Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 33 Umferðin á nýliðnu ári: Ohöppum og slys- um fjölgaði um 10% Fararheill ’87 hefur fylgst með þróun skráðra umferðaróhappa hjá bifreiðatryggingafélögunum á ár- inu 1987. Fjöldi þeirra hefur síðan verið borinn saman við sambærilega skráningu frá árinu á undan. Árið 1987 voru skráð 13.327 umferðaróhöpp hjá bifreiðatrygg- ingafélögunum, en þau urðu 12.015 árið 1986. Flest urðu þau í mars eða 1.275, en fæst 1.004 í maí. Fjölgun óhappa er því 10,9 pró- sent milli ára. Árið 1987 voru 1.038 skráðir slasaðir, en voru 942 árið á undan. Fjölgun slasaðra er 10,2 prósent. Á árinu 1987 Jétust 24 í um- ferðarslysum á íslandi og voru jafnmargir árið á undan. Við samanburð milli þessara ára verður að taka tillit til talsverðrar umferðaraukningar og samkvæmt nýlegum upplýsingum frá olíufélög- unum var bensínsala um 13 prósent meiri á síðasta ári en á árinu 1986. Mest fjölgun óhappa varð á fyrsta ársfjórðungi 1987 miðað við sama ársfjórðung 1986, en mest aukning milli ársQórðunga varð frá þriðja til fjórða ársfjórðungs 1986 eða um 27,5%. Athygli vekur hversu mikil fækk- un er frá desember 1986 til sama mánaðar 1987, eða 14,3%. Þá er ekki tekið tillit til aukinnar um- ferðar. Fjölgun slasaðra var langmest í tveimur mánuðum, júlí og ágúst. I þeim mánuðum 1986 slösuðust 167 manns en í ár urðu þeir 75 fleiri eða 242. 1986 1987 óhöpp slasaðir óhöpp slasaðir jan. 1.142 84 1.094 59 feb. 672 46 1.098 62 mars 998 65 1.275 73 april 995 56 1.024 75 maí 875 50 1.004 75 júní 973 92 1.088 61 júlí 969 92 1.138 124 ágúst 832 75 1.057 118 sept. 995 95 1.154 107 okt. 1.171 107 1.185 91 nóv. 1.113 92 1.112 107 des. 1.280 88 1.098 86 12.015 942 13.327 1.038 (Fréttatilkynning) JAN. ÍEB MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPT OKT NÓV DES. Ritsíminn flytur úr Landssímahúsinu í Armúla 27: Morgunblaðið/Þorkell Starfsfólk Ritsímans. Ólafur Eyjólfsson yfirdeildarstjóri Ritsimans, Talsambands við útlönd og Langlínumiðstöðvarinnar er fyrir miðju á myndinni. Heilsuvemd í Kringlunni VIÐSKIPTAVINUM Kringlunar verður boðið upp á ráðgjöf um heilsuvernd á sérstökum torgum í Kringlunni i þessum mánuði. Á hverjum morgni fara fram léttar teygjuæfingar fyrir starfsmenn verslana í Kringlunni að hætti Kinveija eins og segir i frétt frá Kringlunni. í fréttinni segir enn fremur að líkamsræktarstöðvar, félög eldri borgara, íþróttafélög, Hjartavemd, Krabbameinsfélagið, Áfengisvam- arráð og hjúkrunarfræðingar muni sinna almennri ráðgjöf á „heilsu- torgum Kringlunnar“. Þangað geta viðskiptavinir leitað og fengið ráð- gjöf eða upplýsingar um matarræði, stress, eyðni, megrun, slökun, nudd, almenningsíþróttir, keppnisíþróttir og látið mæla blóðþrýsting, svo dæmi séu tekin. Einnig munu íþróttahópar sýna listir sínar. Dagskráin er sniðin með það fyr- ir augum að fólk á öllum aldri geti komið á heilsutorg Kringlunnar sér til skemmtunar eða aflað sér upp- lýsinga hjá sérfræðingum á hveiju sviði. (Úr fréttatilkynningu) Vel búið að Ritsímaniim með nýrri tækni í nýju húsnæði -segir Ólafur Eyjólfsson yfirdeildarstjóri Úr myndinni „Allir i stuði“ sem Bíóhöllin frumsýnir. Bíóhöllin sýnir grín- myndina „Allir í stuði“ BÍÓHÖLLIN hefur liafið sýning- ar á grínmyndinni „Allir í stuði“ er leikstýrð af Chris Columbus en hann og Steven Spielberg hafa unnið saman við gerð mynda eins og „Indiana Jones“ og „Goonies“. Myndin „Allir í stuði“ kemur frá fyrirtækinu Touchstone sem er systurfyrirtæki Walt Disney. Chris Columbus hefur fengið til liðs við sig unga leikara, þar á meðal Elisa- beth Shue, sem var í myndinni „The Karate Kid“, Keith Coogan úr myndaþáttunum „Fame“ og Maia Brewton úr myndinni „Back to the Future". SÍMSKEYTA- og telexþjónusta Ritsimans flytur nk. laugardag úr Landssímahúsinu við Austur- völl í húsnæði Pósts og síma í Armúla 27 sem fyrirtækið keypti fyrir ári síðan en ritsíminn verð- ur áfram með afgreiðslu í Landssímahúsinu. Ritsiminn var áður til húsa í gamla Landssima- húsinu í Pósthússtræti 5 en hefur verið í Landssímahúsinu við Austurvöll frá árinu 1930 þegar Landssiminn flutti í það. Vel verður búið að Ritsímanum í nýja húsnæðinu með nýrri tækni, að sögn Ólafs Eyjólfssonar yfir- deildarstjóra Ritsímans, Talsam- bands við útlönd og langlinumið- stöðvarinnar. „Það er mikill munur frá því að ég byijaði að vinna sem símritari hjá Ritsímanum árið 1946 en þá notuðum við morsið ennþá,“ sagði Ólafur. „Það var bylting fyrir okkur þegar opnað var tal- og ritsímasam- band um sæstreng á milli íslands og Skotlands árið 1962 og handvirk telexþjónusta hófst. Einnig þegar jarðstöðin Skyggnir var tekinn í notkun árið 1980 og sjálfvirk út- landasímstöð var opnuð. Það hefur verið sérstaklega mikil notkun á ritsímanum eftir að við hófum síma- telexþjónustu árið 1984 og síma- telexáskrifendur eru nú nærri eitt þúsund talsins. Hjá Ritsímanum vinna nú um 30 manns en þegar ég byrjaði að vinna sem sendill hjá honum árið 1939 unnu þar um 50 manns," sagði Ólafur. Ólafur Eyjólfsson. Skákmótið í Wijk aan Zee: Karpov tapar fyrir Nikolic UM helgina voru tefldar tvær umferðir á Hoogovens-skákmótinu í Wyk aan Zee í Hollandi. Eftir þrjár umferðir eru Andersson og HUbner efstir og jafnir með 2'/2 vinning. Það bar helst til tíðinda á laugardag að Karpov tapaði fyrir Júgóslavanum Nikolic. Úrslit í 2. umferð sem tefld var á laugardag urðu þessi: Hansen —VanderWiel jafntefli Sosonko — Tal jafntefli Ljubojevic — Georgiev jafntefli Hubner — Piket 1—0 Farago — Van der Sterren jafntefli Andersson — Agdestein 1—0 Kaipov — Nikolic 0—1 Úrslit í 3. umferð sem tefld var á sunnudag urðu þessi: Nikolic — Hansen jafntefli Agdestein — Karpov jafntefli Van der Sterren — Andersson 0-1 Piket—Farago 1—0 Georgiev — Hiibner jafntefli Tal — Ljubojevic 0—1 VanderWiel —Sosonko jafntefli Staðan að loknum þremur um- ferðum er sú að Andersson og Hubner hafa 2V2 vinning. Nikolic og Ljubojevic hafa 2 vinninga. Karpov, Piket, Farago og Van der Wiel hafa IV2 vinning. Georgiev og Sosonko hafa 1 vinning og biðskák. Tal og Hansen hafa 1 vinning. Lestina reka Agdestein og Van der Sterren með V2 vinn- ing. Hér birtist tapskák Karpovs gegn Nikolic í 2. umferð: Hvítt: Karpov Svart: Nikolic 1. c4 — e5, 2. Rc3 — Rc6, 3. g3 - g6, 4. Bg2 — Bg7, 5. Hbl — a5, 6. a3 - f5, 7. d3 - Rf6, 8. e3 - 0-0, 9. Rge2 - Re7, 10. 0-0 - c6, 11. c5 - d5, 12. cxd6 —Dxd6, 13. Dc2 - Be6, 14. Ra4 - Ba2, 15. Hal - Bf7, 16. Hdl - Rd7, 17. d4 - e4, 18. Bd2 - b5, 19. Rc5 - Bc4, 20. Rxd7 - Dxd7, 21. Rcl - De6, 22. b3— Bd5, 23. Hbl - Dd6, 24. Bc3 - Bf7, 25. Dd2 Rd5, 26. Bxa5 - Dxa3, 27. Bc3 — Rxc3, 28. Dxc3 - Hfc8, 29. f3 - c5, 30. fxe4 cxd4, 31. Del — dxe3, 32. exf5 - Dc5, 33. Re2 - Ha2, 34. Hbcl - Dxf5, 35. Hxc8+ - Dxc8, 36. Rf4 - g5, 37. Re2 - Bxb3, 38. Hcl - Dg4, 39. Rc3 Hd2, 40. Rxb5 - Hxg2+, 41. Kxg2 - Bd5+, 42.Kgl - De4 og hvítur gaf. Nýtt met í fjöltefli Þær fréttir berast nú frá Wijk aan Zee að heimsmet Vlastimils Horts í fjöltefli hafi verið slegið. Hans Böhm alþjóðlegur meistari tefldi um helgina við 560 skák- menn á 25 tímum. Vinningshlut- fall Böhms var 90.9% Hann vann 509 skákir, tapaði 13 og gerði 38 jafntefli. Ekki er þó ljóst hvort afrek hans er sambærilegt við afrek Horts í Valhúsaskólanum árið 1978 því Hort tefldi allar 550 skákimar í einu en Böhm tefldi á 12 borðum í senn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.