Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 27 Pétur Bjarnason Pétur Bjarnason settur fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis KAGNHILDUR Helgadóttir, menntamálaráöherra, hefur sett Pét- ur Bjamason, skólastjóra, í embætti fræðslustjóra Vestfjarðaumdæmis í fjarveru skipaðs fræðslustjóra. Er hann settur frá 10. október og fær jafnframt launalaust leyfi frá skóla- stjórastarfí við Varmárskóla í Mos- fellssveit frá sama tíma. Pétur er fæddur 12. júní 1941 á Bíldudal, sonur hjónanna Bjarna Péturssonar, sjómanns og Hólm- fríðar Jónsdóttur. Hann lauk kennaraprófi árið 1964 og kenndi síðan við ýmsa skóla. Frá árinu 1977 hefur hann verið skólastjóri Varmárskóla í Mosfellssveit. Pét- ur hefur átt sæti í hreppsnefnd Mosfellshrepps síðan 1982, en árin 1970—76 átti hann sæti í hrepps- nefnd Suðurfjarðarhrepps, um tíma sem oddviti og sveitarstjóri. Hann hefur einnig átt sæti í stjórn ýmissa félaga og fyrir- tækja. í fyrra var hann skipaður í nefnd á vegum fræðsluskrifstof- unnar i Reykjanesumdæmi til að gera úttekt á starfsemi og fram- tíðaruppbyggingu fræðsluskrif- stofunnar. Eiginkona Péturs er Gréta Jónsdóttir, starfsmaður á Tjalda- nesheimilinu. Vetrarstarf tón- listarfélagsins hefst í dag VETRARSTARF Tónlistarfélags- ins í Reykjavik hefst í dag með tónleikum, sem haldnir verða kl. 14.30 í Austurbæjarbíói. Á tón- leikunum kemur Finlandia Trio fram, en það skipa þeir Ulf Hást- backa, fiðuleikari, Veikko Höylá, sellóleikari, og Izumi Tateno, píanóleikari. Á tónleikaáætlun vetrarins eru um tíu atriði, þar af tvö fyrir ára- mót auk tónleikanna í kvöld. Jan- us Starker, sellóleikari, heldur tónleika þann 29. þessa mánaðar og Kristján Jóhannsson, söngvari, þann 26. nóvember. Kvartmílukeppni um helgina Kvartmíluklúbburinn heldur sina síðustu keppni á í dag, laugardag, á kvartmílubrautinni við Straumsvík. Þessi keppni er sú fimmta sem haldin hefur verið i sumar. GLCfHLEGT SUM4R! TIL KANARÍEm MCO ARNARFliGI Nú er „sumardagurinn fyrsti" á Kanarí ekki langt undan. Þar er vorhugur í fólki, og þegar Arnarflug byrjar Kanaríeyjaferðir sínar þann fyrsta nóvember - þá er sumarið komið. Arnarflugsferðirnar eru glæsilegri en Kanaríeyjaferðir hafa hingað til verið. Tvennt, fyrir utan sólina, sjóinn og verðlagið á Kanarí, gerir þær að einstökum ferðamöguleika: GIÆSILEG GISTING í litlum einbýlishúsum eða íbúðum á Barbacan Sol-nýjum og sérstaklega fallegum gististað, sem íslenskir Kanaríeyjafarar hafa lengi óskað sér, en fá nú í fyrsta sinn að njóta. Aðstaðan er stórglæsHeg og fjölbreytt - tvær sundlaugar, golf- og tennisvellir, verslunarmiðstöð, veitingastaðir, barir, spilasalir og fleira - allt er fyrsta flokks. AMSITRDÁMDVÖLI KUJPBÆTI Einstakt tækifæri til að kynnast heimsborginni Amsterdam. Veisluhöld í mat og drykk, ótal verslunarmöguleikar og fjörugt næturlífið er ógleymanlegt í þessari fallegu borg, sem svo rækilega hefur slegið í gegn meðal Islendinga. Viðburðarík sólarhringsdvöl í upphafi og enda allra ferða, og möguleikar á framlengingu. VERD LRÁ KR.22.686 m ðað við 4 í 3 herb. íbúð). Brottför: Alla þriðjudaga. 10, 17 og 24 daga ferðir. Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á lúxushótelinu Pulitzer í Amsterdam og íbúðagisting á Kanaríeyjum ásamt íslenskri fararstjórn. «■» _ Flugfólag með ferskan blæ .. ÁRNÁRFLUG ^ Lágmúla 7, sími 84477 Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofanria og fáið litmyndabækling með ítarlegum upplýsingum. Flóamarkaóur Áskirkju verður dagana 8. og 9. okt. í kjallara kirkjunnar v/Vesturbrún. Komið, sjáið, sannfærist. Opið 11—7 báða dagana. Allt milli himins og jaröar, gamalt og nýtt, ótal svefnbekkir, heimilistæki o.fl., o.fl. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.