Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 45 G ” SKEIFUNNI 5A. SIMIT91 -8 47 88 Vegna tollalækkunar og hagstæðra magninnkaupa getum við nú boðið BRIDGESTONE „ÍSGRIP“ vetrarhjólbarðana á ótrúlegu verði. Dæmi um verö: STÆRÐ VERÐ STAÐGREIÐSLUVERÐ 155SR 13 W03 Kr. 2.740,- Kr. 2.550,- 165SR 13 W03 Kr. 3.010,- Kr. 2.810.- 175/70 SR 13 W03 Kr. 3.010.- Kr. 2.810.- 185/70 SR 14 W02 Kr. 3.700,- Kr. 3.440,- Að auki getum við boðið mjög hagstæð greiðstukjön VILDARKJÖR VISA eða EUROCREDIT: Lág eða engin útborgun — og jafnar mánaðarlegar greiðslur allt upp í 8 mánuði! Nú er allra veðra von og því engin ástæða að bíða lengur með að kaupa vetrarhjólbarðana. Hafið því hraðar hendur, því aðeins takmarkað magn er til á lager. DEKKJAMARKAÐURINN, Nýja Bílaborgarhúsinu, Fosshálsi 1, Simi 68 12 99 JmuuESTonE Stórfelld verðlækkun Norskur íslands- á nvium vetrarhjólbörðum!! vinur á framabraut LÆKKAÐ VERÐ! eftirSvein Guðmundsson Laust eftir áramótin 1983 sagði Morgunblaðið frá heimsókn frétta- ritara þess til Bygland í Noregi og átti hann samtal við ungan pilt, Brynjar Landmark að nafni, sem byrjaður var að feta frama- braut sína. Bygland er í 90 km fjarlægð frá Kristjansand og er allmikill ferða- mannastaður. Fréttaritari var þama í Bygland á vegum Gunvor Lande, guðfræð- ings og námstjóra í kristnum fræðum í Noregi. Fyrsta daginn sem fréttaritari var þama kom Vidar Toreid hér- aðslæknir í heimsókn og heilsaði á góðri íslensku. Viðar Toreid hafði numið fræði sín á íslandi og var mikill íslandsvinur og naut fréttaritari ómældrar leiðsagnar og velvildar hans. Það var gaman að vera íslend- ingur í Bygland þá 14 daga sem ætlað var til dvalar þar. Það var eins og týndi frændinn væri kom- inn í heimsókn. Þekking á íslandi og þjóðinni var ótrúleg og margir fóm með setningar úr Hávamálum sem þeir höfðu lært á skólaárum sínum. Það virtust öll heimili standa opin fyrir Íslendingum og þó vom jólin að nálgast og undirbúningur í hámarki. Þegar fréttaritari kom í heimsókn til prestsins Bjama F. Landmarks, en prestar em aldrei kallaðir séra í Noregi, bauð hann íslendinginn velkominn á sér- stakan hátt. Hann sagði að hús sitt væri opið fyrir íslendingum hvort sem væri á nóttu eða degi. Ef enginn væri heima skyldi undir- ritaður bara fara inn á skrifstofu sína og finna sér eitthvað að lesa og leggja sig í sófann ef þreyta steðjaði að. Ef hann yrði svangur þá skyldi bara gengið í ísskápinn því að þar væri nægan mat að finna. Engu máli skipti þó að eng- inn væri heima. Á heimili prestshjónanna var 16 ára sonur þeirra, Btynjar að nafni, sem var forvitnilegur um margt. Því var ákveðið að fara til skólastjórans, Sigbjörns Horverak, og biðja hann um umsögn um drenginn áður en lengra yrði hald- ið. Sigbjöm sagði að þessi piltur hefði fengi 10 í öllum fögum allt frá fyrstu bekkjum gmnnskólans og nú var ekki til setunnar boðið heldur beðið um viðtal við Brynj- ar. Nú var vitað að Brynjar hafði fengið verðlaun fyrir ritgerð vísindalegs efnis fyrir söfnun á steinum og flokkun þeirra en steinunum safnaði Brynjar í Suð- ur-Afríku en þar hafði faðir hans verið sjómannaprestur í 13 ár. Ritgerðin hafði fengið þriðju verðlaun í harðri samkeppni og þótti sá árangur ótrúlega góður fyrir svo ungan pilt. Ritgerðin var skrifuð á ensku með fallegri ríthendi á 70 til 80 stórar síður og hafði Gro Harlem Bmndtland sjálf veitt honum verð- launin. Svefnherbergi Brynjars var líkara náttúmgripasafni en her- bergi 16 ára tánings. Þar vom ýmsir gripir sem ekki ber fyrir augu hversdagslega. Brynjar var þá organisti í einni af kirkjum þeim er faðir hans þjón- aði og hann var jafnvígur að leika á píanóið sígilda tónlist og djass. Brynjar safnaði þá eiginhandar- skrift þekktra manna og þar á meðal vom nöfn nokkurra íslend- inga. Brynjar lék jafnvægislistar sínar á jafnvægishjóli eins og not- uð em í fjölleikahúsum. Nú er Brynjar 21 árs og enn berast fréttir vestur um haf af ungum vísindamanni á frama- braut. Frístundir sínar notar hann vel, hann vinnur við blaðið „Lorgnett- en“ sem ungir vísindamenn gefa út í Noregi. Einnig er hann organ- isti í St. Hans hjemmet. Samkvæmt fréttum í Setes- dölen, blaði fólksins í Bygland, er Brynjar kominn á seinnihluta í læknisfræði og stefnir á doktors- gráðu. Hann leggur nú stund á sameindalíffræði (molykylær bio- logi) og var hann boðinn til Stokkshólms til þess að vera við- staddur afhendingu Nóbelsverð- launanna í læknisfræði. Hann fær þar að umgangast helstu vísindamenn heims og gekk á fund Svíakonungs. Þó að norskir kóngar hafi verið þegnum sínum harðir þá eiga ís- lendingar harðneskju þeirra að þakka tilveru sína hér á landi. Enn eiga íslendingar ótrúlega marga vini í Noregi. Þó starfssvið fréttaritara sé aðeins að segja fréttir og alls ekki að spá um ókomna tíð þá kæmi það ekki á óvart að Brynjar Land- mark muni koma við sögu í læknisfræðinni síðar á ævinni. Höfundur er fréttaritari Morgun blaðsins á Miðhúsum í Reykhóla- sveit. er LT“ frð Gabriel Gasfylltur höggdeyfir, sér- hannaður fyrir notkun í jeppum og „pick-up" bílum. Bœtir aksturs- eiginleikana við erfiöar aðstœöur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.