Morgunblaðið - 31.03.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.03.1987, Qupperneq 30
Vörumarkaðurinn hf. EíóiStorgi 11 - Simi 622200 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts lék fyrir utan kirkjuna á undan athöfninni. Fánaborg við Árbæjarkirkju þegar kirkjan var vígð sl. sunnudag. 0] Electrolux Ryksugu- tilboð 7 láp '/¥4 ■ ■ Frá vígslu Árbæjarkirkju: Pétur Sigurgeirsson biskup, séra Guð- mundur Þorsteinsson sóknarprestur Árbæjarsóknar, Rannveig Guðmundsdóttir formaður Kvenfélags Árbæjarsóknar, Heiðar Þ. Hallgrímsson formaður byggingarnefndar Árbæjarkirkju og Konráð I. Torfason byggingarmeistari. Kirkjumunir bornir til kirkju áður en vígsluathöfnin hófst. Fremst Jóhann Björnsson formaður sóknarnefndar, Rannveig Guðmúnds- dóttir formaður Kvenfélags Árbæjarsóknar, Heiðar Þ. Hallgrimsson formaður byggingarnefndar ásamt sóknarnefnd, prestum og biskup- um. D-7í:u 1100 WÖTT. D-740 ELECTRONiK, Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1 .500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Morgunblaðið/Bjami Forustumenn Alþýðuflokksins á blaðamannafundi þar sem stefnu- skrá flokksins fyrir Alþingiskosningarnar var kynnt. Frá vinsti eru Eiður Guðnason formaður þingflokksins, Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður, Jón Baldvin Hannibalsson formaður, Sjöfn Sigur- björnsdóttir formaður flokksstjórnarinnar og Kjartan Jóhannsson alþingismaður. gerðar en ekki á hvert skip. í landbúnaði er lagt til að í stað fram- leiðsluskerðingar með beinum tilskip- unum til hvers bónda, beiti ríkisvaldið þeim stjómtækjum sem það hefur á valdi sínu til að koma á svæðaskipu- lagi um landbúnaðarstefnuna og innan þess heildarramma verði bænd- um í sjálfsvald sett hvemig þeir reka sín bú. I stefnuskrá sinni leggur flokkur- inn einnig áherslu á einfalt og réttlátt skattakerfi þar sem eitt aðalmarkmið verður að loka skattsvikaleiðum. Einnig vill flokkurinn að komið verði á fót einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn og verði sjóðurinn deilda- skiptur eftir landshlutum þar sem hver deild starfi sjálfstætt. Þessi sjóð- ur taki til starfa í ársbyrjun 1990. Alþýðuflokkurinn leggur í stefnu- skránni áherslu á að gert verði átak um að draga úr yfirvinnu þar til held- arlengd vinnutíma launafólks á Islandi verði svipað og í nágrannaríkj- unum. Þá er stefnt að því að efla Alþýðuflokksmenn kynna stefnuskrána VIÐREISN velferðarríkisins - nýsköpun í efnahagsmálum, nefnist stefnuskrá Alþýðuflokks- ins fyrir Alþingiskosningarnar 1987. Stefnuskráin var samþykkt samhljóða á ársfundi flokksstjórn- ar Alþýðuflokksins sem haldinn var á sunnudaginn. Á blaðamannafundi, sem Alþýðu- flokkurinn hélt til að kynna stefnumál sín fýrir Alþingiskosningarnar, sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður flokksins að grundvallaratriði í stefnuskránni væri endurskipulagn- ing á ríkisfjármálunum og sú stefna flokksins markaði honum sérstöðu meðal annara stjómmálaflokka. Jón sagði að stefnan fælist í að hafna ríkisforsjá og ríkisafskiptum af at- vinnulífínu; ríkið eigi að skapa aðstæður fyrir framsækna sam- keppni og tækniþróun en ekki að skipta sér beint af rekstri. Samkvæmt stefnuskránni verða opinberar þjónustustofnanir sem starfa fyrir atvinnuvegina fluttar til atvinnuveganna sjálfra, ríkisstofnun- um verður fækkað og ríkisfyrirtæki seld. í samræmi við ofangreindar hugmyndir vill Alþýðuflokkurinn kerfísbreytingu í bankamálum og opinberum sjóðum. Bönkum verði fækkað og dregið úr pólítískum af- skiptum af þeim og sjóðakerfí hins opinbera verði leyst undan „sérhags- munaskiptingu atvinnugreina, eins og það er orðað, og í staðinn komi almennur íjárfestingarlánasjóður, deildarskiptur eftir landshlutum þar sem allar atvinnugreinar standa jafn- fætis. í stefnuskránni kemur fram að Alþýðuflokkurinn er andvígur kvóta- kerfí, hvort sem er í sjávarútvegi eða landbúnaði. Flokkurinn leggur til að í sjávarútvegi verði komið á stjór- kerfi sem lagi sig að frjálsum fis- kverðsákvörðunum. Stefnt verði að sveigjanlegri beitingu veiðileyfa með veiðiréttindum sem komi í hlut út- núverandi húsnæðislánakerfi og hrinda jafnframt í framkvæmd áætl- un um byggingu kauleiguíbúða. í utanríkismálum leggur Alþýðu- flokkurinn áherslu á áframhaldandi þátttöku í varnarsamstarfí og ríka áherslu á gagnkvæma afvopnun stór- velda. Þá segir í stefnuskránni að kjamorkuvopnaleysi Norðurlanda sé liður í ríkjandi jafnvægi í okkar heimshluta. Alls er stefnuskráin í sex köflum, sem heita Endumýjun velferðarríkis- ins, Framfarir í efnahagsmálum, Virk utanríkisstefna, Samfélag menningar og mannúðar, Umbætur á stjómkerf- inu og Ný byggðastefna. Ljómarall BÍKR: Nafnarnir börð- ust um sekúndur ÞAÐ VAR barist um hverja sek- úndu í Tommarallihu um helg- ina. Það var ekki fyrr en fyrstu tveir bílarnir komu í mark á síðustu sérleiðinni, sem úrslita- röðin var örugg. Jón S. Halld- órsson og Guðbergur Guðbergsson á Porsche unnu með 16 sekúndna mun, en ís- landsmeistararnir Jón Ragnars- son og Rúnar Jónsson á Ford Escort RS náðu öðru sæti. Keppni milli þessara kappa var mjög tvísýn, en á tímabili voru fjórir keppnisbílar í hörkubar- áttu um efsta sætið. Daníel Gunnarsson og Birgir Péturs- son nældu í þriðja sætið með yfirveguðum akstri á Opel Kad- ett, en voru innan við hálfri minútu á undan Ásgeiri Sig- urðssyni og Braga Guðmunds- syni á Toyota Corolla, sem unnu sig upp úr botnsæti eftir útaf- akstur í byijun keppninnar. Þeir voru margir kappamir sem voru staðráðnir í að sigra Tomma- rallið, þegar það rúllaði af stað frá Lækjargötu á föstudagskvöld. En óvænt staða var eftir föstudags- kvöldið. Jón og Guðbergur á Porsche-bílnum voru fyrstir en aðeins nokkrum sekúndum á und- an, því Hafsteinn Aðalsteinsson og Úlfar Eysteinsson á Escort, Jón og Rúnar á Escort og Hjörleifur Hilmarsson og Sigurður Jensson á Talbot voru allir í hnapp og aðeins örfáar sekúndur skildu þessa kappa að. Það var því líklegt að til tíðinda drægi á laugardag. Á annarri sérleið náði Jón Ragn- arsson forystu, en var aðeins tveim sekúndum á undan nafna sínurr eftir sérleið um Stapa. Jón S Halldórsson hrifsaði forystuna ti baka á næstu leið og var nú tveim- ur sekúndum á undan. Hjörleifui og Hafsteinn voru fimm sekúndurr fyrir aftan, um 20 km á erfiðurr veginum, frosin hjólför og snjói gerðu mönnum lífið leitt. Jón S og Porsche voru á besta tíma og forskotið jókst í 32 sekúndur Hjörleifur komst í annað sætið Hafsteinn varð þriðji á undan Jón Ragnarssyni. Sjö sekúndur skildi milli þessara þriggja. Staðan hélsl óbreytt á næstu leið, en á Stapa- leið komst Jón Ragnarsson í þriðjr sætið á undan Hafsteini. Haf- steinn komst síðan ekki að ísólfs- skálaleið, sem var næst á dagskrá því afturhjólabúnaður bilaði oj hann hætti. Þá voru eftir þrír toppbaráttunni og tíu í keppninn af sextán sem lögðu af stað. Jón Ragnarsson ók greiðast í ísólfsskálavegi og saxaði á forskol nafna síns á Porsche-bílnum, er náði þó ekki framfyrir Hjörleif Sá síðarnefndi var nú aðeins fimrr sekúndum frá fyrsta sæti. Staðar hélst lítt breytt á næstu tveim leið- um, Jón S. bætti stöðuna urr nokkrar sekúndur en eftir síðusti leið fyrir viðgerðarhlé munaði að- eins þremur sekúndum rnilli Jóns * Arbæjarkirkja vígð UM helgina var Árbæjarkirkja í son, vígði kirkjuna að viðstöddu Árbæjarhverfi vígð. Biskupinn fjölmenni. yfir íslandi, hr. Pétur Sigurgeirs- Meðal viðstaddra við athöfnina voru sr. Ólafur Skúlason vígslubisk- up í Skálholtsumdæmi, hr. Sigur- björn Einarsson biskup og tuttugu hempuklæddir prestar. Að sögn sr. Guðmundar Þorsteinssonar sóknar- prests var athöfnin hátíðleg 0g er mikil ánægja meðal safnaðarfólks með að þessu takmarki er náð. Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts lékfyrir utan kirkjuna á undan at- höfninni. Við vígsluna söng kirkju- kór Árbæjarkirkju undir stjóm Jóns Mýrdal organleikara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.