Morgunblaðið - 11.11.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.11.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Italía: Leyfilegt að fara í mál við dómara Róm, Reuter. ÍTALIR gengu um helgina til fimmfaldrar þjóðaratkvæða- greiðslu. Þjóðin samþykkti með yfirgnæfandi meirhluta að notk- un kjarnorku skyldi takmörkuð og ábyrgð dómara aukin á þann hátt að þeim beri að svara fyrir mistök sín í réttarsalnum. Líklegt þykir að niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar bæti ekki sambúðina á stjóraarheimilinu í Róm. Stjóminni er samkvæmt stjóm- arskránni skylt að færa niðurstöður þjóðaratkvæðis í lög innan fjögurra mánuða. Heimildamenn innan stjómar Giovannis Goria segja að takast ætti að setja saman lög er lúti að takmörkun kjamorkunotk- unar en erfiðara gæti reynst að túlka niðurstöðuna um aukna ábyrgð dómara. Flokkamir fímm sem standa að samsteypustjóm Gorias hafa undanfarin ár látið undir höfuð leggjast að endurbæta stirt og óvirkt dómskerfí landsins. Dómarar segja á hinn bóginn að skuldinni af ólögum sé skellt á þá. Óánægja þjóðarinnar með getuleysi stjómmálamannanna birtist ekki einungis í niðurstöðum kosning- anna heldur og í lítilli kjörsókn, þeirri minnstu frá stríðslokum. Lögfræðingar segja að ef ekki takist að færa niðustöðumar í Iög áður en frestur rennur út þá muni undarlegt tómarúm skapast í dóms- kerfinu. Svo gæti farið að dómarar þyrftu fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni í stað þess að komum lögum yfír glæpamenn. Sovétríkin: Sársaukafull fækkun opinberra starfsmanna Moskvu, Reuter. SEXTÍU þúsund manns, starfs- menn á opinberam skrifstofum í Moskvu, munu missa vinnuna fram til 1990 vegna þeirrar áherslu, sem nú er lögð á meiri hagræðingu. Hafa uppsagniraar valdið mikilli óánægju að þvi er fram kemur í sovésku dagblaði. í blaðinu Sotsialisticheskaya Ind- ustría sagði í gær, að frá því í júlí hefði 680 starfsmönnum tveggja ráðuneytisskrifstofa á vegum iðnað- arins verið sagt upp störfum vegna sameiningar skrifstofanna. Yndi fólkið uppsögnunum illa og teldi þær ástæðulausar. „Árið 1990 á hins vegar að vera búið að fækka í skrif- stofum iðnaðarráðuneytisins um 50% en það þýðir, að 60.000 manns verða að finna sér annað starf," sagði í blaðinu. Blaðið sagði, að miðstýrð skrif- fínnskan hefði valdið því, að nú væru 18 milljónir manna að störfum í stjómkerfínu eða 15% af öllu vinnu- aflinu. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, stefnir hins vegar að því að draga úr niðurgreiðslum og gera ráðuneytin sjálfstæðari og ábyrgari. Þeim er því nauðugur einn kostur að losa sig við óþarft vinnuafl. í Sovétríkjunum er atvinnuleysi ekki til opinberlega og ríkið sér um að útvega því fólki, sem sagt var upp, aðra vinnu. Hún er hins vegar yfírleitt verr launuð en starfíð í ráðu- neytunum og nýtur ekki sömu • virðingar. Erfiðastar hafa uppsagn- imar verið í utanríkisráðuneytinu. Þar hefur fólk fengið taugaáfall vegna tíðindanna og orðið að flytja það burt í sjúkrabifreið. Skrifstofur utanríkisráðuneytisins em mjög eft- irsóknarverður vinnustaður enda njóta starfsmennimir þeirra miklu fríðinda að fá að fara til útlanda einstöku sinnum. ÓRÓASAMT í BANGLADESH Reuter Ókyrrt hefur verið í Bangladesh að undanfomu og. oft komið til átaka með lögreglu og fólki, sem kraf- ist hefur afsagnar forsetans, Hossains Ershad. Myndin er af óeirðum, sem urðu í gær í Dacca, höfuðborginni, en þá skaut lögreglan nokkra menn til bana, þijá að eigin sögn en 12 ef marka má frá- sagnir mótmælenda. Caspar Weinberger, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: Enginn efi um að Sovétmenn sækjast eftír heimsyfirráðum Seg*ir Sovétríkin hafa eigin geimvarnaáætlun Washington, Reuter. í VIÐTALI við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC, síðastliðinn sunnu- dag, sakaði Caspar Weinberger, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandarikjanna, Sovétríkin um að sækjast eftir heimsyfirráðum og sagði þau þar að auki vera langt komin með eigin geimvamaáætlun. Sovétríkin hafa til þessa mjög beitt sér gegn geimvaraaáætlun Banda- ríkjanna. Þá sagði Weinberger að Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétrikjanna, væri maður ósanngjara í viðskiptum og að sovéskur efnahagur væri „hneykslanlega bágur“. „Það er enginn vafí í mínum huga, hjá [Reagan] forseta, um að tak- og ég heyrði aldrei neinar efasemdir mark Sovétríkjanna er að ná England: Kirkjuþing> deilir um samkynhneigð St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KIRKJUÞING ensku biskupakirkjunnar situr nú, og á miðvikudag verður tekin til umræðu umdeild tillaga um, að samneyti samkyn- hneigðra sé synd. Hún beinist fyrst og fremst að samkynhneigðum prestum, en innan ensku biskupakirkjunnar er sérstök hreyfing samkynhneigðra kristinna manna. Opinber afstaða biskupakirkj- unnar byggist á skýrslu, sem samin var 1979, þar sem segir, að gifting karls og konu sé hið æskilega sam- band, en það geti verið réttlætan- legt, að einstaklingur kjósi að eiga samband við annan sama kyns. Vitað er, að nokkur hluti presta er samkynhneigður, og það hefur færst í vöxt, að þeir viðurkenndu það opinberlega. s Séra Tony Higton, klerkur í Essex, hefur lagt fyrir kirkjuþing- ið, sem nú situr, tillögu, þar sem staðhæft er afdráttarlaust, að allt kynlíf skuli eiga sér stað innan hjónabands karls og konu og kynlíf samkynhneigðra jafngildi hórdómi og sé synd. Sjálfur segir hann, að samkynhneigðir í klerkastétt drýgi synd og hljóti að segja af sér og það yrði meiri háttar áfall, ef til- laga hans yrði ekki samþykkt. Séra Higton og stuðningsmenn hans vísa máli sínu tii stuðnings í ýmsa ritningarkafla, meðal annars í fyrra Kórintubréf Páls postula (6,9): „Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn, né skurðgoðadýrk- endur, né hórkarlar, né mannbleyð- ur, né mannhórar, né þjófar, né ásælnir, né dryklqumenn, né last- málir, né ræningjar guðsríki erfa.“ Andstæðingar þessarar ályktun- ar segja hana vera ofsóknir á hendur samkynhneigðum. Séra Richard Kirker, sem er ritari kristi- legra samtaka samkynhneigðra, segir, að í raun sé verið að fara fram á, að kirkjan banni samtök hans. Hann segir, að þriðjungur klerka sé samkynhneigður. Hann hefur lagt fram aðra tillögu, sem gengur út á, að samkynhneigð og gagnkynhneigð skuli jafnréttháar og í öllum mannlegum samböndum skuli vera alvara og varanleiki. Búist er við, að umræður um þetta verði harkalegar. Sterk hreyfing er innan ensku biskupakirkjunnar fyrir því að líta á samkynhneigð sem synd. Erki- biskupinn af Kantaraborg, Robert Runcie, hefur látið hafa það eftir sér, að samkynhneigð sé „siðferði- leg fötlun". John Gummer, aðstoð- arráðherra í landbúnaðarráðuneyt- inu — sem situr sem leikmaður á kirkjuþinginu — segir, að það sé hneyksli, ef hrófla eigi við sögu- legri kenningu kirkjunnar. Það sé ekki hægt að skilja samkynhneigð frá hórdómi og saurlífí. heimsyfirráðum," sagði Weinberger í sjónvarpsþættinum „Meet the Press" sl. sunnudag. Weinberger tilkynnti afsögp sína sl. fímmtudag, en mun sitja þar til öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt útnefningu eftirmanns hans, en það er Frank Carlucci, ör- yggisráðgjafí. Weinberger sagði að Sovétmenn væru langt komnir í þró- un geimvopnakerfís, sem ætlað væri til þess að veijast kjamorkuárás. Sagði hann þau vopn bæði eiga að vera staðsett á yfírborði jarðar og úti í geimnum. „Þeir reyna nú að fá okkur til þess að hætta við geim- vamaáætlunina meðan þeir halda fast við sína, sem þeir hafa unnið við a.m.k. 15 ámm lengur en við.“ Weinberger hefur verið einn ötul- asti talsmaður geimvamaáætlunar- innar, sem ætlað er að granda aðvífandi kjamorkuskeytum áður en þau koma inn í gufuhvolfið. Sagði hann í mörg ár hefði ekki komið fram önnur eins hugmynd, sem gæfi almenningi von um að kjam- orkuokinu kunni að verða aflétt. „Það er lífsnauðsynlegt að við gerum allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að koma henni í gagnið,“ sagði vamarmálaráðherrann. Stór orð um Gorbachev Vamarmálaráðherrann sparaði ekki stóru orðin þegar vikið var að Gorbachev og sovésku efnahagslífí: „Ég held ekki að Gorbachev sé neitt sérlega sanngjam maður. Og ég held ekki að neinum í forystusveit Sovétríkjanna verði leyft að vera sanngjam, a.m.k. frá vestrænum sjónarhóli. Reuter Weinberger í sjónvarpssai. Gorbachev vildi gjaman eyða meiru til þess að reyna að rétta af og betmmbæta hinn hneykslanlega bága efnahag og ömurlegu sovésku lífskjör, sem ég og þú myndum ekki þola í meira en þijár eða fjórar mínútur," sagði Weinberger við fréttamanninn, sem beindi spuming- unni til hans. Sovéska dagblaðið Pravda fagn- aði afsögn Weinbergers á mánudag- inn og sagði hana marka endalok tímabils, sem væri „langt frá því að vera hið besta í bandarískri sögu. Pravda sagðist vona að samskipti risaveldanna yrðu betri eftir að Weinberger færi frá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.