Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 43

Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 43 sósíalismans" þar eystra. Frétta- stofa hljóðvarps er frægt dæmi um slíkan málflutning, sem til foma var kenndur við Hildiríðarsyni. Það er þó ekki síst ritstjórn Þjóðviljans, sem í seinni tíð hefur, undir stjóm kótilettukarlanna sem þar ráða nú mestu, fullkomnað þessa tegund fréttamennsku öðrum Islendingum betur, enda hafa sovéskir fjölmiðlar oftar en einu sinni vitnað í Þjóðvilj- ann og liðsmenn hans þegar mikið liggur við, svo sem í tengslum við varnarmál. Þá er að sjálfsögðu látið líta svo út, að skoðanir blaðsins séu almennt ríkjandi á íslandi. Mig hefur raunar lengi grunað, að hugmyndafræði „lýðræðiskyn- slóðarmanna" — svonefndur „Evrópukommúnismi" — sé beinlín- is runninn undan riijum Kremlvetja. Með fyrmefndri málamyndagagn- rýni svæfa þeir að einhveiju marki rödd samviskunnar hjá þeim liðs- mönnum sínum, sem deigastir em. Öll völd verða áfram í höndum hinna, sem em óprúttnari, og er þessi afstaða austanmönnum miklu drýgri en hefðbundinn lofsöngur yfirlýstra kommúnista um Gúlagið og harðstjóra þess. Ég þykist vita.að samkvæmt ríkj- andi vinstri-hugsanatísku teljist þessar skoðanir mínar „úreltar“ enda meta þeir skoðanir á svipaðan hátt og unglingar fatnað. Þeir munu kalla þetta „kaldastríðsáróð- ur“. Vinstri menn hafa nefnlega fyrir löngu fengið þá flugu í höfuð- ið, að hinu kalda stríði alræðisins gegn heimsmenningunni hafi ein- hvern tíma lokið. Þetta er sú skoðun, sem hentar árásaraðila best, en ég fæ. ekki betur séð en hún stríði gegn staðreyndum og heilbrigðri skynsemi. Dyr Gúlagsins em ennþá læstar og þjóðir þess hnepptar í ijötra. Þótt venjulegar, hefðbundnar einræðis- og herfor- ingjastjómir hrynji um koll nánast á hveijum degi — enda eiga þær enga vini — hefur engin kommún- istastjórn enn fallið. Þær eiga vini. Höfundur vinnursem ritstjóri bókaflokksins íslenskur annáll. Bindindis- þing á Akur- eyri í sumar DAGANA 22.-26. júní í sumar verður 30. Norræna bindindis- þingið haldið á Akureyri. Þessi þing eru haldin til skiptis á Norð- urlöndunum en fyrir þeim stendur Norræna bindindisráðið — NNR. Samvinnunefnd bindind- ismanna, sem að standa níu íslensk bindindissamtök, stofn- anir og fyrirtæki, hefur með höndum framkvæmd þingsins að þessu sinni. Norrænu bindindisþingin em vettvangur upplýsinga og skoðana- skipta um það sem er á döfinni í áfengismálum og bindindisstarfi hveiju sinni. A þinginu nú verður m.a. kynnt átak Sovétmanna gegn áfengisneyslu í ríki sínu, kynntar niðurstöður rannsókna hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum og fjallað um áfengismálastefnu. Meðal fyrirlesara em dr. Tómas Helgason prófessor og Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður. Meðal erlendra fyrirlesara em Gabriel Romanus forstjóri Áfengis- verslunar sænska ríkisins en hann flytur erindi sem hann kallar Ríkis- einkasölur eða einkahagnaður. Aase Olesen, þingmaður frá Dan- mörku, ræðir um áfengismálaum- ræðu í Danmörku. Sérstök ástæða er til að bendal stjórnmálamönnum og öðmm þeimi sem hlut eiga að stefnumörkun í áfengismálum á þetta þing vegní* áherslu þess á áfengismálastefnu. (FVéttatilkynning.) Félag eldri borgara: Eftirlaun og örorkulaun verði ekki lægri en lág- markslaun FÉLAG eldri borgara í Reykjvík og nágrenni hélt aðalfund sinn í Reykjavík fyrir skömmu og mættu um 400 manns á fundinn, auk gesta frá Styrktarfélögum aldraðra á Suðurnesjum og Selfossi. Á aðalfundinum voru samþykktar samhljóða þijár tillögur, segir í frétt frá F.E.B. Stjóm félagsins var falið að vinna að því að eftirlaun og ör- orkulaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamn- ingi Verkamannasambands íslands, að eftirlaunaþegar og öryrkjar greiði ekki fasteignagjöld af íbúðum sem þeir búa sjálfir í, að tekjutrygging skerðist ekki ef heildartekjur eftir- launaþega og öryrkja fara ekki yfir skattleysismörk. Einnig að tekju- skattslögum verði breytt þannig að eftirlauna- og örorkulaunþegar njóti sérstakra skattfríðinda ef heildartekj- ur fara ekki yfir meðallaun á skattár- inu. Önnur tillagan sem samþykkt var hvetur til stofnunar Landsambands aldraðra, sem sameini hliðstæð félög er vinna að hagsmuna- og velferðar- málum aldraðra. Þá lýsti aðalfundur- inn ánægju með „Opið hús“ sem félagið rekur í Sigtúni við Suður- landsbraut og fól stjóm félagsins að reyna að tryggja frambúðarlausn varðandi húsnæði fyrir „Opið hús“ og aðra starfsemi félagsins. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var stofnað fyrir réttu ári síðan og voru stofnfélagar 736. Nú em félagar um 500, segir í frétt frá félaginu. Allir sem náð hafa 60 ára aldri, eða eftirlaunaaldri sé hann fyrr, geta verið meðlimir í félaginu, svo og makar þótt yngri séu. Á aðalfundinum var kjörin 15 manna stjóm og 7 manna varastjóm. í framkvæmdastjóm eru Snorri Jóns- son, Barði Friðriksson, Jón Hjálmars- son, Bergsteinn Sigurðarsson og Adda Bára Sigfusdóttir. VORNÁMSKEIÐ 6 VIKUR y _Í_ LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. KERFI FRAMHALDSFLOKKAR Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar. ROLEGIR TIMAR fyrir. eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. MEGRUNARFLOKKAR 4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. AEROBIC J.S.B. Okkar útfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatimar fyrir ungar og hressar. Morgun- dag- og kvöldtímar, sturta — sauna — Ijós. \Hir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB Innritun hafin. Suöurver, sími 83730. Hraunberg sími 79988. Fullbókað á afmælis- fagnaðinn 3. apríl. Miðapantanir óskast sóttar sem fyrst. Miðasalaískólanum. LIKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU Míele RYKSUGAN hún er vönduð og vinnur vel 1000 watta kraftmikill mótor Afkastar 54 sekúndulítrum Lyftir 2400 mm vatnssúlu 7 lítra poki 4 fylgihlutir i innbyggðri geymslu Stillanieg lengd á röri Mjög hljóðlát (66 db. A) Fislétt, aðeins 8,8 kg Þreföld ryksía Hægt að láta blása 9,7 m vinnuradíus Sjálfvirkur snúruinndráttur Teppabankari fáanlegur Taupoki fáanlegur Rómuð ending Hagstætt verð Reyndu hana á næsta útsölustað: nr JÓHANN ÓLAFSS0N & CO Sundaborg 13, sími 688588 Mikligarður v/Sund JL-húsið, rafdeild Rafha, Hafnarf. Gellir, Skipholti Teppabúðin, Suðurlandsbraut Raforka, Akureyri KB, Borgarnesi KHB, Egilsstöðum Verzl. Sig. Pálma, Hvammstanga KH, Blönduósi Straumur, ísafirði KASK, Höfn Rafbúð RÓ, Keflavík Árvirkinn, Selfossi Kjarni, Vestmannaeyjum Rafþj. Sigurd., Akranesi Grímur og Árni, Húsavík Rafborg, Patreksfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.