Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Nýjar reglur um leiktækjasali: nema í fylgd með fullorðnum Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavík- ur á fimmtudag var samþykkt breyt- ing á 2. mgr. 81. gr. lögreglusam- þykktar fyrir Reykjavfk. Samkvæmt henni má enginn reka knattborð, spilakassa eða leiktæki gegn borgun nema með leyfi lögreglustjóra að fenginni umsögn borgarstjórnar. Iæyfið má einungis veita þeim sem hefur veitingaleyfi skv. 1. mgr. 53. gr. 1963 og er það veitt til fjögurra ára í senn. Börnum innan 14 ára aldurs er ekki heimill aðgangur að Tjarnarbakkar lagfærðir Á fundi borgarstjórnar var samþykkt tillaga frá Kristjáni Benediktssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að við gerð framkvæmda- og fjárhags- áætlunar Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár, verði gert ráð fyrir lag- færingum á bökkum Tjarnarinnar meðfram Vonarstræti og Fríkirkj- unni. Lagfæringar á þessu svæði hafa verið til umræðu í borgarstjórn í mörg ár og var þessi tillaga sam- þykkt samhljóða. Óðinn: slfkum tækjum nema í fylgd með forráðamönnum. Brjóti leyfishafi gegn þessum reglum, getur lögreglu- stjóri svipt hann leyfinu, láti leyfis- hafi ekki segjast við aðvörun. Tillaga kvennaframboðsins um að banna skuli rekstur knatt- borða, spilakassa eða leiktækja gegn borgun hlaut aðeins 5 at- kvæði og því ekki stuðning. Til- laga þeirra um að fjöldi spilakassa og leiktækja „skuli miðast við fjölda gesta skv. veitingaleyfi, þannig að eitt tæki verði heimilað pr. 50 gesti, en þó verði fjöldi tækja aldrei meiri en 10 á stað“ hlaut heldur ekki stuðning. Breyt- ing sú sem samþykkt var felur í sér verulega þrengingu frá þeirri reglu sem áður var í gildi. Margir árekstrar í umferðinni vegna hálku Lrennt var flutt í slysadeild eftir harðan árekstur í Hafnarfirði í gærmorgun. Fimm manna fjölskylda var í Mazda-bifreiðinni, hjón með þrjú börn. I»au slösuðust, þó þau hafi verið með öryggisbelti, en börnin sluppu án meiðsla — þau voru einnig með bflbelti. Ljóst er að stórslys hefði orðið, ef fólkið hefði ekki verið í beltum. Leyfisbeiðni Ellerts B. Schram: Kjördeildar að gera til- lögu um afgreiðslu strax Yngri en 14 ára fá ekki aðgang — segir Ólafur Jóhannesson aldursforseti, en niöurstaða þarf aö liggja fyrir áöur en forsetar veröa kjörnir Einróma áskorun f FRAMHALDI af frétt Morgun- blaðsins í gær um áskorun stjórna tveggja Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík á Geir Hallgrímsson, að gefa áfram kost á sér til for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum, skal tekið fram, að þessi áskorun var samþykkt einróma í stjórn Óðins, en það kom ekki skýrt fram í frétt blaðsins i gær. ALÞINGI tekur strax á mánu- dag afstöðu til óskar Ellerts B. Schram alþingismanns um launalaust leyfi frá störfum um ótilgreindan tíma. Eftir setn- ingu þingsins tekur Ólafur Jó- hannesson aldursforseti þings- ins við stjórn og áður en til kjörs forseta sameinaðs Al- þingis kemur munu kjördeildir rannsaka kjörbréf þingmanna. I>að verður hlutverk þeirrar kjördeildar sem fær kjörbréf Ellerts til athugunar að gera tillögu um meðferð málsins og í framhaldi af því í höndum aldursforseta að ákveða um af- greiðslu málsins, en niðurstaða þarf að liggja fyrir áður en til kosningar forseta kemur á þeim sama fundi. „Ég var að fá þetta bréf Ellerts og ætla að hugsa mál- ið yfir helgina, en ég hugsa að kjördeild leysi úr málinu“, sagði Ólafur Jóhannesson er Mbl. spurði hann hvernig staðið yrði að afgreiðslunni. Hann kvað það rétt vera að Alþingi yrði að taka afstöðu til málsins strax. Kjördeild- irnar eru þrjár samkvæmt þingsköpum og það verður því verkefni einnar þeirra að gera tillögu um hvernig að málinu skuli staðið. Ólafur vildi ekki tjá sig um persónu- lega skoðun sína á málinu, enda ætti hann eftir að at- huga gögnin. Hann kvaðst þó ekki minnast hliðstæðu, reyndar hefðu þingmenn oft fengið launalaus leyfi af persónulegum ástæðum, en líklega hefði beiðni sem þessi aldrei legið fyrir í upphafi þings eins og nú. TVeir tvítugir piltar: f gæzlu grun- aðir um þjófnaði úr bifreiðum TVEIR tvítugir piltar voru á mið- vikudagskvöldið úrskurðaðir í viku- langt gæzluvarðhald í Sakadómi Reykjavíkur vegna rannsóknar Rannsóknalögreglu ríkisins á þjófn- aði úr bifreiðum. Að undanförnu hefur talsvert borið á, að stolið væri úr bifreiðum í Reykjavík og þá eink- um hljómflutningstækjum og er um að ræða mikil verðmæti. Grunur beindist að piltunum vegna rannsóknar RLR á þjófnað- armáli. í fórum annars piltsins, sem áður komið hefur við sögu hjá RLR, fannst þýfi, — þar á meðal hljómflutningstæki, og voru þeir handteknir í kjölfarið. Grunur leikur á að piltarnir hafi verið all- aðsópsmiklir í að stela verðmæt- um úr bifreiðum. < I gæzlu vegna þjófnaðar úr hótelherbergi UNGUR maður var í gær úrskurðað- ur í viku gæzluvarðhald vegna rann- sóknar Rannsóknarlögreglu ríkisins á þjófnaði úr hótelherbergi á Hótel Loftleiðum. Aðfaranótt fimmtudags- ins var farið inn f hótelherbergi, sem útlend hjón höfðu á leigu og var 6.500 krónum stolið og 60 sterlings- pundum. Herbergið mun hafa verið ólæst. Maðurinn, sem var úrskurð- aður í gæzluvarðhald, hefur áður komið við sögu hjá RLR. ,,Fa) hef reynt að formúlera ýmislegt betur og fellt niður tvítekningar“ Spjallað við Halldór Laxness um útkomu Gerska ævintgrsins nú „Já, þykja mönnum þetta merk tíðindi?" sagði Halldór Laxness, þegar Mbl. ræddi við hann um nýja útgáfu á Gerska ævintýrinu, sem kemur út hjá Helgafelli fyrir jólin. Bókin kom út 1938 og hefur verið ófáanleg í áratugi. Mbl. spurði Halldór um gerska ævintýr- ið og hvernig sú bók var unnin á sínum tima. — Ja, það er nú svo feikilega langt síðan þetta var. Og skrifað á löngum tíma. Ég skrifaði nót- ísur, stundum í kompur, eða laus blöð og á ferð og ílugi, stundum í járnbrautarlestum, eða á hótel- um þar sem ljósadýrðin var svo mikil í loftinu, að ég gat naum- ast lesið hvað ég var að skrifa. Þannig var nú unnið að þessu. Ég var með skáldsögu í smíðum samtímis, Höll sumarlandsins og hún gekk fyrir og ég lauk henni á undan. En síðan vann ég úr þessum búnka. Tók verkið ekki mjög alvarlega. Þessu var svona hrönglað saman og ekki vandað mikið til og það var ekki nógu góður stíll í frásöguninni en ég setti þetta saman, gerði kapitulaskipti og eitthvað álíka .. ég man ég var að þessu í Reykholti í Borgarfirði, eftir að ég hrökklaðist frá Laugarvatni, þar sem allt varð krökkt af sumargestum. En þessi bók er hálf ófullburða í sinni fyrstu gerð, skrifuð í einum logandi hvelli. Svo að ég tók mig nú til, redigeraði henni, felldi úr endur- tekningar og held ég hafi kannski lagað tímasetningar og ýmislegt þar sem ég hafði verið rangt uppfræddur. Hvort það hafi verið mikil vinna nú? Ja, eiginlega. Þessi bók er eiginlega búin til úr loftsteinum á sínum tíma, svo að það fór dáiítill tími í að yfirfara hana. Ég reyndi að formúlera ýmislegt betur. Jú, ég ákvað að gera þetta vegna þess að menn hafa margsinnis komið að máli við mig — og meira að segja gert sér ferðir til mín langt að til að spyrja mig hvort ég ætti ekki þessa bók. Það hef ég rekið mig á. Halldor Laxness Hvort bókin hafi valdið umtali þá og hvort ég haldi hún geri það nú? Það voru nú aðallega skáld- sögurnar mínar sem voru um- deildar — og svo kannski Al- þýðubókin, sem er nú eiginlega barnabók. En svona frásagn- arbók ... ja, hún var líklega ekki gefin út í mjög stóru upplagi og seldist fljótt — hvarf alveg af markaðnum. Og ég get ekki ímyndað mér að hún færi að vekja umtal nú. Efnið er ekki lengur aktúelt, en mér fannst ég ekki geta skorast undan því að hún kæmi út aftur vegna þess að margt fólk hefur áhuga á henni og kvartar að fá hana ekki. Á sínum tíma var hún ekki samin við heppilegustu skilyrði og í fjölbreyttu umhverfi. Ég ímynda mér að hún sé betur formuð nú, þótt ég hafi ekki breytt — heldur gert ákveðnar umbætur á henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.