Morgunblaðið - 31.03.1987, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 31.03.1987, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 > Með morgimkaffmu Þú hefur svo oft sagt hve það hafi verið þér mikil vonbrig'ði að ég skyldi ekki vera strákur. — En nú skaltu bara sjá! HÖGNIHREKKVÍSI f\ ‘‘GeRiR ÞÖ VIO C?ÓS/\UPPXAt<AKA?" Er verið að bíða eftir að fólk taki lögin í sínar hendur? Ágæti Velvakandi. I tilefni skrifa Ágústs Erlingsson- ar í dag, 18. mars, þar sem hann hvetur Islendinga að taka nú hönd- um saman gagnvart þeim kynferð- isglæpum sem eiga sér stað og hafa átt sér stað og þá ekki hvað síst gagnvart ungum bömum, lang- ar mig að leggja mitt til málana og taka annars að öllu leyti undir ágæta grein Ágústs. Ég ætlaði fyrir löngu að láta verða af því að tjá mig um þessi mál en einhvemveginn dróst það á langinn þar til ég las viðtal við unga konu sem varð fyrir kynferðis- ofbeldi sem barn. Eftir þann lestur fór líkt fyrir mér og fyrmefndum Ágústi að ég gat ekki sofnað róleg það kvöld, því að mér leið svo illa eftir lesturinn. Mér fannst mælirinn fullur er ég heyrði dóminn sem stjúpfaðirinn fékk, sem hafði haft kynmök við 3ja ára stúlkubamið. Mér finnst að það eigi að gera eitthvað sem virkilega gerir menn hrædda við að framkvæma voða- verk sem þessi og þá nú strax og áður en þeir fara að ráðast á koma- bömin í vöggunum, því það hlýtur að koma næst ef heldur sem horfir og dómsyfirvöld verði áfram svo glæpsamlega sofandi sem hingað til í þessum sem öðmm málum álíka hroðalegum, en það eru fíkniefna- málin og hvemig tekið er á þeim glæpamönnum með silkihönskum dómsyfirvalda, sem leggja líf og hamingju margra ungmenna og aðstandenda þeirra í rúst ævilangt. Það er með þessa menn eins og kynferðisglæpamennina að þeir eyðileggja og drepa bömin okkar og bamaböm með glæpanáttúru sinni og peningagræðgi og oftast í skjóli þess að glæpir borgi sig, þar sem refsingin sé ekki svo mikil ef upp kæmist. Ég skora á alla heiðarlega íslend- inga að taka höndum saman til þess að stjómvöldum fari að skilj- ast að ekki dugar lengur að taka á þessum málum með þeirri linkind og aumingjaskap sem verið hefir hingað til. Þeir sem nú hafa völdin em ef til vill að bíða þess að þeirra böm eða bamaböm lendi í klóm áðurlýstra glæpamanna. Þá myndu viðbrögð trúlega ekki láta á sér standa. Við skulum láta þá háu herra sem biðla til okkar fyrir hveijar alþingis- kosningar, vita af því að við ætlumst til þess að tekið sé á þess- um málum og það strax, annars verðum við tilneydd að taka lögin í okkar eigin hendur og vitna ég enn einu sinni í grein Agústs Erl- ingssonar, að ég myndi trúlega gera sem hann, kæmi eitthvað fyrir barnið mitt, barnabarn eða hvað annað bam og ég hefði fulla vitund um, að ég myndi taka lögin í eigin SÍS og Álafoss tilkynntu bænd- um um daginn að meira yrði ekki keypt af ull. Nú skal flytja inn er- lenda ull, hún er svo fín og góð, sögðu þeir. Þá rak einn í niðurrifsr- áði upp skræk og sagði: Þið emð búnir að eyðileggja markaðinn fyrir íslensku ullina með því að blanda í hana erlendri ull. Svo hljóðaði vamarræða manns- ins, sem er í áratugi búinn að horfa á þetta athæfí. SÍS og Álafoss hafa enn ekki sagt orð, ekki lyft litla- fíngri til vamar. Því er efni til að sagt sé: Þú illi og lati þjónn — burt með þig. Egill Bjamason, ráðunautur, hendur, vegna þess að ég ber ekki traust til stjómvalda í þessum mál- um. Móðir ein í Þýskalandi gerði slíkt fyrir nokkmm ámm í örvinglun sinni að sjálfsögðu, fyrir framan dómara og fullan réttarsal í máli sem snerti kynferðisofbeldi gagn- vart dóttur hennar. Þýska þjóðin stóð með þessari konu og hún var síknuð af því að skjóta glæpamann- inn til bana í réttarsalnum. Er það þetta sem íslensk dómsyfirvöld em að bíða eftir að muni gerast á Is- landi, að foreldrar, afar og ömmur og aðrir vandamenn þeirra óham- ingjusömu bama sem lenda í klónum á glæpamönnum, taki lögin í sínar hendur. Ég bið afsökunar á því hvað þetta er orðið langt mál, en ég varð að koma þessu frá mér. Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir, Seljalandsvegi 30, ísafirði. sagði á búnaðarþingi að bændur eigi að kaupa trillur og fara að veiða físk. Þessi náungi veit ekki að bændur hafa veitt físk frá því að landið var numið. Ég legg til að þessi Egill kaupi sjálfur trillu og fari að veiða físk ásamt öllum öðmm ráðunautum. Þá máski yrðu þeir til nokkurra nytja. Og svo geta þeir týnt áðnamaðka til að drýgja tekjur sínar. Ekki mun þeim af veita því þegar Jón í Seglbúðum verður búinn að eyða bændum verða engin verkefni fyrir þá — hafí þau þá nokkurn tíma verið til. Þorvarður Júlíusson Þú illi og lati þjónn Víkverji skrifar Skíðasvæði Ákureyringa í Hlíðarfjalli er áreiðanlega eitt hið bezta hér á landi, ef ekki það bezta. Víkveiji átti þar leið um helgina í björtu og fallegu veðri og komst að þeirri niðurstöðu, að þetta svæði tæki langt fram þeim skíðasvæðum, sem íbúar höfuð- borgarsvæðisins hafa aðgang að og er þá bæði átt við Bláfjöll og Skálafell. Raunar er Hlíðarfjall svo gott skíðaland, að það jafnast á við það bezta, sem völ er á í Austurríki, þótt fjölbreytni og aðstaða sé að sjálfsögðu ekki jafn mikil og góð. Á laugardaginn var þar ein- staklega fallegt veður, svo að ferðalöngum þótti þeir vera komnir til útlanda. Á sunnudag- inn kom hins vegar skýringin á því, að þetta skíðasvæði er ekki yfirfullt um hveija helgi af að- komufólki. Þá var milt og gott veður í bænum en rok og skaf- renningur í Hlíðarfjalli og svæðið þess vegna lokað. En þrátt fyrir misjafnt veður eins og alls staðar á Islandi hafa Akureyri og Eyjafjörður upp á svo margt að bjóða, jafnt að vetri sem sumri, að ferðamenn hafa nóg við að vera, þótt lokað sé í Hlíðar- §alli. XXX • • 011 aðstaða til móttöku ferða- manna hefur gjörbreytzt á nokkrum árum á Akureyri. Breyt- ingamar á Hótel KEA hafa tekizt vel og hótelið orðið afar þægilegt í alla staði. Við hliðina á því stend- ur svo hið nýja hótel Stefanía. Matsölustöðum á Akureyri hefur fjölgað og eru sambærilegir við beztu matsölustaði í Reykjavík. Það á bæði við um Smiðjuna, sem lengi hefur verið einn bezti mat- sölustaður á Akureyri, svo og Fiðlarann á þaki Alþýðuhússins nýja, sem er skemmtilegur veit- ingastaður með fallegu útsýni yfir Eyjafjörð. En góðir matsölustaðir em víðar við Eyjafjörð en á Akur- eyri. Það er ekki nema hálftíma akstur út í Dalvík, þar sem mynd- arlegt veitingahús hefur verið rekið í nokkur ár. Gegnir raunar furðu, að það skuli hægt að reka svo góðan matsölustað í ekki stærra byggðarlagi, en ástæðan er vafalaust sú, að bæði Akur- eyringar og ferðamenn, sem þangað koma gera sér ferð til Dalvíkur. I Hrísey er einnig veitingastað- ur, sem orð fer af, þótt Víkveiji geti ekki dæmt um það af eigin raun. En þar er m.a. selt nauta- kjöt af Galloway-nautum, sem verið er að rækta upp í Hrísey. Annars er skemmtilegt að ferð- ast um Eyjafjörð með kunnugu fólki. Víkveiji átti þess kost að njóta leiðsagnar Halldórs Blön- dals, alþingismanns, dagsstund, en þingmaðurinn er svo fróður og vel að sér um byggðir Eyja- fjarðar, sögu þeirra og mannlíf þar, fyrr og nú, að eftirminnilegt verður. xxx Leikfélag Akureyrar á við umtalsverða Qárhagserfið- leika að etja skv. blaðafréttum fyrir norðan. Þetta er áreiðanlega töluvert umhugsunarefni fyrir áhugamenn um leikhús og marga aðra. Sannleikurinn er sá, að fyr- irtæki í ferðamannaþjónustu eiga töluvert undir því, að atvinnuleik- hús verði starfrækt áfram á Akureyri. Sýningar þess hafa töluvert aðdráttarafl fyrir þá, sem hyggja á stuttar vetrarferðir um ísland. Það eru engar ýkjur að segja, að Leikfélag Akureyrar tryggi Flugleiðum, hótelum, veit- ingastöðum og bílaleigufyrirtækj- um töluverð viðskipti yfír vetrartímann. Víkveiji er sann- færður um, að leikfélagið á svo mikinn þátt í að laða fólk til Akureyrar að vetrarlagi að það yrði áfall fyrir þessi fyrirtæki, ef starfsemi leikhússins yrði lögð niður. Er ekki tilefni til þess að fyrirtækin hugi að því að veita Leikfélaginu þann stuðning, sem nauðsynlegur er til að það geti starfað áfram með viðunandi hætti? Sýning leikfélagsins á Kabarett um þessar mundir er myndarleg sýning, og fyllilega þess virði að fara norður og sjá hana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.