Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 18
18 • MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER1983 Ásmundarsalur við Freyjugötu. Þar var fyrirtækið til húsa Grettisgata 16—18. Þar var starfsemin í 23 ár, 1945—1968. Bræðraborgarstígur 7—9. f þessum húsum var starfsemin árin 1943—1945. 1968—1981. Prentsmiðjan Oddi hf. 40 ára: Á í fiillu tré við fullkomnustu prentsmiðjur erlendis — segir Þorgeir Baldursson forstjóri FYRIR 40 árum, þann 9. október, hófu þrír ungir prentarar starf- rækslu prentsmiðju í einu horni Ásmundarsalar við Freyjugötu í Reykjavík. Prentararnir þrír voru einu starfsmenn fyrirtækisins og vélakosturinn var setjaravél og lítil bókapressa. Nú, 40 árum seinna, er Prentsmiðjan Oddi hf., en það nafn var prentsmiðjunni gefið í upphafi, orðin stærsta prentsmiðja landsins, sú sem ræður yfir fullkomnustum búnaði af þeim prentsmiðjum sem fást við almennt prentverk og starfs- mcnnirnir orðnir 130. Stofnendur Prentsmiðjunnar Odda hf. voru Baldur Eyþórsson, Björgvin Benediktsson og Ellert Ág. Magnússon. Ellert seldi þó fljótlega sinn hlut í fyrirtækinu, Björgvin starfar þar enn þann dag í dag sem verkstjóri og Baldur var forstjóri fyrirtækisins frá fyrsta degi þar til hann lést á síðastliðnu ári. Á sjötta áratugnum kom Gísli Gíslason, stórkaupmaður í Vest- mannaeyjum, inn í fyrirtækið og var hann stjórnarformaður þess þar til hann lést árið 1980. Björg- vin og fjölskyldur Baldurs og Gísla eiga fyrirtækið í dag. Björgvin er stjórnarformaöur og Þorgeir Baldursson, sonur Baldurs Eyþórssonar, er forstjóri. Tók hann við þegar faðir hans lést í fyrra. Úr Ásmundarsal flutti fyrir- tækið fljótlega að Grettisgötu 16. Það hafði í fyrstu eina hæð húss- ins til umráða en ekki leið á löngu þar til allt húsið var komið undir starfsemina, svo og ýmis nær- liggjandi hús. Var það húsnæði orðið mjög óhentugt og árið 1968 var keypt 5 hæða hús að Bræðra- borgarstíg 7. Var talið að þar með Baldur Eyþórsson, einn stofnenda og forstjóri 1943—1982. Björgvin Benediktsson, verkstjóri, einn stofnenda og stjórnarformaöur frá 1980. Gísli M. Gíslason, stórkaupmaður í Vestmannaeyjum, stjórnarformaður 1952—1980. Þorgeir Baldursson, forstjóri frá 1982. Starfsfólkið á Grettisgötunni árið 1963.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.