Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 t Maöurinn minn, KARL NORÐDAHL, bóndi, Hólmi við Suóurlandsveg, lést 5. október. Jaröarförin auglýst síðar. F.h. vandamanna, Salbjörg G. Norödahl. Faöir minn, t JÓHANNES ÁGÚST GUOJÓNSSON, vistmaöur á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund er látinn. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hans. Innilegar þakkir til allra þeirra sem hjúkruöu honum og hönnuðust hann i erfiöum veikindum. Anna Ágústsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför dóttur okkar, systur og frænku, JÓNU HELGADÓTTUR, Sogavegi 24, veröur gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 10. október kl. 10.30. Helgi Guómundsson, Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Helgadóttir, Guóný Helgadóttir, Katrín Eva Erlarsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför KRISTJÁNS ARNLJÓTSSONAR, fyrrverandí rafveitustjóra, Húsavík. Gerður Björnsdóttir og börn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför RAGNHEIOAR INGVARSDÓTTUR, fri Stað í Hrútafirði, Miötúni 26, Reykjavík. Vandamenn. t Þökkum samúð og hluttekningu viö andlát og útför PÁLÍNU PÁLSDÓTTUR, frá Hraungeróí á Eyrarbakka. Sérstakar þakkir viljum viö færa ráðamönnum og starfsfólki í Reykjalundi. Haukur Guðlaugsson, Grímhildur Bragadóttir og börn. Guölaugur Pálsson, Ingibjörg Jónasdóttír og börn. Kristín Vigfúsdóttir, Laufey Pálsdóttir og börn. Halldór Vigfússon, Ingibjörg Viglúsdóttir. t Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar, fööur og bróöur, PÁLS ARNARS RAGNARSSONAR, rennismiös, Otrateigi 20. Sérstakar þakkir sendum við Bjarna Hannessyni og starfsfólki gjörgæsludeildar Borgarspítalans, félagi járniönaöarmanna, sam- starfsfólki í Sindrasmiöjunni og starfsfólki á 2A Landakotsspítala. Sigríöur E. Jónsdóttir, Ragnar B. Henrysson, Bryndís Erla Pálsdóttir, Gylfi Þór Pálsson, Jón Ingi Ragnarsson, Ingibjörg Torfadóttir, Arnheiöur Ragnarsdóttir. Willy Hanssen yngri — Minning Fæddur 11. apríl 1958 Dáinn 26. september 1983 í dag kl. 16.00 verður minn- ingarathöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík um Willy Hanssen yngri. Willy fæddist í Nelson á Nýja Sjálandi. Foreldrar hans voru hollenskir innflytjendur, þau Elísabeth María Hanssen og eig- inmaður hennar, Willy Hanssen. Elísabeth María Hanssen lést 10. janúar 1967. Eftir móðurmissinn urðu straumhvörf í lífi fjölskyld- unnar er heimilisfaðirinn fékk sterka köllun Guðs um að koma til íslands til starfa í verki Drottins. Þessu kalli var hlýtt og hér á landi var barnahópnum fundin ný móð- ir. Það hlutverk féll í skaut Guð- laugar Óskarsdóttur Hanssen frá Siglufirði. Þetta er forsaga þess að Willy Hanssen yngri kemur hingað til lands 31. október 1970. Það var strax þennan sama vetur að leiðir okkar lágu saman og síð- an hafa vegir okkar oft skarast, enda var lífsstefnan hin sama og markmikin hin sömu. í byrjun dvalar Willy hér á landi fór strax að bera á tónlist- aráhuga hjá drengnum og bitnaði áhugi þessi á gítar þeirrar konu er hann kallaði móður, fyrstur barn- anna í hópnum, og reið þar á vað- ið, eins og oft síðar, til að efla einingu og kærleika. Forystuhæfi- leikarnir komu þannig snemma í ljós svo og einbeittur vilji og stefnufesta. En það þarf meira til að gera mann. Mann sem er sam- ferðafólki sínu ógleymanlegur og skilur eftir sig djúp spor. Það sem greindi Willy frá öllum þorra manna var hin fölskvalausa og einlæga löngun til að þjóna frels- ara sínum Drottni Jesú Kristi og bera honum vitni. Allt frá því að ég kynntist honum fyrst átti þetta hug hans allan. Hann var ólíkur öðrum ungum mönnum, því í öllu hans atferli kom í ljós að þar fór maður er hafði sjálfviljuglega vígt líf sitt Jesú Kristi. Æviár Willy hér á meðal okkar eru ekki mörg, en þegar litið er til baka og minnst er þeirra verkefna er hann lauk með sóma og reisn, þá undrast maður hversu miklu Guð fær áorkað í lífi eins manns á stuttum tíma. Wiliy kom til 35 landa og þjónaði Guði í söng og predikun í tíu þjóðlöndum. Tugir þúsunda manna nutu þjónustu hans og hundruð komust í snert- ingu við læknandi og frelsandi kraft Jesú Krists fyrir vitnisburð hans. Aðeins tuttugu og fimm ára gamall er Willy kominn í röð áhrifamikilla andlegra leiðtoga og aufúsugestur víða um heim meðal trúaðra. Willy söng inn á þrjár breiðskíf- ur fyrir „Pilgrim Records" í Lond- on og voru það mest lög og ljóð er hann samdi sjálfur. Willy naut mikillar virðingar hjá útgáfufyr- irtæki sínu og var fyrr á þessu ári skipaður í ábyrgðarstöðu innan þess. Willy var með fjórðu hljómplötu sína í smíðum, er hann var kallaður héðan og hafði hann lokið söng sínum, hljóðblöndun- inni er ólokið. Krossinn í Kópavogi var heima- söfnuður Willy og þar áttum við með honum margar ógleymanleg- ar stundir, þegar lofsöngur hans og trúarfullvissa færði inn slíka nærveru Guðs að enginn var ósnortinn. Allir sem þjóna Guði hljóta laun, þau laun, er opinberuðust hérna megin eilífðarinnar í lífi Willy, voru fólgin í æskuunnustu hans og síðar eiginkonu, Hafdísi Hilmarsdóttur Hanssen. Þau gengu í hjónaband 27. sept. 1980 og vantaði því dag upp á að hjóna- bandsárin yrði þrjú er dauðinn skildi þau að. Þau eignuðust eina dóttur, Söru Natasha, en hún varð ársgömul 17. sept. sl. Willy, Hafdís og Sara litla voru flutt til Nýja Sjálands og höfðu haslað sér starfsvettvang þar er hönd Drottins greip inn í, . í dag kveð ég mann, trúbróður, er átti vináttu mína og virðingu óskipta. Ég votta þeim sem eiga um sárt að binda mína dýpstu samúð. Gunnar Þorsteinsson Þann 15. maí sl. vor kvöddum við tengdason okkar og mág á Keflavíkurflugvelli, er hann lagði upp til Nýja Sjálands. Nokkrum dögum seinna ætlaði eiginkonan unga að hitta hann í London ásamt 8 mánaða gamalli dóttur. Að baki var 11 mánaða heimsókn hjá vinum og ættingjum á gamla, svala Fróni. Framundan beið Nýja Sjáland, þar sem byggja átti upp safnaðarstarf og stofna heimili. Sú hugsun var víðsfjarri, þegar við sáum hann hverfa með sitt bjarta bros inn um hlið flugstöðv- arinnar, að þetta væri í hinsta sinn er við sæjum þennan unga mann, sem á síðustu 3 árum hefur fært svo mikla gleði og birtu inn í fjölskyldu okkar. Hugurinn hvarflar nú aftur til sumarsins 1980, en þá kom Willy til íslands eftir um eins árs dvöl á Nýja Sjálandi, en þaðan flutti hann upphaflega til íslands 12 ára gamall. Því var veitt athygli á heimili okkar þetta vor, að nýjasta platan með söngvum Willy var oft á fóninum, en dóttir okkar Hafdís hafði kynnst Willy áður en hann fór í umrædda heimsókn til ætt- lands síns. Þau stuttu kynni hafa greinilega haft varanleg áhrif á þessi ungmenni, því að skömmu eftir að hann kom til íslands þetta vor ákveða þau að ganga í heilagt hjónaband, og þar með hefjast kynni okkar af þessum óvenjulega unga manni, sem þegar á barns- aldri hafði ákveðið að gefa Jesú líf sitt og helga stárf sitt boðun Fagnaðarerindisins og vexti Guðs ríkis meðal mannanna, og hafði stefnt ótrauður að þessari köllun sinni æ síðar. Eftir að hafa þjónað um nokk- urra vikna skeið í Færeyjum haustið 1980, eyddu ungu hjónin jólum og áramótum í faðmi fjöl- skyldunnar á íslandi, en fóru til Nýja Sjálands strax í janúar og þar þjónaði Willy vítt og breitt um landið næstu mánuði, uns hann var kallaður til þjónustu í Ástr- alíu og síðar á Kyrrahafseyjum í ársbyrjun 1982, en um það leyti munu þau hjómn hafa ákveðið að stofna heimili sitt og hefja fast safnaðarstarf á Nýja Sjálandi. Var því enn lagt í langferð um hálfan hnöttinn og stefnan sett á gamla Frón, til þess að kveðja vini og ættingja áður en búseta yrði tekin í hinu fjarlæga landi, og einnig til þess að hvílast eftir nær 18 mánaða erfiða þjónustu, og einnig til þess að búa sig undir það háleita lífsstarf, sem þetta unga fólk hafði helgað líf sitt. Dvölin hér heima varð 11 mánuðir, eins og áður sagði, tími óslitinnar gleði og blessunar fyrir okkur fjölskyld- una, og hér heima fæddist þeim dóttirin Sara Natasha, sem varð ársgömul þann 17. september sl. Óvenjulega sterk og hrífandi kærleiksbönd bundust milli þeirra feðginanna, og var engu líkara en Willy fyndist hann þurfa að njóta sem best hvers augnabliks sem honum gafst með dóttur sinni, enda varð hún undrafljótt mjög hænd að föður sínum. Þennan tíma, sem Willy dvaldi hér á landi í þetta skipti, þjónaði hann hjá þremur kristnum sam- félögum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Trú og lífi í Breiðholti, Vegin- um í Síðumúla 8 og Krossinum í Kópavogi, sem hann taldi alla tíð sinn heimasöfnuð. Auk þess hélt hann almennar samkomur í Lang- holtskirkju, Klúbbnum og Frí- kirkjunni í Reykjavík. Þessar samkomur eru öllum, sem þær sóttu, ógleymanlegar. Þær voru óþvingaðar og gleðiríkar. Við- staddir sungu, klöppuðu og jafnvel dönsuðu um í einskærri gleði, Drottni ,t;l dýr.ðar, en, þó hvíld.i djúp helgi yfir, og allir fundu að andi Guðs var nálægur og starfaði á stórkostlegan hátt í hjörtum manna og kvenna. Á samkomum þessum laukst upp fyrir okkur raunveruleg merking orðanna „að gleðjast í Kristi". í gegnum þjón- ustu Willy hefur Drottinn á und- ursamlegan hátt snert hjörtu fjölda fólks á þann veg, að líf þeirra hefur gjörbreyst. Um það getur vitnað stór hópur, eftir þann tíma sem Willy var hér á landi nú síðast. Guð hafði falið honum þá þjónustu, að opna hjörtu manna fyrir Fagnaðarerindinu um Jesúm Krist bæði í söng, predikun og ekki síst með fyrirbæn í Jesú nafni. Predikun hans var eingöngu byggð á orði Guðs, eins og það birtist í Biblíunni, og var hún sett fram á óvenju einlægan og mynd- rænan hátt, og því var hún áhrifa- rík og auðskilin öllum er á hlýddu. Við nefndum í upphafi þessarar greinar, að við hefðum kynnst óvenjulegum ungum manni. And- legur þroski hans var slíkur, að öllum var ljóst að Drottinn hafði þegar mótað djúpa drætti í hans innri mann. Skaphöfn hans var einstök. Hann færði með sér frið og gleði hvar sem hann fór, lundin var létt og augu hans opin fyrir því sem spaugilegt var, en þó fór ekki fram hjá neinum sú djúpa al- vara, sem inni fyrir bjó. Þolin- mæði og umburðarlyndi virtist hann eiga ómælda, en fyrst og fremst átti hann nokkuð, sem allir þrá; djúpan frið og gleði, grund- vallaða á einlægri trú og óbilandi trausti á Drottni okkar og frelsara Jesú Kristi. Slíkur var andlegur styrkur og trúartraust hans, að svo fársjúkur, að hann vart mátti mæla, hvatti hann konu sína og vini, sem umhverfis hann voru, til að lofa Guð. Þrengingar og sorg dóttur okkar og systur, svo óralangt frá fjöl- skyldu sinni, finnast okkur þyngri en tárum taki. Nú snýr hún heim úr fjarlægð, 22 ára gömul, með ársgamla dóttur sína. Það varð hlutskipti okkar, foreldra hennar, að fara með tilkynninguna um andlátið til fjölmiðla á þriggja ára brúðkaupsafmæli þeirra Hafdísar og Willy. Þetta var stuttur tími, en hann var umvafinn dýrð Guðs og hamingju hjónabandsins. Á þessum tíma hefur Hafdís séð meira af heiminum en flest okkar eiga nokkurn tíma kost á. Hún hefur upplifað stórkostlega þjón- ustu fyrir ríki Guðs, og notið þeirrar gleði að sjá sjónskert barn fá fulla sjón, barn sem fætt var heyrnarlaust fá fulla heyrn, hvort tveggja fyrir mátt heitrar bænar í Jesú nafni. Þegar við lítum til baka yfir þessi þrjú ár finnst okkur, sem þau hjónin hafi á þessu tímabili lifað heila manns- ævi. Svo litrík voru þessi ár og viðburðarrík, og svo djúp voru þau Krossar á leiði Framleiöi krossa á leiöi. Mismunandi gerðir. Uppl. í síma 73513.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.