Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 J rGEGN SIAÐGREIÐSLUn FLUCLEIDIR Kaupum og seljum hlutabréf Flugleiða gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 2.430.- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Mlulabréfamarkaóurinn h(. Skólavðrðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGBGN SIMMatHÐSLU-i V/€RZUiNRRBRNKI ÍSLRNDS HF Kaupum og seljum hlutabréf Verslunarbanka íslands gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.290.- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. 11 lulabréíaniarkaéunnn hl. Skólavðrðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN SIAÐGREIÐSLU- EIMSKIP Kaupum og seljum hlutabréf Eimskips gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 3.530.- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Mluhabréíamarkaburinn h(. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. -GEGN SIAÐGREIÐSLUn TOLLVÖRU GEYMSIAN Kaupum og seljum hlutabréf Tollvörugeymslunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.000,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs Mlutabréfamarkaburinn hl. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN SlAÐGREIÐSLU-i /OTiirarrei? i TRYGGINGAR Kaupum og seljum hlutabréf Almennra trygginga gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.240,- fyrir hVerjar 1.000,-kr. nafnverðs. Mlukabréfamarkaburinn hf. Skóiavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN SMGREIÐSLUn HAMPIÐJAN Kaupum og seljum hlutabréf Hampiðjunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.320,- fyrir hverjar 1.000,-kr. nafnverðs. Hluliibréfamarkaburinn h(' Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. Matarskatturinn er tímaskekkja eftir Magna Guðmundsson Söluskattur á smásölustigi hefir verið innheimtur á íslandi síðan 1960, eða í hartnær þijá áratugi. Hann var upphaflega 3%, en hefir verið hækkaður margsinnis, enda orðinn meira en áttfaldur, 25%. það er samhljóða álit skattfræðinga í Vesturheimi, sem hefír lengstan rejmslutíma, að tilhneiging til sölu- skattsundandráttar fari stighækk- andi, þegar skattprósentan er komin yfír 10%, einkum og sér í lagi þar, sem skattsiðferði er lágt. Þessi niðurstaða er studd ítrekuðum könnunum í Kanada og Banda- ríkjunum, en Bandaríkin hafa haft þennan skatt allar götur frá 1914. Hvemig ráða þessi lönd fram úr HITAMÆLAR | 1 Sö(LOírteKuig)(ui(r Vesturgötu 16, sími 13280. ©Cö) Topp-tilboð Verð: 990,- Stærðir: 36-41. Litur: Svart. Efni: Skinn. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. SKORINN VELTUSUNDI 1 21212 KRINGWN Domus Medica KtólHeNH S. 18519. SÍMI689212. vandanum? Þau hafa þann hátt á að skipta skattinum. Þannig inn- heimtir Kanada alríkisskatt, oftast 12—16%, sem kemur á framleiðslu og heildsölu, og fylkjaskatt, venju- lega 3—4%, sem kemur á smásölu. Lönd V-Evrópu hafa hins vegar flest tekið upp virðisaukaskatt í stað söluskatts á smásölustigi. Virðis- aukaskattur er margstiga skattur, sem krafínn er á öllum viðskipta- stigum, — hráefnavinnslu, fram- leiðslu, heildsölu og smásölu. Greiðslubyrðin dreifíst því og verður vægari fyrir hvem einstakan aðila. Skattundandráttur verður við það ólíklegri. Hann verður líka erfíðari. Það stafar af því, að sérhver fram- leiðandi og seljandi vöru eða þjónustu ber ábyrgð á greiðslu virð- isaukaskatts að sínum hluta, og það er í hans hag að halda sem gleggsta reikninga yfír keypt að- föng, sem sýna frádráttarbæran skatt. Einn framleiðandi skapar þannig öðrum aðhald. Þess er einn- ig að geta, að jafnvel þótt virðis- aukaskatti á smásölu til neytenda sé skotið undan, hefír hluti skattsins þegar verið innheimtur á fyrri við- skiptastigum. Fjármálaráðherra, Jón Baldvin, valdi hvorugan kostinn, sem að ofan greinir frá. Hánn kaus að fella nið- ur undanþágur frá söluskattinum — og þá fyrst og fremst matvöruund- anþágúna, sem er þyngst á metun- um. Skattundanþágur eru vissulega til ama, því að þær gerá bæði fram- kvæmd skattalaga og eftirlit örðugra. Þær á ekki að veita, nema brýna nauðsyn beri til. Svo er reynd- ar um matvömundanþáguna, því að hún snertir mjög hag lágtekjufólks. Kannanir erlendis hafa leitt $ ljós, að meðalútgjöld til matvara nemi hjá lægri tekjuflokkunum 20—25% heildarútgjalda, en hjá hæstu tekju- flokkunum 10—12% heildarút- gjalda. Er ekki ósennilegt, að svipuð hlutföll séu hérlendis. Mergurinn málsins er sá, að af- nám undanþága frá söluskatti er ótímabært á þessu stigi. Undan- þáguákvæði á að fella niður sam- hliða upptöku fyrirhugaðs virðis- aukaskatts, þegar skattbyrðin dreifíst og skattundandráttúr verður bæði ólíklegri og erfiðari, eins og segir hér að framan. Allt tal um „aðlögun" söluskatts að virðisauka- skatti er út í hött. Svo er og á það að líta, að annríki hjá skattstoftim er slíkt við þessi áramót í sambandi við hið nýja staðgreiðslukerfi tekju- skatts, að telja má útilokað að byggja jafnframt upp hert skatteft- irlit á öðrum sviðum. Fjármálaráð- herra skattleggur þannig brýnustu lífsnauðsynjar almennings, án þess að hafa nokkurt öryggi fyrir því, að sú skattlagning skili sér þolan- lega í ríkissjóð. Aðrar breytingar skattalaga að frumkvæði fjármálaráðherra eru engu síður varhugaverðar. Hann hefír afnumið stighækkun tekju- skattsins. Sama skattprósenta gildir fyrir háar tekjur og lágar. í þessu felst enginn vinnuspamaður eða ein- földun við útreikning skatts, þegar reiknivélar og tölvur eru til staðar. Aðeins þarf að hafa skrá yfír skatt- stigann við höndina. Jafnframt hafa verið gerðar breytingar á tollalög- gjöf, sem hafa í för með sér verulega hækkun aðflutningsgjalda og þar með verðs á ýmsum vörum, sem eru bráðnauðsynlegar hveiju heimili. Þeirra á meðal eru kæliskápar og þvottavélar. Bendir fleira til þess, LP> mammam Dr. Magni Guðmundsson „Fjármálaráðherra skattleggur þannig brýnustu lífsnauðsynj- ar almennings, án þess að hafa nokkurt öryggi fyrir því, að sú skatt- lagning skili sér þolan- lega í ríkissjóð. að skattkerfíð í heild verði nú stig- lækkandi (regressive), þannig að skattþegninn beri að tiltölu því þyngri skattbyrði sem tekjur hans eru lægri. Það er sæmilegt afrek, ef rétt reynist, af formanni Al- þýðuflokks. Sjálft staðgreiðslukerfí tekju- skattsins er mun flóknara og óhagstæðara en það, sem fyrir var. Það ber öll einkenr.i flýtisverks. Þetta skattalagabrölt hefír haft í för með sér stóraukna skriffínnsku og starfsmannafjölgun hjá hinu opin- bera á tíma ofþenslu. Þó var helzta tromp ráðherrans að skera niður „ríkisbáknið". Höfundur er doktor í hagfræði og hefir unnið sérfræðistörf fyrir stjórnardeildir hér heima og í Kanada um tveggja áratuga skeið. Þagnarskylda lækna og samn- ingur Tryggingastofnunar ríkisins við læknafélögin eftir Helga V. Jónsson í tilefni greinar landlæknis í Læknablaðinu varðandi þagnar- skyldu lækna sá dagblaðið Tíminn ástæðu til að birta á forsíðu sinni hinn 7. janúar sl. undir fyrirsögn- inni „Læknar sviptir þagnar- skyldu" hugleiðingar varðandi greinina og í framhaldi af því ósmekklegan leiðara hinn 8. jan- úar sl., þar sem ráðist er að starfsfólki TR. Telur blaðið að landlæknir haldi því fram að eftir- farandi grein í samningi aðilanna svipti lækna þagnarskýldu, en hið umrædda ákvæði hljóðar svo: „TR er hvenær sem er heimilt að óska skýringa frá lækni á reikningi og stöðva greiðslu á honum þar til svar læknis berst. Læknum TR og sjúkrasamlaga skal heimilt án fyrirvara að fara á stofur lækna, skoða sjúklinga- bókhald og önnur þau gögn, sem þeir telja nauðsynlega staðfest- ingu læknisverks." Ekki verður séð hvemig blaða- maðurinn getur túlkað ákvæðið eða grein landlæknis á þann veg, sem fyrirsögn blaðsins hljóðar. Áðurgreindur samningur felur ekki í sér neina breytingu eða brot á lögbundinni þagnarskyldu lækna sem annarra heilbrigðis- stétta eða starfsmanna Trygg- ingastofnunar ríkisins. Til skýringar á ofangreindu ákvæði skal tekið fram að sjúkra- tryggingar greiða læknum Helgi V. Jónsson „Áðurgreindur samn- ingur feiur ekki í sér neina breytingu eða brot á lögbundinni þagnarskyldu lækna sem annarra heil- brigðisstétta eða starfsmanna Trygg- ingastofnunar ríkis- ins.“ samkvæmt lögum umsamda greiðslu fyrir læknisverk, sem sjúklingar eru tryggðir fyrir sam- kvæmt almannatryggingalögum, en auk þess greiða sjúklingar sjálfír gjald skv. reglugerð. Stað- festa sjúklingar komu sína til læknis með undirskrift á reikningi sem læknir gerir, en jafnframt ber lækni að skrá læknisverk í sjúklingabókhald sitt. Allt frá árinu 1978 hefur verið ákvæði í samningum aðiia að heimilt væri að tilteknir læknar skoðuðu sjúklingabókhald lækna, en í því felst að bera saman lækn- isverk samkvæmt reikningi og læknisverk samkvæmt sjúklinga- bókhaldi. Voru það í fyrstu tveir sérstaklega tilkvaddir læknar, en frá árinu 1984 hafa læknar TR og sjúkrasamlaga haft þessa heimild samkvæmt samnningn- um. Eru þeir ekki síður bundnir þagnarskyldu en aðrir læknar samkvæmt læknalögum, enda ráðnir sem slíkir. Læknafélögin og TR eru sam- mála um, eins og fram kemur í framangreindum samningi, að tryggja eigi sem best rétta beit- ingu hinnar umsömdu gjaldskrár og að eftirlit sé viðhaft til að fyrir- byggja misferli með almannafé. Var eftirlit þetta þegar árið 1979 úrskurðað heimilt af Siðanefnd lækna. Um leiðara Tímans sé ég ekki ástæðu til að fjalla, en legg til að blaðið setji þagnarskyldu á við- komandi blaðamann, ef blaðið vill halda æru sinni. Höfundur er fornmður samn- inganefndar Tryggingastofnun- arríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.