Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 17 Halldór Snorrason ákaflega mikið yfír á skuldabréf með sjálfskuldarábyrgð, og þá með veði í bflunum. Þetta þekktist nán- ast ekki hér áður fyir, og ef um greiðslur með skuldabréfum var að ræða, þá komu ekki til greina önn- ur skuldabréf en þau sem voru með fasteignaveði. Víxlar voru algeng- asta greiðsluformið, en þeir eru nánast dottnir út úr myndinni núna, nema þá kannski til tveggja eða þriggja mánaða. Skuldabréfín sem nú tíðkast geta verið þetta allt frá sex mánuðum til tveggja ára, og fólki virðist ganga ágætlega að losna við þessi bréf í bönkum eða hjá fjárfestingafélögum. Það er einnig mjög mikið um skipti í bfla- viðskiptum í dag, og meiriparturinn af sölunni hjá okkur má segja að séu tveir bflar í einu, það er að segja þegar ódýrari bfll er settur upp í dýrari. Annars sýnist mér ástandið raunar vera orðið þannig, að það virðast nánast allir eiga bfl, og mér skilst að það séu orðnir inn- an við tveir íbúar um hvem bfl á íslandi í dag,“ sagði Halldór. Innflutningur á notuðum bflum erlendis frá er mikill eins komið hefur fram, og sagði Halldór að þetta kæmi bflasölum vemlega til góða. Hann sagði að í Bandaríkjun- um, Þýskalandi og víðar, væm menn sem sæju um þennan inn- flutning. „Þetta em gósentímar fyrir bflasala, því þessi innflutning- ur eykur viðskiptin gífurlega hjá okkur. Þegar fólk hefur úr hundmð- um eða þúsundum notaðra bfla að velja, þá vekur það alltaf freistingar hjá því, og ef það sér einhvem bfl sem það langar til að eignast, þá fer það að reyna að möndla saman skipti. Mér finnst þó fólk oft vera heldur djarft í þessum bílaviðskipt- um sínum. Fjölskyldur era kannski með þijá bfla, en raunvemlega eiga þær ekki nema einn af þeim, því hina tvo bflana eiga í raun einhver banki eða fjárfestingafélag, sem á það fjármagn sem í bflunum liggur. Þegar fólk þarf síðan að fara að selja einn til að standa undir greiðsl- um af öðmm, þá gengur það kannski ekki allt of greiðlega, og það tekur kannski nokkra mánuði að losa fjármagn á þennan hátt. Annars er salan í dag mikii, og undanfarið hefur salan hjá okkur hvað fjölda áhrærir verið allt að því eins og hún ér á sumrin, en hvað viðkemur verðlagi í bflaviðskiptum þá er það þannig, að verðið fer allt- af hækkandi á vorin og er í hámarki yfir sumarmánuðina, en fer síðan stiglækkandi þegar líður á haustin og er síðan í lágmarki yfir vetrar- mánuðina. Þetta er aiveg árvisst, og hefur ætíð verið svona, því straumurinn er mestur á sumrin, en allt rólegra á vetuma." Halldór sagði að svokallaðir at- vinnumenn í bíiaviðskiptum, eða braskarar eins og þeir hafa verið kallaðir, væm fáir í dag. „Braskar- amir koma og f ara. Það em alltaf einhveijir sem reyna að hagnast á viðskiptum með bfla, og sumum Finnbogi Ásgeirsson tekst það ef þeir ætla sér ekki of mikið. En það em alltaf dæmi um menn sem fara öfugt út úr slíkum viðskiptum. Við verðum ekki mikið varir við svona menn. Aftur á móti emm við í sambandi við menn sem stunda innflutning á notuðum bflum, sem við sjáum síðan um að selja fyrir þá, en þeir flokkast ekki undir braskara að mínu áliti.“ „Núna er mikil spenna í þjóð- félaginu og það virðist hreinlega vera lífsspursmál hjá fólki að eiga að minnsta kosti einn bíl í hverri fjölskyldu, og helst fleiri. Á meðan svona mikill innflutningur er á nýj- um bflum, og fólk virðist geta keypt þá endaiaust, þá sé ég ekki fram á annað en að framhald verði á mikl- um viðskiptum með notaða bfla, og á meðan svo er, þá getum við sem stundum þessa atvinnu ekki kvart- að,“ sagði Halldór Snorrason að lokum. Finnbogi Ásgeirsson veitir bfla- sölunni Bflakjör forstöðu, en hún er rekin í tengslum við Svein Egils- son h.f., og selur meðal annars bíla sem umboðið tekur upp í nýja bíla. Finnbogi sagði að bflar af árgerðun- um ’84 til ’87 yrðu aðal sölu- bflamir í nánustu framtíð. „Þeir bflar sem eldri em en af árgerð 1980 verða þungir í vöfum, og jafn- vel ekki teknir til sölu hjá okkur. Bflar sem em teknir upp í nýja bfla hjá umboðinu em á ákveðnum kjör- um, sem em lengri en gengur og gerist með notaða bíla, en ef við- skiptavinir sem em að selja notaða bfla hjá okkur vilja bjóða sömu kjör þá gengur það. Annars hafa greiðslulqör breyst gífurlega. Algengt hefur verið að menn hafa selt bflana sína á sex til tólf mánaðá skuldabréfum, en við emm að selja bfla á áiján mán- aða bréfum, og á dýrari bflum getur þetta farið allt upp í þijú ár. Þama emm við raunvemlega í samkeppni við þá sem em að selja nýja bfla, en í þeim viðskiptum hafa opnast möguleikar á svo löngum greiðslu- fresti. Seljendum notaðra bfla hefur gengið ágætlega að losna við skuldabréf, og þess em dæmi að menn vilji frekar fá greitt fyrir bflana sína með skuldabréfi heldur en með peningum, svo þama hefur orðið gífiirleg breyting á. Það hefur alveg snúist við frá því sem var fyrir um það bil tveimur ámm síðan, en þá vom greiðslur með skulda- bréfum sjaldgæfar," sagði Finn- bogi. Sala á notuðum bflum hefur að mati Finnboga verið lífleg undan- farið, en þó sagðist hann hafa orðið var við að dró úr fyrirgreiðslu til fólks hjá lánastofnunum fyrir jólin. „Það vill oft verða þannig þegar áramótin nálgast, en fólk brúar þá bilið fram í janúar með víxlum, ef það hefur fengið lánsloforð eftir áramótin. Það em samt engin læti í sölu notaðra bfla núna, en miðað við árstíma þá verður hún að telj- ast góð. Það sem hefur verið pantað af nýjum bflum er allt selt, þannig að það má reikna með því að hreyf- ing á notuðum bflum verði mikil á næsta ári.“ Finnbogi sagði, að rúmlega helm- ingur notaðra bfla af vissum tegundum sem væra til sölu væra bflar, sem hefðu verið fluttir inn notaðir, og væm þeir í ærið mis- jöfnu ásigkomulagi. „Það hefur komið upp sú staða, að skapast hefur þörf fyrir ákveðnar gerðir bfla á markaðnum, sem hreinlega hefur ekki verið hægt að anna, og þess vegna hafa þessir bflar verið fluttir inn notaðir, en stundum í of miklu magni,“ sagði hann. „Undanfarið ár hefur verið sann- . kallað sprengjuár í bflaviðskiptum, eins og reyndar tölur um bílainn- flutning bera vitni um, þannig að 6tta jaðrar við bilun hvemig við endingar höfum látið, en ég á nú frekar von á því að þetta hæg- ist á næsta ári,“ sagði Finnbogi Ásgeirsson. í Skipholti 50B er til leigu skrifstofuhúsnæði, sem hefur verið hólfað niður í einingar og eru þærtilbúnar til afhendingar. Einingar skiptast þannig: 2. hæð 154,41 fm + 69,76 fm + 133,34 fm = 357,51 fm. 3. hæð 88,0 fm + 92,74 fm + 46,27 fm + 54,98 fm = 281,99 fm. Ofangreint skrifstofuhúsnæði er nú tilbúið til afhendingar og er allur frágangur mjög vandaður. Allar nánari upplýsingar veitir Halldóra í síma 82300 hjá okkur. sí? Frjálstframtak Armúla 18, 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.