Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1988 Þeir, sem ætluðu að ganga á jök- ulinn, undirbjuggu allt sem bezt þeir máttu um kvöldið. Var nauð- synlegt að hafa matföng öll og tæki til reiðu, því að lagt skyldi upp fyrir birtingu. Skriðu menn síðan í svefnpoka, en ekki mun öllum hafa orðið svefnsamt. Næsti dagur mundi verða erfiður, og menn voru alls ekki áhyggjulausir. Leiðangurs- menn voru að vísu samhentir og allvel búnir, en samt varð ekki litið fram hjá þeirri staðreynd, að leið- angurinn var staddur 170 kílómetra frá byggð með marga bíla og tak- markaðan útbúnað. Ef snjóa tæki og heimleiðin lokaðist, var vissulega ekki glæsilegt að eiga oft náttstað undir jöklinum. Björgunarstarfið og örlög leiðangursins var undir veðr- inu komið. Hvemig skyldi það verða á morgun? Það mun hafa verið síðasta hugsun flestra, er þeir festu blundinn, sem ekki varð nema 2—3 klukkustundir þessa nótt.“ Miðvikudagsmorguninn kl. hálf fjögur vöknuðu leiðangursmenn. Kvíði og spenna ríkti. Hvemig myndi ferðin heppnast? „Þótt myrkt sé, virðist auðsætt, að veðurútlit sé ekki gott. Dimman virðist liggja eins og mara yfir tjöld- unum og jöklinum. — Hann snjóar fyrir hádegi, segir einhver. Jökul- faramir bera saman ráð sín. Akveðið er að halda þegar af stað og vera komin upp á jökulbrún með birtu. Klukkan hálffimm leggja 13 menn af stað upp brattann, 9 jökul- farar og fjórir aðstoðarmenn, sem hjálpa þeim að bera skíðin upp á brún. Nokkrir em eftir í tjöldunum. Laust fyrir klukkan fímm sjáum við, sem þar bíðum, mennina þrett- án hverfa upp í þokuna. Síðan hefst löng bið.“ Dvölin í tjöldunum tók á taugarn- ar. Talstöðvar voru engar og algjör óvissa ríkti um það, sem var að gerast uppi á jökli. „Engin tilkynning um förina af jöklinum barst í útvarpinu, og viss- um við ógerla, hvað þeim málum leið, fyrr en útvarpið hóf kvöld- fréttir klukkan átta. Þá var sýnt, að áhöfnin og leiðangursmenn voru lagðir af stað niður fyrir nokkru og sömuleiðis Bandaríkjamennimir af skíðavélinni. Var nú allt undir- búið sem bezt til að taka á móti fólkinu, en þrír menn gerðir út upp á jökulinn til aðstoðar, ef með þyrfti. í þá ferð völdust Gísli Eiríks- son, Reykjavík, Jóhann Helgason og Haukur Snorrason, Akureyri. Þegar uppganga okkar hófst, var komið náttmyrkur og þokan aftur lögzt yfír allt. Við höfðum tvö góð vasaljós og sóttist ferðin upp brekk- umar vel. Þegar upp á brún Kistufells kom, sáum við svifblysum skotið inni á jöklinum og visgum, að leiðangurinn var mjög tekinn að nálgast. Stóðst það á endum, að við mættum fyrsta hópnum á mót- um Kistufells og jökulsins. Var þar öll áhöfn Geysis, að.flugfreyjunni undanskilinni. Þar var einnig Sig- urður Jónsson og af okkar mönnum þeir Edvard Sigurgeirsson, Sigurð- ur Steindórsson og Þráinn Þórhalls- son. Þama fengum við þær fregnir, að aðrir leiðangursmenn væm enn langt inni á jökli í tveim hópum, annar með sleðann, flugfreyjuna og farangurinn, en hinn síðari með Bandaríkjamennina. í þessum hópi vom allir hressir, þótt þreyttir væm og þyrstir." Við þessar fréttir var ákveðið að þeir þremenningar héldu áfram til móts við þá sem á eftir vom. „Eftir nokkra göngu þóttumst við heyra óm af mannamáli. Tókum við að kalla og fengum nú svar. Var síðan kallazt á, unz við sáum grilla í tvo menn á göngu í myrkr- inu. Vom þar komnir Ólafur Jónsson og Jón Sigurgeirsson og höfðu gengið á hljóðið. Höfðu þeir þær fréttir að færa, að ógerlegt væri að fylgja slóðinni lengur í nátt- myrkrinu, eftir að þokan lagðist yfir með fullum þunga, bg væri fólkið setzt að og mundi bíða birt- ingar í snjóhúsi. Viðhorfíð breyttist nú, er við vomm komnir á vettvang með ljós. Snem þeir þegar við með okkur til sleðans. Er þangað kom, var verið að hlaða snjóhúsið. Stóð Vignir tollvörður í því, en flugfreyj- an hvíldist á farangrinum og var furðanlega hress. — Hvaðan komið þið elskurnar, spurði hún, er við komum að sleðan- um. Hún kvaðst albúin að halda áfram. í þeim svifum kom Þorsteinn Svanlaugsson að sleðanum innan af jökli. Hafði hann, ásamt Þórami Björnssyni úr Reykj^vík, fylgt Bandaríkjamönnunum, sem síðast lögðu upp frá flakinu. Var einn Bandaríkjamannanna lagztur fyrir og uppgefinn, en hinir að þrotum komnir. Varð að senda hjálp til Þórarins hið fyrsta. Tryggvi Þorsteinsson, fararstjóri á jökli, var skjótur til ákvarðana. Gísli og Jóhann skyldu taka sleðann og halda inn á jökulinn til Þórar- ins, en við hin halda áfram fótgang- andi til tjaldanna. Var nú farangri mtt af sleðanum og það af honum, sem léttast var, lagt á bökin, en þeir Gísli og Jóhann spenntu á sig skíðin, tóku sleðann og héldu inn á jökulinn til móts við Þórarin og Bandaríkjamennina. Var þá komið nokkuð fram yfir miðnætti. Var sannast sagna heldur ömurleg til- vera á jöklinum þessa stund. Vitneskjan um neyðarástandið inni á jöklinum vakti ugg og ótta, en hins vegar alllöng leið framundan fyrir okkur hin, og við vomm ljós- laus, þar sem Gísli og Jóhann þurftu ,að fá eina vasaljósið til þess að finna slóðina. Þama skildi leiðir. Við héld- um niður í átt til tjalda með þann farangur, sem hægt var að bera. Fór sú lest heldur hægt. Það vakti aðdáun okkar allra, hve flugfreyjan var hress í bragði og bar sig vel, þrátt fyrir meiðsli og þreytu. Hún var þess fús og albúin að ganga það, sem eftir var leiðarinnar, en ieiðangursmenn studdu hana og hjálpuðu henni alla leiðina. Þetta ferðalag með fram Kistu- feliinu og að brúninni varð heldur tafsamt. Nóttin var svört og þokan líka, og við vomm ljóslaus. Slóðinni mátti ekki týna, og það reyndist erfítt verk að halda í hana. Stundum urðu þeir, sem fyrir fóm, bókstaf- lega að þreifa á jöklinum til þess að finna spor. Hvíldir vom margar, en stuttar. Jökulfararnir vom ör- þreyttir, en glaðir og reifir yfir giftusamlegum endalokum leiðang- ursins, enda þótt menn hefðu nokkrar áhyggjur af líðan Banda- ríkjamannanna. Á jöklinum var líklega 15 stiga frost, og vatn í vasapelum fraus, og urðu menn að þíða þá inni á sér. Hver dropi var dýrmætur og gaf aukinn þrótt. Um síðir korh að því, að merki- stöngin á fjallsbrúninni blasti við. Þá var hvílzt um stund, en síðan „látið reka“ niður fjallið í slóðina, sem var. margtroðin og greinileg. Það vakti aðdáun allra, hve Ingi- gerður Karlsdóttir var dugleg, hörð og æðmlaus. Hefur þessi ganga hennar vissulega verið mikil þrek- raun. Þegar halla tók ofan af Ijallinu, sáum við sýn, sem var í senn fögur og hressandi. Tjaldbúar höfðu ekið jeppum sínum upp í gilið og létu kastljós varpa birtu upp í fjallið. Sást þessi ljósadýrð langa vegu og hafði örvandi áhrif á þá, sem að ofan komu. Fyrr er sagt frá reykvísku fjalla- mönnunum, sem slógust í för með okkur. Einn þeirra, Þórarinn Bjömsson, hafði lengsta útivist allra á jöklinum með Bandaríkja- mönnunum: Þáttur þessa fámenna hóps úr Reykjavík í björgunarleið- angrinum var glæsilegur. Þar var valinn maður í hveiju rúmi. Hjálp- semi þeirra, drenglyndi og dugnaði var viðbmgðið í okkar hóp. Það var gott að koma í tjöldin þeirra, hlý og notaleg, og þar var margur kaffi- sopinn þeginn og brauð með, þegar hinn flaustursbúni leiðangur Ákur- eyringa fór að sjá fram á matar- skort. Við snúum okkur nú aftur að þessari nótt og þeim, sem eftir vom á jöklinum. Þegar leiðangursmenn fréttu, við komu okkar, um þrek- raun Þórarins Björnssonar og Þorsteins Svanlaugssonar, vom höfð skjót handtök í tjöldunum. Fjórir Reykvíkingar lögðu þegar á jökulinn þeim til aðstoðar. Var þá enn myrkt af nóttu, og hin leiða ísþoka lá sem mara yfir öllu. Veður- útlit var ótryggt, og fararstjórinn ákveðinn í því að komast eins fljótt og auðið væri brott frá jöklinum." Þeir, sem komnir vom af jökli lögðust nú til svefns örþreyttir eftir erfiði dagsins. En hvemig reiddi hinum af? „Rétt fyrir .klukkan sex á fimmtudagsmorguninn er jeppa- hurðinni við höfuð mitt hmndið upp, og ég sé Þórarin Bjömsson standa í gættinni. Hann er þreytt- ur, en ánægður. Bandaríkjamenn- imir vom komnir í höfn, nær dauða en lífí, en komnir samt. I klukku- tíma drógu þeir félagar einn þeirra á sleða, en þá hresstist hann og fór að ganga. Ur því gekk ferðin greitt. Flugmennimir amerísku fengu heita mjólk að drekka og síðan að minnsta kosti klukkustundar hvíld í hlýjum svefnpoka. Fjórir Reykvíkingar höfðu gengið á fjallið um nóttina eins og fyrr segir. Þeir héldu áfram, þangað sem farangurinn var, og drógu hann á sleðanum til tjaldanna. Komu þeir þangað klukkan átta. Var þá allt komið af jöklinum, fólk og farang- ur. Var það brýnasta dót áhafnar- innar, og vissulega vom ekki ástæður til þess að bjarga neinu af hinum „dýrmæta varningi“, sem útvarpinu varð svo tíðrætt um. Þeir Gísli Eiríksson og Jóhann Helgason höfðu hitt Þórarin, Þor- stein og Bandaríkjamennina inni á jökli. Var ástandið þá engan veginn glæsilegt, niðdimm nótt, ísþoka og grimmdarfrost, en Bandaríkja- mennirnir uppgefnir. Var sá, sem þjakaðastur var, lagður á sleðann, og íslendingamir drógu hann síðan. Sóttist ferðin seint og erfíðlega. Eftir klukkustundar hvfld á sleðan- um tók Bandaríkjamaðurinn að hressast, en þó ekki meira en svo, að Islendingamir máttu beita hann hörðu til þess að bjarga lífí hans. Má vera, að hann hafí ekki kunnað að meta hörkuna þá um nóttina, en sá tími kom um morguninn, að þessir menn sögðu einum rómi: — Guði sé lof, að við komum með ykkur. Við vissum aldrei í hvaða hættu við vomm staddir. Munu þeir áreiðanlega muna þeim Þór- ami, Gísla og Jóhanni lífgjöfina. Reykvíkingamir fjórir hittu Þór- arin og föruneyti hans á jökulbrún- inni um klukkan fimm um morguninn, og vom þeir úr því sjálf- bjarga, svo að fjórmenningarnir héldu áfram að farangrinum, en þar hafði sleðinn aftur verið skilinn eft- ir, og björguðu því niður eins og fyrr segir. Nú var allt komið niður og lífíð reið á að komast úr úlfakreppunni, því að fyrsti snjór gat lokað bflana inni við jökulinn. Og matföng vom á þrotum. Og það vom glaðir og reifir menn, sem bundu tjöld og skíði á jeppa sína þennan kalda fimmtudagsmorgun." Eins og kemur fram í grein Hauks er ljóst hve björgun fólksins var mikil þrekraun og ekki á færi nema afburða manna eins og þeirra sem þar áttu hlut að. T.d. má geta þess, að Þórarínn Bjömsson sem lengst dvaldi á jöklinum hafði ekki fengið mikinn svefn nætumar á undan. Hann kom til Akureyrar úr langri og strangri ferð um Gæsa- vötn, er fylgdi mikil vosbúð. Svefninn í Reykjahlíð var stuttur og ekki nema 2—3 tímar í tjöldun- um við Kistufell. Eftir það var hann á göngu í um það bil 26 klukku- stundir án hvíldar og mikinn hluta þess tíma með örþreyttan mann, sem var að missa allt þrek. Og hin- ir lágu ekki heldur á liði sínu. Þess má líka geta, að munur á hæð jök- ulsins við Kistufell og Bárðarbungu er um eða yfír 800 m, eða álíka og hæð Esju. Allir vom tjaldlausir og klæðnaðurinn misjafn, skíðin þung og óhentug og skór og annar útbúnaður í samræmi við það. Ég vona að þessi litla samantekt gefí nokkuð gleggri mynd af því stórkostlega afreki sem þarna var unnið en fyrmefnd sjónvarpsmynd. Sú dáð sem þar var drýgð má ekki falla í gleymsku. Höfundur er kennari. SVrat'9e'Na'!j «K«S5 setn sý yyj á Gæðatónlistá góðum stað. gramm Laugavegi 17 101 Reykjavík Simi 91-12040 Wode L»os\c i0t^»sseS 12»?* v\ns®'^K S\jétW^Bre YMSIR GÆÐAGRIPIR: The Bambi Slam - ls-- Black Sabbath Elvis Costello - Trust Cramps - Live Death Artgel - The Ultra Violence Don Dixon - Romeo at Julliard Everly Brothers - Greatest Recordings Fields of Nephilm - Dawn Razor Godfathers - Hit by Hit Grateful Dead - In the Dark Nanci Griffith - The Last of the True ***?«$* „sVoV*"* Guana Bats - Live Over London John Hiatt - Bring the Family Jesus and the Mary Chain - April Skies Elmore James-The Original Metor Jet Black Berries - Desperate Fieids Microdisney - The Ciock Comes Down Miracle Legion - Surprise Mike Oldfíeld - Islands Pink Floyd - A Monumentary Lapse of Reason Princess Tinymeat - Herstory Scholly D - Saturday Night ÓTRÚLEQT VERÐ: FRÁ 100 KR. OG UPP ÚR. Sendum i póstkröfu samdægurs. Nj\5XbV.uv. Swans - New Mind Stryper Mtek. - The Yellow and Black Attack The Triffids - Raining Pleasure Jackie Wilson - Reet Petitte Woodentops - Live Jim Croce - Time in a Bottle Camper Van Beethoven Game Theory New Order - Brotherhood IkeTurner ÍSLENSKAR PLÖTUR BLUES SOUL ROCK’N’ROLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.