Morgunblaðið - 31.03.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 31.03.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 17 að kaupa inn skemmda ull. Það er verr farið með ullina í dag en var fyrir hálfi öld. Þar eiga ráðamenn í ullarverksmiðjunum fyrst og fremst sökina. Auðvitað má ekki gleyma skrifstofuliði bænda í Reykjavík. Annars er ég að velta því fyrir mér hvað gert yrði við verkstjóra í frystihúsi, sem héldi því fram í alvöru, að betra væri og hagkvæmara að kaupa fisk af Kanadamönnum en nýta okkar fisk. Ég mæli með því að íslenskar landbúnaðarvörur verði eins oft á borðum og hægt er. Auðvitað veit ég að gjaldeyriseyðendur eru mér ósammála. Þeir hafa aldrei hugsað um þjóðarhag. Lesið þið bara DV. íslensk pólitík virðist mér vera óheiðarleg og það þurfi að gera mikið átak til þess að sanngirni og heiðarleiki verði sett í hásætið. Ég fer ekki dult með það að ég var í Sjálfstæðisflokknum. Ég var og er aðdáandi Bjarna heitins Bene- diktssonar. Ég tel hann bera af öðrum stjómmálamönnum sem lýð- veldið hefur átt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og flokkurinn gengið eins og víxlaður hestur. Alltaf versnar gangurinn og er ekki nokkru líkur síðustu 4 árin. 4. Skipuleggja þarf allt landið með tilliti til byggðar og þá verði ekki meir en um 100 km á milli þéttbýlisstaða. Þessir þéttbýlisstaðir þurfa að hafa 700 til 1000 Búa í það minnsta. Þessar einingar ættu að vera sjálf- um sér nógar um þjónustu. Tryggja þarf sæmilega öruggar ferðir til og frá þéttbýlisstöðum sem hér um ræðir. Vegir þurfa að vera með bundnu slitlagi. Það á að vera liðin tíð að þéttbýlisstaðir geti myndast tilviljunarkennt. Skipuleggja ber landið með tilliti til búskaparhátta. Á sumum bestu svæðunum á að rækta skóg og þau svæði gætu orðið góð til kornrækt- ar. Vitað er að besta kjötið kemur frá svæðum, sem er með mikið af fjallendi oggóða fjallabeit. Til dæm- is þurfa bændur í Vestfjarðakjör- dæmi ekki á Reykjavíkurmarkaðin- styrk Bandalags jafnaðarmanna og hluta Framsóknarflokksins tókst að koma málinu í gegn. Um fram- göngu þingmanna Bandalags jafnaðarmanna hafði Eiður Guðna- son þetta að segja í Dagbl. 19. júní 1985: „Ráðleysið og ruglið í kring- um Bandalag jafnaðarmanna er hreint með ólíkindum eins og af- staða þeirra til útvarpslagafrum- varpsins ber með sér.“ Eiður Guðnason er nú formaður í þing- flokki þar sem þessir ráðlausu og rugluðu þingmenn eiga nú sæti. Það var ráðleysi og rugl að mati formanns þingflokks Alþýðu- flokksins að hafa stutt framgang málsins um fijálst útvarp. Það má því fullyrða að þetta mál hefði ekki náð fram að ganga ef samein- ing Bandalags jafnaðarmanna og Alþýðuflokks hefði verið um garð gengin. Það er því fullkomlega rétt að spyija eins og Hrafn Gunnlaugs- son hefur gert í blaðagrein, hvort Bylgjunni og Stöð 2 verði lokað komist þessir menn til valda á ný. Sj álf stæðisf lokkurinn Þessi afstaða sem birtist í afstöð- inni til fijáls útvarps er táknræn afstaða forræðishyggjuflokkanna til frelsisins yfirleitt. Álveg sömu rökin koma fram þegar rætt er um frelsi á öðrum sviðum. Þá er talað um að gróðaöflin ráði ríkjum, jafn- rétti sé fyrir borð borið, frumskóga- lögmálin taki gildi o.s.frv. Farsæl framkvæmd útvarpslaganna hefur afsannað allar þessar kenningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sér- stöðu sem málsvari einstaklings- og atvinnufrelsis í landinu. Þá sér- stöðu þarf flokkurinn að varðveita með trúverðugri stjórnarfram- kvæmd og stefnumótun. Þær fijáls- ræðishefðir sem ríkja og hafa ríkt innan Sjálfstæðisflokksins eru ekki til staðar í neinum öðrum stjórn- málaflokki. Þetta skulu kjósendur hafa í huga þegar þeir ganga að kjörborðinu 25. apríl nk. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Hann skipar 11. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. um að halda. Þeir fullnægja ekki markaðinum á Vestfjörðum. Mjólkurframleiðsla mundi verða um allt land vegna hinna nýju byggða, en þó mest í kringum Reykjavík og Akureyri, enda eru þar landgæði fyrir nautgripi ágæt. Að lokum Þó byggðastefnan sé nú á glap- stiguin vegna þess að þeir sem stjóma málum eru slitnir jir sam- bandi við landsbyggðina. Islenskir ráðamenn eru ekkert öðruvísi en aðrir ráðamenn hjá erlendum þjóð- um. Þeir átta sig sjaldan á hlutun- um fyrr en í odda skerst. Fólk er í vaxandi mæli að átta sig á því að sofni flokkur þess á verðinum og jafnvel vinni á móti hagsmunum þess þá á það að skipta og ganga í þann flokk sem stendur næst hugmyndum þess. í kosningunum eru margir flokk- ar í boði. Margir munu auglýsa sig vel. Þjóðarflokkurinn hefur ekki fjárráð til þess að eyða í auglýsing- ar og verður því að treysta á það að fólk nenni að hugsa og taki síðan sínar ákvarðanir.________________ Höfundur er kennari og bóndi í Miðhúsum i Rcykhólahreppi. Til leigu BHdshöfðilO 1. hæð: 750 fm, lofthæð 3,3 m. Þrennar innkeyrsludyr. 2. hæð: 1050 fm, lofthæð 2,7-4 m. Húsnæðið er bjart og nýstandsett. Rúmgóð bílastæði. Til leigu nú þégar. Upplýsingar í símum 32233 og 621600. * // S J Ó Ð H E I T Sannarlega tími til kominn. Fæstir hafa efni á að sjóða fisk- inn sinn daglega í hvítvíni. Allir hafa efni áMYSU -þið notið hana í staðinn. Mysan hefur mjög svipuð áhrif á bragðgæðin, auk þess sem súrinn hefur þau áhrif að eggjahvítuefni fisksins hleypur fyrr og lokar sárinu, en það tryggir varðveislu næringarefnanna. Hvemig værí að prófa eina uppskrift? SOÐIN LÚÐA OG LÚÐUSÚPA: Vi / mysa, Vi l vatn, 2 tsk. salt, 4 lárviðar- lauf, 800 g stórlúða, 10-12 sveskjur, 1-2 msk. rúsínur, V2 dl vatn, 1 msk. hveiti, 2 msk. sykur, 2 eggjarauður, 1 dl kaffirjómi (má sleppa). Blandið saman mysu, vatni og salti og látið suðuna koma upp. Setjið lúðuna í sjóðandi soðið og látið hana bull- sjóða í 1-2 mín. Takið pottinn af hellunni og látið fiskinn bíða í soðinu um stund. Færið hann síðan upp á fat og byrgið, til þess að halda honum heitum. Skohð sveskjur og rúsínur og sjóðið í soðinu í 5-10 mín. ásamt lárviðar- laufi. Búið til hveitijafning og jafnið súp- una. Látið sjóða í 5 mín. Þeytið eggja- rauður og sykur í skál. Jafnið nú súpunni út í eggjarauðurnar og hellið henni síðan út í pottinn og hitið að suðu. (Má ekki sjóða). Bragðbætið að síðustu með rjóm- anum. Berið fram soðnar kartöflur, smjör, gúrku og tómata með lúðunni og borðið súpuna með. Nú cetti nýji MYSUBÆKLINGURINN að vera kominn í flestar matvöruverslanir, fullur af góðum og auðveldum uppskriftum. Njóttu góðs af - nceldu þér í ókeypis eintak. Mjólkurdagsnefnd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.