Morgunblaðið - 11.11.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 11.11.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 31 Patrick Siiskind ILMURINN af 'morbingja Skáldsaga eftir Patrick Suskind BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Ilmur- inn — saga af morðingja eftir þýska skáldið Patrick SUskind. Kristján Arnason þýddi. í frétt frá Forlaginu segir m.a.: „Sagan segir frá Jean-Baptiste Grenouille sem á er gæddur yfirskil- vitlegu lyktarskyni en hins vegar ber hann enga líkamslykt sjálfur. Eftir ömurlega og einstæða æsku — útskúfaður úr mannlegu sam- félagi — kemst hann í kynni við ilmvatnsgerðarmeistara og nær brátt undraverðum árangri í þeirri list. Einkum er hann hugfanginn af þeirri lykt sem vinna má úr mannslfkamanum. Hann einsetur sér að endurskapa ilminn sem ung- ar meyjar bera til að vinna sjálfur ást og hylli. Til þess þarf hann að myrða þær. Þá vaknar ein af mörg- um áleitnum spuminga þessa skáldverks: Hvemig samrýmist slíkur glæpur drauminum um ást- ina?“ Ilmurinn — saga af morðingja er 180 bis. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Steven Fairbaim hjá AUK hf. hannaði kápu. Mikill skortur á sérmennt- uðum stærðfræðikennurum og lítil von til að ástandið lagist „ÞAÐ er ljóst að sú mynd sem við blasir er æði svört,“ segir Dr. Benedikt Jóhannesson meðal annars í lokaorðum sínum í skýrslu um stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, en menntamálaráðuneytið fól honum að gera könnun um ástand mála í þeim efnum. í skýrslu Dr. Benedikts kemur fram að mikil skortur er á sérmenntuðum kennur- um í stærðfræði og lítil von til að ástandið í þeim efnum lagist á næstu árum eða jafnvel áratugum. Þar kemur einnig fram gagnrýni á kennaramenntun þá sem Háskóli íslands býður upp á og lýst áhyggj- um yfir hversu lítinn áhuga fjSlmiðlar sýna stærðfræði og reyndar raungreinum almennt. Könnunin fór fram á tímabilinu janúar til maí á þessu ári og var framkvæmd þannig að flestir fram- halkdsskólamir voru heimsóttir og rætt við hlutaðeigandi kennara og skólastjóra m.a. um námsefnið, kennslutilhögun, námsmat, sam- starf og fleira sem tengist stærð- fræðikennslunni. Skal hér drepið á nokkur atriði sem fram komu í könnuninni. Undirbúningi hefur hrakað Þótt nám eigi að heita samræmt í grunnskólum landsins voru fram- haldsskólakennarar þeirrar skoðun- ar að undirbúningur sé mjög mismunandi. Tveir þættir réðu þar mestu um, þ.e. hæfíleikar nemend- anna sjálfra og kennsla á grunn- skólastigi. Nær allir kennarar voru á einu máli um að undirbúningi nemenda hefði hrakað frá því sem áður var, en þess ber þó að gæta, að nú fer miklu stærri hluti hvers árgangs í nám 5 framhaldsskólum. Það væri því ekki óeðlilegt að með- algeta væri minni. Þó kvörtuðu kennarar um að bestu nemendumir kynnu minna en áður, einkum í alge- bru. í skýrslunni segir að þeir sem til þekki séu flestir á einu máli um að kennslubækur á grunnskólastigi séu mun aðgengilegri nemendum en þær bækur sem áður voru notaðar. Þær séu snyrtilega upp settar og fjölbreytni sé meiri en áður. Á móti kæmi að grynnra væri kafað í ein- staka þætti og þekking nemenda yrði því oft yfírborðskennd. Samskipti kennara á framhalds- skólastigi eru lítil við grunnskóla- kennara. Margir kennarar vissu ekki hvaða bækur eru notaðar á síðustu árum grunnskólans. Segir í skýrslunni að þetta sé mjög baga- legt, einkum þar sem auðvelt ætti að vera að bæta úr með lítilli fyrir- höfn kennara. í skýrslunni er bent á að háskóla- kennarar kvarti undan að nemendur úr framhaldsskólunum séu því óvan- ir að tengja stærðfræðikunnáttu sína hagnýtum fræðum, og oft verði að kenna hlutina upp á nýtt í tengls- um við sérstaka fræðigrein, til dæmis hagfræði eða eðlisfræði. Ekki virðist það algengt að kenn- arar skreyti kennslustundir með þrautum eða stuttum þáttum um sögu eða hagnýtingu efnisins. Báru kennarar þar fyrir sig tímaskort og þekkingarleysi. Um þetta atriði seg- ir í skýrslunni: „Það er reyndar alvarlegt mál, ef tímaskortur haml- ar því að kennarar geti sett námsefni í eðlilegt samhengi við það sem á undan kom og á eftir fer, svo maður tali nú ekki um, ef hann kemur í veg fyrir að efnið sé gert skemmtilegt. Áfar algeng umhvört- un nemenda er að þeim sé ekki sagt frá því hvar einstakar aðferðir séu notaðar, eða hvers vegna ákveðnir hlutar stærðfræðinnar hafí þróast. Auðvitað má segja að kennslubækur sem hér eru notaðar gefi oft ekki beint tilefni til slíkra útúrdúra, en hér skiptir þjálfun og þekking kenn- arans mestu máli og því miður er hún oft harla lítil og langt frá því að vera viðunandi. Uppeldisfræðin í litlum metum Minnihluti kennara í stærðfræði. hefur próf í kennslufræðum og flest- ir þeirra, sem stundað höfðu slíkt nám, töldu það ekki hafa hjálpað sér svo neinu næmi í kennslu. Nokkrir höfðu þau orð að námið væri ekki „mannskemmandi", en um þetta voru ekki einu sinni allir sammála. Höfundur skýrslunnartel- ur að meirihluti kennara sé á því að afar mikilvægt sé að kennarar fái einhveija þjálfun í kennslu, en mjög mikið vanti á að háskólanám sem nú er boðið svari kröfum um slíka þjálfun. Síðan segir í skýrsl- unni: „Annars er umræða um uppeldis- og kennslufræði yfirleitt ekki á mjög háu plani. Frasar eins og „uppeldisfræðiruglið" benda til þess að kennarar hafi ekki hrifíst af því sem boðið var upp á í þeim fræðum. Sumir töluðu um að hafa eytt heilum vetri til lítils eða einsk- is, en aðrir státuðu á sama tíma af því að hafa sloppið með nokkurra vikna námskeið. Það er ljóst að eitt- hvað er bogið við annað hvort skipulagningu námsins í kennslu- fræðum við Háskóla íslands eða hugarfar kennara." Lítill áhugi fjölmiðla í lokaorðum sínum víkur dr. Benedikt að því, að áhyggjuéfni sé hversu lítinn áhuga fjölmiðlar sýni stærðfræði og reyndar raungreinum almennt. Þar segir m.a.: „Þetta kann að standa í einhveiju sam- hengi við það að þeir sem nú starfa sem blaðamenn hafí ekki fengið kennslu sem vekti áhuga þeirra, eða efldi rökrétta hugsun. Eru reyndar tölulegar ambögur þær sem blaða- menn láta frá sér efni í vikulega dálka. Umfjöllun fjölmiðla um stærðfræði og reyndar vísindi al- mennt væri til þess fallin að lyfta þeim á hærra plan. Fyrir nokkrum árum kom það fyrir að fella varð niður stærðfræðikennslu í kjama- áfanga við einn af menntaskólum landsins. Enginn blaðamaður varð til þess að geta um þetta „verðfyll stúdentprófsins“. í lokaorðum sínum segir dr. Bene- dikt að verst sé að afar litlar líkur séu á að ástandið í stærðfræði- kennslunni lagist til muna, jafnvel á næstu áratugum. „Mjög víða er kennslan borin uppi af kennurum sem hafa mjög litla menntun í stærðfræði, og skólastjórum þykir það happ í hendi ef þeir ná í félags- fræðing eða landafræðing í stærð- fræðikennsluna. Það hlýtur að orka mjög tvímælis að nemendum sé boðið upp á nám þar sem ekki eru aðstæður til þess. Ég tel að verði settar afdráttarlausar reglur um hvemig menntun kennara skuli háttað til þess að skóli fái að bjóða upp á ákveðið nám, og þeim verði fylgt, þá muni ástandið stórum lag- ast,“ segir dr. Benedikt. Þá segir hann ennfremur í loka- orðum sínum: „Nauðsynlegt er að gera námið við Háskóla íslands þannig að fleiri laðist til starfa við kennslu í framhaldsskólunum. Þetta má gera með því að stefna sífellt að því að hafa a.m.k. eitt námskeið á tímum sem henta ættu mörgum kennurum. Jafnframt ætti að setja upp sumamámskeið í sama til- gangi. Þannig væri eðlilegt að sett væri upp áætlun til nokkurra ára, svo að kennarar gætu gengið að því vísu að námskeiðaröðinni yrði lokið. Góður vilji kennara einn hrekkur ekki til að bæta núverandi ástand. Þar verða yfirvöld að leggja línum- ar. Ástandið er mjög alvarlegt og endurspeglast ef til vill hvað best í þessum orðum eins kennaranna: „Við tökum við nemendunum ómögulegum úr grunnskólunum, þau fá ómögulega kennslu hjá okk- ur og þegar þau eru útskrifuð, þá fara þau að kenna í grunnskólan- um.“ I I Elna er saumavél sem kemur þér á óvart. Sérstaklega meðfærileg og prýdd öllum þeim kostum, sem nauðsyn- legir þykja, svo sem tvöfaldan lokusaum (overlock), sjálvirka gerð hnappagata og margan annan fjölbreyti- legan saum. Elna, er heimsþekkt fyrir frábærar saumavélar. Þú ættir að líta við og kynna þér kosti Elna. Heimilistækí hf Sætúni 8 - 691515 - Kringlunni - 691520 - Hafnarstræti 3-691525

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.