Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Viðræður samningsaðila á Vestfjörðum: Svartsýnni en áður — segir Pétur Sigurðsson, forseti ASV EKKI hefur ennþá orðið af fundi samningsaðila á Vest- fjörðum og óvist hvenær boðað verður til næsta fundar. Sam- gönguerfiðleikar hafa sett strik í reikninginn, en fundur var fyrirhugaður á föstudaginn var og síðan um helgina. Menn hafa þó notað tímann til óformlegra þreifinga og eru forsvarsmenn Alþýðusambands Vestfjarða svartsýnni en áður á að viðræð- urnar skili árangri. Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, sagðist vera svartsýnni en áður á að samn- ingar tækjust, það væri erfitt að semja við þær aðstæður sem nú ríktu og talsvert mikið bæri á milli. Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða, sagði að samningamálin væru í biðstöðu í bili. Djúþivogur - Vopnafjörður: Skipti á skipum Djúpavogi í gær kom hingað til Djúpa- vogs Lýtingur NS 250, 140 Nefnd skoðar fjárfesting- arlánasjóði Forsætisráðherra hefur skip- að nefnd til að endurskoða löggjöf um fjárfestingarlána- sjóði og skal nefndin m.a. fjalla um starfshætti og stjórn fjárfest- ingarlánasjóða, eignarhald og ríkisábyrgð þar sem við á. Formaður nefndarinnar er Bald- ur Guðlaugsson hrl. en aðrir nefndarmenn eru Halldór Guð- bjarnason viðskiptafræðingur, Ingi Tryggvason fyrrv. alþingismaður, Ólafur Davíðsson framkvæmda- stjóri og Stefán Reynir Kristinsson viðskiptafræðingur. tonna skip sem Búlandstindur hf. hefur keypt af Tanga hf. á Vopnafirði. Aftur á móti hefur Tangi hf. keypt rækjutogarann Stjörnutind ásamt rækju- vinnsluvélum af Búlandstindi. Gert er ráð fyrir að Lýtingur verði gerður út frá Djúpavogi á línu og net og aðrar hefbundnar veiðar. Sunnutindur landaði í morgun 60 tonnum af þorski og ýsu. Gert er ráð fyrir að byija aftur síldarsöltun og salta í að minnsta kosti 2000 tunnur. Tíðarfar hefur verið með ein- dæmum gott til áramóta. 2. janúar snjóaði dálítið en þann snjó hefur tekið upp að nokkru leyti. Talsverð hálka og klaki er hér í þorpinu en vegir sæmilega færir í allar áttir. Ingimar Morgunblaðið/BAR Verkpallar hafa verið rifnir niður við Bjarnaborg á Hverfisgötu en verktakafyrirtækið Dögun sf. vinnur að endurbótum á húsinu. Stækkun álversins kynnt fyrirtækjum í Evrópu: Stefnt að undirbún- ingsfélagi á þessu ári Spurningar og svör um staðgreiðslu STAÐGREIÐSLA skatta hófst 1. janúar sfðastliðinn og f til- efni af því gefur Morgunblaðið lesendum sínum kost á að fá svarað á sfðum blaðsins spurn- ingum sem kunna að vakna varðandi staðgreiðslukerfið. Morgunblaðið kemur þeim spumingum sem berast á fram- færi við embætti ríkisskattstjóra. Spumingamar og svör við þeim birtast síðan í blaðinu. Lesendur geta hringt f síma Morgunblaðsins, 691100, kl. 10-12 árdegis mánudaga til föstudaga og borið fram spum- ingar sínar.___________ O INNLENT STARFSHÓPUR um stækkun álvers í Straumsvík hefur lokið störfum og benda frumathuganir til þess, að 180 þús. tonna ál- bræðsla, er byggð yrði f áföngum á árunum 1991 til 1994, geti orð- ið hagkvæm. f frétt frá iðnaðar- ráðuneytinu segir að ákveðið hafi verið að kynna niðurstöður- nar fyrir þeim fyrirtækjum í Evrópu sem lýst hafa áhuga á þátttöku í uppbyggingu áliðnað- ar hér á landi. Farið verður fram á að viðræður geti hafist í febrú- ar eða mars og stefnt að ákvörð- un um stofnun hugsanlegs undirbúningsf élags fyrir mitt þetta ár. Þá segir í frétt ráðuneytisins að athuganir starfshóps um stækkun álvers bendi til þess, að áhuga á þátttöku í nýrri álbræðslu á íslandi sé fyrst og fremst að fínna hjá ál- fyrirtækjum á meginlandi Evrópu og Bretlandi. Flest fyrirtækjanna em í löndum, sem em aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Hefur málið verið sérstaklega kynnt fyrir stjóm Efnahagsbandalagsins í Bmssel og átti Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra fund með fram- kvæmdastjóra iðnaðarmála innan Efnahagsbandalagsins. Sýndi hann áhuga á þróun áliðnaðar á Islandi, en fyrirsjáanlegt er að draga verði úr álframleiðslu í Evrópu á næsta áratug vegna hækkandi orkuverðs. Fyrirhugað er að framkvæmda- stjórinn komi til íslands í júní næstkomandi meðal annars til að kynna sér þessi má]. Bankaráð Landsbankans: Arni Vilhjálmsson sagði af sér Greinir á við forystumenn Sjálfstæðisflokks um ráðningn bankastjóra í dag ÁRNI Vilhjálmsson prófessor sagði sig úr bankaráði Landsbanka íslands í gær. Árni Vilhjálmsson hefur verið annar af tveimur fulltrú- um Sjálfstæðisflokksins í bankaráðinu. Hann tilkynnti afsögn sína með bréfi til bankaráðs og bankastjórnar Landsbankans í gær og sendi jafnframt Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins annað bréf, þar sem hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni. Ástæðan fyrir afsögn Árna Vilhjálmssonar er ágreiningur milli hans og for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins um ráðningu bankastjóra Lands- bankans i stað Jónasar H. Haralz, sem gert er ráð fyrir að láti af því starfi fyrir mitt ár. Fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í bank- aráði Landsbankans er Jón Þorgilsson sveitarstjóri á Hellu og tekur hann nú sæti í bankaráðinu. 1 T«hur nwvttur til starfa hjá Bntnn j Stofnar íþróttasamband 1 ísiands ferðaskrifstofu? - ' BLAÐ B Ami Vilhjálmsson sagði í gær, að skoðanaágreiningur hefði verið milli sín og forystumanna Sjálf- stæðisflokksins um hvemig standa ætti að ráðningu bankastjóra. „Ég gerði mér vonir um að þeir mundu taka sinnaskiptum," sagði Ámi, „og aðhyllastþann kost, sem mér fannst álitlegastur. Svo reyndist ekki vera. Mér fannst því rétt, að ég léti und- an. Þama toguðust á hagsmunir bankans og stjómmálahagsmunir, sem ég er ekki kunnugur." Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Fyrr í vetur átti ég tal um þetta mál við formann bank- aráðs Landsbankans og okkur kom þá saman um aö eðlilegt væri að taka ákvörðun í þessu máli þegar kæmi fram á þetta nýja ár. Ég taldi fyrir mitt leyti alveg ástæðulaust að hreyfa því fyrr og það kom mér því mjög á óvart þeg- ar það var tekið fyrir í bankaráðinu milli jóla og nýjárs. Og ég harma, að það skyldi hafa gerst með þeim hætti, sem raun varð á. Við ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins höfðum afráðið að styðja Sverri Hermannsson til þessa starfs og við áttum nú fyrir skömmu tal við Ama Vilhjálmsson um málið og skýrðum fyrir honum okkar afstöðu. Hann tók þá ákvörðun að víkja úr banka- ráðinu og tilkynnti mér það í dag. Á þeim vettvangi hefur hann unnið mjög gott starf um langt árabil hann hefur þar að auki gegnt ýms- um öðmm trúnaðarstörfum á vegum Sjálfstæðisflokksins, sem við metum mikils. Og ég ræddi það á fundi okkar f dag, að ég vildi gjaman eiga hann að í því starfi, enda nyti hann trausts okkar allra. Hann tjáði mér, að ekkert myndi breytast í því efni, utan það, að hann víkur nú úr bankaráðinu að eigin ákvörðun." Er Morgunblaðið skýrði Jóni Þorgilssyni sveitarstjóra á Hellu frá því í gær að hann væri orðinn aðal- maður í bankaráði Landsbankans vegna úrsagnar Áma Vilhjámsson- ar sagði Jón: „Vegna þessarar fréttar um afsögn Ama Vilhjálms- sonar úr bankaráði Landsbankans hef ég þetta að segja: Með setu minni í bankaráðinu 1983 til 1984 sem varamaður Matthíasar Á. Mathiesen og á einstökum banka- ráðsfundum í forföllum aðalmanna síðan, var ég þar ásamt Áma Vil- hjálmssyni og átti við hann mjög gott samstarf. Mér þykir því leitt að komu mína í bankaráð nú skuli bera að með þeim hætti að Ámi telji sér ékki fært að vera þar leng- ur. Afstaða mín um val á banka- stjómm í Landsbankanum hlýtur að mótast af viðhorfí mínu til hlut- verks ríkisbankanna og pólitískrar yfírstjómar þeirra og þá ekki síst með tilliti til þarfa atvinnulífsins í landinu." Eins og fram hefur komið í frétt- um Morgunblaðsins lagði Pétur Sigurðsson, hinn fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins og formaður bankaráðs Landsbankans, fram tillögu á fundi bankaráðsins 29. des. sl. þess efnis, að Sverrir Hermannsson alþingis- maður yrði ráðinn bankastjóri Landsbankans. Á sama fundi lagði Ámi Vilhjálmsson fram tillögu um að Tryggvi Pálsson yrði ráðinn bankastjóri Landsbankans. Vitað er, að tillaga Péturs Sigurðssonar nýtur stuðnings Kristins Finnboga- sonar, fulltrúa Framsóknarflokks- ins, en tillaga Áma naut stuðnings Eyjólfs K. Siguijónssonar, fulltrúa Alþýðuflokksins í bankaráðinu. Á fyrmefndum fundi bankaráðsins upplýsti Lúðvík Jósepsson, fulltrúi Alþýðubandalags, ekkert um af- stöðu sína en talið er víst að hann styðji Tryggva Pálsson. Eftir fund- inn í bankaráðinu milli jóla og nýjárs var a.m.k. ljóst, að Lúðvík Jósepsson var í oddaaðstöðu og gat ráðið því, hveryrði kosinn í bankar- áðinu. Ámi Vilhjálmsson hefur átt sæti í bankaráði Landsbankans fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins frá 1974. Þá tók hann við af Matthíasi Á- Mathiesen er hinn síðamefndi gerð- ist íjármálaráðherra. Áður hafði Ámi Vilhjálmsson verið varamaður í bankaráðinu frá viðreisnarárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.