Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Kom, sá, sigraði eftirSteingrímSt. Th. Sigurðsson Hann kom suður yfir heiðar með flokk af músíkfólki, sem löngum hefur verið kennt við Sjallann á Akureyri, og tróð upp með liðinu í Breiðvangi — öðru nafiii Broad- way í Mjódd — tvö kvöld í röð, á nýjársdag og annan í nýjári. Þetta var gjört með stíl. Enda þótt Ingimar Eydal og hljómsveit hans sé að norðan, gætti ekki yfirlætis í framkomunni á svið- inu, hvorki af hálfu kynnis, Gests Jónassonar leikara og ijölmiðla- manns (hann er frá Akureyri), sem var bráðfyndinn á köflum ellegar hjá Ingimar sjálfum eða öllum hin- um, og hvers vegna í ósköpunum er fólk fyrir sunnan alitaf að tönnl- ast á norðlenzka montinu, enda þótt talað sé og sungið með norð- lenzkum hreim og framburði? Já, svo sannarlega sló þessi norð- lenzka hljómsveit í gegn, sem minnti einhvem veginn á það, þeg- ar dáðir dixie- og gamal-jazzleikar- ar úti í heimi, sem Ijómi leikur um, taka upp á því að gera „come back“ með þeim afleiðingum, að aðdáend- ur þeirra um áratugi yngjast um helming. Því var þannig farið um marga í Breiðvangi seinna kvöldið, annan í nýjári. Þó var þetta eigin- lega ekki eins og „come back“, því að enginn spilara eða söngvara í hljómsveit Eydals hafði kvatt hljóð- færin að fullu og öllu og sagt „Farvel til vábnene". Söngur Þorvaldar Halldórssonar var jafn-fölskvalaus og magnaður og áður fyrr og hreif alla með sér. Hann er. á heimsmælikvarða, ef nokkur er — með nærveru og kraft, sem á sér fáa líka, kraft, sem kemur úr hrikalegum fjöllum og söltum sjó norður við Dumbshaf að viðbættri lýrik, sem ekki er væmin. Ingimar Eydal er alveg maka- laus og á sér engan líkan á íslandi á sínu sviði. Músík hans minnir alitaf á gleðina yfir því að lifa, það var auðfundið, að unga fólkið af kynslóðinni milli 18—25 ára við borð þess, sem þetta skrifar, naut tónanna frá spilurum og söngvur- um hljómsveitarinnar eins og nýrrar lifsreynslu eða öllu heldur eins og lffsins sjálfs. Var það ekki líka Louis Armstrong, sem sagði: „Láfið er músik og músik er lifið.“ Af hveiju birtist þessi lífsgleði, þessi lffsnautn í hljómum þessarar danshljómsveitar? Er ekki skýringu að finna í því, að þetta músíkfólk nýtur sinnar listar fram í fingurgóma eins og þeir gerðu gömlu dixie-leikararni'r frá New Orieans og Kansas City og Chicago forðum daga — og er ekki innantómt atvinnumennsku- fólk, sem gengur að hlutverkinu með vissum leiða. A milli atriða, þegar rakin var saga hljómsveitar Ingimars síðast- liðin tuttugu og fimm ár, voru sýnd myndbönd frá liðnum dögum af stöku spilurum og söngvurum og meira að segja var brugðið upp mynd af Ingimar sjálfum pínu- ponslitlum, sem var þegar farinn að fást við tónlist þriggja ára á sama hátt og sumir byija að teikna, áður en þeir eru læsir eða skrif- andi. Þetta var skemmtilegt atriði. Og ekki stóð á Ingimar með spaug- ið, þegar hann kom inn á sviðið I svellþykkri lopapeysu og með dúsk-ullarhúfu á höfði, ábúðarmik- Ingimar Eydal við pianóið í Sjallanum. Finnur Eydai leikur á saxófón- inn. Eiginkona hans, frú Helena Eyjólfsdóttir, er honum að baki á sviðinu. (Báðar myndanna tók Ijósmyndari Morgunblaðsins á Akureyri við opnun sýningarinn- ar „Stjörnur Ingimars Eydal í 25 ár“ í september sl. í Sjallanum á Akureyri.) ill, og gerði góðlátlegt grín að ^jálfum sér eins og sannra húmor- ista er háttur. Svona gekk þetta koll af kolli. Spilarar og söngvarar kynntir hver á fætur öðrum. Þama birtist sá sérkennilegi Grétar Ingvarsson, gitarleikari, sem ólst upp í gömlu húsi í Innbænum öndvert við gamla flugskýlið. Grétar lék í Alþýðuhús- inu á Akureyri í gamla daga á heyraratímabili greinarhöfundar — og nú lék hann þama í Broadway æði kunnuglegt boogie-lag og gerði það með alveg sérstökum blæbrigð- um — með karakter — það er eitthvað í leik hans, sem er frá- brugðið öðrum gítarleikumm. Svo var þama sá fjölhæfí músíkant Grímur Sigurðsson (tæknifræðing- ur að mennt), sem spilar jöftium höndum á gítar, bassa og trompet og syngur að auki — sá leikur með mýkt og af smekk. Einnig vora þama Friðrik Bjamason (athyglisverður tónlist- armaður), þeir Arni Ketill Friðriks- son, Þorleifur Jóhannsson, sem báðir leika á trommur — þessir þrír allir góðir — og ennfremur Þorsteinn Kjartansson, sem leikur á saxafón með persónulegum stíl eins og sjálfur Finnur Eydal, bróð- ir Ingimars, sem spilaði á gamlan saxófón, er KK hafði gefið honum eitt sinn fyrir langa löngu. Finnur hefur sennilega aldrei leikið betur en nú í dag, bæði á klarinettinn og saxófóninn — og það er fallegt að sjá þau hjónin, Helenu og hann, saman á sviðinu — hana Helenu Eyjólfsdóttur, sem flytur eitthvað „ladylegt" með sér í hvert sinn, sem hún treður upp. Það er sál í þeim hjónum, og þau minna alltaf á skemmtilegustu stundir í Sjallanum gegnum árin. Og svo er það sjálfur Bjarki vin- ur vár Tryggvason, sem aldrei hefur verið betri, t.a.m. þegar hann söng og spilaði „í sól og sumaryl" eftir Gylfa Ægisson. Hann gerði stormandi lukku. Hann hefur sér- stakan tón — heiður sé honum. Og ekki má gleyma Ingu Eydal, dóttur meistarans Ingimars. Henni kippir í kynið. Og þá var það hún ólöf Sigríður Valsdóttir, sem brá sér í hættulega vandasamt gervi. Henni tókst vel upp. Þessi sýning nefnist „Stjömur Ingimars Eydals í 25 ár“. Það fylgdi henni eins og fyrr segir lífsnautn, lífsgleði og lífsorka. Þá er Þorvaldur byrjaði að syngja lag- ið „A sjó“ fór kliður um salarkynnin á Broadway og síðan fagnaðaralda, sem hófst upp og hneig eins og sjólag — og seinna þegar hann söng „Hún er svo sæt“ ætlaði klappinu aldrei að linna og hrifning gestanna magnaðist æ meir og meir. Það má því með sanni segja um Ingimar Eydal og stjömur hans: „Kom, sá, sigraði." Ingimar sjálfur var greinilega hvað mest í essinu sínu, þegar hann lék „Chaca chaca", spánskt lag, sem virðist samhljóma skapgerð hans og músík. Að Hæðardragi, Höfundur er ríthöfundur og list- málari. ðiD PIOMEER PLÖTUSPILARAR Utsala Karlmannaföt, verð frá kr. 2.995,- Terylenebuxurkr. 1.195,-, 1.595,-og 1.795,-. Ull/terylene/stretch. Peysuro.fi. ódýrt. Andres, Skólavörðustíg 22, sími 18250. ÚTSALA 40% AFSLÁTTUR Höfum sett nokkrar vörutegundir á útsölu. Grípið tækifærið meðan birgðir endast. Ath.: Höfum fengið aftur hina vinsælu ódýru svefnsófa. Einnig Bay Jacobsens heilsudýnurnar. Vinsamlega staðfestið pantanir strax. Grensásvegi 12. Símar: 688140 - 84660. Pósthólf: 8312,128 R. JUDO Ný byrjendanámskeið hefjast 18. janúar Þjálfari: Þorsteinn Jóhannesson. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13-22. Júdódeijd Ármanns Ármúla 32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.