Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 15

Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 15
h MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 15 & 1» UNG í DAG . . . ELDRI SIÐAR . . . HVAÐ ÞÁ? Örugg afkoma er undirstaða sjálfstæðis einstaklinga, jafnt ungra sem aldinna. í blóma lífsins, meðan allt leikur í lyndi, framkvæmdageta og bjartsýni ráða ríkjum, vill gleymast að enginn flýr sitt ævikvöld. Þá vakna alltof margir upp við vondan draum: — Afkomu og sjálfstæði til ákvarðanatöku er ógnað af þröngum fjárhag. Eftirlaunin sníða stakk, sem ýmsum reynist óbærilega þröngur. Því ætti fyrirhyggja og framsýni að vera sem flestum leiðarljós, þegar litið er til ókominna ára. KAUPÞING HF. ryður nú nýjar brautir í lífeyrismálum með LÍFEYRISBRÉFUM sínum, sannkölluðum auðnusjóði ævikvöldsins. í samvinnu við ALMENNAR TRYGGINGAR HF. og ALMENNAR LÍFTRYGGINGAR HF. hleypir KAUPÞING af stokkunum einstæðri nýjung í íslenskum lífeyrismálum. Þú stofnar þinn eigin lífeyrissjóð! Dæmið er einfalt: Lífeyrissjóður, líf- trygging, trygging vegna veikinda, slysa og vinnutaps — áhyggjulaus ávöxtun. Allt í einum pakka. Þú semur um mánaðarlegar (eða ársfjórðungslegar) innborganir sem geta innifalið iðgjald vegna fyrr- greindra trygginga. En sért þú ekki aflögufær vegna veikinda eða slyss? Engar áhyggjur! Hér er um að ræða alvöru tryggingu, ekki öryggisleysi. Tryggingar þær sem Almennar Tryggingar og Almennar Líftryggingar bjóða væntanlegum kaupéndum LIFEYRISBRÉFANNA, í samráði við Kaupþing, fela í sér örugga vissu þess að innborganir halda áfram þrátt fyrir slys eða veikindi. Að auki er tryggt að sá sparnaður sem kaupendur Lífeyrisbréfanna stefna að að eiga i lok söfnunartímans verði greiddur út sé um óvænt starfslok að ræða. ÁRLEGA — 1.008.000* kr. SKATTFR JÁLSAR TEKJUR Hvernig? Segjum að þú leggir inn 8.000 krónur mánaðarlega í 25 ár. Miðað við 9% vexti umfram verðbólgu verður uppskeran við ævikvöld EIN MILLJÓN OG ÁTTA ÞÚSUND KRÓNUR í SKATTFRJÁLSAR TEKJUR, hvert ár, næstu 15 árin. Er féð bundið? Nei, innlegg þitt er fyrst og fremst þín óskipta eign. Þú tekur úr sjóðnum — teljirðu það henta og getur hætt við — bjóði þér svo við að horfa. Inneign þín er alltaf laus til útborgunar, að viðbættri verðtryggingu og hæstu vöxtum verðbréfa. Það eru því reglulegar raungildiskrónur, sem eigendur LÍFEYRISBREFANNA fá greiddar í lok sparnaðartímabilsins. Lengd sparnaðartíma, upphæð innlagðra fjármuna, ákvörðun tryggingaþáttarins, allt er þér þetta í sjálfsvald sett auk áframhaldandi ávöxtunar, kjósirðu hana. En KAUPÞING HF„ ALMENNAR TRYGGINGAR Hp. og ALMENNAR LÍFTRYGGINGAR HF. kynna þér leiðina að öruggum og ánægjulegum dögum með LÍFEYRISBRÉFUNUM — auðnusjóði ævikvöldsins. ÞAÐ SEM HÆGT ER AÐ BERA UR BYTUM MIOAO VIÐ MISMUNANDI SÖFNUNARTÍMA OG UPPHÆÐIR. 10 ára söfnunartimi 15 ára söfnunartfmi 25 ára söfnunartimi 5.000 kr. mánaöarlega árlegar tekjur I 15 ár 114.000 árlegar tekjur I 15 ár 216.000 árlegar tekjur f 15 ár 624.000 8.000 kr. mánaóarlega árlegar tekjur 115 ár 180.000 árlegar tekjur 115 ár 348.000 árlegar tekjur f 15 ár 1.008.000 13.000 Kr. mánaðarlega árlegar tekjur I 15 ár 294.000 árlegar tekjur I 15 ár 564.000 árlegar tekjur i 15 ár 1.644.000 • • KAUPÞiNG HF Húsi vorslunartrmar. »ími 68 69 88 > Év.S+'v AIFIKIOIMIA iLx. -j&xí'X-. Jk'%: wm aííWÍTíW tfPTíWlOINGAR mmmr? Il.m TRVCKIINOAR Sölustaður Lífeyrisbréfanna er hjá Kaupþing hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.