Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 12

Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 * *ESgg«*W ^screenpiay^ nssHA* o* HA itJuuntMtKjf™ H&7S} JgANE KEATOS jessk:. i íange s/ssr SEACFJC 'SAMSHEPARD. ssssss Ár Platoon og Pauls — spáð í Oscars- verðlaunaafhendinguna ’87 Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Enn er komið að Oscars-stund, afhendingu umdeildustu verðlauna kvikmyndaheimsins, og þeim eftir- sóttustu — hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Listrænt gildi þeirra hefur löngum þótt umdeilanlegt en hið viðskiptalega bláköld staðreynd sem í langflestum tilfellum hefur þýtt mikið brautargengi fyrir verð- launahafana, myndir sem menn. Óumdeilanleg er hinsvegar sú spenna og alheimsathygli sem fylg- ir í kjölfar þessara verðlauna bandarísku kvikmyndaakademí- unnar. Húllumhæið hefst þegar tilnefningamar birtast í febrúar ár hvert, stóra stundin rennur svo upp í kringum mánaðamótin mars/apríl, nú verða þau afhent þann 30. þ.m. Að venju ætla ég að leyfa mér að giska á hverjir hljóta hnossið aðfaranótt þriðjudagsins, um leið og ég birti allar helstu tilnefning- amar til Oscarsverðlaunanna sem nú verða afhent í sextugasta sinn. Ég vil minna á að úrslitin hafa oft komið á óvart og gert lítið úr spá- mönnum meiri mér! Afhendingin er ótrygg einsog íslensk veðrátta. Ég set þann sigurstranglegasta í efsta sætið, síðan koll af kolli. Tilnefningar: Besta mynd ársins: Platoon Hannah and Her Sisters A Room With a View The Mission Children of a Lesser God Besti karlleikari í aðalhlutverki: Paul Newman (The Color of Money) Dexter Gordon (Round Midnight) Bob Hoskins (Mona Lisa) William Hurt (Children of a Lesser God) James Woods (Salvador) Besti kvenleikari í aðalhlutverki: Kathleen Turner (Peggy Sue Got Married) Sissy Spacek (Crimes of the Heart) Marlee Matlin (Children of a Lesser God) Jane Fonda (The Moming After) Sigoumey Weaver (Aliens) Besti karlleikari í aukahlutverki: Michael Caine (Hannah and Her Sisters) Dennis Hopper (Hoosiers) Denholm Elliott (A Room With a View) Tom Berenger (Platoon) William Dafoe (Platoon) Kathleen Tumer Besti kvenleikari í aukahlutverki: Dianne Wiest (Hannah and Her Sisters) Oliver Stone T^ffÍl 0 BtST „estoMCTOO best soopoot.no «cioo sest sopnopt.no SÖNGUR OG SELLÓLEIKUR Gunnar Bjömsson og Agústa Ágústsdóttir Tónlist Jón Ásgeirsson Tónleikasalurinn í Menningar- miðstöðinni í Gerðubergi er vinalegur og hljómgóður og rétt mátulega stór fyrir kammertón- leika. A sunnudaginn var stóðu Ágústa Ágústsdóttir, sópransöng- kona, Gunnar Björnsson. sellóleik- ari, og Vilhelmína Ólafsdóttir, píanóleikari, fyrir sérstæðum tón- leikum, þar sem flutt voru tónverk eftir Bach, Wagner og Brahms. Fyrsta verkið á efnisskránni var §órða einleikssvítan fyrir selló eftir Bach. Þrátt fyrir að Gunnar eigi margt með sér að leggja, ágætan tón og tilfínningu fyrir skipan laghendinga, var leikur hans í fjórðu svítunni mjög ójafn. Það er í sjálfu sér ekkert tiltöku- mál þó sleppt sé takti og takti ef leikurinn er að öðm jöfnu vel út- færður. Annað verkið á efnis- skránni vom Wesendonk-söngv- amir eftir Wagner. Ágústa Ágústsdóttir hefur einstaklega fallega sópranrödd og hefur á síðari ámm tekið miklum fram- fömm í raddtækni. Margt var fallega gert í þessum söngvum þó söngkonan hefði sem best mátt halda á nótunum, til að koma í veg fyrir að gleyma texta og vera óviss á „innkomum", svo sem hún og gerði í síðasta verkinu, sem vom tveir söngvar eftir Brahms. Þar var söngur Ágústu mjög góður og samspil Gunnars á sellóið einstaklega fallegt í seinna laginu, vögguljóði, sem Brahms fléttar um gamalt sálma- lag. Ágústa er raddlega séð mjög góð söngkona en vantar auð- heyrilega að spreyta sig á stærri og íjölbreytilegri verkefnum en hingað til. Aukalagið, Tileinkun eftir Strauss, flutti Ágústa með miklum glæsibrag og þar naut sín falleg og þjál rödd hennar. Sam- leikari í Wesendonk-söngvunum og tveimur söngvum eftir Brahms var Vilhelmína Ólafsdóttir, sem stóð vel fyrir sínu. Nýtt hljóð- færií Norræna húsið Norræna húsið hefur frá því að það var tekið í notkun þjónað sem ágætis tónleikahús, sérstak- lega fyrir kammer- og einleikstón- leika. Nokkuð hefur það háð húsinu hin sfðari árin, að ekki var til staðar konsertflygill er hæfði húsinu og þeim listamönnum er þar tróðu upp. Nú hefur Norræna húsið eignast hljóðfæri af gerðinni Steinway and Sons og var það formlega tekið í notkun sl. sunnu- dagskvöld. Fjórir píanóleikarar, Gísli Magnússon, Jónas Ingi- mundarson. Berkovsky og Halldór Haraldsson, fluttu verk eftir Bach, Beethoven Schubert, Liszt og Copin. Verkin sem píanóleikar- amir fluttu voru mjög ólík og vel fallin til að gefa hlustendum hug- mynd um tóngæði og styrkþol hljóðfærisins. Gísli lék fyrstu preludíuna og fúguna úr „fúgun- um fjörutíu og átta“ eftir Bach og Bagatellu eftir Beethoven. Jón- as lék eitt af síðustu píanóverkum Schuberts. Berkovsky fullreyndi um styrkþol hljóðfærisins með tólftu ungversku rapsódíunni eftir Liszt og Halldór lauk tónleikunum með verkum eftir Chopin og síðast b-moll schersóinu. Svo sem dæmt verður eftir heym er þetta gott og tónfagurt hljóðfæri og bæði Halldór og þó sérstaklega Berkosvky tóku þann- ig til hendi, að ekki nema sterk- lega byggt hljóðfæri þolir vel slík átök. I smá spjalli er Knut Ödegárd flutti á undan tónleikun- um og þakkaði þeim er átt hefðu hlut að máli, varðandi Qármögnun og val á þessu hljóðfæri, gat hann þess að val á hljóðfæri væri vandaverk og er það rétt hjá hon- um. Það er sem sagt ekki talið ráðiegt að „panta" slíka hluti óséða, en því má einnig bæta við og vitna til þess sem sagt er um fólk, að „lengi má mannin reyna“ og þá Iáta margir undan um síðir, þó taldir hafi verið traustir. Það er í þeirri raun, sem býður þessa hljóðfæris, að fullráðið verður um trausta gerð þess. Umbúðalaust Myndlist Bragi Ásgeirsson Fyrir ári hélt Grétar Reynisson fyrstu málverkasýningu sína í Ný- listasafninu við Vatnsstíg. Grétar hafði lengi verið þekktur fyrir flest annað en hreint málverk enda skólaður í Nýlistadeild MHÍ og seinna í Hollandi, að ég best veit. Sýning Grétars í Nýlistasafninu vakti mikla athygli og einkum fyrir það hve hressilega var gengið til verks og að um leið höfðu margt myndanna merkilega þróað yfír- Luktar dyr. bragð og skynrænar víddir. Helst gat maður ályktað af sýningunni að Grétar hafi tekið skakka pólinn í hæðina hvað námsstefnu snerti, — hefði frekar átt að einbeita sér að málverkinu af fullum krafti frá upphafi. Meðbyrinn virðist hafa orðið Grétari nokkur uppörvun því að hann er með ennþá eina málverka- sýningu í gangi og nú í Gallerríi Svart á hvítu við Oðinstorg. Hafi einhveijir félagar Grétars álitið hann full klassískan í með- höndlun pentskúfsins fýrir ári má vera. að hann vilji reka af sér slyðruorðið með þessari fram- kvæmd sinni því að sýningin er öllu villtari og óhamdari en sú fyrri. En þetta gerir Grétar á sama tíma og málverkið hefur einmitt tekið þveröfuga stefnu þannig að nýlist dagsins er frekar hið yfirveg- aða hlutkennda málverk, a.m.k. í augnablikinu eða næstu 15 mínút- umar eins og sumir málarar komast að orði. En hvert heldur sem ofan á er um þessar mundir þá er það skoðun mín, að fyrri sýning Grétars hafí verið öllu merkilegri en þessi og þannig þykja mér hinar eldri mynd-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.