Morgunblaðið - 11.11.1987, Síða 72

Morgunblaðið - 11.11.1987, Síða 72
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA | tlT 11T iW ^ iW ISGuðjónÖLhf. 0Í0tt0UtíUb%$VW l 91-2 72 33 Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Nærri 100 milljóna króna tap hjá SR TAPIÐ á Síldarverksmiðjum %■ ríkisins var nálægt því að vera 100 milljónir króna með afskrift- um á síðasta reikningsári, að sögn Jóns Reynis Magnússonar framkvæmdastjóra Síldarverk- smiðja ríkisins. „Það varð hins vegar á annað hundrað milljóna króna hagnaður á verksmiðjunum árið áður,“ sagði Jón. „Nú er útlitið hins vegar hörmulegt. Þessi vertíð hefur farið sérstaklega illa af stað. Hún hefur komið mjög illa út fyrir verksmiðj- umar á Siglufirði og Raufarhöfn því loðnuveiðin hefur yfírleitt verið góð fyrir norðan land framan af vertíðinni. Hins vegar hafa verk- smiðjumar á Seyðisfirði og Raufar- höfn fengið mest af loðnunni eftir áramót. Nú em 3 góðir mánuðir, ágúst, september og október, dottn- ir út og það er erfitt að greiða afskriftir þegar ekkert er unnið í langan tíma í loðnunni. Það hefur einnig verið slæmt veður á loðnu- miðunum undanfarið þannig að það er ekki mikill gangur í þessu,“ sagði Jón Reynir. , Saltfiskur seldur fyrir um 8 milljarða Arið 1987 eitt mesta saltfiskár frá síðari heimsstyrjöldinni ÚTFLUTNINGUR á saltfiski hefur aukizt verulega frá siðasta ári og stefnir nú í að þetta ár verði eitt af þremur mestu salt- fiskárum frá síðustu heimsstyij- öld. Aukning í magni er um 14% en um þriðjungur í verðmætum. Útflutningurinn er þegar orðinn meiri en allt árið í fyrra. Þann fyrsta nóvember síðastlið- inn var búið að flytja út 56.700 tonn af saltfiski að verðmæti 8 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra höfðu 49.700 tonn verið flutt utan. Saltfískútflutningurinn hefur því aukizt um 14% milli ára í magni talið. Heildarframleiðsla síðasta ár var 53.595 tonn að verðmæti 6 milljarðar króna. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, segir að útlit og horfur fyrir næsta ár séu nokkuð góðar, sé litið framhjá óvissu um tolla. Áætlaður útflutn- ingur tvo síðustu mánuði ársins er um 3.000 lestir. Mismunandi tollar eru á þeim fiski eftir löndum, en hæstir eru þeir í Portúgal, þar sem tollfijáls innflutningskvóti þar hef- ur verið fylltur. Leyfisbréf fást ekki án prófskírteina TALSVERÐ ólga er nú komin upp meðal kennara við listaskóla landsins vegna þeirrar kröfu menntamálaráðuneytisins að þeir leggi fram öll sín prófskír- teini svo að unnt verði að gefa út leyfisbréf þeim til handa sam- kvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi i fyrra um mennt- un kennara. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins mun nokkuð skorta á að allir þessir kennarar uppfylli skilyrði sem lögin gera ráð fyrir, einkum hvað varðar nám í uppeldis- og kennslufræð- um. Hörður Lárusson, deildarstjóri i ffamhaldsskóladeild menntamála- ráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt áður- nefndum lögum hefði verið sett fram ákveðið skilyrði sem kennarar þyrftu að fullnægja til að fá leyfis- bréf. Eitt af þessum skilyrðum væri að kennarar hefðu próf í upp- eldis- og kennslufræðum. Hörður sagði að fæstir þeirra kennara, sem kenna við listaskólana, það er tón- listarskóla, myndlistarskóla og leiklistarskóla, hefðu próf ( uppeld- is- og kennslufræðum og hefðu þar af leiðandi ekki fengið leyfisbréf. Menntamálaráðuneytið teldi nauð- synlegt að finna lausn á þessu máli og því hefði nú verið ákveðið að kanna sérstaklega námsferil við- komandi kennara, með það fyrir augum að flokka þá eins og lög gerðu ráð fyrir. I Hafnarfjarðarhöfn Morgunblaðið/Snorrí Snorrason Nýtt tölvuforrit fyrir lækna: Gæti lækkað lyfjakostnað um tugi milljóna króna — undirbúningur hafinn að markaðssetningu erlendis NÝTT tölvuforrit fyrir lækna, Medicus, sem fyrirtækið Hjarni og Rökver hf. hefur markaðs- sett, gæti hugsanlega orðið til að lækka lyfjakostnað hér á landi um tugi milljóna króna. Forritið hefur meðal annars þann kost að þar eru aðgengilegar upplýs- ingar um lyf og verðsamanburð sem auðveldar hagkvæmara lyfjaval. Læknisfræðilegi hluti Medicus er unninn af læknunum Bárði Sigur- geirssyni og Guðmundi Sverrissyni, en kerfissetning og forritun er framkvæmd af Sverri Karlssyni kerfisfræðingi. Forritið var kynnt á þingi norrænna heimilislækna síðastliðið sumar og voru læknar frá hinum Norðurlöndunum al- mennt sammála um að Medicus væri fullkomnara en þau forrit sem þekkt eru í þeirra heimalöndum, að því er Bárður Sigurgeirsson læknir sagði í samtali við Morgun- blaðið. Undirbúningur er nú hafinn að markaðssetningu forritsins á hinum Norðurlöndunum. Bárður sagði að forritinu væri ætlað að leysa af hólmi pappírs- sjúkraskrána, sem notast hefur verið við hingað til og sagði hann að með því myndi sparast bæði tími og fyrirhöfn. Með tilkomu Medicus yrði sjúkraskráin alltaf aðgengileg og þar væri alltaf að finna nýjustu upplýsingar. Betra yfirlit fengist yfir vandamál sjúklinganna, skrán- ingin yrði nákvæm og kerfisbundin og auðveldara yrði að fylgja eftir sjúklingum með langvinna sjúk- dóma. „Þá er afar þýðingarmikið að í forritinu er að finna skrá yfir öll lyf sem eru skráð á íslandi með upplýsingum um sérlyflaheiti, virk efni, pakkningar, verð, ábendingar og frábendingar, aukaverkanir og fleira," sagði Bárður. „Þessi skrá er uppfærð á þriggja mánaða fresti sem tryggir að upplýsingar eru allt- af nýjar. Samanburður á verði sambærilegra lyfla auðveldar hag- kvæmt lyflaval og að mínum dómi ætti þetta að geta lækkað lyfjaverð hér á landi um tugi milljóna króna." Sjá viðtal við Bárð Sigurgeirs- son á bls. 15. Listaskólarnir:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.