Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 21 Mergjuð fijókom eftir Stefán Björnsson Með fréttabréfi Félags eldri borgara, sem dagsett er 8.12. 1987, fylgdi ljósrit af grein, sem birfist í Morgunblaðinu þann 10.11. sl. Hún fjallar um blóm- afrjókomið. Gissur Guðmundsson ellilífeyrisþegi segir þar frá reynslu sinni af þessu undraefni, sem hann nefnir svo. Hann segir frá að hann hafí læknast af ýmsum ólíkum sjúkdómum og nefnir í því sambandi að verkir hurfu úr liðum, hjartsláttartruflanir hurfu ásámt sjóntruflunum og lesgleraugu, sem hann hafði þurft að nota í 37 ár, gat hann lagt frá sér. Óþægindi hurfu úr ristli og þvagfærin lækn- uðust. Sveppir í þörmum og ristli létu deigan síga og svo er að sjá að kransæðaþrengsli, sem læknir taldi geta verið banvæn, hafi einn- ig fengið fyrir ferðina. Allt þetta skal þakkað blómafrjókominu. Þama ætti sem sé náttúran, þessi mikla móðir, sem hingað til hefur gert okkur mannanna böm sæl og vansæl sitt á hvað, að hafa gaukað að okkur töfralyfí, sem lengi hefur verið þráð. Að því hvarflar svo hugur að mikill fyöldi lækna og vísinda- manna hefur stritað við það langalengi víðs vegar um lönd og álfur að leita að lyfjum við þessum sjúkdómum, sem hér eru taldir upp. Læknamir og vísindamenn- imir hafa stuðst við reynslu næstum frá örófí mannvits og hafa á seinni tímum haft háþróaða tækni í þjónustu sinni. Fúlgum fjár hefur verið eytt í svona rann- sóknir. Árangurinn virðist vera harla lítill. Samkvæmt nefndri frá- sögn komast þeir ekki með tæmar þangað sem blómafijókomið hefur hælana. Er nú ekki eitthvað bogið við þetta? Ég spyr nú sisona og höfða til skynseminnar. Mér verður hugsað til huldu- og andalækning- anna og hinnar stórfenglegu lækningaferðar íslendinga til Filippseyja veturinn 1978. Þetta er kannski ekki alveg sambæri- legt, en keimlíkt er það. Trúin á kraftaverkið virðist þurfa að vera tiltæk í ríkum mæli og ímyndunin spillir ekki. Stefán Björnsson „Þarna ætti sem sé náttúran, þessi mikla móðir, sem hingað til hefur gert okkur mann- anna börn sæl og vansæl sitt á hvað, að hafa gaukað að okkur töfralyfi, sem lengi hef- ur verið þráð.“ Mér fínnst það ekkert sniðugt að senda flölda eldri borgara þessa grein, enda þótt blessun læknis fylgi. Það má líta á hana öðrum þræði sem öflugan söluáróður og hversu margir mundu ekki vilja auglýsa sín töfralyf svona auðveld- lega? Um dreifingu greinarinnar með fréttabréfinu má sjálfsagt segja eins og Páll Ólafsson sagði á sinni tíð: „I góðri meiningu gert var illa.“ Höfundur er ellilífeyrisþegi. iii w 1«»w Durol-burstagólfmottan heldur óhreinindum framúrskarandi vel úti. Hún tryggir að 70% minna af óhreinindum berst inn í húsið. • Þetta þýðir: • Að starfsfólk þitt og viðskiptavinir hreinsa skó sína hvort sem þeir vilja það eða ekki. • Að minni óhreinindi eru í húsinu. • Að húsráðendur spara tíma og fé. Durol-hurstagólfmottan er endingargóð og sérlega handhæg, vegna þess að hægt er að rúlla henni upp og fjarlægja óhreinindi undan henni. Einnig er mjög auðvelt að viðhalda fallegu útliti mottunnar með ryksugun og sápuþvotti. Durol-gólfmottuna er hægt að panta í öllum stærðum. Hún hentar mjög vel í mottugryfjur. GERÐIN - sími (91)41630, (91)41930 Dansskólinn Dansnýjung Kollu Eldri nemendur staðfesti fyrri umsóknlr. Nýirnemendur velkomnir. Aldurshópar4—6 ára, 7—9 ára, 10—12 ára og allir ungl- ingar. Sórtímar fyrir 20 ára og eldri. Skóli með reynslu — þjálfun - þekkingu. Skóli með dansnýjungar. Innritun hafin milli kl. 10—1 2 og 13—18 í síma 621088 og í kvöldsíma 46219 eftir kl. 20.00. Fyrir börn: Börnin verða að hafa gaman af dansi. Því leitumst við að fremsta megni að byggja upp takt, hreyfigetu og umfram allt tjáningarform. Dansar: Petro Petro — Andrés — Barbie og Ken fara á ball 10—12 ára og allir eldri Tommie og Martin koma og kenna við skólann með allt það nýjasta í modern dansi, jazz ballet, jazzdönsum, funck og free-style. Og enn meiri nýjungar. Allir verða teknir upp á myndband sem við skoðum saman til að tryggja betri námsárangur. Verið velkomin á nýju ári Afhending skírteina laugardaginn 16. janúar frá kl. 13—18 á Hverfisgötu 46. Visa, Euro Kennsla hefst mánudaginn 18. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.