Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 MumsreiiK Sævar og Róbert efst- ir á Haustmóti TR HAUSTMOTTR. W3 i 2 3 7 5 to 7 8 9 10 u ii i TÖHfíNN HJAR7ARS., T.R c / 0 / 0 i 2 ELVAR &UE>Mums,T.R. 0 1 O / / /z 3 SPLVfíR BJfíRNfíSON, JR / / 7Z7Z I / 7z V HAUTÖR &. EMRSSONjMrt 0 0 O 7z / 5 MfíR&E/R PÉTURSSON, T.R. i / 0 / / (o HRfíFN LOFTSSON, T.R. W/, 0 0 G /z 7 RÓ6ER T HfíRÐfífíSON, U. 1 Y/Y/ 1 1 / 7z 2 7)fíN HfíNSSON, TR. 0 1 ó m 7 fíRNÖR BJORNSSON, TR. / 1 0 iO BENED/NT TÍNfíSSON. TR 0 7z 0 1 0 // H/LMfíR S. KfíRLSSON, TS. 0 0 O 0 /i W//. m /2 KfíRL þORSTE/Ns, T.R. 0 7z 7z 7z L2 Skák Margeir Pétursson ÞEIR Sævar Bjarnason og Róbert Haröarson eru efstir og jafnir á öflugasta meistaramóti Taflfélags Keykjavíkur frá því aö núverandi flokkaskipting var tekin upp. Með- al þátttakenda eru t.d. fjórir úr lið- inu sem tefldi í Chicago um daginn og efstu menn á öllum helstu mót- um sl. vetur auk nokkurra ungra og efnilegra skákmanna. Svo virö- ist sem algjör kynslóðaskipti séu yfirvofandi í forystuliði íslenskra skákmanna, því aldursforsetinn á mótinu, Dan Hansson, er aðeins rétt rúmlega þrítugur og Sævar Bjarnason er næstelstur, en örfá ár eru síðan hann var í hópi hinna yngstu í A-flokki. Það sem mest hefur komið á óvart er frábær byrjun Róberts Harðarsonar, 22ja ára Reykvík- ings, sem hefur tekið sífelldum framförum undanfarin ár. Rób- ert á þó enn eftir að mæta flest- um stigahæstu þátttakendunum og verður væntanlega fróðlegt að fylgjast með uppgjöri hans við þá. Sævar Bjarnason hefur aftur á móti þegar mætt mörgum af öflugustu keppinautum sínum og gæti reynst illstöðvanlegur, því flestum virðist hann nú tefla betur en nokkru sinni áður, en það sem af er árinu hefur Sævar verið í lægð. Töluverðrar skákþreytu virð- ist gæta hjá Chicagoförunum, en Jóhann Hjartarson hefur mætt öllum stigahæstu þátttakendun- um og gæti því komist á skrið í lokin. Árangur fslandsmeistarans, Hilmars Karlssonar, sýnir bezt hve mótið er sterkt, en hann hef- ur verið afar óheppinn það sem af er. Stöðuna í A-flokki má lesa út úr meðfylgjandi töflu, en í öðr- um flokkum er röðin þessi: B-flokkur: Björgvin Jónsson 4'A v. af 5 mógul. Páll Þórhallsson 4 v. og biðsk. Sveinn Kristinsson 4 v. C-flokkur: Eiríkur Björnsson 4'A v. Andri Áss Grétarss. 3‘A v. og biðsk. Sigurður H. Jónss. 3 v. D-flokkur: Gunnar Björnsson 4 v. og biðsk. í 2. til 3.: Jón Þ. Bergþórss. og Þröstur Þórhallss. 3‘A og biðsk. E-flokkur: f 1. til 2.: Þorvaldur Logason og Hannes Hlífar Stefánss. 4 v. og frestaða skák sín á milli. Friðrik Egilsson 4 v. Unglingafiokkur: 1.-2.: Hannes Hlífar Stefánss. og Andri Áss Grétarsson 3 v. af 3 mögul. Þátttakendur á Haustmótinu eru u.þ.b. 120 talsins og er teflt í tólf manna riðlum, nema í E- flokki og unglingaflokki þar sem keppt er eftir Monrad-kerfi. Svo sem kom fram í upptaln- ingunni að ofan er Hannes Hlíf- ar Stefánsson í efsta sæti í bæði E-flokki og unglingaflokki. Mjög eftirtektarverður árangur, sér- staklega ef aldur Hannesar er hafður í huga, en hann er aðeins ellefu ára. í eftirfarandi skák sem tefld var í E-flokki kom byrjanaþekking hans honum að góðum notum: Hvítt: Tryggvi Marteinsson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Spánski leikurinn I. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. CM) — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — (M», 8. c3 — d5!? Marshall-árásin. Svartur fórnar peði fyrir sóknarfæri. 9. exd5 — Kxd5, 10. Rxe5 — Rxe5, II. Hxe5 — c6, 12. d4 — Bd6, 13. Hel — Dh4, 14. g3 — Dh3, 15. Rd2? Þarna stendur riddarinn f vegi fyrir öðrum mönnum hvíts. Samkvæmt teóríunni er nauð- synlegt að leika 15. Be3 eða 15. Dd3. 15. — Bg4, 16. f3 16. — Bxg3!, 17. hxg3 — Dxg3+, 18. Khl — Rf4, 19. He2 — Bxf3+, 20. Rxf3 —Dxf3+, 21. Kh2 - Rxe2, 22. c4 - Dg3+, 23. Khl — Dh3, mát. Álafoss segir upp starfsmönnum: Margir endur- ráðnir nú STARFSMöNNUM við eina kembi- vél fyrirtækisins Alafoss hefur verið sagt upp störfum og taka fyrstu upp- sagnirnar gildi 15. október, en þær síðustu 31. desember. Alls er um að ræða 22 starfsmenn, sem sagt er upp störfum, en fimm stöður voru lausar hjá fyrirtækinu, sem fólk gat gengið inní. Að sögn Geirs Thorsteinssonar, starfsmannastjóra hjá Álafossi, eru miklar líkur á að tekist hafa að út- vega 4—5 öðrum vinnu hjá fyrirtæk- inu nú þegar, þannig að eftir eru ekki nema 12—13 starfsmenn sem þegar segja þurfi upp vegna þess að hætt hefur verið starfrækslu kembivélar- innar. Geir sagði að uppsagnirnar stöfuðu af samdrætti í sölu á lopa, fyrirtækið væri komið með lager sem dygði, miðað við núverandi sölu, fram í júní á næsta ári og því hefði ekki verið um annað að ræða en að hætta framleiðslunni. Að öðru leyti sagði hann að gott útlit væri hvað varðaði fatnað og aðra framleiðslu fyrirtækisins. Fyrstu uppsagnirnar taka gildi 15. október eins og fyrr sagði, en það fer eftir starfsreynslu við- komandi hve langan uppsagnar- frest hann hefur. Geir sagði að öllu fólkinu hefði verið sagt upp með fyrirvara um endurráðningu, fyrirtækið væri stórt og mörg störf iosnuðu. Hann sagði að fyrir- tækið myndi gera allt sem það gæti til þess að halda í fólkið, sem sagt hefði verið upp störfum. Hjá Álafossi vinna um það bil 370 manns allt í allt og því væru góðar líkur á því að tækist að útvega fólkinu vinnu áður en uppsagnirn- ar tækju gildi. Herdís Kristinsdóttir, trúnaðar- maður í pökkunardeild, en þar var flestum eða 13 sagt upp störfum, sagði að þegar hefði tekist að út- vega flestum þeirra sem sagt hafði verið upp störfum önnur störf hjá fyrirtækinu. NÝOG BETRI BIFREIBADEIID SAMBANDSINS BÍLASALA HÖFÐABAKKA 9-SIMI 39810 OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9—18 (OPIÐ í HÁDEGINU) LAUGARDAGA KL. 13—17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.