Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 57 Dubcek einn á ferli i Bratislava: hættur í skógræktinni. AP/Aftenposten Hreinsanir? Breytingamar eru mikið áfall fyrir Strougal forsætisráðherra, sem verður líklega að láta af störf- um auk Bohuslav Chnoupeks utamikisráðherra, sem kom við sögu réttarhalda gegn spillingu í Bratislava í sumar, • og e.t.v. fleiri ráðamanna. Strougal hefur verið hlynntur perestroika og látið sig dreyma um að verða „Gorbatsjov Tékkóslóvakíu", þótt hann hafí allt- af staðið með Husak. En Kremlverj- ar hafa vantreyst honum og virðast sammála félögum hans í stjórn- málaráðinu i Prag um að hann sé of óþolinmóður. í október var hann óvænt kvaddur ti) Moskvu og ræddi lengi við Nikolai Ryzhkov forsætis- ráðherra, en átti einnig tvo óundir- búna einkafundi með Gorbatsjov. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli, en Gorbatsjov virðist hafa þótt lítið til hans koma. Fram kom að Ryzhkov setti ofan í við Strougal „fyrir að leggja of mikið kapp á að koma á markaðs- búskap" að sögn vinar hans, sem bætti við: „Forsætisráðherra Tékkóslóvakíu er of róttækur að Strougal (ásamt Husak og Mik- hail Solomonchev, ftr. Rússa, á flokksþinginu 1986): á útleið. eru gefin út erlendis. Á þessu kann að verða breyting, þar sem rit um bönnuð verk Franz Kafka kom ný- lega út í Prag, en enn á við það sem Havel sagði fyrir ári: „Hér eru allir eins konar pólitískir fangar." Varla hefur mátt merkja nokkrar breytingar. í árslok 1986 fóru þó blöð í Tékkóslóvakíu að birta grein- ar úr sovézkum blöðum með gagnrýni á Brezhnev. Fundið var að því að hann hefði verið neikvæð- ur, skort „hlutlægni" og slitnað úr tengslum við veruleikann. Husak gat tekið þessa gagnrýni til sín, en í marz í fyrra fór hann að lofa alls konar breytingum í anda glasnost (opnunar) og perestroika (endur- reisnar), sem Gorbatsjov predikar. Þá var það líklega orðið um seinan, því að Husak var orðinn of gamall til að standa fyrir breytingum, sem voru honum augljóslega ekki að skapi. Heimsókn Gorbatsjovs skömmu síðar undirstrikaði síðan muninn á honum og Husak. Þegar dr. Husak var í Moskvu í nóvember á 70 ára afmæli október- byltingarinnar hætti hann við að mæta á hersýningunni á Rauða torginu og fór heim tveimur dögum áður en ráðgert hafði verið. Sumir töldu að hann hefði móðgazt vegna frétta um að Gorbatsjov hefði feng- ið heillaóskaskeyti frá Dubcek, sem hrósaði honum fyrir umbótavið- Gorbatsjov i fylgd með Husak í Prag: heilsaði upp á fólkið. leitni. Örlög Husaks voru greinilega ráðin, en kunnugir telja að hvorki hann né Gorbatsjov hafi átt hug- myndina að því að Jakes var valinn flokksleiðtogi. Husak vildi að félagi sinn frá Slóvakíu, Josef Lenart, yrði fyrir valinu. Aðrir áhrifamenn, sem eru í orði kveðnu hlynntir breytingum, vildu Loubomir Stro- ugal forsætiráðherra, en nýstalín- istar vildu Vassil Bilak, kunnan harðlínumann frá Austur-Slóvakíu, sem ákallaði Rússa 1968. Á þingi kommúnistaflokksins í marz 1986 hét Husak því að störf- um flokksleiðtoga og forseta yrði skipt milli tveggja manna og hann endurtók það loforð þegar Gor- batsjov kom til Prag í fyrra. Opinberlega er sagt að Husak hafi lengi íhugað þann möguleika að segja af sér, en það mun vera að- eins hálfur sannleikurinn. Málið komst ekki á dagskrá stjómmála- ráðs flokksins fyrr en í byijun desember og leiddi til mikils upp- gjörs milli Husaks og Jakesar, sem hlaut stuðning Bilaks og annarra Slóvaka í ráðinu. mati sovézku leiðtoganna." Kreml- verjar virðast líka setja út á áhuga Strougals á „lúxusvillum". Hann kom heim slyppur og snauður og varð að viðurkenna ósigur, en Jakes sá fram á að Kremlveijar mundu fljótlega spyija Husak hvenær hann léti verða af því að skipta starfi forseta og aðalritara milli tveggja manna. Þegar stjómmálaráðið kom sam- an 11. desember átti dr. Husak ekki annarra kosta völ en að leggja fram lausnarbeiðni og stinga upp á Jakes í embætti aðalritara. Þá hafði Gorbatsjov heilsar Husak: af ólfku sauðahúsi. Jakes myndað bandalag með Bilak og val hans var samþykkt einróma. Ritarar flokksdeilda gagnrýndu Husak harkalega á fundi 14. des- ember. Þeir héldu því fram að ástandið væri að verða óviðráðan- legt, bentu á nýafstaðin mótmæli Charta 77, sem 1.000 manns tóku þátt í, og átöldu að seint gengi að koma á perestroika í Tékkóslóv- akíu. Þegar forsætisnefndin hafði lagt blessun sína yfir ákvörðunina um mannaskiptin á skyndifundi var hún formlega samþykkt á fundi miðstjórnarinnar 17. desember. Jakes varð við aðeins einni ósk Husaks: að hann fengi að halda forsetaembættinu. íhaldsmaður Sumir telja Jakes lepp íhalds- manna, en aðrir eru því ósammála. Hann hefur alltaf gætt þess að eiga bandamenn í öllum flokksörmum. Hann hefur átt gott samband við Gorbatsjov síðan 1980, þegar þeir unnu báðir að landbúnaðarmálum. Síðan hefur Jakes oft farið til Moskvu og hann hefur stutt per- estroika a.m.k. í orði kveðnu. Einn vina hans er Abel Agenbegyan, umbótasinnaður, sovézkur hag- fræðingur, sem telur „fyrirmynd- arsamyrkjubú" í Slusovice á Suður-Mæri sýna perestroika í verki. Jakes er lítt kunnur utan Varsjár- bandalagsins. Hann er af tékknesk- um ættum, vann í Bata-skóverk- smiðjunni á árunum fyrir síðari heimsstyijöldina og er rafvirki að mennt. Hann var leiðtogi æskulýðs- hreyfingar kommúnista eftir stríðið og varð varainnanríkisráðherra og yfírmaður leynilögreglunnar 1966. Dubcek skipaði hann yfirmann eft- irlits- og endurskoðunamefndar flokksins 1968 og í því starfi, sem hann gegndi til 1977, hafði hann bæði umsjón með félagaskrá flokks- ins og fjármálum hans. Rökrétt var að Husak fæli honum að stjóma hreinsununum þegar hann tók við af Dúbcek. Valdataka Jakesar vakti litla sem enga athygli í Tékkóslóvakíu. Al- menningur lét sér fátt um fínnast og viðkvæðið var: „Á Husak og Jakes er enginn munur.“ Hann hef- ur ekki sýnt að hann sé auðugur af hugmyndum og flestir efast um að valdataka hans muni flýta fyrir perestroika, þótt hann hafí verið einn helzti efnahagssérfræðingur stjómmálaráðsins síðastliðin sex ár. Miðstjómin hefur haft til meðferðar frumvarp um aukið frelsi ríkisfyrir- tækja, m.a. til að eiga bein viðskipti við erlend fyrirtæki, en sagt var eftir fundinn þegar Jakes var kjör- inn leiðtogi að málið þyrfti rækilegri umfjöllun. Viðurkennt var að áætl- unin hefði mætt harðri andstöðu, en þó mun fátt nýtt koma fram í henni. Jakes lagði á það áherzlu á mið- stjórnarfundinum að valdataka hans táknaði ekki afturhvarf til „vorsins í Prag“. „Við höfum lært okkar lexíu," sagði hann. Hann hét því að starfa í „lýðræðislegum anda“ og heyja „miskunnarlausa baráttu" gegn spillingu, hvatti til „aukinna mannréttinda“, þótt aðal- lega væri fjallað um trygginga- og velferðarmál á fundinum, og gagn- rýndi „hægrisinnaða hentisteftíu- menn og endurskoðunarsinna" Dubcek-tímans, sem hefðu reynt að grafa undan kerfinu. Þótt val Jakesar þyki ekki boða verulegar breytingar líta sumir svo á að hann kunni að eiga að gegna sams konar hlutverki og Yuri Andr- opov eftir lát Brezhnevs í Sovétrílq- unum: ýta undir hægfara breytingar án þess að valda ólgu í flokknum og umróti í landinu og búa í haginn fyrir yngri leiðtoga. Það sé því kostur að hann sé álitinn íhaldsmaður, því að það muni auð- velda honum að taka upp nýja stefnu, sem Gorbatsjov muni knýja á um, þrátt fyrir harða andstöðu manna, sem hafa barizt gegn hvers konar breytingum síðan „vorið í Prag“ var kæft í fæðingunni fyrir 20 árum. GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.