Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 25

Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 25 i var auðugur áburðarverksmiðjueig- andi, Eben H. Horsford, sem kostaði fyrirtækið. Hann trúði því, að Leifur hefði lent fari sínu er hann fann Vínland hið góða við vík í Karlsá, sem síðar var nefnt Gerry’s-naust, þar sem nú heitir Cambridge. Þessu uppátæki Hord- ford var yfírleitt illa tekið. Whitney myndhöggvari hafði gert Leif í líki ungs manns, sem er klæddur stuttpilsi í ermalausri peysu og girtur rýtingi. Styttan líkist meira rómverskum hundraðs- höfðingja en norrænum víkingi. En þama stendur Leifur á stallinum og horfír í vestur. Frúin virðist hafa gert hann örvhentan, því hann skyggnist um með vinstri hendinni. Það er ekki laust við það fari hroll- ur um mann að líta þennan norræna víking svo fáklæddan á stallinum. Það studdi nokkuð goðsöguna um að Leifur og 24 af skipshöfn hans hefðu lent knerri sínum í Karlsármynni og að þeir hefðu dval- ið þar veturinn 1003-4. Það eru ekki bornar brigður á, að það hafí fundist rúnir höggnar í klett við Karlsána. Breskur ræðismaður í Boston, Edward Grey að nafni, kynnti sér rúnimar og skrifaði bók, „Leifur Eiríksson fann Ameríku AD 1003“. Það er heldur ekki dregið í efa, að þama fundust fjórar línur rúnaleturs. Tvær þeirra voru óþýð- anlegar, en á annarri mátti lesa: „Leif Eiriksson-MI“ Kletturinn með rúnaletrinu er nú sokkinn í ána. Sennilegasta skýringin á rúnaletr- inu á klettinum er talin vera sú að norrænir menn hafi komið í Karlsá á fjórtándu öld og hoggið rúnimar á klettinn, sem þá var miklu lengra á landi frá ánni en hann er nú þar sem hann sökk. Engar sögur fara af því, að ráð- gert sé að halda hátiðlegt 100 ára afmæli Leifsstyttunnar í Boston. íslendingar, sem leggja leið sína til Boston og þeir verða vafalaust margir eftir að flugsamband verður komið á, munu vafalaust taka eftir því, að það er ekki laust við, að það sé „enskt bragð“ eða svipur á Bost- on. Þeir sem betur vita munu kalla það írskan keim. Það er ekkert leyndarmál, að írski svipurinn er sterkur, því „inn- fæddir" Boston-búar em margir af írsku kyni. Því til viðbótar er talið, að það séu að minnsta kosti 20 þúsund írar búsettir í Boston og hafi þeir flust þangað án leyfis út- lendingaeftirlits Bandaríkjanna. írar setja vissulega svip á bæinn. Það er ekki sagt neinum til hnjóðs. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 26 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35. 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 61 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 flesta þætti mannlífsins 5' 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.