Morgunblaðið - 31.03.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 31.03.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 á þessum slóðum, standa nú tveir bæir í byggð og heyra til Syðstu- tungu Stafholtstungna. Þriðji bærinn og sá fremsti, Selhagi, er nú í eyði, en hann var á síðari tímum byggður úr miðjörðinni, Ásbjamar- stöðum, bæ Ásbjamar hins auðga, landnámsmanns, sem keypti land „fyrir sunnan Kjarrá upp frá Sleggjulæk til Hvítbjarga". Ysti bærinn er Sleggjulækur, sem stend- ur við samnefndan læk, spölkom frá Síðufjalli, allbröttu og stöllóttu með gilskornum hamrabeltum. Ekki er Sleggjulækur landnámsjörð, þótt það nafn sé að finna í Landnámu eins og tilvitnun hér að framan sýnir. Þar mun átt við lækinn sem landamerki. Bærinn Sleggjulækur stendur á allháum hjalla upp frá fiskisælli ánni, sem slær sér nokkuð út á þessum slóðum. Sléttir vellir em nær ánni og brúklegir engateig- ar þar sums staðar. Uppi á hjallan- um er jarðvegur grýttur og ófijór, en mýrarsund milli bæjar og fjalls. Svalvindasamt er þama norðan fjallsins. Ólíkt skýlla er í Þver- árhlíð, sem blasir við af bæjarhlaði. Þar kúra býlin í breiðum og sum- arfríðum brekkum, en að baki gnæfír Baula hátt yfir sveit í eilífu sólskini. Þegar Sigurður Sveinsson, bóndi á Sleggjulæk, er nú kvaddur hinstu kveðju á 87. aldursári verða minn- ingar um hann trauðla rofnar frá jörðinni, sem hann ásamt íjölskyldu sinni hefur erjað í meira en hálfa öld. Enginn Gullteigur hefur fylgt þessari jörð eins og Þorgautsstöð- um handa Síðufjalls forðum, sem varð vettvangur örlagaríkra at- burða svo sem segir frá í Heið- arvígasögu. Sigurður hefur að vísu haft betri frið við búskap sinn en kostur var á tímum heiðarvíga, en erfitt hefur verið að bijóta þetta land til ræktunar, enda gladdist hann mjög yfir hveijum áfanga, sem náðist. Að loknu ævistarfí sínu gat Sigurður hins vegar með réttu vísað á gullteiga í landi Sleggju- lækjar. Þar blasa nú við mikil ræktarlönd og vandaður húsakost- ur. Fágætlega góð hirða er á öllu úti sem inni og ber ábúendum fag- urt vitni. Sigurður var fæddur 14. júní 1900 að Smyrlhóli í Haukadal í Dalasýslu. Voru foreldrar hans Sveinn Sigurðsson og Kristín Guð- mundsdóttir. Sigurður kom 12 ára gamall að Neðra-Nesi í Stafholts- tungum til frændfólks síns og átti þar heimili til ársin 1934. Það ár keypti Sigurður Sleggjulæk, en í fyrstu stunduðu systir hans og mágur búskap þar. Sigurður vann ýmis störf á þessum árum og var m.a. um skeið landformaður í Njarðvíkum. Sigurður kvæntist 30. júní 1939 Halldóru Gísladóttur úr Bolungarvík. Hóf hann sjálfur bú- skap um það leyti og hafði þá byggt íbúðarhús á jörðinni. Halldóra lifír mann sinn ásamt tveimur bömum þeirra, Arndísi og Gísla. Eldri son sinn, Einar, misstu þau hjón haust- ið 1967. Þá ól Sigurður einnig upp Kristínu, dóttur Halldóru. Einar, sonur þeirra hjóna, var nýlega tek- inn við búinu ásamt konu sinni, Selmu Ólafsdóttur, þegar hann lést aðeins 25 ára gamall. Var fráfall hans þeim hjónum Sigurði og Hall- dóru mjög þungbært og hann öllum harmdauði. Stóð Selma þá fyrir búinu í tvö ár, en Gísli, yngri sonur þeirra hjóna, tók þá við og hefur stundað búskapinn síðan og staðið í ýmislegum framkvæmdum af miklum dugnaði og stakri verk- hyggni. Eg kynntist Sigurði og fjölskyldu hans fyrir u.þ.b. tveimur áratugum, þegar ég kom fyrst að Sleggjulæk ásamt Guðrúnu, konu minni. Hafði hún áður dvalist þar mörg sumur ásamt Lindu, systur sinni, og átti þaðan sínar bestu æskuminningar. Eru þau sumrin orðin mörg, sem við hjónin höfum notið gestrisni fólksins á Sleggjulæk. Höfðu þau helst áhyggjur af því, að mér leidd- ist, sem ekki voru efni til, og að lesefni væri í rýrara lagi. Þar gat þó að líta mikið safn öndvegisrita í röðum og stæðum. Sigurði varð að vonum skraf- dijúgt um menn og málefni í héraðinu. Ég þekkti þar lítils háttar til, einkum í Reykholtsdai, og var ánægjulegt að rifja ýmislegt upp af þessum slóðum með Sigurði. Sig- urður var orðvar maður, en kunni þó að meta léttar og græskulausar sögur af mönnum innan héraðs og utan. Þegar tali var vikið að hinum míklu borgfirsku heiðalöndum lifn- aði mjög yfír Sigurði. Hann hafði, eins og fleiri, sem kynntust þessum heiðalöndum fyrir vélaöld, þá sér- stöku skynjun og tilfínningu gagnvart víðáttum þessum, sem ekki er unnt að orða. Tæknin góða útrýmir öllu slíku svo einkennilegt sem það kann að þykja. Sigurður var velviljaður maður, falslaus og hreinn. Eg hygg, að hann hafí verið þannig skapi farinn að vilja búa sem mest að sínu. Það kom þó ekki í veg fyrir, að hann hefði gott samstarf við aðra. Ágæta samvinnu hafði hann alla tíð við næstu nágranna sína, fólkið á Ás- bjamarstöðum, svo og aðra sveit- unga sína. Þá gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Þau hjón, Sigurður og Halldóra, voru gestrisin og góð heim að sækja. Lögðu því margir leið sína til þeirra, þótt ekki byggju þau við alfaraleið. Þá áttu margir athvarf hjá þeim, gamalmenni, einstæðing- ar og böm í sumardvöl. Var Sigurður sérlega bamgóður og hafði gaman að masi og málfari bama. Sigurður var smám saman að láta undan sókn ellinnar og plágum hennar. Þó var með ólíkindum, hversu lengi hann seiglaðist í verki við að aðstoða Gísla, son sinn. Síðast sá ég Sigurð síðsumars í fyrra. Höfðum við hjónin komið að Sleggjulæk um miðja viku í ein- muna veðurblíðu þessa góða _____________________________59 sumars. Sigurður lá þá á sjúkrahús- inu á Akranesi, en var sóttur, þegar helgin fór í hönd. Ekki leyndi sér, að ellin hafði komið honum á kné, en andlegum kröftum hélt hann óskertum og átti erfítt með að sætta sig við að vera orðinn óverkfær. Mér þykir við hæfí að ljúka þess- um minningarorðum um Sigurð' með erindi úr kvæði nágranna hans, Halldórs skálds Helgasonar á Ás- bjamarstöðum, er nefnist „Sjómað- ur — Bóndi": „_0g enn er sagan söm: að bregðast eigi. A sigrum þeirra veltur megin-þunginn, þó hönd sé þrútin, húð í lófa sprungin, þeir hefy mikla sókn á nótt sem degi, að leita uppi lýðsins bjargarvegi. En - lengi mun þeim veðrabálkur sunginn." Við Guðrún sendum Halldóru, bömum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gylfi Knudsen ( ff Femtiitgargjöfin hefur vaxið með mér „Nú eru sex ár frá því ég fermdist og það er ekki hægt að segja annað en að spariskírteinið sem ég fékk í fermingargjöf hafi notað tímann vel.“ Verðir þú svo heppin(n) að fá spariskírteini ríkissjóðs í fermingargjöf er bjart framundan hjá þér, því spariskírteinið vex með þér og veitir þér fjárhags- legan stuðning þegar fram líða stundir. Kostirnir eru augljósir: Pú átt örugga peninga, sem vaxa ört og þú getur gripið til þeirra þegar þér hentar. Spariskírteini ríkissjóðs bera 6,5% ársvexti, eru verðtryggð að fullu og öryggi þeirra er ótvírætt. Spariskírteini er sannarlega arðbær framtíðar- gjöf, sem kemur eigandanum alltaf að góðum notum. Spariskírteini ríkissjóðs fást í fallegum gjafamöppum á öllum hefðbundnum sölustöðum. RIKISSJOÐUR ISLANDS GOH FÓLK / SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.