fögur fyrirheit og smíðuðu mörg nýyrði. Prófess- or Halldór Halldórsson nefnir sem dæmi (Þættir um íslenskt mál, bls. 140): blásteinn, brjóskfískur, farfugl, fellibylur, fleygmyndaður, gróðurhús, mannapi, steinolía og svartþröst- ur. Baldvin Einarsson (1801— 1833) gaf út ásamt sr. Þorgeiri Guðmundssyni tímaritið Ár- mann á alþingi, fjóra árganga 1829—'33. Um hann segir Vil- hjálmur Þ. Gíslason í bók sinni Blöð og blaðamenn, bls. 54: í einni grein er þjóðernis- kenning Ármanns á Álþingi í beinu áframhaldi af kenning- um Gömlu félagsritanna í mál- hreinsun og myndun nýyrða. Baldvin hafði sagt, að í Reykjavík hraki málinu meir og meir og lagði sig þvi fram um það að skrifa Ármann á Alþingi á vönduðu en alþýð- legu blaðamáli og sjálfur bjó hann til eða tók upp allmörg nýyrði, sum ágæt og lifa enn. Frá Baldvin stafa orð eins og stjórnarskrá og landþingis- nefnd og þilskip og fjöllista- skóli. Orðið stjórnarskrá kem- ur fyrir í útlendu fréttunum, sem Baldvin skrifaði í Skírni 1830 (um árið 1829) „með sinni venjulegu málsnilld“, sagði forseti Bókmenntafélagsins. Stjórnarskrá eru „lög sem ákveða stjórnarformið", konstitutionina og þarna kem- ur einnig fyrir orðið stjórnar- ráð. í Ármanni 1831 segir Baldvin, að „þiljuskip, sam- andregið þilskip, held ég megi vel brúka fyrir það danska Dækskip". MMtIIOLY Fasteignasala — Bankastræti SÍMAR 29680 — 29455 — 3 LÍNUR Opiö í dag 1—4 Stærri eignir Laugarnes Ca. 85—90 fm sérhæö í góöu steinhúsi viö Laugarnesveg, ásamt 37 fm góöum bílskúr og útigeymslu. íbúöin, sem þarfnast standsetningar, er 2 svefn- herb., stofa og eldhús meö búri. Verö 1550—1600 þús. Hafnarfjörður Lítiö eldra einbýli í vesturbænum ca. 70 fm hæö og kjallari og geymsluris yfir. Uppi er eldhús, stofa og baö. Niöri eru 2 herb. og þvottahús. Húsiö er allt endur- nýjaö og í góöu standi. Steinkjallari og timbur yfir. Möguleikar á stækkun. Ákv. sala. Verö 1450—1500 þús. Hólahverfi Nýtt einbýli, hæö og kallari meö inn- byggöum bílksúr, ca. 300 fm. Á hæöinni eru stofur, eldhús með búri og þvotta- hús innaf, og í sórálmu 4 svefnherb. og baö. í kjallara er stórt herb., þvottahús og stór salur. Innangengt í bílskur. Ákv. sala. Vesturberg Parhús ca. 130 fm og fokheldur bílskúr. íbúöin er stofur og 3 svefnherb. og eldhús meö þvottahúsi innaf. Vinsæl og hentug stærö. Verö 2,5—2,6 millj. Neshagi Ca. 125 fm sérhæö á 1. hæð í þríbýli. Samliggjandi stofur og 2 herb. Suöur- svalir. Ákv. sala. Verö 2—2,1 millj. Skaftahlíð Ca. 115 fm íbúö á 3. hæö í góöri blokk. Mjög stórar stofur og 3 svefnherb. Hægt aö taka viðbótarherb. af stofu. Mjög góö sameign. Ákv. sala. Miðvangur Hf. Endaraöhús á 2 hæöum, ca. 166 fm ásamt bílskúr. Niöri eru stofur, eldhús og þvottahús. Uppi 4 svefnherb. og gott baöherb. Teppi á stofum. Parket á hinu. Innangengt í bílskúr. Verö 3—3,1 millj. Fossvogur Fokhelt parhús á 2 hæöum ca. 210 fm viö Ánaland. Niöri er gert ráð fyrir stof- um, eldhús meö þvottahúsi innaf og 1 herb. Uppi eru 4 stór herb. og baö. Arinn í stofu. Teikn. á skrifstofu. Verö 2.2 millj. Rauðagerði Ca. 220 fm einbýli á 2 hæöum + ris og bílskúr. Skilast fokhelt. Verö 2,2 millj. Vesturbær Gott einbýli úr timbri, kjallari, hæö og ris. Grunnflötur ca. 90 fm. Húsiö stend- ur á stórri lóö, sem má skipta og byggja t.d. 2 hæöa hús, eöa einbýli á annarrl lóöinni. Til greina kæmi sem hluti greiöslu eign sem í væru tvær þokka- legar ibúöir, t.d. hæö og ris eöa álíka. Teikningar og allar uppl. á skrifstofunni. Skólavörðustígur Ca. 125 fm efsta hæö í steinhúsi, sam- liggjandi stofur, tvö svefnherbergi, allar innréttingar nýjar, viöarklætt loft, ný teppi, nýjar lagnir, stórar svalir. Verö 2,1 millj. I 4ja herb. íbúðir Flúðasel Ca. 110 fm mjög góö ibúö á 1. hæö. Vand- aðar innréttingar. Góö teppi. Suöursvalir. Bílskýli. Verö 1700 þús. Austurberg Ca. 105 fm góö íbúö é 2. hæö. Góðir skáp- ar. Flísalagt baö. Verö 1400—1450 þús. Hrafnhólar Ca. 110 fm íbúö á 4. hæö. Góöar innrótt- ingar. Lyftublokk. Verö 1450—1500 þús. 2ja herb. íbúðir Gaukshólar Ca. 65 fm góö íbúö á 1. hæö í lyftu- blokk. Góöar innréttingar. Parket á gólfi. Góö sameign. Verö 1150—1200 þús. Möguleg skipti á 3ja herb. i Ðökk- unum, Háaleiti eöa nálægt Landspítal- anum. Álfaskeið Hf. Góö ca. 67 fm íbúö á 3. hæö. Parket á holi og eldhúsi, góö teppi á hinu. Suöur- valir. Bílskúrssökklar. Verö 1200 þús. Hafnarfjörður Höfum kaupendur sem eru aö leita aö eftirfarandi: 1. Sérhæö eöa raöhúsi á einni hæö meö bilskur. 2. Raöhúsi eöa hæö i noröurbæ. Verö ca. 2—2,8 millj. 3. Einbýli eöa sórhæö nálægt Kinnum eða Hvömmum. 4. Eldra einbýli sem má þarfnast standsetningar. Friörik Stefánsson víðskiptafræðingur. Ægir Brelöfjörð sölustj. D 3 í dag Vesturbænum 2ja herb. 70 fm góö íbúö á 3. hæö í nýlegri blokk. Gott útsýni. Verö 1.300 þús. Akveöin sala. Vantar fyrir heildsölustarfsemi Höfum fjársterkan kaupanda aö 350—400 fm lager- og skrifstofuhús- næöi, helzt allt á jaröhæö eöa á tveimur hæöum, með skrifstofuhluta á efri hæö. Æskileg staðetning er Múlahverfi, Skeifan eöa Sundaborg. Húsnæöiö má vera hvort heldur sem er fokhelt eöa fullbúiö. Raðhús í Selásnum Sala — skipti 200 fm fallegt 6—7 herb. raöhús á tveimur hæöum. 50 fm bílskúr. Húsiö er laust nú þegar. Ákveöin sala. Skiptí á 2ja—4ra herb. ibúö koma vel til greina. Verö 3,2 millj. Við Heiðnaberg m. bílskúr 200 fm vandaö endaraöhús á góöum staö. Husiö er nær fullbúiö. Verö 3,0—3,1 millj. í Heimunum — Skipti 175 fm glæsileg hæö í fjórbýlishúsi. Ibúöin hefur öll veriö standsett nýlega. Stór bílskúr auk 45 fm vinnuaöstööu. Við Hjallasel Vandaö 300 fm fullfrágengiö parhús. Bilskúr. Gott útsýni. Verö 3,5 millj. í skiptum — Sólheimar Gott raöhús viö Sólheima fæst í skipt- um fyrir 4ra herb. ibúö i lyftuhúsi viö Sólheima eöa Ljósheima. Hæð við Kvisthaga — Skipti 5 herbergja 130 fm 1. hæö m. bílskúr viö Kvisthaga fæst í skiptum fyrir 3ja—4ra herb. íbúö í Vesturborginni eöa viö Espigeröi. Við Hjallabraul Hf. 5 herb. glæsileg 130 fm íbúö á 1. hæö. Góö sameign. Verö 1.650—1.700 þús. Sérhæö í Hlíðunum 160 fm 7 herb. glæsileg sérhæö. Arinn í stofu. Bilskúr. Verö 3,1 millj. í nágrenni Landspítalans 5—6 herb. 150 fm nýstandsett íbúö. Ibúöin er hæö og ris. Á hæöinni er m.a. saml. stofur, herb., eldhús o.fl. í risi eru 2 herb., baö o.fl. Fallegt útsýni. Góöur garður. Glæsileg íbúö v/Krummahóla 6 herb. vönduö 160 fm íbúö á 6. og 7. hæö. Svalir í noröur og suöur. Bílskýli. Stórkostlegt útsýni. Við Alfheima 5 herb. 120 fm íbúö á 2. hæö ásamt 2 herb. í kjallara. Verö 1.750—1800 þút. Við Hringbraut Hf. m. bílskúr 4ra herb. miöhæö í þríbýlishúsi 40 fm bílskúr. Verö 1,7 millj. Verslunarpláss við Skólavörðustíg 45 fm á götu hæö. Verö 800 þút. Byggingarlóðir Raöhúsalóö á glæsilegum staö í Ár- túnsholti (teikningar). Einbýlishúsalóöir viö Ðollagaröa, Mosfellssveit og víöar. Við Háaleitisbraut 4ra herb. 110 fm jaröhæö. Sór inng. Verö 1400—1450 þús. í míðbænum 4ra herb. 110 fm nýstansett íbúö á 1. hæö. Nýtt verksm.gl. Nýjar lagnir. Nýleg hreinlætistæki og eldhúsinnr. o.fl. Við Birkimel 3ja herb. góö ibúö á 4. hæö ásamt aukaherb. í risi. Góö sameign. Verö 1450 þús. Við Arnarhraun 3ja herb. góö íbúö á jaröhæö (gengiö beint inn). Verö 1.350 þús. Við Eskihlíð 2ja—3ja herb. góö 75 fm íbúö í þribýl- ishúsi. Parket.Verö 1.250 þús. Einstaklingsíbúð við Flúðasel 45 fm einstaklingsibúö. Tilboö. í miðbænum 3ja herb. risibuö m. svölum. Verö 1 millj. Við Einarsnes 3ja herb. 75 fm íbúö á 2. hæö. Verö 1 millj. Vantar Vantar 2ja—3ja herb. íbúö á hæö í Heimum, Austurbrún, Espigeröi eða Háaleiti. Góö útborgun í boöi. 25 EionnmiÐLunin iXTKwr ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SIMI 27711 Sötustfórl Svsrrir Kristinsson Þorlsifur Guömundsson sðlumsöur Unnstsinn Bsck hrl., simi 12320 MróHur Hslldórsson lögtr. Kvöldsími sölumanns 30483. 29555 Skoöum og verö- metum eignir sam- dægurs 2ja herbergja íbúðir Krummahólar Falleg 55 fm íbúö á 3. hæð. | Bílskýli. Verö 1200—1250 þús. Álfaskeið 65 fm íbúð á 3. hæð. Bílskúr.| verð 1200 þús. Ásbraut Góð 55 fm íbúð í blokk. Hraunbær 2ja herb. stór íbúð á jarðhæð. Gaukshólar 60 fm íbúð á 1. hæð. Verð 1150 | þús. Hraunbær 65 fm íbúð á 1. hæð. Verð 1200 | þús. Hraunbær 40 fm íbúð á jarðhæð. Verð | 700—750 þús. 3ja herbergja íbúðir Laugarnesvegur 3ja herb. íbúö á jarðhæð í tví- býli. Snotur íbúö. Verð 1000— | 1150 þús. Boöagrandi Mjög falleg 85 fm íbúð á 1. hæð. Góðar innréttingar. Barmahlíð Rúmlega 100 fm kjallaraíbúö. Fallegur garður. Verö 1550 þús. Bólstaðarhlíð Mikið endurnýjuð 80 fm íbúð á jarðhæð i þríbýli. Sér hiti, sér inngangur. Sér garður. Æskileg skipti á 3ja—4ra herb. íbúð í | Breiðholti. Laugavegur 65 fm íbúð á 2. hæð. Verö 1 millj. Tjarnarból 85 fm jarðhæð. Verð 1350 þús. 4ra herb. íbúðir og stærri Nýbýlavegur Nýleg 95 fm íbúð á 1. hæð. Mjög falleg íbúð. Stór og góöur bílskúr. Verð 1600 þús. Flúðasel 110 fm íbúð á 2. hæö. Bílskýli. Mjög falleg og vönduö íbúö. Verð 1700 þús. Framnesvegur 100 fm íbúð. Verð 1100—1200 þús. Jörfabakki 110 fm íbúð á 2. hæð. Sérþvottahús. Verð 1600 þús. Krummahólar 100 fm íbúð á 1. hæð. Suður- svalir. Verð 1400 þús. Melabraut 100 fm jaröhæð. Sérinng. Verð 1200 þús. Skipholt 4ra—5 herb. 125 fm íbúð á 4. hæð. Góð íbúð. Verö 1800 þús. Skipholt 130 fm sérhæð. Bílskursréttur. Verð 1800 þús. Skólagerði 130 fm sérhæð, 30 fm pláss í kjallara. Bilskúr. Verð 2200 þús. Stórageröi 4ra herb. 117 fm ibúö á 4. hæö. Verð 1650 þús. Þinghólsbraut 145 fm íbúð á 2. hæð. Sérhiti. Verð 2 millj. Einbýlishús og fl. Austurgata Hf. 100 fm parhús á tveimur hæð- ] um. Verð 1100 þús. Rituhólar Glæsilegt einbýlishús á tveimur | hæðum, fallegt + útsýni. Brúnás Fallegt raðhús. Verö 3,2 millj. Eignanaust Skipholti 5. Sími 29555 og 29558. Þorvaldur Lúviksson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.