Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 72

Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 72
Hátt í 500 manns sendir heim af spítölunum: Reynt að afstýra neyðar- ástandi á sjúkrahúsum Aðstandendur hjálpa til við hjúkrun YFIRVOLD heilbrigðismála og stjórnendur sjúkrahúsanna eru þessa dagana að hrinda í framkvæmd áætlunum til að afstýra neyðarástandi á sjúkrahúsunum á næstunni vegna verkfalla og uppsagna starfsfólks í heilbrigðisstéttum, sem koma til fram- kvæmda í dag, og til að tryggja sjúklingunum nauðsynlegustu þjónustu. Meðal leiða sem farnar verða er að bjóða aðstandend- um sjúkra á Landspítalanum að annast sjúklingana sjálfir á spítalanum. Starfsfólk sjúkrahúsanna hefur undanfama daga undirbúið það að útskrifa í dag þá sjúklinga sem nauðsynlegt er vegna vinnudeiln- anna. Talin hefur verið þörf á að rýma um helming allra sjúkrarúma á stærstu sjúkrahúsum landsins, Landspítalanum og Borgarspítal- anum, sem þýðir að útskrifa verður hátt í 500 sjúklinga. Það sem gert verður til að koma í veg fyrir að lAjBR-áðveikt fólk verði sent heim og því verði hjúkrað á spítölunum er meðal annars: Aðstandendum verður boðið að annast hjúkrun skyldmenna sinna á Landspítalanum. Sjúklingamir hafa þar húsnæði, mat og læknis- þjónustu. Vinna þess starfsfólks sem eftir verður á spítölunum verður endur- skipulögð, þannig að læknar, læknanemar og fleiri munu vinna við hjúkrun eftir því sem hægt er. Tveimur bjargað er trilla sökk við Ólafsvik „Náðum ekki að keyra bátiim upp“ „VIÐ vorum rétt búnir að draga síðustu trossuna, þegar brot kom aftan á bátinn og fyllti hann. Báturinn seig strax niður að aftan, en ég stökk fram í stýrishús til að kalla á aðstoð. Báturinn seig meira og meira og við náðum ekki að keyra hann upp. Við vorum í einhverri hættu, en það bjargaði okkur, að Pétur Jakob SH var nálægur og kom fljótt á staðinn,“ sagði Valdimar Elíasson, sjómaður, í samtali við Morgunblaðið. Valdimar var ásamt Róbert læti á framfæri við Finn Pétursson var Guðmundssyni á 5 lesta plastbát, Auðunni RE 12, að netaveiðum rétt utan við Ólafsvík um miðjan dag í gær, er brot kom á bátinn og fyllti hann að aftan. Þeir náðu ekki að halda bátnum uppi og sökk hann skömmu eftir að heim var bjargað um borð í Pétur Jak- ob. Bræla var á þessum slóðum og þungur sjór. Valdimar sagði, að þeir Róbert hefðu verið á net- um frá Ólafsvík frá því í febrúar og gengið vel. Þeir hefðu verið að draga síðustu trossuna, þegar þetta gerðist og verið búnir að fá góðan afla. Hann vildi koma þakk- og áhöfn hans á Pétri Jakob fyrir björgunina. Finnur Pétursson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þeir hefðu verið á landleið, er þejr heyrðu beðið um aðstoð. Þeir hefðu fengið að vita um hvem hefði verið að ræða og snúið við og komið að bátnum eftir um 10 mínútur. Þá hefði hann verið á kafi að aftan og Valdimar og Róbert fram á honum. Vel hefði gengið að ná þeim um borð, en báturinn hefði sokkið skömmu síðar. I '/'^%> , ’ m Auðunn RE 12 Morgunblaðið/Snorri Snorrason Farið verður fram á að það starfsfólk sem lætur af störfum í kvöld lausráði sig til ákveðinna verka í takmarkaðan tíma, þar til samningar takast. Heilbrigðisráð- herra vitnar til siðferðisvitundar starfsfólks heilbrigðisstéttanna í þessu sambandi. Reynt verður að fá fólk utan sjúkrahúsanna til starfa. Einnig hefur komið fram að sjúklingar verða sendir til annarra landa til ákveðinna læknisaðgerða. í gær vom samningafundir í kjaradeilu Starfsmannafélags ríkisstofnana, sem meðal annars semur fyrir þá sjúkraliða sem vinna hjá ríkinu, og hjúkrunarfræðinga og ýmissa annarra hópa háskóla- menntaðra starfsmanna í heil- brigðiskerfinu. Öllum fundunum lauk fyrir miðnættið án þess að samningar tækjust. Sjá ummæli Ragnhildar Helgadóttur heilbrigðisráð- herra á blaðsíðu 2 og fréttir á blaðsíðu 26. Morgunblaðið/Einar Falur Indriði H. Þorláksson formaður samninganefndar ríkisins feryfir nýja kjarasamninginn með Kristjáni Thorlacius formanni HIK og Heimi Pálssyni varaformanni HÍK. Búist við undirritun samnings HÍK og ríkisins í nótt: Kennsla að nýju í framhaldsskóhim BÚIST var við að verkfalli Hins íslenska kennarafélags yrði frestað í nótt eftir að samninganefndir HÍK og ríkisins hefðu skrifað undir nýjan kjarasamning. Samninganefndamenn beggja aðila sögðu að kennsla í framhaldsskólum, og þeim grunnskólum þar sem kennsla hafði truflast, gæti hafist á ný í morgun. Nýi kjarasamningurinn er til tveggja ára og gildir frá 1. febrúar síðastliðnum. Samkvæmt samn- ingnum hækka byrjunarlaun rétt- indakennara með svokallað BED próf frá Kennaraháskóla íslands mest, eða úr 32 þúsund krónum í 43 þúsund krónur og 1. febrúar 1988 verða þau orðin 47 þúsund krónur. Tekin er upp breytt launa- tafla og er meðalhækkun vegna hennar metin á 3-4%, og að öðru leyti koma sömu hækkanir á grunn- laun og voru í jólaföstusamningun- um, eða 2% frá 1. febrúar og 1,5% 1. júní og 1. október. Sérstök bókun var gerð um að á samningstímanum verði allt skóla- starf og launakerfi kennara endur- skoðað. Verður skipuð til þess 6 manna nefnd skipuð 3 fulltrúum kennara, 2 fulltrúum frá mennta- málaráðuneyti og 1 fulltrúa frá fjármálaráðuneyti. Þessari vinnu á að vera lokið fyrir næstu áramót og jafnframt er ákvæði í samningn- um sem gerir kennurum kleift að segja honum upp og semja á ný á grundvelli nýs launakerfis. Einnig er ákvæði í samningnum sem gerir ráð fyrir að þegar yfir- vinna kennara hefur farið fram yfir 33% af dagvinnustundum lækkar yfirvinnustuðullinn úr 1,4% í 1%. Kristján Thorlaeius formaður HIK sagði í samtali við Morgun- blaðið að þótt ekki hefðu náðst fram allar kröfur kennara hefði þó náðst mikilvægt skref með þessum samn- ingi og sérstaklega mikilvægt væri samkomulag um endurskoðun launakerfisins. Kristján sagðist telja að verkfall kennara hefði skilað þeim talsverð- um kjarabótum og hann sæi því ekki eftir að hafa stuðlað að verk- fallinu, þrátt fyrir að sá tími hefði verið erfiður og mikil pressa verið á bæði kennurum og samninga- nefnd ríkisins. Indriði H. Þorláksson formaður samninganefndar ríkisins sagðist í samtali við Morgunblaðið vera sátt- ur við samninginn og ánægður með að þessari deilu skuli vera lokíð. Báðir aðilar hefðu byijað talsvert langt frá þeim endapunkti sem samningnum lauk í, en þ'okast í áttina að hvorum öðrum. Samt vildi Indriði ekki segja að með samningn- um hefði samninganefnd ríkisins farið verulega út fyrir þann ramma sem ríkisstjómin setti um kjara- samninga og að samningurinn væri ekki ýkja langt frá samningum sem gerðir hafa verið við önnur félög þótt hann skilaði heldur meiru á þessu ári. í viðræðunum var sérstaklega samið um hvernig haga skyldi greiðslum fyrir aukakennslu vegna þess sem tapast hefur í verkfallinu. FRÁ OG með 1. apríl kostar áskrift Morgunblaðsins kr. 550 á mánuði. 1 lausasölu kr. 50 eintakið. Grunnverð auglýsinga verður frá og með sama tíma kr. 363 dálksentimetrinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.