Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 39 Með bein í nef inu Steve Martin ræðir við Daryl Hannah í myndinni Roxanne. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Roxanne. Sýnd í Stjörnubíói. Bandarísk. Leikstjóri: Fred Schepisi. Handrit: Steve Martin. Framleiðendur: Michael Rachmil og Daniel Melnick. Kvikmynda- taka: Ian Baker. Tóniist: Bruce Smeaton. Helstu hlutverk: Steve Martin, Daryl Hannah, Rick Rossovich og Shelley Duvall. Hvað er sameiginlegt með þess- um þremur myndum sem verið er að sýna niiná í kvikmyndahúsunum: Stakeout, No Way Out og Rox- anne? Ein er kannski skemmtilegri en önnur, önnur er meira spennandi en hin, þriðja er mest sjarmerandi. En allar, og miklu fleiri nýlegar myndir, eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á rómantík eins og Hollywood hafi vaknað einn morguninn og hugsað með sér að rómantíkinni hefði verið úthýst allt- of lengi og tímabært væri að færa hana aftur'inní bíóin. Rómantíkin í þessum nýju myndum er gamal- dags, fyndin og lokkandi. Og hvar er meiri rómantík að fínna en í sögunni um hinn nefstóra Cyrano. Ef Cyrano de Bergerac sautjándualdar franski aðalsmaður- inn með stóra nefið úr samnefndu leikriti Edmond Rostand væri á lífi í dag, hvað væri hann þá? Lítillega útlitsgallaður uppi? Leikarinn og handristhöfundurinn Steve Martin er ekki í vafa. Þegar hann heim- færir hina þekktu titilpersónu í 19du aldar leikriti Edmund Rost- ands uppá nútímann gerir hann hana að slökkviliðsstjóra í sólríkum póstkortabæ í Washingtonfylki. Að því fráslepptu hefur ekki margt breyst; ástin er jafnstór, stoltið, riddaramennskan og . . . ehmm . . . nefið. Þið þekkið söguna í hinu fræga franska leikriti sem þessi geðþekka, vandaða og frábærlega staðfærða mynd er byggð á. Í nútímagerðinni er C.D. Bales (Martin) fullkominn, MorgunblaðiðAfaldimar Guðjónsson Starfsmenn RARIK að strekkja rafmagnslínur í roki og slyddu. Gert við raflínur í Flóanum Gaulveijabœ. LÍNUMENN frá Rafmagnsveitum ríkisins eru þessa dagana að strekkja og lagfæra rafmagnslín- ur er slitnuðu og slöknuðu á aðfangadag. í samtali við fréttaritara sögðust línumennimir varla hafa séð línumar í björtu síðan á jólanótt. Þá þurfti að tengja og koma rafmagni á, því slitið var á mörgum stöðum. Aðstæð- ur voru þá óblíðar, hvassviðri, dimmviðri og él. Mönnum hefði blöskrað hvað línumar voru víða slakar og nú væri verið strekkja og betmmbæta. ísing var með ólíkindum mikil á aðfangadag, sérstaklega hér með ströndinni. Ennþá er margslitið milli bæjanna Syðri-Vallar og Gerða, á 800-900 metra kafla. Þessir bæir hafa þó rafmagn því hægt er að tengja af annarri línu. - Valdim.G. fyndinn og skemmtilegur, gáfaður, myndarlegur og yfirmáta róman- tískur. Konur ættu að beijast um hann ef allt væri með felldu. En ákveðinn partur andlitsins skagar óeðlilega langt fram og það heldur kvenfólki í talsverðri íjarlægð. C.D. er sannarlega með bein í nefinu - á stærð við lærlegg. Jájá hann þekkir alla þessa mddalegu nefbrandara. Nefinu á honum er líkt við húdd, það er hvíldarstaður smáfugla, stærra en Snæfellsnesið og áfram og áfram. Hann hefur heyrt þá alla og hann getur farið með þá flesta og gerir það í einu af skemmtilegustu atrið- um myndarinnar þar sem ótvíræðir gríphæfileikar Martins njóta sín í botn. Nefið er að sjálfsögðu sífellt undmnarefni þeirra sem ekki þekkja C.D. en gerðu gys að því og þú hlýtur verra af. AT hverju fer maðurinn ekki bara til lýtalæknis? Myndin svarar að bragði svo við nennum ekki að hugsa um það meira; hann hefur ofnæmi fyrir svæfingu. Daryl Hannah leikur Roxanne, sem Martin hefur gert að stjörnu- fræðingi, og er fallegasta stúlkan í bænum og Rick Rossovich leikur Chris, fallegasta herrann í bænum, sem Roxanne hin fagra fellur fyrir. En Chris er geðveikislega ófram- færinn og heimskulegur; lottókúlur gætu skoppað í tómum hausnum. Roxanne lætur glepjast af útliti hans og Chris fær C.D., sem dáir Roxanne í laumi, til að hjálpa sér með réttu orðin. Það er ekki að spyija að því, Roxahne verður skot- in í orðunum. „Roxanne", sem sýnd er í Stjörnubíói, er dæmi um hvernig góð hugmynd verður enn betri bíó- mynd. Útfærsla þeirra Martins og ástralska leikstjórans Fred Schepisi er sérlega vel heppnuð, stórfyndin og bragðmikil rómantísk gaman- mynd. Sverðaglamur 17. aldar breytist í banvæna leikni C.D. með tennisspaða gegn skíðastöfum þeg- ar ólánsmenn gera gys að . . . þið vitið hveiju. Og tilraunir C.D. til að leggja Chris orð í munn með hjálp fjarskiptatækninnar eru óborganlegar. Lífvarðasveit Cyran- os verður hópur fullkomlega vanhæfra slökkviliðsmanna sem gætu ekki slöggt á eldspýtu í fár- viðri. Þetta er myndin hans Martins frá upphafi til enda og Sehepisi gerir ekki betur en að færa hana í falleg- an búning og gerir það óaðfinnan- I lega. Leikaramir standa sig allir vel en það er Martin, hinn róman- tíski Martin takið eftir, sem slær þá alla út með kostulegum leik og látbragði. Hann skaut áður hátt yfir markið en hefur nálgast það með hverri myndinni á fætur ann- arri (All of Me, Three Amigos, Little Shop of Horror) og hér hittir hann beint í mark. Steve de Martin er fullkomlega sannfærandi og hef- ur sannarlega tilfinningu fyrir huggulegri rómantík, brandaramir eru yfírvegaðir og út um allt, sam- tölin fyndin, hvergi er slegin feil- nóta. u am kimmisiu tískwmliminSértilkynnir: Útsölu á glæsilegum fatnaöi. Sér býður þér aðeins tígulegan og eftirtektarverðan fatnað frá þekktum tískuhúsum. Á útsölunni eru flíkur frá Comma, San Lorenzo, Jean Poul, Yell og Barajupa. Þetta eru merki sem þú sérð ekki á hverju götuhorni enda ertu sérstæð í fötum frá Sér. Útsalan stendur yfir í fáa daga og verslunin er opin frá kl. 10 til 18 virka daga, 10 til 16 á laugardögum. IIVKKHSGOlVM siMia-a*)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.