Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Félagsfundur veröur haldinn sunnudaginn 9. október kl. 14 í lönó. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Kosning fulltrúa á 11. þing VMSÍ. 3. Viðhorf í kjaramálum. 4. Önnur mál. Félagar, fjölmenniö og sýniö skírteini viö innganginn. Stjórnin. 73>t$amai kahuúnn ^■rettisjötu 12 ~ 18 izusu Trooper diosol 1982 Hvllur, uklnn 26 þ. km. Alltlýri. Útvarp, aagulband. Bralð dakk og falgur. Alh. aér- atakl. ainangraður. Varð kr. 580 þúa. Mazda 626 2000 Sport 1982 Hvftur, akinn 25 þ. km. Sðllúga, rafm. I rúðum, o.fl. 5 glra bainak. Varð kr. 295 þúa. M. Bonz 280 S 1973 Bliaanz., 5 cyl., bainak. Aflatýri e.fl. Ekinn 25 þ. km á vél. Glaailagur bill. Varð kr. 305 þúa. (Skipti á ðdýrari.) M. Bonz 280 S 1973 Bléaanz., 9 eyl., bainak. Aflatýrl o.fl. Eklnn 25 þ. km é vél. Qlaaaitagur bfll. Vorð kr. 305 þúa. (Sklptl á ðdýrarl.) Honda Accord EX Sport '80 Silfurgrér. Ath. vðkvaatýri. Ekinn 41 þ. km. Varð kr. 220 þúa. (Skipti é ðdýrari.) Mazda 929 Hardtop 1983 Qullaanz. Eklnn aðalna 7 þ. km. Beinak. 5 gira. Útvarp, aagulband. Varð kr. 380 þúa. (Skipti ath. ðdýrarl.) Toyota Crown diesol 1982 Rauður, ajélfakiptur m/ðllu. Úrvalabfll. Varð kr. 450 þúa. Peugeot 505 QR 1982 Hvltur, aklnn 26 þ. km. Fallagur bill. Varð kr. 380 þúa. BMW 520 i 1982 Silturgrér, ekinn aðaina 11 þ. km. Sjélfak., aflatýri og flairi aérpantaðfr aukahlutir. Blll fyrir vandléta. Varð kr. 580 þúa. (Skipti ath. é ðdýrari.) PÓLÝFÓNKÓRINN KÓRSKÓLI PÓLÝFÓNKÓRSINS Skemmtileg, auðveld og ódýr leið til söngnáms — tómstundastarf sem gleður og bætir líf þitt 10 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST MÁNUDAGINN 10. OKTÓBER KL. 20.00. Staöur: Vörðuskóli viö Barónsstíg. Námsefni: Rétt beiting raddarinnar, rétt öndun. Kennarar: Siguröur Björnsson, óperusöngvari, Eiísabet Erlingsdóttir, óperusöngkona, Margrét Pálmadóttir, söngkona og tónlistarkennari, Ingólfur Guöbrandsson, söngstjóri. Nótnalestur, taktæfingar, almenn undirstööuatriöi tónlistar, tónheyrn. Kennarar: Helga Gunnarsdóttir, phil.cand. kennari viö Kenn- araháskóla íslands. Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri. Gríptu þetta frábæra tækifæri til aö þroska og þjálfa rödd þína og læra grundvallaratriði tón- menntar. Kennslugjald aöeins kr. 750 fyrir 20 stundir, greið- ist fyrirfram. Ath: Þeim, sem ná góöum árangri stendur til boöa aö starfa meö Pólýfónkórnum aö námskeiðinu loknu og fá gjaldiö endur- greitt. f 8Íma 26611 a Skrifstofutíma og S2795, 43740 og 39382 á kvoiam 2® um he,9ar- 7 Skurðir, stjórnarráð og tímaskekkjur Myndin hér aö ofan er af húsum sovéska sendiráðsins við Garðastræti 33 og 35 í Reykjavík en frá skurðgreftri viö þau er sagt í Staksteinum í dag. Þar er einnig rætt um tillögu Alberts Guömundssonar um breytingu á stjórnarráðslögun- unum og pólitískar tímaskekkjur Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Diplómatar í skurðgreftri Þeir sem áttu leið um Garðastrætið í Reykjavík á fimmtudaginn veittu því at- hygli að fyrir framan hús sovéska sendiráðsins voru tveir menn að rífa upp gangstétt og grafa skurð. Við nánari athugun kom í Ijós að þar voru starfs- menn sovéska sendiráðs- ins að verki. Sovéska sendiráðið er mannflesta sendiráðið í Reykjavík. Alls eru 86 sov- éskir borgarar í því, þar af 38 diplómatar en til sam- anburðar má geta þess að í bandaríska sendiráðinu eru alls 36 bandarískir borgarar, þar af 22 starfs- menn. Sé borinn saman fjöldi erlendra ríkisborgara í sendiráðum í Reykjavfk í austur-evrópsku sendiráð- unum þremur (Sovétríkj- anna, Austur-I>ýskalands og Tékkóslóvakíu) annars vegar og níu annarra rfkja (Danmerkur, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Vestur- Þýskalands, Kína, Frakk- lands, Bandaríkjanna og Bretlands) hins vegar kem- ur í Ijós að í þessum níu eru erlendir rfltisborgarar jafnmargir (96) og í hinum þremur samtals (96). Margsinnis hafa birst vangaveltur um þaö, hvað allur þessi fjöldi starfs- manna í sovéska sendiráö- inu sé að gera. Eitt af verk- efnum sendiráðsmann- anna er að rífa upp gang- stéttir og grafa skurði í Garðastrætinu. Sovéska ríkið á tvær fasteignir við Garðastræti. Það eignar- hald veitir sovéskum dipló- mötum hins vegar enga heimild til að rífa upp gangstéttir og vinna við skurðgröft á eign Reykja- víkurborgar. Nauðsynlegt er að rétt íslensk yfirvöld veki at- hygli sovéska sendiherrans á þessu um leið og þau krefjast skýringa á þessum skurðgreftri. Jafnframt er Ijóst að sovéska ríkið getur dregið úr mannahaldi í sendiráði sínu hér á landi eftir að yfirvöldum þar í landi er Ijóst að þaö sé ekki við hæfi að sovéskir diplómatar stundi skurð- gröft á íslandi. Líklegt er að starfsmenn íslenska sendiráðsins f Moskvu yrðu gerðir brottrækir það- an ef þeir færu út á götur Moskvuborgar með haka og skóflu og byrjuðu aö grafa þar skurði. Breyting á stjórnarráðinu Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, hefur nú lagt róttæka tillögu fyrir nefnd þá sem vinnur að endurskoðun laga og reglu- gerðar um Stjórnarráð ís- lands. Eins og fram kom hér í blaðinu í gær vill ráðherrann að viðskipta- ráðuneytið sé liðað f sund- ur og hluti þess lagöur und- ir fjármálaráðuneyti og þá I væntanlega að sá hluti sem | eftir stendur verði á verk- sviði utanríkisráöuneytis- ins. Þessi hugmynd er ekki ný fyrir lesendur Morgun- blaðsins. Henni var hreyft af blaösins hálfu fyrir þó nokkru og áður en sú ríkis- stjórn sem nú situr kom til valda. Fjármálaráðherra vUI jafnframt að Byggða- sjóður og Framkvæmda- sjóður ríkisins verði færðir úr Framkvæmdastofnun ríkisins undir fjármála- ráðuneyti. Um þessa tillögu voru skiptar skoðanir í ríkis- stjórninni og af frétt Morg- unblaðsins má ráöa að af- staða einstakra ráðherra mótist ekki af því hvort þeir eru flokksbræður Al- berts eða ekki heldur mót- ist afstaöan af viðhorfi þeirra til stofnananna sem um er að ræða. Auðvitað ber að virða slík sjónarmið og Ijóst er að stjórnarráös- og stjórnkerfísnefndinni verður mikill vandi á hönd- um í þessu efni ætli hún að leggja fram tillögur með það í huga að þær nái fram að ganga með stuðningi stjórnarflokkanna. Ekki er öruggt að sá | háttur sem Albert hefur haft á því að koma sjón- armiðum sínum í þessu efni fram sé hinn besti til að tryggja framgang þeirra. Er mjög bagalegt ef nauð- synjamál af þessu tagi komast ekki til fram- kvæmda vegna málsmeð- ferðarinnar. Tímaskekkja Þegar Jón Baldvin Hannibalsson, þingmaður Alþýðuflokksins í Reykja- vík, stóð upp á húsnæðis- fundinum í Sigtúni og ætl- aði að slá flokk sinn til riddara var hann púaður niöur. Kom í Ijós að fund- armennirnir 2000 litu á upphlaup hans sem tíma- skekkju. Sú spurning vaknar hvort stjórnmála- grein þingmannsins hér í blaöinu á fimmtudaginn sé ekki líka pólitísk tíma- skekkja, hann fjalli af svo miklum stráksskap um hin alvarlegustu mál að menn taki hann ekki alvarlega. Það lofar ekki góðu ef um- ræður á þingi verða í sama dúr og jafnvel verri. HLJÓMPLÖTUR - KASSETTUR Stórkostleg rýmingarsala Nú setjum viö á útsölu hverja einustu stóra plötu og kassettu sem við höfum gefið út allt fram á þetta ár — og enn er fáanlegt. Þessar plötur og kassettur verður alls ekki framar að finna í verslunum. Aðeíns fáein eintök eru til af sumum plötum og þær veröa ekki endurútgefn- ar. EITT VERÐ Á ÖLLU: PLATA EÐA KASSETTA A AÐEINS KR. 70.- ,/£GV)BT gamanefni esT^ þJÓOLÖG POPMÚSIK emsöNGUB kvA/ít bimnakvedskapur °»ou» OPIÐ í DAG KL. 9—18 SG-HLJÓMPLÖTUR, ÁRMÚLA 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.