Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 24 fWtripfl Útgefandi nlribtfeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 20 kr. eintakið. Vendipunktur til betri tíðar? Anægjulegasta innlenda frétt vikunnar er tvímæla- laust sú, að miðstjórn ASÍ hef- ur tekið boði VSÍ um viðræður aðila til að móta sameiginlega stefnu um eflingu íslenskra at- vinnuvega. Þessi frétt vekur vonir, sem þjóðin á mikið undir að rætist í samátaki til betri tíðar. Þjóðarframleiðsla hefur rýrnað um 10% á hvern vinn- andi mann. Verðþróun ís- lenskrar framleiðslu erlendis hefur verið neikvæð. Þjóðar- tekjur, sem lífskjörum ráða í raun, hvað sem kjarasamning- um líður, hafa skroppið saman. Við höfum haldið atvinnu- vegum gangandi og þjóðar- eyðslu lítt breyttri með ofnýt- ingu fiskistofna, viðskiptahalla við útlönd og erlendri skulda- söfnun. Á fyrstu mánuðum þessa árs settum við, enn einn ganginn, íslands- og Evrópumet í verð- bólgu. Atvinnuvegir og opin- berar stofnanir stóðu í dyrum stöðvunar vegna viðvarandi út- gjalda langt umfram tekjur, skuldasöfnunar og vaxtakostn- aðar. Ljóst var á vormánuðum að víðtækt atvinnuleysi var framundan, ef ekki yrði gripið til skjótvirkra aðgerða. Það er eðlilegt að deilt sé um stjórnvaldsaðgerðir í lýðræð- isríki eins og bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, ekki síst það ákvæði sem hjó á samn- ingsrétt skamman tíma. Það má ekki síður deila um þá ákvörðun, að verða ekki við til- mælum um stutt vorþing, eins og þá horfði í þjóðarbúskapn- um. Um hitt verður ekki deilt, að umtalsverður árangur hefur náðst í hjöðnun verðbólgu og að mjög miklvægt er að varð- veita þann árangur. Við meg- um undir engum kringumstæð- um endurvekja verðbólgu- drauginn með sama hætti og gert var 1977, þegar mikilvæg- um árangri var glutrað niður. Það sem mest á ríður er sam- átak þjóðarinnar um nauðsyn- legar verðbólguvarnir og „endurhæfingu" atvinnuveg- anna. Við þurfum að styrkja þær stoðir — og fjölga þeim — sem verðmætasköpun í þjóðar- búskapnum hvílir á. Það er eina leiðin til bættra lífskjara. Það er í þessum snertipunkti sem hagsmunir þjóðarinnar sem heildar hnýtast órjúfan- lega. Þessi er og meginástæð- an, að miðstjórn ASI fellst á viðræður við VSÍ nú. Með þessum viðræðum hefja aðilar vinnumarkaðarins höf- uðatriði í hagsmunum umbjóð- enda sinna yfir pólitískt dæg- urþras — sem og persónulegt valdapot flokksforkólfa. Vonandi leiða viðræðurnar í Ijós að viðkomandi meini það einlæglega, að meta þjóðarhag ofar flokkspólitískum átökum. Þá verða þessar umræður tímamótaviðburður í þjóðlífinu — og vendipunktur til betri tíðar. Þrándar kerfis í götu sparnaðar Danska ríkisstjórnin hefur mætt skilningi hins al- menna borgara í viðleitni til sparnaðar í ríkisbúskapnum. Öðru máli gegnir um embætt- ismannakerfið. 1 skýrslu sem Ole P. Kristensen, lektor við Háskólann í Árósum, hefur samið fyrir stjórnskipaða nefnd er rannsakar embættis- mannaveldið og skriffinnskuna í opinberri stjórnsýslu f Dan- mörku, segir: „Enginn embættismaður hefur áhuga á því að spara sjálfan sig burt. Þess vegna leiða útreikningar embætt- ismanna alltaf í ljós, að sparn- aður á einmitt þeirra sviði muni hafa skelfilegar afleið- ingar í för með sér. Með tilliti til þessa verða stjórnmála- menn að taka ákvarðanir um sparnað." Ríkisútgjöld vaxa jafnt og þétt sem hlutfall af þjóðartekj- um, bæði hérlendis og erlendis. — Þegar þrengir að í þjóðar- búskapnum og þjóðartekjur rýrna, eins hér hefur gerst, verður ríkið að draga saman segl í eyðslu og skattheimtu. Poul Schluter, forsætisráð- herra Dana, segir í viðtali við Berlingske Tidende: „Ríkis- stjórnin hefur gert sér grein fyrir því, að mikil þörf er á að hið opinbera læri af reynslu einkaframtaksins í atvinnulíf- inu um starfsvirkni." Frú Britta Schall Holberg, innan- ríkisráðherra Dana, segir: „AJ- veg eins og úti í atvinnulífinu, þar sem einkareksturinn ræð- ur, ber að hv.etja starfsmenn hins opinbera til þess að fara betur með peninga og finna leiðir til þess að spara þar sem það er unnt, án þess að dregið verði úr viðkomandi þjónustu." Enginn vafi er á því að mjög víða má koma við hagræðingu og spara í ríkiskerfinu án þess að draga að ráði úr þjónustu. En embættismannavaldið á ekki að hafa síðasta orðið um möguleika í því efni; „enginn er dómari í eigin sök“, segir mál- tækið. Á þessum vettvangi verða stjórnmálamennirnir að taka af skarið. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Þátttaka í mótmælagöngu samtaka sænskra atvinnurekenda var talsvert meiri en ráð hafði verið fyrir gert. Hér er hluti göngumanna á Norrbrö, en um 100 þúsund tóku þátt. Aðeins 20% Svía styðja áform um launþegasjóði MÓTMÆLAGANGAN, sem samtök sænskra atvinnurekenda efndu til í Stokkhólmi í vikunni, hefur vakið athygli. Gangan var farin til að undir- strika andúð atvinnurekenda á áformum stjórnar Olafs Palme um launþega- sjóði, en þeir teija að stofnun sjóðanna verði skref í átt til kommúnisma í Svíþjóð. Margfalt fleiri tóku þátt í göngunni en búizt hafði verið við, eða um 100 þúsund manns, og hinar miklu undirtektir voru sagðar táknrænar fyrir andstöðu Svía við sjóðina. Mótmælaganga atvinnurek- enda var farin á þingsetn- ingardaginn og endaði með mót- mælafundi við þinghúsið, en á sama tíma og hann fór fram skýrði Palme frá áformum stjórn- arinnar í þingræðu og sagðist þar hvergi mundu hvika frá stefnu sinni, þrátt fyrir mikla andstöðu, og boðaði frumvarp um launþega- sjóðina í næsta mánuði. Áformað er að frumvarpið komi til af- greiðslu fyrir jól og að sjóðirnir taki til starfa um næstu áramót. Hugmyndir. um launþegasjóð- ina hefur klofið sænsku þjóðina í tvennt allt frá því 1975 er hug- myndin um þá var fyrst lögð fram. Sjóðunum er ætlað að kaupa hluti í atvinnufyrirtækjum, og þar með koma á „efnahagslýð- ræði“, eins og það hefur verið orðað. í upphafi var ætlunin að sjóðirnir keyptu hlutabréf í öllum atvinnufyrirtækjum Svfþjóðar, sem eru rúmlega 100 þúsund tals- ins, en eins og ráð er gert fyrir í dag næðu lögin til aðeins rúmlega 2500 hlutafélaga. Sjóðirnir verða fjármagnaðir með þeim hætti, að sérstakur 20% skattur verður lagður á hagnað fyrirtækja og einnig verður lagð- ur á sérstakur launaskattur af þessu tilefni. Ágóðaskattinum er ætlað að standa undir þremur fjórðu hlutum fjármagnsþarfar sjóðanna. Hann verður innheimt- ur hjá fyrirtækjum sem sýna meira en hálfrar milljónar króna hagnað, eða ef hagnaðurinn verð- ur meiri en sem nemur 6% af launakostnaði. Launaskatturinn nýi nemur 0,2% og er ætlað að standa undir fjórðungi fjárþarfar sjóðanna. Prósentan kann að sýnast lág, en atvinnurekendum þykir nóg kom- ið í þessum efnum, þar sem launa- tengd gjöld fyrirtækja eru komin upp í allt að 50% af launum. Verkalýðsforingjar við kjötkatlana Samkvæmt áformum stjórnar Palme verða sjóðirnir fimm og dreifðir um landið til þess að greiða fyrir framgangi byggða- stefnu. Sjóðunum eiga jafnmörg landshlutaráð að stjórna, og þykir ljóst að almennir launþegar muni ekki eiga greiðan aðgang þar að, heldur muni stjórn sjóðanna fær- ast á hendur valdra verkalýðsfor- ingja. Sjóðunum er ætlað að kaupa hlutabréf, og þar með áhrif, í fyrirtækjum í eigu ein- staklinga, fyrir allt að þrjá millj- arða sænskra króna árlega. Sjóð- irnir mega þó ekki eiga meira en 49,9% hluta í fyrirtækjum. Ef áform Palme ná fram að ganga verða um 10% allra hlutabréfa í sænsku atvinnulffi í eigu sjóð- anna um 1990. Þrátt fyrir ákafan ásetning í þessum efnum, er ljóst áð Palme mun eiga erfiða daga fyrir hönd- um vegna launþegasjóðanna. Fimm helztu samtök vinnuveit- enda og atvinnurekstrar hafa hafnað boði hans um viðræður um efnahagsstefnuna. Og stjórnar- andstaða Hægri flokksins, Mið- flokksins og Frjálslynda flokksins eru sameinaðri nú í andstöðunni við sjóðina heldur en þeir voru nokkru sinni, meðan borgara- flokkarnir voru við stjórnvölinn. Andstaöa borgara- flokkanna Borgaraflokkarnir hafa lýst yf- ir því að Jafnaðarmannaflokkur- inn verði að hætta við áform sín um launþegasjóðina ef ríkis- stjórnin vill stuðning flokkanna við verðfestingaráform sín, sem nauðsynleg eru til að sem mest gagn megi verða af 16% gengis- fellingunni fyrir ári. Jafnaðarmannaflokkurinn ræð- ur 166 þingsætum af 349 í sænska þinginu, og getur því aðeins komið frumvarpi um launþegasjóðina í gegn með stuðningi 20 þingmanna Kommúnistaflokksins. Stuðning- ur kommúnista er þó ekki auð- keyptur þar sem þeir hafna efna- hagsstefnu Palme, sem miðar að því að draga úr halla í ríkisbú- skapnum og koma verðbólgu úr 9% í 4%. Ríghaldi Palme því í áformin um launþegasjóðina gæti það kostað hann tækifæri til að endurreisa sænskt efnahagslíf. Borgaraflokkarnir hafa jafn- framt lýst yfir því, að komist þeir til valda eftir kosningar, sem ráð- gerðar eru 1985, myndu þeir gera það sem í þeirra valdi stæði til að leggja sjóðina niður. Það er ekki aðeins tvísýna um þingmeirihluta við áformin um launþegasjóðina, því samkvæmt skoðanakönnunum styðja aðeins um og innan við 20% þjóðarinnar áform Palme, og rúmlega 50% eru ákveðið á móti sjóðastofnuninni. Jafnvel meðal kjósenda Jafnað- armannaflokksins er lítill minni- hluti fylgjandi sjóðastofnuninni og til eru verkalýðsleiðtogar, sem lýst hafa andstöðu við sjóðina. Endalok markaðsbúskapar og einkaframtaks? Atvinnurekendur og andstæð- ingar sjóðanna fullyrða að atvinnulýðræði aukist ekki, nema síður væri, við tilkomu sjóðanna. Öllu raunhæfara væri að örva ein- staklinga til þátttöku í atvinnu- rekstri með einkakaupum þeirra á hlutabréfum. Sjóðirnir geti ekki tekið á sig eigendaábyrgð, nauð- synlegra sé að eignaraðild og ábyrgð sé á hendi eigendanna sjálfra. Segja andstæðingar laun- þegasjóðanna að verði þeir að veruleika, muni það marka upp- haf endaloka markaðsbúskapar og einkaframtaks. En þrátt fyrir ágreininginn um launþegasjóðina hefur verð á hlutabréfum í Svíþjóð hækkað að undanförnu og sér ekki fyrir end- ann á þeirri þróun. Það er einnig talin trygging fyrir því að hluta- bréf falli ekki í verði að í vændum skuli vera hlutabréfakaup fyrir allt að þrjá milljarða sænskra skattkróna á ári hverju. Ýmsir stjórnmálaskýrendur telja að svo kunni að fara að Palme hætti við eðá a.m.k. fresti áformum sínum um launþega- sjóðina á þeirri forsendu að þörf sé miklu meiri samstöðu um stefnu í efnahagsmálum en nú er í Svíþjóð. Aðrir segja að hann eigi ekki annarra kosta völ en halda launþegasjóðaáformunum til streitu. Það mun koma í ljós á næstu vikum hver raunin verður. Heimildir: Economist. AP. Agúst Asgeirsson er bladamaöur í erlendri fréttadeild á Morgunhlad- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.